Vísir - 28.01.1981, Blaðsíða 8
8
vtsm
ríg? f • r # .• öf 7 A •
Miðvikudagur 28. janúar 1981
VlSIR
Utgefandi: Reykiaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig-
þórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á
Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O.
Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V.
Andrésson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn-
vörður: Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúli 14, sími 86611, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla8, Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Afturhald í orkumalum
Afturhald Alþýðubandalagsins I orkumálum hefur leitt til stöðvunar f virkjunar- og
stóriðjumálum. Afleiðingarnar eru senn að koma I ljós — orkuskömmtun og hnignandi
lifskjör.
ískyggilegar horf ur eru í orku-
málum landsmanna. Gripið hef-
ur verið til stórfelldrar skömmt-
unar og stöðvunar orkusölu til
stóriðjuf yrirtækjanna. Orku-
skömmtunin stafar af minnkandi
vatnsmagni á virkjunarsvæðinu.
Að þvi leyti verður skuldinni ekki
skellt á stjórnvöld/ því enginn
ræður við náttúruöflin, hversu
harðsnúinn sem hann er í pólitík-
inni.
Hitt er þó staðreynd, að virkj-
unarmál eru í megnasta ólestri.
Allir stjórnmálaf lokkar hafa lagt
áherslu á áframhaldandi virkj-
unarframkvæmdir, enda fer það
ekki milli mála, að framtfð
þjóðarinnar er undir því komin,
að auðlindir fallvatnanna séu
nýttar.
Sogsvirkjun var á sínum tíma
mikið átak, en stórhuga virkjanir
hóf ust raunverulega ekki fyrr en
með Búrfellsvirkjun. Forsenda
þeirra framkvæmda var sú, að
kaupandi fengist af orkunni, sem
Islendingar gátu ekki nýtt sér
sjálfir á þeim tima.
Því var samningurinn við
Alusuisse gerður. Nú má enda-
laust deila um raforkuverð og
aðra þætti þess samnings, en
eftir stendur sú staðreynd að til-
koma álversins gerði Búrfells-
virkjun mögulega. Þess hafa
landsmenn notið í ríkum mæli.
Andstaða Alþýðubandalagsins
gagnvart erlendri stóriðju er al-
kunn. Hún er reist á hræðslu-
pólitík gagnvart erlendu auðvaldi
og tilf inningalegum þjóðernis-
rökum. Ekki skal gert lítið úr
þeirri hættu, sem alþjóðlegt
auðmagn hefur í för með sér og
full ástæða fyrir íslendinga að
fara varlega í slíkum samskipt-
um. Það er einnig sjálfsagt að
hafa þjóðlegan metnað að leiðar-
Ijósi, þegar rætt er um uppbygg-
ingu atvinnulífs hér á landi. En
hvorugt þessara atriða má ganga
út í öfgar. Það er ekki skerðing á
sjálfstæði eða okkur til minnkun-
ar, þótt samstarf sé haft við
erlenda aðila um orkusölu og
nýtingu á þeirri framleiðslu,sem
auðlindir okkar gefa af sér. Ef
og þegartil slfks samkomulags
kemur, verður að tryggja, að
fyrirtæki, sem að einhverju leyti
eru í eigu útlendinga, lúti íslensk-
um lögum og dómssögu. Jafn-
framt greiði þau og beri skyldur
gagnvart íslenskum stjónrvöld-
um.
Það er hinsvegar kotungs-
háttur og afturhald, ef þeirri
stefnu er alfarið fylgt, að ekki
megi selja erlendum aðilum
orku. Það þýðir aðeins eitt:
Stórtæk virkjunaráform dragast
óhóf lega. Náttúruauðlindir verða
ekki nýttar, og lífskjör fara
hnignandi.
Hjörleifur Guttormsson, iðn-
aðarráðherra, hefur reynst drag-
bítur í þessum efnum, trúr þeirri
stefnú síns flokks, að erlend
fyrirtæki séu hættuleg. Athafnir
hans í iðnaðarráðuneytinu hafa
beinst að því að seinka ákvarð-
anatöku, slá virkjunum á frest,
skipa nefndir og semja skýrslur.
Ef vilji hans hefði ráðið gagn-
vart Hrauneyjaf ossvirkjun,
væri alvarleg orkukreppa fram-
undan á íslandi.
