Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 37 AÐSTOÐARMAÐUR utanrík- isráðherra Halldórs Ásgrímssonar og varaþingmaður Framsóknarflokksins ritar grein í Morgunblaðinu hinn 20. desember og ber sér á brjóst vegna þess hve Framsóknarflokkurinn sé traustur og trúverðugur. Til vitnis um mikið traust og trúverðugleika nefndi varaþingmaðurinn að Framsóknarflokkurinn hefði keyrt í gegnum löggjafarþingið eft- irlaunafrumvarpið margfræga af staðfestu og á leifturhraða, þrátt fyrir andstöðu alls þorra almennings. Áður en lengra er haldið er rétt að minna á þá staðreynd að stað- festa ráðherra Fram- sóknarflokksins hefur ekki alltaf verið með þeim hætti á síðustu vikum, að flokkurinn hafi ekki beygt af fyrirfram ákveðinni leið. Stundum hefur umpólun ráðherra verið til góðs og stundum til ills. Ég tel það hafi t.d. verið til góðs þegar Árni Magnússon félagsmála- ráðherra dró til baka umdeilda ákvörðun um að ráðast með harkaleg- um hætti að atvinnulausu fólki og breyta til hins betra umdeildu frum- varpi sem skerti starfskjör fisk- vinnslufóllks. Ég tel það aftur á móti mjög alvar- legar vanefndir Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra að standa ekki við handsalaðan samning við öryrkja. Það var athyglisvert að sjá að fram- sóknarmenn gátu skreytt sig með for- manni Öryrkjabandalagsins fyrir kosningar en eftir kosningar eru hon- um send óviðurkvæmileg skeyti úr þingsölum. Það er mín skoðun að ráðherra sem handsalar samning hátíðlega og skreytir sig með honum í kosninga- baráttu eigi að segja af sér ef hann svíkur samkomulagið. Eru þetta lýsandi dæmi um stað- festu Framsóknarflokksins í stjórn- málum? Eftirlaunafrumvarpið Hið svokallaða þverpólitíksa eft- irlaunafrumvarp var fyrst kynnt fyrir þingmönnum Frjálslynda flokksins á miðvikudeginum 10. desember sl. og það stóð til að afgreiða það 2 dögum síðar. Ég gegni starfi formanns þing- flokks Frjálslynda flokksins í fjarveru Guðjóns A. Kristjánssonar og því var þess óskað að ég flytti frumvarpið sem kynnt var sem þverpólitískt frumvarp. Ég skrifaði upp á frum- varpið seinna sama dag og frumvarpið var kynnt. Ég veit nú að ég hefði ekki átt að skrifa upp á eftirlaunafrumvarpið nema með fyrirvara. Þau mistök má skrifa á reynsluleysi mitt af þingstörfum. Hvað sem því líður þá er rétt að taka fram af stað með eftirlauna- frumvarpið var lagt upp með að það væri í samstarfi allra stjórn- málaflokka. Ég taldi og tel enn að ef heiðarlega væri staðið að málum hefðu allir flokkar áhrif á þær breyt- ingar sem yrðu á frumvarpinu. Sú varð ekki raunin í allsherjarnefnd þingsins. Í stað þess fóru fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks í meirihlutaleik og sam- þykktu sínar breytingtillögur og tóku í engu tillit til óska minni hlutans. Þess ber að geta að ýmislegt er til bóta í eftirlaunafrumvarpinu þrátt fyrir að það hafi verið málað mjög dökkum litum í þjóðfélagsumræð- unni, en annað orkaði mjög tvímælis frá upphafi. Ein helsta ósk minnihluta allsherj- arnefndar var að taka lengri tíma í umræðu um eftirlaunafrumvarpið og afgreiða það ekki í flýti fyrir jól. Við nánari athugun hefði verið mjög skynsamlegt að afgreiða málið ekki í einhverjum hvelli, heldur taka tíma í að fara rækilega yfir málið. Þeir sem starfa í þágu almennings eiga al- mennt að gefa sér góðan tíma til að komast að sanngjarnri og eðlilegri niðurstöðu í málum. Flýtiafgreiðslur gefa til kynna að það sé verið að forðast umræðu. Undirritaður lagði áherslu á að ná fram þeim