Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 53

Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 53 DAGBÓK Hverafold 1-3 Torgið Grafarvogi Sími 577 4949 Opið í dag frá kl. 11-23 Aðfangadag frá kl. 10-12 Opnunartími fyrir jólin Tilvalið í jólapakkann Jólastemmning í miðborginni Opið til kl. 22 í kvöld STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert góður mannþekkjari og býrð yfir útsjónarsemi, velvild og rósemi. Gerðu ráð fyrir jákvæðum breytingum í lífi þínu á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gefðu þér tíma til þess í dag að hugsa um það hvert þú stefnir. Hugsaðu um það hvar þú vilt verða eftir tíu ár og hvað þú getur gert til þess að komast þangað. Naut (20. apríl - 20. maí)  Skilningur þinn á heiminum er það sem gerir þér kleift að halda áfram að læra og þroskast. Þú ættir að kynna þér hugmyndir í heimspeki. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Leitaðu sanngjörnustu leið- arinnar til að deila eignum og ágóða með öðrum. Viðraðu hugmyndir þínar við aðra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Afstaða hins nýja tungls ger- ir þetta að hentugum tíma til að bæta samskipti. Notaðu tækifærið og reyndu að bæta samband þitt við þína nán- ustu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að velta því fyrir þér hvað þú getur gert til að bæta heilsu þína. Þótt þú upprætir ekki nema einn slæman ávana þá er það strax til bóta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gerðu ekki lítið úr mikilvægi þess að veita listrænum hæfi- leikum þínum útrás. Þú þarft ekki að selja það sem þú framleiðir því það er sköp- unarferlið sem skiptir máli. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Settu þig í samband við fjöl- skylduna. Það er mikilvægt að halda sambandi við fólk úr fortíðinni. Það veitir okkur yfirsýn yfir líf okkar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Veittu því athygli hvað góð- vild fólksins í kringum þig skiptir þig miklu máli. Gættu þess að taka hana ekki sem sjálfsagðan hlut. Sýndu öðr- um að þeir skipti þig máli. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að nota daginn til að velta fyrir þér sambandi þínu við eigur þínar. Hvort ert það þú sem átt eigur þínar eða þær sem eiga þig? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nýja tunglið er í merkinu þínu. Leitaðu leiða til að bæta útlit þitt og framkomu. Nýtt tungl er besti tíminn til um- bóta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft á aukinni einveru að halda til að hugsa um lífið og tilveruna og til að ná áttum. Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á þig. Það er þitt að verjast óæskilegum áhrifum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gefðu þér tíma til að hugsa um það í dag hversu mikils virði vináttan er þér. Það er engin manneskja eyland. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Í ÞRIÐJA slag uppljúkast allar dyr og spil andstæðing- anna blasa við sagnhafa. En hann þarf að vinna rétt úr því sem hann sér. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁK82 ♥ D86 ♦ ÁK83 ♣75 Vestur Austur ♠ DG73 ♠ 1064 ♥ 103 ♥ ÁKG954 ♦ 652 ♦ D7 ♣DG83 ♣42 Suður ♠ 95 ♥ 72 ♦ G1094 ♣ÁK1096 Vestur Norður Austur Suður -- -- 2 hjörtu Pass Pass Dobl Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu * Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Allir pass Austur vekur á veikum tveimur og norður doblar til úttektar. Svarið á þremur laufum sýnir jákvæð spil (tvö grönd hefði verið af- melding) og því heldur norð- ur áfram og keyrir í geim. Vestur kemur út með hjartatíu og austur tekur þar tvo slagi og spilar þriðja hjartanu. Suður trompar með gosa og býst við því að vestur yfirtrompi, en þvert á móti – eftir langa umhugs- un, þá UNDIRtrompar vest- ur! Það er ekkert annað. Hvernig á að spila? Þetta er góð vörn, því ef vestur hendir svörtu spili verður hægur vandi fyrir sagnhafa að fría þann lit. En sagnhafi sér hver vandi vest- urs er og spilar í samræmi við það. Hann tekur ÁK í spaða og trompar spaða. Toppar svo tígulinn (auðvit- að) og spilar trompunum: Norður ♠ 8 ♥ -- ♦ 8 ♣75 Vestur Austur ♠ D ♠ -- ♥ -- ♥ G9 ♦ -- ♦ -- ♣DG8 ♣42 Suður ♠ -- ♥ -- ♦ -- ♣ÁK109 Þegar síðasta tíglinum er spilað úr blindum neyðist vestur til að henda laufi og þá koma litlu hjónin undir ÁK og lauftían verður ellefti slagurinn. Góð vörn og gott svar sagnhafa. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson JÓL III Ó, blessuð jólin, hver bið mér sveið. Í klæðunum nýju ég kveldsins beið. Það skyggði aldrei, hvert skot var ljóst. Ég fylltist gleði, er fólkið bjóst. Að sjöttu stundu um síðir dró. Kveldið var heilagt, er klukkan sló. – – – Stefán Sigurðsson frá Hvítadal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rf3 c5 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Rb3 Rf6 7. Be2 d6 8. O-O O-O 9. f4 Bd7 10. Be3 a6 11. Bf3 Hc8 12. a4 b6 13. De2 a5 14. Rd5 Rxd5 15. exd5 Rb8 16. Rd4 Dc7 17. c3 Dc4 18. Df2 e5 19. dxe6 fxe6 20. Be2 Dc7 21. Dh4 Rc6 22. Rb5 Db8 23. Had1 d5 24. Hf3 Bf6 25. Dh6 Re7 26. Bd3 Hf7 27. Hdf1 Bxb5 28. axb5 Rf5 29. Bxf5 exf5 30. Hd1 Dd6 31. h4 He8 32. Bd4 Bxd4+ 33. Hxd4 He1+ 34. Kh2 He4 35. h5 Hxd4 36. cxd4 Df6 37. hxg6 hxg6 38. Hg3 Hin síðustu misseri hefur samfélag skák- manna á Netinu dafnað og vaxið. Þetta hefur m.a. þýtt að íslenskir skákmenn búsett- ir erlendis hafa getað tekið virkan þátt í íslensku skáklífi. Einn af- kastamesti penni Skákhornsins er Hrannar Bald- ursson (2126) sem hefur búið í Mexíkó í nokkur ár. Hann tekur einnig virkan þátt í skáklífinu ytra og fyrir skömmu var hann á meðal keppenda á minning- armóti Carlosar Torres. Í skák sinni við skákkonuna Yadira Hernandez (2250) átti hann framan átt í vök að verjast en gat nú snúið taflinu sér í vil. 38... Hg7?? 38... Hh7! hefði unnið þar sem eftir 39. Hxg6+ Dxg6 verður svartur drottningu yfir. Eftir textaleikinn er staða svörts töpuð. 39. Hc3 Kf7 40. Dh8 De7 41. b3 g5 42. Dh5+ Hg6 43. Hc6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Ljósmynd/Sigga Dóra BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní sl. í Akureyrar- kirkju af sr. Svavari Jónssyni þau Jóhanna Elín Halldórs- dóttir og Karl Róbert Þórhallsson. Ljósmynd/Sigga Dóra BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. ágúst sl. í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Hjálmarssyni þau Margrét Kristín Guðjóns- dóttir og Per Christian Johansson. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR ATLANTSSKIP gáfu Krabba- meinsfélagi Íslands 100.000 kr. í stað þess að senda jólakort til við- skiptavina sinna. Valgerður Jóhannesdóttir fjár- málastjóri Krabbameinsfélagsins tók við framlaginu frá Birgi Erni Birgissyni markaðsstjóra. Styðja Krabbameinsfélagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.