Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Keflavík • Hafnargata 25 • s. 421-3322 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Frábær útivistarfatnaður fyrir alla fjölskylduna Þú einfaldlega verslar í Reykjanesbæ fyrir andvirði gistingarinnar 10.800 kr. og notar kvittanirnar sem greiðslu fyrir glæsigistingu á Hótel Keflavík. Fyrstir panta fyrstir fá. Pantanir í síma 420 7000. Ísland sækjum það heim Tökum að okkur hvers konar mannfagnaði. Gerum tilboð fyrir hópa. Sæti fyrir allt að hundrað manns. Leitið tilboða í síma 892-7899 Hafnargötu 21 Keflavík • sími 421-7999 veitinga- og veislusalur Vogar | Tveir fulltrúarH-listans, sem skipar meirihluta hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps og sveit- arstjóri hreppsins sitja á skólabekk í vetur. Mikið álag hefur verið á þeim því prófin og vinna við fjárhags- áætlun næsta árs lendir á sama tíma. En nú er prófunum lokið og fjárhags- áætlunin tilbúin. Birgir Þórarinsson varaoddviti lærir opinbera stjórnsýslu og stjórn- un hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands. Hann hefur lokið tveimur önn- um af þremur. Birgir segir að námið sé að hluta til sniðið að sveitarstjórn- arstiginu og segir að sveitarstjórn- armenn geti haft gagn af því. „Hann er að undirbúa það að taka við hér,“ skaut Kristinn Þór Guðbjartsson brosandi á félaga sinn sem harðneit- aði slíkum áætlunum. Birgir er ánægður með námið og hvað mikið er lagt í það. „Ég sé ekki um mikla stjórnun hér,“ sagði Birgir þegar hann var spurður að því hvort námið hjálpaði honum ekki við stjórnun, en segir að námið auðveldi honum að sinna starf- inu í hreppsnefnd. Nefnir hann upp- lýsingaöflun og upplýsingar um mál sem snerta starfið beint, t.d. Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga. Stefnir á byggingarfulltrúann Kristinn Þór er pípulagn- ingameistari og hætti í góðu starfi hjá Íslenskum aðalverktökum til að láta gamlan draum um tækni- fræðinám rætast. Hann er í und- irbúningsnámi í Tækniháskóla Ís- lands og stefnir að því að verða tæknifræðingur. „Hann er leynt og ljóst að stefna að byggingafull- trúaembættinu,“ sagði Birgir, til að jafna reikninginn við Kristinn, en Kristinn segir of snemmt að leggja á ráðin um framtíðarstarf því hann yrði ekki tæknifræðingur fyrr en eft- ir fimm ár og þá þyrfti allt að ganga vel. Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri er í námi í verkefnastjórnun og leið- togaþjálfun í Endurmenntun HÍ en það er tveggja anna nám. „Þetta er mjög áhugaverð samsetning á námi, verkfræðingar og sálfræðingar kenna og það virkar vel. Leiðtoga- þjálfunin byggist ekki síst á því að þekkja sjálfan sig,“ segir Jóhanna en hún hefur áður tekið þriggja anna rekstrar- og viðskiptanám í Endur- menntun. Hún segir að námið hafi þegar nýst sér vel í starfinu. Hún valdi að fjalla um stækkun Stóru-Vogaskóla í hóp- vinnu í verkefnastjórnun og segir að það sé tilbúin skýrsla um það verk- efni, einmitt þegar fyrir liggi að taka þurfi ákvarðanir um framkvæmdina. Jóhanna er á sínu fjórða kjör- tímabili sem sveitarstjóri og segir að í lok kjörtímabilsins hafi hún verið í starfi í sextán ár. „Þá verður kominn tími til að hugsa sér til hreyfings. Með þessu námi er ég að horfa til framtíðar, stefna eitthvert annað,“ segir Jóhanna að lokum. Meirihlutinn á skólabekk Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Miðsvetrarprófunum lokið: Birgir, Jóhanna og Kristinn Þór eru öll í námi meðfram starfi sínu í sveitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.