breytingum að fella á brott það ákvæði að ríkið launaði formönn- um stjórnmálaflokka en með því eru stjórnvöld að hafa bein afskipti af innri störfum stjórnmálaflokka. For- maður allsherjarnefndar féllst ekki á þá tillögu að fella á brott umrætt ákvæði um álagsgreiðslur til for- manna stjórnmálaflokka nema að því tilskildu að allir nefndarmenn styddu frumvarpið. Svo undarlega sem það hljómar átti ákvæðið um greiðslur til formanna stjórnmálaflokka að vera svipa á fulltrúa stjórnarand- stöðuflokkanna til þess að styðja frumvarpið. Í umræddri grein aðstoðarmanns- ins er gert lítið úr þeim stjórn- málamönnum sem hlusta á raddir al- mennings. Ég og aðrir stjórnmálamenn sem hlusta á raddir almennings eru sagðir feykjast til og frá í sviptivindum í skjótfengnum augnabliksvinsældum og kikna í hnjá- liðunum og gleyma allri stefnu og staðfestu. Það er mín skoðun að stjórn- málamönnum sem starfa í umboði al- mennings beri að hlusta á vilja fólks- ins í landinu og útskýra ákvarðanir og afla þeim fylgis meðal almennings. Það hefðu verið miklu eðlilegri vinnu- brögð að taka tíma í að afgreiða eft- irlaunafrumvarpið og afla því meira fylgis meðal almennings, þar sem ná- kvæmlega ekkert kallar á hraðferð í gegnum þingið. Við í Frjálslynda flokknum ætlum að treysta á að starfa heiðarlega og í þágu almennings, ólíkt sumum öðrum flokkum sem virðast enn á ný ætla að leggja allt sitt traust á vel útfærða auglýsingaherferð skömmu fyrir kjördag. Hinir staðföstu Sigurjón Þórðarson skrifar um stjórnmál ’Stundum hefur umpólun ráðherra verið til góðs og stundum til ills.‘ Sigurjón Þórðarson Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. ,,ENGIN áform eru nú uppi um virkjun Jökulsár á Fjöllum,“ segir stjórnarformaður Landsvirkjunar (kannski seinna) í grein í Mbl. 11. þ.m., minnist ekki einu orði á að fullbúnar áætlanir um þá virkjun, eru tilbúnar hjá Landsvirkjun og bíða hentugri tíma, rétta tímans til framkvæmda, ekki svo erfitt að giska á hvenær sá tími kemur. Alþingi hefur ekki samþykkt nein lög um friðun Jökulsár á Fjöllum. Og áfram í greininni ,,að vera góður granni þar sem Lands- virkjun haslar sé völl“, það er vitaskuld hin ósnertanlega Landsvirkjun sem haslar sér völl! nema hvað, ákveður hvar og hvenær á að virkja, sem sagt meirihluti Alþingis stimplaði bara þá ákvörðun Landsvirkjunar- forkólfanna að virkja við Kára- hnjúka, ágætt að fá það sem marga grunaði, staðfest af stjórn- arformanninum. Valdagræðgi framsóknarforustunnar nýttist líka vel. Í greininni reynir formaðurinn að fegra umhverfisspjöll og ímynd Landsvirkjunar, sem nú fram- kvæmir mestu umhverfisskemmd- arverk Íslandssögunnar, segist nú bera mikla umhyggju fyrir ferða- þjónustunni, er af sem áður var, þegar einn af virkjunarforkólfum lýsti þeirri skoðun, að ferðaþjón- usta væri bara sumarvinna fyrir skólafólk? Það er ömurlegt að sjá og heyra málflutninginn í áróðurs- miðstöð LV á Austurlandi, þar sem reynt er með hástemmdum lýsingum og rangfærslum að fegra og gylla gróðabrallið, lánsfjáraust- urinn og skemmdarverkin á nátt- úrunni. Það virðist sem þeir fé- lagar stjórnarformaður og forstjóri Landsvirkjunar, telji sig hafa ótakmarkaðar heimildir fyrir því að eyða fé Landsvirkj- unar í ímyndarfegrun, vilja í staðinn, aðeins fá að vaða á skítugum virkjanaskónum, hvar sem er yfir hálendið. Sbr. áætlanir um framkvæmdir í Þjórs- árverum og Langasjó. Ekki að undra að reynt sé með árvissu auglýsingaflóði og ýmsum ,,menning- arstyrkjum“, að kaupa sér gott