Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 1
Íhaldssemin lifir Margir halda fast í gamlar hefðir á jólunum | Daglegt líf STOFNAÐ 1913 348. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Bækur  Saga af sjálfstæði  Súperamma fer á flug  Ljós í dagsins önn  Lífsháski, kærleikur og ljóð Breytir ímynd sinni Gaddafi Líbýuleiðtogi kemur enn og aftur á óvart | Erlent HANDTAKA Saddams Husseins hefur lítil sem engin áhrif haft á vin- sældir George W. Bush Bandaríkja- forseta meðal landa hans, en þær eru nú með minnsta móti frá því hann tók við embætti í janúar 2001. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar, sem gerð var af The Harris Poll bæði fyrir og eftir að tilkynnt var um handtöku Saddams 14. desember. Eina breyt- ingin sem varð á afstöðu fólks til frammistöðu Bush í embætti var sú að fyrir handtökuna, dagana 10.–13. desember, sögðust 48% aðspurðra hafa jákvætt mat á verkum forset- ans, en 51% neikvætt. Eftir handtök- una, dagana 14.–16. desember, sögð- ust hins vegar 50% hafa jákvæða afstöðu en 49% neikvæða. Á þeim þremur árum sem Bush hefur gegnt embætti hefur hlutfall þeirra sem hafa neikvætt mat á frammistöðu hans aldrei mælzt hærra. Handtaka Saddams virðist aftur á móti hafa breytt töluverðu um mat bandarískra kjósenda á varnarmála- ráðherranum Donald Rumsfeld og dómsmálaráðherranum John Ash- croft. Hlutfall þeirra sem kváðust hafa jákvæða afstöðu til Rumsfelds hækkaði úr 47% í 57% og Ashcrofts úr 41% í 51%. Vikmörk eru 3%. Óbreytt álit á Bush New York. AFP. KÍNVERSK stjórnvöld boðuðu í gær breytingar á stjórnarskrá Alþýðulýðveld- isins, sem meðal annars fela í sér að vernd einkaeignarréttar verði stjórnarskrár- bundin. Þar með stígur Kínastjórn stórt skref í þá átt að lög- binda helztu hornsteina hins kapítalíska mark- aðshagkerfis sem grundvöll fyrir hag- kerfi stærsta kommún- istaríkis heims. Stjórnarskrárbreyt- ingatillögurnar, sem áður höfðu verið sam- þykktar af flokksstjórn Kommúnistaflokksins, voru í gær lagðar fyrir kínverska þjóðþingið, en samþykkt þeirra þar má heita að sé lítið annað en forms- atriði. Forystumenn Kommúnistaflokksins hafa þegar sagt að nauðsynlegt sé að tryggja einkaeignarréttinn til að skjóta frekari stoðum undir þær efnahagslegu umbætur sem stjórnvöld hafa verið að vinna að á síðustu árum og stuðlað hafa að því að milljónum Kínverja hefur tekizt að vinna sig upp úr örbirgð í álnir. Flokksforystan lagði ennfremur fyrir þingið tillögu um að í stjórnarskrána verði bundnar kenningar Jiangs Zemin, fyrrver- andi flokksleiðtoga, um að kapítalistar séu velkomnir til liðs við Kommúnistaflokkinn. Slíkar breytingar á grundvallarlöggjöf Kína munu laga hana að þeim markaðs- vædda raunveruleika sem við blasir í land- inu eftir umbætur síðustu ára. Einkaeign í stjórnar- skrá Kína Peking. AP, AFP. Wen Jiabao forsætisráðherra TVEIR menn létu lífið og þess þriðja var saknað þegar hús í bænum Paso Robles í Mið-Kaliforníu hrundi í sterkum jarð- skjálfta í gær. Mældist skjálftinn 6,5 stig á Richters-kvarða og er sá sterkasti sem mælzt hefur á svæðinu í mörg ár. Húsið sem hrundi var tveggja hæða og hýsti skartgripaverzlun í miðbæ Paso Robles, en skjálftamiðjan var í um 57 km fjarlægð þaðan. Skjálftans varð vart víða, eða allt til Los Angeles í suðri og San Francisco í norðri, en um 250 km eru til beggja borga frá upptökum hans. Jarðskjálfti í Kaliforníu Los Angeles, Cambria. AP, AFP. LEIKFÖNG eru ofarlega á óskalist- um flestra ef ekki allra barna fyrir jólin. Það