Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LOKAÐ Í DAG, ÞORLÁKSMESSU LOKAÐ Í ÞRÍR nemar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands héldu tísku- sýningu í Hinu húsinu á föstudags- kvöld. Þetta er fyrsta samsýning Sigrúnar Baldursdóttur, Ylfu Jónsdóttur og Iðunnar Andersen, sem eru allar á öðru ári í náminu en áður hafa þær tekið þátt í nem- endasýningu. Sýningin tengist því að annað ár LHÍ er að safna fyrir nem- endaferð til New York. Verður megnið af fötunum til sölu í Jóla- búð annars árs nema, sem er til húsa á Laugaveginum þar sem Noa Noa var áður. Þeir sem misstu af sýningunni geta því kíkt þangað til að skoða það sem stelp- urnar hafa að bjóða og margt fleira. Tískusýning í Hinu húsinu Afraksturinn er til sölu í Jólabúðinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hönnuðirnir þrír, Iðunn, Ylfa og Sigrún, fagna að lok- inni vel heppnaðri sýningu. Alls voru um 24 innkomur á sýningunni, eða um átta alklæðnaðir á hönnuð. Fatahönnuðirnir eru allir á öðru ári í LHÍ og stóðu sjálfir fyrir sýningunni. FJANDVINIRNIR Kalli kanína/ Bugs Bunny og Oddur önd/Daffy Duck, eru búnir að elda grátt silfur svo lengi sem harðfullorðnir bíógestir muna. Þeirra vígvöllur var tjaldið í Austurbæjarbíói í stuttmyndum á undan aðalmyndinni og fóru oft með sigur af hólmi í keppninni um skemmtanagildið. Allavega brugðust þær sjaldan eða aldrei, frekar en líf- legar teiknimyndafígúrur Looney Tunes þar sem þeir Kalli og Oddur voru fremstir stórstjarnanna. Undan- farna áratugi hefur þeim farnast vel á Cartoon Network og þótti Warner Bros-kvikmyndaverinu tímabært að viðra sínar fornfrægu hetjur í bíó. Looney Tunes: Aftur á kreik er sambland leikinna og teiknaðra per- sóna í annars venjulegri, leikinni kvikmynd. Slík flétta kom fyrst fram á sjónarsviðið í Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? – Who Framed Roger Rabbit?, og hefur skotið upp kollinum af og til síðan. Ekki blæs byrlega fyrir Oddi í myndarbyrjun, er rekinn á dyr af Warner-bræðrum er hann mótmælir örmu hlutskipti sínu á tjaldinu, þar sem hann verður jafnan að lúffa – andlega og líkamlega, fyrir gulrót- arætunni Kalla. Öryggisvörðurinn Dj (Brendan Fraser) fær pokann sinn á sama tíma, en hann er lánlítill sonur aðalnjósnamyndastjörnu Warner- bræðra, Damian Drake (Timothy Dalton). Oddur og Dj komast að því að Drake, sem er raunverulegur spæjari í einkalífinu, er kominn í hendurnar á Stjórnarformanninum (Steve Martin), ómenni sem stýrir sínu illa stórfyrirtæki ACME, og stefnir hraðbyri að heimsyfirráðum. Leikurinn berst til Las Vegas þar sem björgunaraðgerðirnar hefjast og líður ekki á löngu uns allt gamla Looney Tunes-gengið er komið til sögunnar. Teiknifígúrurnar bjóðast bæði í enskri og íslenskri talsetningu, und- irr. sá þá íslensku, sem er upp og ofan. Snúin, erfiða þýðinguna og framsetn- ingu leikaranna skortir persónulegan sjarma kjaftaska Looney Tunes. Ís- lensku leikararnir fara oftar en ekki á kostum í raddsetningum hefðbund- inna teiknimynda en berjast að þessu sinni við heimsfræg og ótvíræð ein- kenni furðufígúra Warners: stam- andi, málhaltar, frussandi út úr sér orðunum og húmorinn skilar sér ekki á fullnægjandi hátt. Svipaður vandi blasir við þýðandanum sem nær held- ur ekki rétta tóninum en hluti af