Athyglin hefur einkum beinst
að tveim virkjunarsvæðum, í
Blöndu annarsvegar og Fljótsdal
hinsvegar. Báðar þessar virkjan-
ir eru vænlegar, en háðar þeirri
forsendu/að stór kaupandi fáist
til samvinnu um orkukaup.
Og þar stendur hnífurinn í
kúnni.
Á alþingi liggja fyrir tvær til-
lögur um orkustefnu, báðar frá
stjórnarandstöðunni. Ólíklegt er
annað en með samkomulagi á
bak við tjöldin megi laga þær til-
lögur , þannig að sjálfstæðis-
menn í stjórnarliðinu. ásamt með
Framsóknarflokki geti samein-
ast um virkjunar- og stóriðju-
framkvæmdir.
Eins og nú horfir stefnir í
neyðarástand í orkumálum og
virðist skammt í almenna
skömmtun á rafmagni. Það
óf remdarástand verður að
forðast. Alþingi og almenningur
getur ekki lengur unað því, að
afturhald ráði ferðinni i orku-
málum.
A6 vaxa upp úr þvi aö vera
bara slagorö og veröa þjóöar-
vakning á minna en hálfu ári er
ekki svo lítiö afrek. — Þaö'hefur
„Eining”, hin óháöa verkalýös-
hreyfing Póllands gert frá þvi i
verkföllunum síöasta sumar.
Hún myndaöist upp úr verk-
fallsnefnd starfsmanna skipa-
smiöastööva i Gdansk. Þangaö
liggja enn rætur hennar, þótt
hún telji nú innan sinna vébanda
um tiu milljónir manna, sem er
obbinn af vinnuafli Póllands.
Nú á hún sér deildir i öllum
héruöum og bæjum og hefur
opnaö aö nýju skrifstofur, þar
sem áöur voru til húsa hin
flokksstýrðu verkalýösfélög, er
lutu algerlega viija vald-
hafanna, en þau hafa flest veriö
leyst upp.
Lykillinn aö uppgangi „Ein-
ingar” lá i þeirri skömm, sem
launþegarnir höföu oröið á hin-
um opinberu stéttarfélögum.
Þau voru ekkert annaö en færi-
band, sem fluttu fyrirmælin
ofan af æðstu stööum niður á
verksmiöjugólfiö til almenn-
ings. Þau höföu þagaö þunnu
hljóöi við öllum umkvörtunar-
efnum meðlima sinna, og gilti
einu hvort þau lutu að kjara-
málum eða öryggi á vinnustöð-
um. Þarna var tómarúm, sem
beið fyllingar, og þegar
kommúnistaflokkurinn gat ekki
lagt hana til, kom „Eining” til
skjalanna.
Nafniö eitt, hvort sem menn
islenska þaö sem „Eining” eöa
„Samstaða”, segir nokkra sögu
um, hvernig samtökin hafa lað-
að verkalýö og sjálfseignar-
bændur inn i i sinar raðir, og
hvaöa baráttuhug þau hafa vak-
ið meðal þessara stétta. Enda
ætluöu þau hreint aö kafna i
fólksstraumnum, sem sótti um
aðild, eftir að skipasmiðirnir i
Gdansk sýndu hvaöa töggur
voru i þessum samtökum, þegar
þeir buöu landsstjórninni byrg-
inn og neyddu þau til að láta
undan þeirra kröfum.
Úr fjarlægö getur menn
naumast grunaö, hver vinna
hlýtur þarna aö hafa veriö unnin
af litt skipulögöum nýfæddum
samtökum manna með tak-
markaða reynslu af félagsstörf-
um þessa eðlis. Byrjað var á
starfinu i litlum bakherbergjum
eða inni i gafli barnmargar
fjölskyldu einhvers forvigis-
mannsins, og aö streymdu
hundruð nýrra meðlima meö
óteljandi mörg umkvörtunar-
efni og vandamál. Sum voru
kannski smávægileg, en öll
þörfnuðust einhverrar
afgreiöslu. Hundruð komu á
þennan staöinn, önnur
hundruöin á annan og siðan koll
af kolli.
Hinir pólsku verkalýðs-
forkólfar urðu að axla byrðar af
Hversu lengi endist
samstaðan innan
„Einingar” í Póllandi?
