Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Landið | Suðurnes | Austurland | Akureyri
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund skapti@mbl.is
Bæjarbragurinn á Egilsstöðum hefur
gjörbreyst á þessu ári. Í stað tiltölulega ró-
lynds bæjarfélags, þar sem hver fékkst við
sitt í nokkurri spekt og varla sást gangandi
maður úti við utan einstöku kona með
barnavagn, er nú ysinn og þysinn slíkur að
menn fara að hugsa um umferðarljós, um-
ferðarhjáveitur og öryggi gangandi vegfar-
enda. Jólasprettur almennings kemst varla
á blað innan í öllu þessu brölti og þrátt fyrir
mikinn eril í verslunum og fyrirtækjum eru
það samt vinnuvélar innanbæjar og umferð
tengd Kárahnjúkavirkjun sem mest er
áberandi á götunum.
Andrúmsloftið einkennist af rífandi
dugnaði; hvarvetna eru byggingarkranar,
vörubílar, valtarar og risatrukkar með ævi-
löngum aftanívögnum. Menn ganga rösk-
lega um í heilgöllum, smíðasvuntum og ör-
yggisskóm og gnýrinn frá
byggingarstarfsemi og ýlfrandi jarðvegs-
vinnuvélum er orðinn að samfelldun dyn
sem upphefst í svarta myrkri snemmmorg-
uns og lýkur ekki fyrr en langt er liðið á
kvöld. Gott ef menn vinna ekki allan sólar-
hringinn við að koma „uppbyggingunni fyr-
ir austan“ á legg sem allra hraðast. Minnir
helst á nútímauppfærslu á byggingu gull-
grafarabæja vestra í gamla daga. Það er
hugur í fólki og það er gott. Menn sjá fram
á betri tíð með blóm, nýbyggingar, aukið
hótelrými og þjónustu í haga. Einhverjir
spyrja þó hvað sé handan fjallsins, þegar
mesti dynurinn hljóðnar.
Egilsstaðabúar og nærsveitungar hafa
áhyggjur af menntaskólanum. Nauðsyn-
legri viðbyggingu með kennslustofum og
starfsmannaaðstöðu hefur verið skotið á
frest vegna meintra undanbragða hins op-
inbera við þátttöku í raunkostnaði. Skipting
milli ríkis og sveitarfélags við slíkar fram-
kvæmdir á að vera 60/40% en þegar upp er
staðið býðst ríkið til að greiða innan 40%
kostnaðar. Austur-Hérað og Fellahreppur,
heimasveitarfélög skólans, segjast ekki
hafa bolmagn til að axla þann kostnað og
því hefur verið hætt við bygginguna. Af
þessu hafa menn þungar áhyggjur, ekki síst
í ljósi allrar umræðu um uppbyggingu og
aðbúnað í mjög ört vaxandi bæjarfélagi, að
maður tali nú ekki um fjórðunginn í heild
sinni. En Austfirðingar láta ekki etja sér
svo glatt á foraðið og vinna þetta mál áfram
uns viðunandi niðurstaða fæst. Ella þarf að
vísa nemendum frá og það er ekki gott af-
spurnar í sveitarfélagi sem tekur nýju fólki
fagnandi og býður því þjónustu af bestu
sort.
Úr
bæjarlífinu
EGILSSTAÐIR
EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR
BLAÐAMANN
Mikil umferð var áAkureyri umhelgina og tals-
vert um að ekið væri á
kyrrstæða bíla á bílastæð-
um. Í einu tilfelli var
meira að segja ekið tvisv-
ar á sama kyrrstæða bíl-
inn með stuttu millibili. Í
flestum tilfellum var tjón
lítið og ekki hlutust slys
af en alls var tilkynnt um
sautján umferðaróhöpp
um helgina að því er fram
kemur í dagbók lögreglu.
Á föstudagskvöldið gat
ökumaður bifreiðar, sem
ekið var inn á bílastæðið
við verslunina 10-11 við
Kaupvang, ekki stöðvað
hana í tæka tíð og hafnaði
bifreiðin með framend-
ann inni í versluninni.
Bremsurnar munu ekki
hafa virkað sem skyldi.
Umferðaróhöpp
Búðardalur | Leikskólinn Vinabær í Búðardal hélt jóla-
ball fyrir krakkana og fjölskyldur þeirra. Það var mikil
spenna við komu jólasveinanna eins og sjá má. Hér má
sjá Sesselju heilsa Hurðaskelli.
Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir
Áttu eitthvað í pokanum?
Brosið geislar
Frá því segir í nýjufréttablaðiKvæðamanna-
félagsins Iðunnar að
Andrés Gestsson hafi
komið inn í fiskbúð. Þar
var fyrir kona sem bað
fisksalann að láta sig hafa
flak. Fisksalinn rétti
henni fyrst flak sem kon-
an sagði að væri of stórt.
Næsta var of lítið. „Hafðu
þetta eitthvað þar á
milli,“ sagði hún. „Þú
veist hvað mér passar
best.“ Þá varð til þessi
vísa:
Karlinn hafði kvennahylli
kunni og vissi af gömlum vana
að eitthvað þarna mitt á milli
myndi passa fyrir hana.
Bjargey Arnórsdóttir yrkir:
Þegar bænin brjósti frá
til barns í jötu leitar,
ljósin skærar lýsa þá
loginn brennur heitar.
Jólastjarnan björt á brá
brosi geislar heiminn.