vandamálinu er vissulega misfyndið handrit og nánast ósnertanleg sér- kenni sem glutrast eflaust niður í flestum þýðingum úr enskunni. Mennskir leikarar standa sig dável og sýna viðeigandi látbragðsleik í teiknimyndastíl. Joe Dante (Greml- ins) keyrir myndina áfram með mikl- um látum og nær furðu vel fram- gangsmáta teiknimyndanna góðu. Ræður vel við að flétta saman leikn- um og ímynduðum persónum og nýt- ur hjálpar leikaranna, ekki síst Fras- ers og Martins. Sum atriðin eru bráðfyndin, þess á milli stendur mað- ur handritshöfundana að hugmynda- og húmorsleysi sem setur fullmikinn svip á annars vel þegna endurkomu gamalla og góðra vina. Það kemur ekki á óvart að Oddur önd skuli komast í kast við laganna verði í mannheimum. Oddur og Kalli bjarga heiminum KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin. Leikin og teiknuð á ensku og með ís- lenskri talsetningu. Leikstjórn: Joe Dante. Handrit: Larry Doyle, John Requa, Glen Ficarra. Kvikmyndatökustjórn: Dean Cundey. Tónlist: Danny Elfman. Aðalleik- endur: Brendan Fraser, Jenna Elfman, Tim- othy Dalton, Steve Martin, Heather Locklear. Íslensk talsetning: Leikstjóri: Júlíus Agnarsson. Þýðing: Margrét Örn- ólfsdóttir. Aðalraddir: Bergur Þór Ingólfs- son, Hjálmar Hjálmarsson, Hilmir Snær Guðnason, Steinn Ármann Magnússon, Sigrún Edda Björnsdóttir. 90 mínútur. Warner Brothers. Bandaríkin 2003. LOONEY TUNES: AFTUR Á KREIK / LOONEY TUNES: BACK IN ACTION ½ Sæbjörn Valdimarsson EIN best heppnaða barnaplata síð- ari ára er Uppáhaldslögin okkar, hljóm- og mynddiskur sem inniheldur lög sem vinsælir söngvarar sungu í Stundinni okkar. Þessi jólaplata er af svipuðum toga, inniheldur einnig hljóm- og mynddisk með jólalögum sem landskunnir söngvarar hafa verið að syngja í Stundinni okkar upp á síð- kastið. Og skemmst er frá að segja að enn hefur tekist vel upp, ef þá ekki bara ennþá betur. Þrennt ræður þar mestu um; í fyrsta stað frábærar útsetningar og lagaval þeirra Fálka Guðmundar Kristins Jónssonar og Sigurðar Guðmunds- sonar og Baggalútsins Enter, í annan stað óborganlegir textar Enters og í þriðja stað frábær túlkun flytjend- anna, og þá bæði söngur og leikur. Að fyrsta atriðinu. Lögin koma úr ýmsum áttum, allt frá því að vera al- þekkt erlend lög, minna þekkt og ólík- legri erlend lög í jólabúningi, ástkær íslensk jólalög og eitt frumsamið og nýlegt íslensk jólalag meira að segja; fyrirtakslag sem heitir „Jólalalag um jólalög“ og er eftir Selmu Björnsdótt- ur og Halldór Gylfason. Allt í allt hin fínasta blanda, frumleg og fersk. Eina lagið sem stingur í stúf á plötunni – og það allrækilega – er fremur mislukk- uð jólaútgáfa á annars dásamlegu grínlagi Ladda um spæjarann Jón. Útsetningarnar eru einkar smekk- legar, þægilega látlausar og hentugar hverju lagi fyrir sig; hressari lögin lauflétt og full af sveiflu á meðan hin hægari búa yfir nauðsynlegum hátíð- leika og ró. Og viti menn; þeir Fálkar, Guðmundur og Sigurður, hafa gert okkur öllum stóran greiða og afsann- að þá hvimleiðu kenningu að í öllum jólalögum þurfi að glymja bjöllur út í gegn. Mér tókst ekki að finna eitt ein- asta bjölluhljóð á allri plötunni en hún er samt jólaleg. Og þar hafið þið það! Annað atriðið eru bráðskemmtileg- ir textarnir. Þeir eru flestir spánnýir og samdir af bráðefnilegum