Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LOKAÐ Í DAG, ÞORLÁKSMESSU HUGSAÐU STÓRT LOKAÐ Í DAG, ÞORLÁKSMESSU Dreifing. Hönnun og umbrot • S. 577 1888 Fæst í næstu bókabú› Jólin í boltanum HUGSAÐU STÓRT Munið gjafabréfin Frábær jólagjöf. Forsala á The Return of the King Miðasala opin í dag frá kl. 12.30 - 23:00. Karl B. Guðmundsson – „Reyndu aftur“ Arnar: „Er aðeins of mikið „til baka“. Lagið er erfitt og Karl nær ekki hæstu hæðunum. Röddin mjúk og afgreiðslan snyrtileg en heldur tilþrifalítið. Hefði mátt gefa aðeins meira í.“ Árni: „Ræður illa við lagið, syng- ur þvingað. Reyndu a-a-a-aft- ur í stað aaaaftur. Flottur blástur.“ Steinunn: „Dálítið linur fram- burður en hefur hlýja rödd og gerir ekki of mikið, virkar nokkuð af- slappaður.“ Anna Katrín Guðbrandsdóttir – „Ekkert breytir því“ Arnar: „Letilegur söngur, hefði mátt vera kraftmeiri. Eins og hún hafi ekki getað ákveðið sig hvort hún ætti að taka þetta með áhlaupi eða varfærnislega. Röddin eilítið hás sem gefur henni flott sérkenni. Allt í allt þó fremur línulegt og sál- arlaust.“ Árni: „Skrýtnir sérhljóðar, óvenjulegar áherslur. Vel sungið, fín rödd, hún tekur þetta.“ Steinunn: „Úff, tilgerðin, skrítn- ar líka áherslurnar á seinni at- kvæðunum („ge-fa“, „næ-tur“) og svo er eins og henni hundleiðist, er í engum tengslum við lagið eða textann.“ Sesselja Magnúsdóttir – „Vetrarsól“ Arnar: „Þessi kraftballaða er vel sungin og af þónokkru næmi. Henni fatast flugið í versinu, þegar þarf að lækka tóninn, en er svo gott sem 100% í viðlaginu. Dregur seim- inn af öryggi, en er stundum snubbótt þegar hún sleppir síðasta orðinu. Yfir allt klárar hún þetta fínt.“ Árni: „„Fíla“ ekki ölduganginn, gerir ekkert fyrir lagið. Vandar sig þó.“ Steinunn: „Svolítið að vanda sig en reynir að gefa laginu sinn kar- akter sem er gott mál, og hefur blæbrigði í röddinni þannig að þetta verður ekki flatt (passa samt þetta með „ge-luggann“ og „ge- leði“).“ Jóhanna Vala Höskuldsdóttir – „Horfðu til himins“ Arnar: „Furðu fumlaus túlkun. Það er erfitt að kljást við svona „flipp- að“ lag og gefa því eitthvað nýtt en Jóhönnu tekst það ágætlega. Syng- ur vel, af giska góðum „karakter“ og spinnur vel með laglínurnar.“ Árni: „Hleypur út undan sér, syngur textann eins og hún skilji hann ekki eða hann skipti ekki máli. Ekki gott.“ Steinunn: „Hefur sérstaka og bara nokkuð „fönkí“ rödd, hefur gaman af þessu. Hefur ágætt vald á lagi með flóknum línum, en mætti opna röddina meira, virkar mjó og skerandi á köflum.“ Rannveig Káradóttir – „Ástarsæla“ Arnar: „Of stórgerð túlkun fyrir svona lítið og fallegt lag. Mætti vera viðkvæmnislegri, en í stað þess er sótt í kraftinn – einslags óperulega nálgun – sem hentar illa.“ Árni: „Vantar þokka í röddina. Of dauflega sungið en röddin er góð.“ Steinunn: „Ekki alveg örugg á háu tónunum og hefur auðgleym- anlega rödd, þótt hún geri ýmsar kúnstir virkar það meira eins og sýning heldur en það geri eitthvað fyrir lagið.“ Ardís Ólöf Víkingsdóttir – „Þú átt mig einn“ Arnar: „Heldur mjóróma rödd og há. Heldur stirt og mætti vera af- slappaðra.“ Árni: „Klemmd þegar hún rennir sér uppávið, annars vel sungið en vantar tilfinningahita, þetta er nú einu sinni ástarljóð.“ Steinunn: „Vantar alla tilfinn- ingu, fer illa með lykilhendinguna „líða-bíða“, hún gæti eins verið að syngja um mjólkurvörur. Röddin fær þó karakter á háu nótunum, þá gefur hún aðeins í.“ Helgi Rafn Ingvarsson – „Síðan hittumst við aftur“ Arnar: „Fremur karakterlaust. Til- finningu og dirfsku vantar. Allt of flatt og eintóna.