veður á rík- isfréttastofunum og vinsældir meðal alþýðu. Hvað verður næst, stofnun landfegrunarfélags LV. Breyta hálendinu í leikfangaland Landsvirkjunar. Alþingismenn, sem veita virkjanaheimildir fá all- ar upplýsingar um kostnað og arð- semi frá Landsvirkjun, sem í virkjanamálum er alltaf ,,dómari í eigin sök“, án ábyrgðar. Við erum bara að gera það sem Alþingi ákvað, segja virkjunarforkólfar, með sakleysissvip og glotta, þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af fjárfestingarmistökum, hafa alltaf auðveldan og ótakmarkaðan að- gang að verðhækkunum á orku til almenningsveitna og ríkisábyrgð- um. Er ekki algjörlega útilokað að þessari svokölluðu stærstu fram- kvæmd Íslandssögunnar, fylgi stærsta fjármálaspilling þeirrar sögu? Áróðursmálflutningur Kárahnjúkavirkjunarforkólfanna, minnir á þá kenningu margra dýratemjara, að dýrin þurfi að berja og kjassa á víxl. Grein for- mannsins er gott dæmi um það. Framkvæmdirnar vegna Kára- hnjúkavirkjunar, eru dýrustu at- kvæðaveiðar og valdafíkn Íslands- sögunnar, vonandi ekki þær ógæfusömustu, þó margt bendi því miður til þess að svo verði. Það er þó ákveðin trygging og mikilvæg fyrir þjóðina, að bygging og rekst- ur Fjarðaáls er í höndum eins stærsta og virtasta álframleiðanda heims. Það veldur eflaust mörgum Íslendingum áhyggjum þegar fregnir berast af miklu framboði á fiskafurðum frá Kína á 20% lægra verði en íslenskar fiskiðn- aðarvörur eru seldar á og á sömu mörkuðum. Ekki auðveldar verð- lækkun afurða glímuna við skulda- bagga íslensks sjávarútvegs. Hver verður gróðinn af Kárahnjúka- virkjun ef þau hundruð þúsunda tonna af áli sem verið er að und- irbúa framleiðslu á í Kína með vistvænni orku verða seld á 20% lægra verði en heimsmarkaðsverð áls sl. 10 ár, yrði um 1.250 dalir tonnið? Það verð mundi skila Landsvirkjun um 100 aurum fyrir hverja kw.st. sem er um helm- ingur þess orkuverðs sem þarf til reksturs Kárahnjúkavirkjunar. Enginn gæti sakað Kínverja um offramleiðslu á áli, m.v. íbúafjölda í Kína. Rússar hafa líka hug á aukinni álframleiðslu, gjaldeyris og þjóðartekjum sem eðlilegt er. Er ekki mikil óskhyggja eða óraunsæi að telja aukna álfram- leiðslu í Kína og Rússlandi, engin áhrif hafa á álverð í Evrópu? Ekkert í álviðskiptum heimsins bendir til þess að þær rætist kristalskúluspárnar um stór- hækkun álverðs og stórgróða af orkusölu til álvera um það leyti sem Kárahnjúkavirkjun verður tilbúin, en það er aðalröksemdin í arðsemismatinu fyrir umhverfis- og efnahagsskrímslið. Er ekki full ástæða til, nú á tím- um hinna miklu bókhaldsrann- sókna, bæði hér á landi og erlend- is (Olíufélög, fjölmiðlar, verslunarfyrirtæki, Landspítali, Enron, Wall street, Yukos o.fl. ) að Ríkisendurskoðun taki allt bók- hald Landsvirkjunar og grand- skoði sl. 5 ár ásamt kostnaðar- og arðsemisáætlunum Kárahnjúka- virkjunar, ennfremur vegna ein- okunaraðstöðu Landsvirkjunar, ákvarðanir um verð á orku til al- menningsveitna. Ferðaþjónustan hefur um árabil skilað tugum milljarða í gjald- eyris- og þjóðartekjur, hefur ekki verið neinn eftirbátur stóriðjunnar í því. Hálendið hefur átt stóran hlut í starfsemi ferðaþjónust- unnar, þar á sér stað tillitssöm og sjálfbær nýting náttúruauðlindar. Það mætti halda þegar hlustað er á stórfenglegar lýsingarnar á framkvæmdunum við Kárahnjúka að aldrei hafi sést jarðýtur og flutningatæki á landinu, verið bor- uð og sprengd jarðgöng eða steypu dælt í mót. Það er með ýmsum hætti reynt að mikla og upphefja þessar framkvæmdir