Jólaóskir okkur frá
eins og hlýja geiminn.
pebl@mbl.is
Stykkishólmur | Leikfélagið
Grímnir í Stykkishólmi frum-
sýndi leikritið Lukkuriddarann
hinn 28. nóvember sl. í félags-
heimilinu, Hótel Stykkishólmi.
Í lok frumsýningar var leik-
urum og leikstjóra ákaft fagn-
að og góður rómur gerður að
sýningunni. Mikil og almenn
ánægja hefur verið með sýn-
ingarnar og er það mál manna
að vel hafi tekist til með val á
verki sem og val á leikurum í
hlutvekin. Í aðalhlutverkum
eru Alfreð Viktor Þórólfsson
sem leikur Lukkuriddarann,
Hólmfríður Friðjónsdóttir,
Sigurður Páll Jónsson, Árni
Valgeirsson, Margrét Ásgeirs-
dóttir og Þorsteinn Sigurðsson.
Lukkuriddarinn er írskur
gamanleikur með söngívafi og
gerist í þorpi á Írlandi kring-
um aldamótin 1900. Jónas
Árnason þýddi verkið sem var
fyrst sýnt hér á landi árið 1966.
Ári seinna eða 1967 setti Leik-
félagið Grímnir Lukkuridd-
arann á svið. Leikstjóri þess-
arar sýningar er Jón Svanur
Pétursson en hann lék einmitt
titilhlutverkið í uppfærslunni
árið 1967. Jón Svanur hannaði
leikmyndina og er einnig tón-
listarstjóri sýningarinnar og
sér hann um undirleik ásamt
Jósep Blöndal.
Leikritið hefur verið sýnt
þrisvar fyrir fullu húsi og því
er áætlað að bæta tveimur sýn-
ingum við á milli jóla og nýárs,
miðnætursýningu laugardag-
inn 27. des. og síðasta sýningin
verður sunnudaginn 28. desem-
ber kl. 16.00.
Það er óhætt að segja að það
hafi verið lukka með Lukku-
riddarann í Hólminum.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Leikarar og annað starfsfólk Grímnis, sem sýnir um þessar mundir leikritið Lukkuriddarann.
Lukkuriddarinn kemur milli hátíða
Leiklist
Stykkishólmur | Tveir nemar í náms-
braut Háskóla Íslands í sjúkraþjálfun
hafa verið við nám á St. Franciskusspít-
alanum í Stykkishólmi í 8 vikur. Það eru
þær Halldóra Jónasdóttir og Linda B.
Stefánsdóttir, og þær eru nú að ljúka 8
vikna námsdvöl á St. Franciskusspítalan-
um í Stykkishólmi. Þær eru að kynna sér
endurhæfingameðferð á háls- og bakdeild
sjúkrahússins. Yfirlæknir St. Franciskus-
spítala, Jósep Ó. Blöndal og Lucia de
Korte, deildarstjóri endurhæfingardeild-
arinnar ábyrgjast námið en nemarnir eru
undir daglegri stjórn Lasse Schaefer.
„Það er okkur mikið ánægjuefni að
þetta samstarf við Háskóla Íslands skuli
vera hafið,“ segir Róbert Jörgensen,
framkvæmdastjóri sjúkrahússins. „Það er
von okkar að áframhald verði á samstarf-
inu. Framundan er einnig samstarf við
Háskóla Íslands um menntun lækna-
nema. Nemarnir sem nú eru hér eru á
3ja ári í sjúkraþjálfun og eru hluti af 18
nema hópi, sem skipti sér niður á Land-
spítala – háskólasjúkrahús, Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, Hveragerði,
Reykjalund og St. Franciskusspítalann.
Rætt hefur verið um áframhald þessa
samstarfs, en ekkert verið endanlega
ákveðið í þeim efnum,“ segir Róbert
Jörgensen.
Spurðar um námsdvölina í Stykkis-
hólmi sögðu þær Halldóra og Linda að
þetta hefði verið góður skóli, þær hefðu
lært mjög mikið og dvölin þessar 8 vikur
hefði verið hin ánægjulegasta.
Stunda há-
skólanám við
spítalann í
Stykkishólmi
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Fremri röð: Halldóra Jónasdóttir og
Linda B. Stefánsdóttir, nemar í
sjúkraþjálfun. Aftari röð Lasse Schaefer
sjúkraþjálfari, Dörte Hacker sjúkra-
þjálfari, Róbert Jörgensen fram-
kvæmdastjóri, Lucia de Korte, deild-
arstjóri endurhæfingardeildar, Jósep Ó.
Blöndal yfirlæknir.
HEFÐ hefur verið fyrir því í Kirkju-
bæjarskóla að nemendur skiptist á
litlum gjöfum á síðasta skóladegi
fyrir jólafrí. Í ár var að frumkvæði
nemanda ákveðið að láta þá sem
minna mega sín í stríðshrjáðum
heimi frekar njóta andvirðis þeirra.
Söfnuðu krakkarnir í 7. – 10. bekk
tæplega 22.000 kr. sem renna til
Hjálparstofnunar kirkjunnar. Mun
féð verða notað til stuðnings mun-
aðarlausum börnum í Úganda.
Ljósmynd/Kristján Kristjánsson
Söfnuðu fyrir góðan málstað: Bryndís Jónsdóttir, fulltrúi nemenda í 10.
bekk Kirkjubæjarskóla, afhendir Bryndísi Möllu Elídóttur söfnunarféð.
Söfnuðu fyrir munaðar-
laus börn í Úganda