Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 61 DAG, ÞORLÁKSMESSU 20.12. 2003 8 7 7 9 4 5 6 1 0 7 1 13 21 25 33 14 17.12. 2003 1 15 21 41 42 47 34 45 ÞREFALDUR 1. VINNINGUR Í NÆSTU VIKU! VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4741-5200-0004-4092 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. FREY Eyjólfsson kannast lands- menn væntanlega við sem þátta- gerðarmann á Rás 2 en meðfram því er hann ötult starfandi tónlistar- maður og var með fjölmörg verk- efni á sínum snærum í ár, þar á með- al fimm hljómplötur. Gítar-Konni Eitt af þeim verkefnum sem Freyr er með í vinnslu er að taka upp plötu með afa sínum, sem gekk undir nafninu Gítar Konni á árum áður. Þá brugðu flestir á sig harm- onikku á skemmtunum en Konni var af einn af þeim fáu sem var hrifnari af gítarnum. „Þetta eru lög sem hann samdi á þriðja og fjórða áratugnum,“ segir Freyr. „Þetta er bara lítið verkefni og ég býst við því að upplagið af plötunni verði takmarkað. Ætli við brennum þetta ekki bara sjálfir. Þetta verður svona í anda Johnny Cash!“ Miðnes Hljómsveitin Miðnes var stofnuð á sínum tíma þegar Frey og félaga hans vantaði vasapeninga en þá voru meðlimir blankir háskólastúd- entar. Gerðust þeir húshljómsveit á gamla Grand rokk og léku þar uppáhaldslögin sín; slagara með Clash, R.E.M, Who, Jam og Primal Scream m.a. Önnur plata Miðness með frumsömdu efni, Alein, er ný- komin út. Kjarni sveitarinnar hefur í gegnum tíðina samanstaðið af Frey og Stefáni Má Magnússyni. „Ég og Stebbi sömdum efnið hvor í sínu lagi. Það var Þorkell Heið- arsson, harmonikkuleikari og upp- takari Geirfuglanna, sem tók upp. Platan var að mestu tekin upp í Keflavík þar sem við vorum í góðu yfirlæti hjá þeim Sigga og Kidda í Geimsteini. Það var mjög afslöppuð stemning, næstum því hippaleg. Það er gaman að láta vaða og hækka að- eins í með Miðnesi á tónleikum.“ Geirfuglarnir og Lína Langsokkur „Þetta er leikhúsplata líkt og við gerðum fyrir Trúðleik fyrir þremur árum. Við erum uppi á sviði í sjálfri sýningunni, hoppandi og sprellandi. Tónlistin er mestmegnis sænsk að uppruna en öll millistef og slík eru okkar. Þorkell hefur mikla vigt í þessu verkefni.“ Villikettirnir „Þetta er barnaplata sem er tilbú- in og bíður einfaldlega útgáfu. Ég vann hana með Davíð Þór Jónssyni Radíusmanni og hér er að finna tólf ný íslensk barnalög. Boðskapurinn er ekki í takt við pólitíska rétt- hugsun og það er kannski ástæðan fyrir því að platan er ekki komin út (hlær). Buffdrengir aðstoðuðu okk- ur við upptökur og hljóðfæraleik.“ Ceres 4 Árið 2000 kom út ljóðhljóðadisk- urinn Kaldastríðsbörn með Ceres 4. Árið eftir var það hins vegar pönk- platan Í uppnámi. Skömmu eftir hana gekk Freyr til liðs við Ceres og hefur leitt undirleikarasveit hans. „Hann Ceres er eitt kraftmesta ljóðskáld Íslands og óþrjótandi hug- myndabrunnur. Við erum að vinna plötu núna og fyrirmyndin er The Idiot með Iggy Pop. Þetta er svona vöðvapönk þar sem stungið er á kýl- um þjóðfélagsins.“ Að lokum Auk alls þessa, verandi útvarps- maður og tónlistarmaður hefur Freyr verið drifkrafturinn í tónlist- arkvöldum Grand rokks, sem eru orðin helsti vettvangur lifandi tón- listar í Reykjavík. Freyr er auk þess lærður mann- og kennslufræðingur og kenndi einn vetur við grunnskóla hér í bæ. Öll þessi athafnasemi vekur furðu. Hvað drífur Frey áfram? Hann segir að ekki sé hægt að miðjusetja hann hvað allar þessar plötur varðar. Hann segir að þessi félagsskapur sinn sé mjög frjór, alltaf sé til lager fullur af lögum hjá vinum sínum og félögum. „Á meðan aðrir hittast einu sinni í viku og spila Póker þá hittumst við og búum til tónlist saman,“ segir hann. En hvað hann sjálfan varðar, þá er eins og þetta gerist bara, það er engin stór hernaðaráætlun í gangi. „Mig hefur alltaf langað til að vasast í hinu og þessu. Ég hef alltaf verið mjög forvitinn en annars kann ég litlar skýringar á þessu.“ Morgunblaðið/Kristinn Freyr Eyjólfsson fór víða í tónlistinni í ár. Frjósemisgoðið Freyr Freyr Eyjólfsson var með mörg járn í eldinum á þessu ári arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.