texta- smið sem kýs að kalla sig Enter en sá hefur vakið kátínu fyrir fjörleg skrif á vefsíðunni Baggalút. Þarf því vart að koma á óvart að textarnir eru hver öðrum skondnari og augljóst að móð- urmálið leikur í höndum Enters. Hann gerir góðlátlegt grín að öllu því sem jólalegt getur talist; pínlegu kossaflensi Sveinka og mömmu („Kæri Stúfur“), vandræðunum sem ófærðin getur valdið jólasveinunum („Ófært úr Esjunni“), þeim eðlilegu vangaveltum barnsins hvernig ein- hver kemst upp með að lauma nammi í skóinn í skjóli nætur („Hver setti nammi í skóinn minn?“) og sjálfsagðri löngun Sveinka til að skella sér í jólafrí á Kanarí. Þá sýnir Enter glæsta Þorsteins Eggerts-takta er hann breytir „Till There Was You“ (sem Bítlar gerðu frægt) í hið gull- fallega „Það vantar snjó“. Eini ljóð- urinn á textum Enters er sá að stund- um vilja þeir verða svolítið óþjálir til söngs. Þá er eftir að geta frábærrar túlk- unar söngvaranna – allra með tölu. Villi Naglbítur, Heiða og Selma Björns eru þeim hæfileikum gædd sem söngtúlkendur að þau láta sér ekki nægja að syngja heldur leika þau einnig. Það nýtist þeim vel hér. Sér- staklega fer Heiða á kostum í Gling- gló-legu „Kæri Stúfur“, þar sem barnslegt séreinkenni hennar nýtur sín til fulls. Keli klikkar ekki í Presl- ey-gallanum og leikþátturinn „Hver setti nammi í skóinn minn“ er bráð- fjörugur þótt hann verði reyndar heldur leiðigjarn við ítrekaða hlustun. Ungstirnin Ragnheiður Gröndal, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Þor- valdur Davíð Kristjánsson styrkja svo enn stöðu sína meðal efnilegustu söngvara landsins. Þá er vel viðeigandi að Sigurður Guðmundsson, sem á aðalheiðurinn af þessari bráðskemmtilegu plötu ásamt Guðmundi Kristni og Enter, skuli fara svo glæsilega með tvö lög og ólík og sýni með því fjölhæfni sína sem tónlistarmaður. Mynddiskurinn sem fylgir með og ósungnar útgáfur á lögunum í lok hjómdisksins ættu að vera kærkomin viðbót fyrir þá yngri, sem vafalítið mun halda lífi í þessari útgáfu enn frekar. Tónlist Bjöllulaus jólalög virka Ýmsir flytjendur Jólalögin okkar Sonet/Sjónvarpið Hljóm- og mynddiskur með ellefu jólalög- um sem fyrst hljómuðu í Stundinni okkar. Söngvarar: Heiða, Friðrik Ómar Hjörleifs- son, Ragnheiður Gröndal, Laddi, Vilhelm Anton Jónsson, Regína Ósk Óskarsdóttir, Hera Ketilsdóttir, Freyr Eyjólfsson, Enter, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Sigurður Guðmundsson, Kötturinn Keli (Steinn Ár- mann Magnússon), Guffa (Selma Björns- dóttir) og Simbi (Halldór Gylfason). Um hljóðfæraleik sáu Sigurður Guðmundsson gítar, bassi, hammond, rhodes, Wurlitzer, raddir; Guðmundur Kristinn Jónsson gít- ar, Kristinn Snær Agnarsson trommur og Guðni Franzson klarínetta. Lagaval, út- setningar: Guðmundur Kristinn Jónsson, Sigurður Guðmundsson og Enter. Upp- tökur, hljóðblöndun og tónjöfnun: Guð- mundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson. Hljóðritað í Upptökuheim- ili Geimsteins, Keflavík, dagana 8. til 20. nóvember 2003. Upptökustjórn í mynd- veri og framkvæmdastjórn f.h. Sjónvarps- ins: Eggert Gunnarsson. Útgefandi Sonet og Sjónvarpið. Skarphéðinn Guðmundsson Sigurður Guðmundsson fer á kost- um á Jólalögunum okkar, sem flytj- andi, útsetjari og upptökustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.