“ Árni: „Sungið eftir bókinni. Hvar er Helgi Rafn? Sterkar tilfinningar í laginu en ekki söngnum.“ Steinunn: „Ekki tæknilega full- kominn en hefur eitthvað við sig, strákslegur, mætti leggja meiri þunga í það sem hann er að syngja.“ Tinna Marína Jónsdóttir – „Presley“ Arnar: „Röddin of há og of eintóna. Hér vantar dýpt og meiri elegans. Laglínutúlkun sérkennileg.“ Árni: „Hver getur fetað í fótspor Andreu? Ekki Tinna María, svo mikið er víst. Hún hefur samt „attitút“, kemst langt á því.“ Steinunn: „Erfitt að feta í fót- spor Andreu en hún gerir þetta samt vel, teygir aðeins á nótunum og er mjög örugg, röddin er tær og hefur kraft í erfiðu kaflana – fínt.“ Jón Sigurðsson – „Flugvélar“ Arnar: „Jón nær að ljá laginu sitt sérkenni og gerir þetta af tilfinn- ingu. Það vantar rétt svo herslu- muninn upp á að hann geri það að sínu.“ Árni: „Tilgerðarleg falsetta. Á samt ágæta spretti í leiðinlegu lagi.“ Steinunn: „Há og mjó rödd sem maður þolir ekki eða finnst frábær – allavega sker hún sig úr sem er kostur hér þegar flestir hljóma eins og þeir séu í æfingabúðum fyrir Broadway-söngvara framtíðarinn- ar. Verður of sykursætur á s-unum („samanlagðar sálir“) og tilgerðar- legur, en kemst langt á sérstöð- unni.“ Tónlist Í leit að stjörnum Ýmsir Idol – Stjörnuleit Skífan/Stöð 2/Fremantle/19 Vegna eðlis Stjörnuleitarinnar gefa þrír tónlistargagnrýnendur Morgunblaðsins hljómdiskinum Idol – Stjörnuleit umsögn. Lögin eru eftir ýmsa innlenda höfunda sem flytjendur völdu úr flokki þrjátíu laga. Röð laga á plötu er sú sama og röð keppenda úr 32 manna úrslitum inn í níu manna úrslit. Um undirleik sáu Jón Ólafs- son (hljómborð, bakraddir), Guðmundur Pétursson (gítar), Ólafur Hólm (trommur, slagverk), Friðrik Sturluson (bassi), Samúel J. Samúelsson (básúna), Kjartan Hákonarson (trompet), Jóel Pálsson (saxófónn), Regína Ósk (bakraddir) og Pétur Örn Guðmundsson (bakraddir). Út- setningar eru Jóns Ólafssonar en Samúel J. Samúelsson sá um að útsetja fyrir blásturshljóðfæri. Hljóðritað af Jóni Ólafssyni, Hrannari Ingimarssyni og Haf- þóri Karlssyni. Um hljóðblöndun sá Hrannar Ingimarsson. Arnar Eggert Thoroddsen Árni Matthíasson Steinunn Haraldsdóttir Idol-hópurinn stillir sé upp. BAR 11 Úlpa rokkar inn jólin. Sveit- in undirbýr nýja plötu sem stendur til að gefa út á nýju ári. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangur er ókeypis. FELIX Hljómsveitin Ullarhattarnir skemmtir eftir að dyrum verslana verður lokað. Sveitin kemur fram einu sinni á ári og hefur gert það undanfarin sjö ár eða svo. Sveitin er skipuð þeim Eyjólfi Kristjánssyni, Stefáni Hilmarssyni, Jóni Ólafssyni, Jóhanni Hjörleifssyni og Friðriki Sturlusyni og leikur jólalög með sínu nefi. Þau eru jafnan æfð kvöldið áð- ur, á einu æfingu ársins. NASA Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens. Í DAG Ullarhatturinn verður hlýr á Felix í kvöld. ÞAÐ var glatt á hjalla hjá leikurum og aðstandendum söngleiksins Grease þegar þeim merka áfanga var fagnað að nú hafa verið sýndar 50 sýningar í Borgarleikhúsinu síð- an frumsýnt var í júní á þessu ári. Af því tilefni tóku nokkur af leik- konum og dönsurum sýningarinnar við blómum og hamingjuóskum fyr- ir hönd félaga sinna. Enn er söngleikurinn sýndur fyr- ir fullu húsi en samt fer sýningum snarfækkandi og einungis ein sýn- ing eftur samkvæmt auglýsingu, aukasýning sem haldin verður 4. janúar. Vinsælasta leiksýning ársins Morgunblaðið/Eggert Sælar Grease-meyjar á merkum tímamótum. Pipar og salt kvarnir Verð kr. 2.900 Klapparstíg 44, sími 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.