Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 33 ÞANN 6. september á þessu ári voru liðin 75 ár frá stofnun Bandalags ís- lenskra listamanna. Með stofnun bandalagsins eignuðust listamenn á Ís- landi formlegan samráðsvettvang, sem ætlunin var að nýta sem baráttutæki til að auka veg og virðingu listanna í samfélaginu. Sú barátta sneri ekki að- eins að starfsumhverfi listamanna og beinum hagsmunum tengdum afkom- umöguleikum þeirra og viðurværi, heldur einnig að því að glæða almenn- an smekk fyrir listum og efla skilning. Það má ætla að ekki hafi verið van- þörf á slíkri vakningu, ef mið er tekið af samtímalýsingu Halldórs Laxness frá árinu 1928 á aðstöðu skálda og listamanna í íslensku þjóðlífi. Ummæl- in birtust á prenti í Alþýðubókinni, sem gefin var út sama árið og banda- lagið var stofnað. „Sem stendur skrölta skáld og lista- menn mestmegnis utan við þjóðlífið, nema þegar þeir sækja um fimm hundruð krónur, eða svo, í styrk. Þaðanafsíður að þeir hafi nokkur áhrif. Stétt þessi, sem á vorum dögum er orðin svo utangátta, minnir einkum á skepnur frá öðru tímabili jarðsögunnar sem kallaðar eru fornfygli og voru blendingar úr fugli og skriðdýri, en eru nú löngu liðnar undir lok.“ Halldór Laxness var sjálfur einn af stofnfélögum bandalagsins og ötull baráttumaður á þeim vettvangi í áratugi. Snemma á síðustu öld var fátítt að menn gerðu tilraun til að helga sig list- sköpun sinni og enn fátíð- ara að þeim tækist það ætlunarverk sitt. Flestir sem það reyndu, urðu að hverfa að brauðstritinu og gefa frá sér drauminn um að helga sig köllun sinni, eða taka sig upp og freista þess að skapa sér atvinnugrundvöll erlendis. Halldór tilheyrði kynslóð ungra manna og kvenna, sem töldu tíma til kominn að breyta vörn í sókn og vildu með því leggja sitt af mörkum til að búa listamönnum á Íslandi þær að- stæður að þeir mættu með iðju sinni verða til þess að auðga mannlífið hér heima til framtíðar. Það var öflugur hópur frumkvöðla sem kom saman á Hótel Heklu til að stofna með sér Bandalaga listamanna á haustdögum árið 1928. Ýmsir úr þeim hópi áttu eftir að verða leiðandi í ís- lensku listalífi. Þar fór fremstur í flokki Jón Leifs tónskáld, sem hafði starfað í Þýskalandi og kynnst að- stæðum listamanna þar, en auk hans má nefna skáldin Gunnar Gunnarsson, Guðmund G. Hagalín, Davíð Stef- ánsson, Einar Benediktsson, Stefán frá Hvítadal, Kristmann Guðmunds- son, Þórberg Þórðarson og Halldór Kiljan Laxness sem áður er getið. Myndlistarmennina Finn Jónsson, Ás- grím Jónsson, Ásmund Sveinsson, Gunnlaug Blöndal, Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur og Kristínu Jóns- dóttur og tónskáldið Pál Ísólfsson, svo nokkrir nafntogaðir Íslendingar séu nefndir, en alls voru stofnfélagar um 40. Strax á fyrstu áratugunum gengu einnig til liðs við bandalagið hljóðfæra- leikarar, leikarar og dansarar, en at- vinnugrundvöllur þeirra styrktist mjög um miðja síðustu öld, annarsvegar með stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1950 og hinsvegar með opnun Þjóðleikhússins sama ár. Þótt bandalagið hafi klofnað upp í deildir í tímans rás og síðar hafi verið stofnuð sérstök félög, hélt starfsemi áfram, þótt hún tæki á sig aðra mynd. Í stað þess að menn ættu ein- staklingsaðild að bandalaginu, fengu fagfélög listamanna félagsaðild og einn fulltrúa í stjórn bandalagsins. Hlut- verk þess sem samráðsvettvangur og sameiginlegt baráttutæki listamanna hefur þannig haldist óbreytt í meg- inatriðum, þótt stéttabarátta og sér- hagsmunamál einstakra listgreina heyri nú meira undir einstök félög og séu afgreidd á þeim vettvangi. Í