valdníðslunnar og valdhrokans. Ef hin fræga setning ,,fengum allt fyrir ekkert“ hefur einhver tíma átt við þá er það um hina undurfögru, stórbrotnu og ómet- anlegu hálendiseign íslensku þjóð- arinnar. Það er óviðunandi, þegar yfir fimm þúsund Íslendingar eru án atvinnu, að þá séu mörg hundruð erlendir starfsmenn við Kára- hnjúka, Íslendingar munu þurfa að borga tap Landsvirkjunar af Kárahnjúkavirkjun, með hærra verði á orkunni úr ,,innstung- unum“ á íslenskum heimilum og vinnustöðum, líka þeir atvinnu- lausu. Höfnum öllum undirlægjuhætti Landsvirkjunar og eftirlitsstofn- ana gagnvart útlendum verktökum og starfsmannaleigum. Fær alþjóða fjármagnið, óáreitt að éta. Það, sem Íslendingar, ekki – kunna að meta. Virkjunarframkvæmdir Hafsteinn Hjaltason skrifar um virkjanamál ’Ekkert í álviðskiptumheimsins bendir til þess að þær rætist kristals- kúluspárnar um stór- hækkun álverðs og stór- gróða af orkusölu til álvera um það leyti sem Kárahnjúkavirkjun verður tilbúin…‘ Hafsteinn Hjaltason Höfundur er vélfræðingur. GREINARHÖFUNDUR vill koma þeirri tillögu sinni á fram- færi að ríkið eða hlutafélag á þess vegum kaupi Brim ehf. þar sem það er nú til sölu í heilu lagi eða bútum hjá Eim- skip. Ef ríkið kaupir Brim ehf. yrði líklega gengið að þessu upp- setta kaupverði um 16-18 milljarða og Eimskip losað við þær skuldir. Lækkar skuldir Eimskips. Kaupandi Brims ehf. væri ríkið eða hlutafélag á þess veg- um. Tilgangurinn með kaupunum væri í fyrstu umferð að lækka allan vaxta- kostnað og greiðslu- byrði Brims ehf. um svona helming með því að setja á lán Brims ehf. rík- isábyrgð og lengja þau í langlán. Einnig er með þessu hægt að borga í bili af öllum núverandi lánum Brims ehf. aðeins lága vexti árlega en ekki neinar afborg- anir. Þá er árleg greiðslubyrði lítil. Hjálpar til. Kvóta- leiga lækkaði og yrði þá sanngjörn hjá Brimi ehf. Þegar Brim ehf. er komið á þennan betri grundvöll fjárhags- lega og ríkisrekið getur það leigt kvóta sinn mjög sanngjarnt m.a. á þá staði, þar sem halda þarf uppi atvinnu. Brim ehf. hjálpi með að halda uppi byggð um allt land. Brim ehf. ætti að hætta útgerð á Akranesi enda geta menn þar vel unnið í nýju álveri eða í Reykjavík ef veggjaldið er fellt niður og frítt verður um Hvalfjarðargöng. Þetta tvennt skapar meiri og næga at- vinnu á Akranesi. Brim ehf. ætti líka að hætta stórútgerð á Akureyri og leggja hana niður í áföngum. Á móti fengi Akureyri fljótt þau jarðgöng sem lofað hefur verið og tengja Akureyri betur næstu byggðum og gera þetta svæði frekar að einni heild atvinnu- lega. Svo má líka stækka Háskólann á Akureyri enn frekar og byggja upp nýjan iðnað. Hætta þarna stórútgerð Brims ehf. Brim ehf. gæti til viðbótar líka fiskað fría ýsu í soðið fyrir alla landsmenn enda ríkisrekið. Kvótamenn látnir borga af því kostnaðinn. Þá fær venjulegt fólk arð af fiskimiðum sínum og næga fría soðningu. Marga skulduga vant- ar mat daglega. Sumir svelta í dag. Fiski- miðin eru eign allrar þjóðarinnar sam- kvæmt dómi Hæsta- réttar Íslands. Svo segja allar skoð- anakannanir að 70- 80% kjósenda eða fleiri séu á móti núver- andi gjafakvótakerfi. Frí ýsa handa öllum í soðið er góð byrjun til að virða það. Ríkið kaupi Brim ehf. Lúðvík Gizurarson skrifar um útvegsmál Lúðvík Gizurarson ’Þegar Brimehf. er komið á þennan betri grundvöll fjár- hagslega og rík- isrekið getur það leigt kvóta sinn mjög sann- gjarnt m.a. á þá staði, þar sem halda þarf uppi atvinnu.‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.