skiptir engu máli hvort börnin búa á slóðum jólasveinsins við Norðurpól eða á eyju við mið- baug, allir hlakka mikið til jólanna og vona að jólasveinninn, eða pabbi og mamma, uppfylli óskir þeirra. Í Garðheimum er jólalegt um að litast á þessum árstíma og þar brunar lest, sem er mjög raunveru- leg í augum barnanna, hring eftir hring. Það er auðvelt að gleyma sér, horfa á lestina og láta sig dreyma um eina slíka í jólapakk- ann. Það er líka sjálfur sveinki sem stýrir lestinni og hver veit nema hann aki henni beinustu leið undir jólatréð hjá einhverju barninu.Morgunblaðið/Eggert Jóla- sveinn- inn ræð- ur för JÓN G. Tómasson, formaður stjórnar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, segir að samkvæmt áformum um kaup Kaupþings Búnaðarbanka á SPRON bjóðist stofnfjáreigendum að selja hluti sína á ívið hærra gengi en reynt var í stofnfjárviðskiptunum sumar- ið 2002. Þegar yfir lauk það sum- arið höfðu fimmmenningarnir á vegum Búnaðarbankans annars vegar og Starfsmannasjóður SPRON hins vegar gert stofnfjár- eigendum tilboð um að kaupa bréf þeirra á genginu 5,5. Kaupþing Búnaðarbanki hyggst hins vegar bjóða þeim að kaupa hlutabréf þeirra í SPRON hf. á gengi sem samsvarar 5,54 á fjárhæð stofn- fjárbréfa. Eru það samtals tæp- lega þrír milljarðar að sögn Jóns. Verði SPRON breytt í hluta- félag munu allir stofnfjáreigendur SPRON, sem eru um 1.100, skipa fulltrúaráð sjálfseignarstofnunar- sjóðs sem verður til við breyt- inguna, skv. ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki. Þeir hafa rétt á því að vera í fulltrúaráðinu til ævi- loka. Verðmæti sjóðsins er um sex milljarðar. Verður sjóðurinn þriðji stærsti hluthafinn í Kaupþingi Búnaðarbanka, gangi áætlanir eft- ir, og þar með á hann rétt á einum manni í stjórn bankans. Kom fram á blaðamannafundi SPRON í gær að áætlað væri að á annað hundrað milljónum króna yrði varið árlega úr sjóðnum til menningar- og líkn- armála. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir að viðbrögð bankans við kaupum Kaupþings Búnaðarbanka á SPRON verði fyrst og fremst að nýta þau sókn- arfæri sem þetta skapar. Spurður hvort Íslandsbanki sé farinn að ræða við aðra sparisjóði um svipaða hluti segist Bjarni ekki geta tjáð sig um það en áhugi sé fyrir hendi af hálfu Íslandsbanka. „Við í Landsbankanum erum mjög ánægð með að sjá aukinn vilja hjá stjórnendum sparisjóða til að breyta sjóðunum í hlutafélög og gera þeim kleift að taka þátt í hag- ræðingu á fjármálamarkaði með því að taka upp samstarf við viðskipta- banka,“ segir Halldór J. Kristjáns- son, bankastjóri Landsbanka Ís- lands. „Við erum þeirrar skoðunar að það muni tryggja best hagsmuni viðskiptavina, stofnfjáreigenda og starfsfólks sparisjóðanna að breyta félagaforminu og taka upp eigna- legt samstarf við eða sameinast við- skiptabanka.“ Halldór telur að möguleikar séu á samstarfi fleiri sparisjóða við ein- hverja af viðskiptabönkunum. Hægt sé að styrkja forsendur sparisjóðanna svæðisbundið og Landsbankinn hafi lýst yfir áhuga á að taka þátt í slíku samstarfi í góðri sátt við stofnfjáreigendur, starfs- fólk og viðskiptavini á hverjum stað. Stofnfjáreigendum SPRON boðið hærra verð en í fyrra                    !   "   # $  %  &'()*&+ ,')&+- '-+),(* *--),&(   . ! /  0!  . ! *(1)&2, ,')&,- '&3)1*- ,1()''* +&')+&- *+)-(1 '2()-3& *,')(3( +*)*3+ *)22( ,()32* *+)&'+    4                                5 67    Salan á SPRON/10/11/12/32  Leiðari/12 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.