dag eru aðildarfélög bandalagsins þrettán talsins, þar eru stór sambandsfélög á borð við Samband íslenskra myndlist- titilblaði stefnuskrárinnar að um sé að ræða endurskoðaða útgáfu af stefnu- skrá bandalagsins frá árinu 1937, sem því miður virðist vera glötuð. Ætla má að endurskoðuð stefnuskrá feli í sér að mestu fyrri baráttumál bandalagsins. Það er forvitnilegt að glugga í þessa um það bil hálfrar aldar gömlu stefnu- skrá og sjá hvernig tekist hefur til með að fylgja þeim eftir og bera saman við þau baráttumál sem nú eru efst á baugi. Eitt af því sem brennur á listamönn- um í dag er bygging tónlistarhúss í Reykjavík, en ótrúlegur seinagangur hefur einkennt allan aðdraganda og undirbúning verkefnisins, þrátt fyrir fyrirheit og viljayfirlýsingar ráða- manna – og að því er virðist almennan skilning í samfélaginu. Þau eru þó sjálfsagt fleiri en flesta grunar, árin sem listamenn hafa barist fyrir þessu málefni og beðið óþreyjufullir eftir við- unandi aðstöðu fyrir hljómleikahald í höfuðborginni. Um þetta segir í stefnuskránni frá 1958 (1937): „að komið verði upp full- komnu hljómleikahúsi í Reykjavík og að Sinfóníuhljómsveit Íslands verði komið á varanlegan grundvöll sem op- inberri stofnun, og eigi bandalagsfélög tónlistarmanna og hljómsveitin sjálf fulltrúa í stjórn hennar.“ Annað sem vekur athygli í stefnu- skránni er krafan um faglega stjórnun og aðkomu listamanna að stjórnun menningarstofnana: „að stjórn list- rænna mála í menningarstofnunum ríkisins verði ekki í höndum stjórn- málamanna, eða manna sem til þess eru kjörnir vegna stjórnmálaskoðana, heldur ráði þekking og hæfileikar því, hverjum þessi störf eru falin.“ Ennfremur segir í stefnuskránni: „að kröfur séu gerðar til stjórnvalda um fullan skilning á þýðingu Rík- isútvarpsins sem menningarstofnunar fyrir alþjóð og að breytt verði lögum um kosningu í útvarpsráð, þannig, að í stað þess að kjósa í ráðið fulltrúa stjórnmálaflokka á Alþingi verði menningarstofnunum og lista- samtökum falið að skipa fulltrúa í ráð- ið, og listrænt og menningarlegt hlut- verk útvarpsráðs sem dagskrárstjórnar Ríkisútvarpsins þá fyrst og fremst haft í huga.“ Ef til vill væri staða Ríkisútvarpsins í dag ekki eins umdeild og sumir vilja vera láta, ef farið hefði verið að til- mælum listamanna á sínum tíma og þýðing Ríkisútvarpsins sem menning- arstofnunar áréttuð með þeim hætti sem lagt var til. Margt mætti tína til úr þessari stefnuskrá bandalagsins sem á jafn vel við í dag og á síðustu öld, þótt vissulega hafi þjóðin tekið stórstígum framförum á menningarsviðinu á nokkuð skömm- um tíma og við eigum nú breiðan hóp hæfra og vel metinna listamanna í öll- um greinum. Ýmislegt má líka þakka áræði og framsýni einstakra stjórn- málamanna sem skynjuðu og skildu sinn vitjunartíma. Ísland í dag á í raun lítið skylt við þann menningarsnauða útkjálka sem Halldór Laxness lýsir í Alþýðubókinni og vitnað er til í upphafi greinarinnar. Ísland var þá úr alfaraleið menningar- strauma, að vísu vorum við söguþjóð með nokkuð glæsta fortíð, en óneit- anlega langt á eftir þeim þjóðum sem við helst berum okkur saman við í dag og teljum okkur standa á sporði í menningarlegu tilliti. Þó er ennþá tals- vert í land að svo sé í raun. Meðan við eigum til dæmis ekkert tónlistarhús í höfuðborginni, meðan innlend list- sköpun er hornreka í Ríkisútvarpi/ sjónvarpi og meðan börn á grunn- skólaaldri njóta ekki listkennslu og listuppeldis við hæfi, er hæpið að við getum sagt að við stöndumst sam- anburð. Ég ætla að leyfa mér að gera orð Halldórs Laxness úr setningarræðu listamannaþings Bandalags íslenskra listamanna í Þjóleikhúsinu, opnunar- árið 1950 að mínum af þessu tilefni og beina þeim til ráðamanna í dag, en hann sagði: „Það er ekki til nein dýr menningarstofnun, allt sem horfir til menningarauka fyrir þjóðina er ódýrt.