þvi tagijsem verkalýösfélögin á
vesturlöíndum mundu ekki taka
til sin. (En „Eining” var einu
samtökin, sem sýndust likleg til
þess aðlláta sig þessi einstakl-
ingsburvdnu vandamál skipta og
voru nægilega öflug og óháö
flokksræöinu til þess að reisa
þessar kröfur og fylgja eftir.
Þaö piá heita krafta^erk, aö
þaö fólk, sem þetta starf hefur
mætt aö mestu á, skuli ekki
fyrir löngu orðiö örmagna. En
slikur var eldmóöurinn, sem
vakinn var i Gdansk siðasta
sumar, að fólkið hefur lagt nótt
viö dag, án þess að kikna.
Ennþá.
Fréttir berast af þvi frá Pól
landi, aö öngþveitið, spennan og
allt álagið sé að fara að segja til
sin hjá þeim, sem undir þessu
ósérhlifna starfi hafa staðið,
verkfallsvaktir, eilifir samn-
ingafundir og viðræður við sam-
herja, vökunótt á vökunótt ofan
og erfiðir vinnudagar á eftir, að
ekki sé nú minnst á þrýsting frá
valdamönnum og þungan
strauminn á móti, meðan sifellt
er á brattann að sækja. Eöa
áhyggjurnar af þvi, hvort
einhver þeirra, sem bakinu á að
skýla, bregöist eöa sviki.
„Viö skulum ekki blekkja
sjálfa okkur,” sagöi Lech
Walesa, leiötogi þessarar
stundurleitu hjaröar. „Lands-
stjórnin vill samtökin feig, og
þaö er alltaf hætta á, að einingin
rofni.”
1 sliku fjölmenni hljóta
skoðanir að vera skiptar um
stefnumark eöa aöferöir, og
hreint með ólikindum, að allir
sætti sig við það til lengdar, ef
þeirra sjónarmið eru látin
vikja. Þótt Lech Walesa hafi
lýst yfir þvi, að hann láti sig
stjórnmál engu skipta, og að
samtökin séu ópólitisk, eru þó
þeir ófáir innan hreyfingarinn-
ar, sem vilja einmitt að samtök-
in láti stjórnmál til sin taka. Að
visu láta samtökin mannrétt-
indamál, og einkanlega þá
trúarbragðafrelsi og tjáningar-
frelsi sig miklu varða.
En tiu milljón manna samftök
geta ekki á ólgutimum komist
hjá þvi að taka pólitiskar
ákvarðanir. Og það getur aðeins
verið spurning um hvenær en
ekki hvort að þvi komi, að innan
samtakana hópi sig saman
skoðanasystkin, sem marka
vilja aöra braut en hinir.
Walesa þykir hófsamur
leiötogi og hefur sýnt bæði gætni
og lipurö i sínu starfi. Heyrist
ekki að neinn hafi risið enn upp,
sem kalli til hans sætis. — En i
aðalstöðvum samtakanna i
Gdansk hafa menn æ oftar lent i
erfiöleikum við að fá héraðs-
deildir annarsstaðar til aö fara
að ráöum forystunnar eöa hlita
hennar vilja. Er ekki langt
siðan, að forvigismenn Einingar
neyddust til aö láta boö út ganga
um land allt, að verkfallsboðan-
ir á vegum héraösdeilda yrðu
fyrst aö hljóta samþykki i aöal-
stöövunum, áður en þær væru
opinberaöar, ef viðkomandi
heraösaðilar vildu ganga aö vis-
um stuðningi landssamtakanna.
Hversu lengi getur þá „Ein-
ingar”-mönnum enst baráttu-
þrekið og hve lengi mun eining
rikja innan samtakanna?
Valdhafar ala sjálfsagt á sin-
um vonum um, hvert svarið við
þvi verður, enda sýnast þeir
beita þeirri aðferðinni nú orðið
mest, eftir að þverar synjanir i
upphafi tjóuðu ekki, að þreyta
þessa andófsmenn og þreyja
þorrann, en stefna á meðan að
þvi að lauma dyggum flokks-
þrælum inn i samtökin, svo að
þeir geti grafið um sig þar og
komið til móts við flokkseinræð-
ið innan frá.