“ armanna og Rithöfundasamband Ís- lands, auk félaga tónskálda og tónlist- armanna, sviðslistamanna, kvikmyndagerðarmanna og arkitekta. Starfsemi bandalagsins hefur oft einkennst af innri átökum, þótt inn- byrðis deilur hafi aldrei náð að lama starfið til lengri tíma. Listamenn eru sundurleitur hópur, ef einblínt er á það sem skilur þá að. Sumir vinna einir og leggja mest uppúr næði og frelsi til að helga sig listsköpun sinni óáreittir, en aðrir starfa í hópum sem sameiginlega skila heildstæðu listaverki og nærast því á framlagi hver annars. Það sem sameinar þó umfram það sem skilur að, er löngunin til að skapa, gefa af sér og miðla og leggja þannig rækt við þann andlega heim sem þrífst innra með okkur öllum. Eitt af forgangsverk- efnum bandalagsins fyrstu áratugina, var að glæða almennan smekk fyrir listum og bók- menntum. Í þeim tilgangi stóð bandalagið fyrir listsýn- ingum og uppákomum fyrstu áratugina. Árið 1942 stóð bandalagið fyr- ir fyrstu stóru listahátíð- inni í Reykjavík. Þessi listahátíð eða Lista- mannaþing, eins og það var kallað, stóð í viku og fór fram á ýmsum stöðum í bænum. Þingið var sambland af um- ræðum um listina, upplestrum, listsýn- ingum, hljómleikum og leiksýningum. Þingið þótti takast vel og vakti athygli langt útfyrir landsteinana, en á Norð- urlöndum þótti það vel til fundið hjá listamönnum á Íslandi að vekja athygli á andlegum verðmætum, mitt í hild- arleik heimsstyrjaldarinnar. Slík listamannaþing voru síðan hald- in með nokkurra ára millibili allt fram til þess tíma að Listahátíð í Reykjavík var formlega stofnuð árið 1970. Sem menningarpólitískt afl í sam- félaginu beitti bandalagið ýmsum að- ferðum til að vekja athygli ráðamanna á málefnum sem eflt gætu framþróun lista- og menningarlífs. Þótt erfitt geti reynst að rekja ein- staka lagasetningar beinlínis til banda- lagsins, má þó fullyrða að upptaka Bernar-sáttmálans og lög um höfund- arrétt og stofnun samtaka til að vernda höfundarrétt, megi að stórum hluta rekja beinlínis til starfsemi bandalags- ins. Á síðari árum er það helst starfs- launakerfið, eða lög um listamannalaun frá árinu 1991, sem fullyrða má að þakka megi árangursríkum þrýstiað- gerðum listamanna. Aðkoma stjórnar og forseta bandalagsins á sínum tíma hafði án efa afgerandi áhrif á framgang málsins. Samstaða listamanna í þessu tilfelli varð einnig til þess að það tókst að tryggja í lagasetningunni það mik- ilvæga grundvallaratriði að starfs- launasjóðirnir starfa undir faglegri umsjá listamanna í viðkomandi grein- um, en lúta ekki pólitískri forsjá. Listamenn á Íslandi hafa borið gæfu til að stilla saman strengi sína. Virðing fyrir framtaki frumkvöðlanna hefur líka haft sitt að segja, enda verður framlag þeirra seint fullþakkað. Þótt árangur af starfinu hafi oft á tíðum verið lítill og skilað sér seint, má það vera ljóst að við stæðum vart þar sem við stöndum í dag á menningarsviðinu, ef þessir frumkvöðlar hefðu ekki tekið af skarið og hafið baráttu fyrir framþróun listalífsins. Áherslumál listamanna hafa einkum birst í formi ályktana og tilmæla til stjórnvalda og þá varðað málefni sem brýnt hefur verið að bregðast við og lýsa skoðun sinni á. En einnig er að finna í gögnum bandalagsins lítið kver frá árinu 1958, sem ber hið yfirlæt- islausa heiti „Stefnuskrá Bandalags ís- lenskra listamanna“. Tekið er fram á Bandalag íslenskra lista- manna í upphafi nýrrar aldar Tinna Gunnlaugsdóttir Tinna Gunnlaugsdóttir skrifar um afmæli Bandalags íslenskra listamanna ’Baráttan snerist ekkiaðeins um starfsum- hverfið...heldur einnig um það að glæða al- mennan smekk fyrir listum og efla skilning. ‘ Höfundur er forseti BÍL. liggi fyrir í febrúar 2004,“ segir í tilkynn- ingunni. SPRON er stærsti sparisjóður landsins, stofnaður árið 1932. Eigið fé sparisjóðsins hinn 30. júní síðastliðinn var 3.996 millj- ónir króna. Hagnaður SPRON var 734 milljónir á árinu 2002 og 202 milljónir á fyrri helmingi ársins 2003. Hjá SPRON og dótturfélögum hans starfa nú um 180 manns. SPRON er með átta útibú en til samanburðar er Kaupþing Búnaðarbanki með 37 útibú. Fé ráðstafað til samfélagsverkefna Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er einungis heimilt að ráðstafa verðmæt- um hans til samfélagsverkefna. Fram kom á blaðamannafundi SPRON í gær að gera megi ráð fyrir að ávöxtun hins sex millj- arða króna höfuðstóls, sem muni myndast í framhaldi af því að SPRON veðri hluti af samstæðu Kaupþings Búnaðarbanka, geri SPRON-sjóðnum kleift að ráðstafa á ann- að hundrað milljónum króna árlega til góðgerðarmála og menningarstyrkja á starfssvæði SPRON. formin um að SPRON verði mstæðu bankans eftir, muni það rkaðsstöðu Kaupþings Búnað- viðskiptabankastarfsemi á Ís- kinn hafi nú minni markaðs- þeim hluta markaðarins en inautar hans, en hann hyggist ON áfram sem sjálfstæða ein- efna að því að efla starfsemi n frekar á sviði einstaklings- mur segir í tilkynningunni að ðræður á milli stjórnar Kaupþings Búnaðarbanka hafi ýliðna helgi og snúist um verð arskipulag SPRON. „Það ber m að áform þessi eru háð leyfi tirlitsins, samþykki samkeppn- samþykkis fundar stofnfjár- RON og samþykkis hluthafa- upþings Búnaðarbanka, þar a um heimild til útgáfu nýs erður lögð fram. Ennfremur þessi háð niðurstöðu áreiðan- nar á eignum og skuldbinding- . Stefnt er að því að niðurstaða öflugastur viðskiptum reigendum í Sparisjóði Reykjavík- dvirði um þriggja milljarða króna Morgunblaðið/Árni Sæberg ndur Hauksson sparisjóðsstjóri. Jón sagði á blaðamannafundi stjórnarinnar aðarbanka væri tryggt að SPRON yrði áfram sjálfstæð rekstrareining. arðar, m að að ekki að tak- uga að aðan ði Hafn- r, sé nar stór num. jóra, m að kkert r form- álum og áreig- ð verði arisjóð- ur með álíka mikið eigið fé og SPRON, þannig að hann gæti þótt vænlegur kostur. Benedikt Sigurðsson, formaður stjórnar Sparisjóðs Kefla- víkur, segir að ekkert hafi verið rætt um hugsanlega sölu á sparisjóðnum í stjórn hans og hann segist ekki vita til þess að viðskiptabankarnir hafi rætt slík mál við sparisjóðinn. Spurður hvort til greina kæmi að fara svipaða leið og SPRON, segir Benedikt að það sé stofnfjáreigenda að ákveða það. Í fyrra hafi þeir á fundi sínum samþykkt að sparisjóðn- um yrði breytt í hlutafélag, en vegna atburðanna í kringum SPRON í fyrra hafi það mál verið sett á ís og ekkert hafi gerst í því síðan. Karl Magnús Kristjánsson, formaður stjórnar Sparisjóðs Kópavogs, segir að innan sparisjóðsins hafi ekki verið unnið að viðskiptum á borð við þau sem nú séu að verða með SPRON og að engar viðræður hafi átt sér stað um slík við- skipti. Hann segir að á síðasta ári hafi viðskiptabankar lýst áhuga á viðræðum á þeim grunni sem þá hafi legið fyrir í tilboði Búnaðarbankans vegna SPRON. Stjórn Sparisjóðs Kópavogs hafi ekki farið í viðræður af því tilefni og þetta hafi ekki ver- ið rætt frekar og engar formlegar samþykktir verið gerðar í stjórninni. d í stjórnum arisjóðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.