Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 26

Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 26
SUÐURNES 26 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Keflavík • Hafnargata 25 • s. 421-3322 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Frábær útivistarfatnaður fyrir alla fjölskylduna Þú einfaldlega verslar í Reykjanesbæ fyrir andvirði gistingarinnar 10.800 kr. og notar kvittanirnar sem greiðslu fyrir glæsigistingu á Hótel Keflavík. Fyrstir panta fyrstir fá. Pantanir í síma 420 7000. Ísland sækjum það heim Tökum að okkur hvers konar mannfagnaði. Gerum tilboð fyrir hópa. Sæti fyrir allt að hundrað manns. Leitið tilboða í síma 892-7899 Hafnargötu 21 Keflavík • sími 421-7999 veitinga- og veislusalur Vogar | Tveir fulltrúarH-listans, sem skipar meirihluta hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps og sveit- arstjóri hreppsins sitja á skólabekk í vetur. Mikið álag hefur verið á þeim því prófin og vinna við fjárhags- áætlun næsta árs lendir á sama tíma. En nú er prófunum lokið og fjárhags- áætlunin tilbúin. Birgir Þórarinsson varaoddviti lærir opinbera stjórnsýslu og stjórn- un hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands. Hann hefur lokið tveimur önn- um af þremur. Birgir segir að námið sé að hluta til sniðið að sveitarstjórn- arstiginu og segir að sveitarstjórn- armenn geti haft gagn af því. „Hann er að undirbúa það að taka við hér,“ skaut Kristinn Þór Guðbjartsson brosandi á félaga sinn sem harðneit- aði slíkum áætlunum. Birgir er ánægður með námið og hvað mikið er lagt í það. „Ég sé ekki um mikla stjórnun hér,“ sagði Birgir þegar hann var spurður að því hvort námið hjálpaði honum ekki við stjórnun, en segir að námið auðveldi honum að sinna starf- inu í hreppsnefnd. Nefnir hann upp- lýsingaöflun og upplýsingar um mál sem snerta starfið beint, t.d. Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga. Stefnir á byggingarfulltrúann Kristinn Þór er pípulagn- ingameistari og hætti í góðu starfi hjá Íslenskum aðalverktökum til að láta gamlan draum um tækni- fræðinám rætast. Hann er í und- irbúningsnámi í Tækniháskóla Ís- lands og stefnir að því að verða tæknifræðingur. „Hann er leynt og ljóst að stefna að byggingafull- trúaembættinu,“ sagði Birgir, til að jafna reikninginn við Kristinn, en Kristinn segir of snemmt að leggja á ráðin um framtíðarstarf því hann yrði ekki tæknifræðingur fyrr en eft- ir fimm ár og þá þyrfti allt að ganga vel. Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri er í námi í verkefnastjórnun og leið- togaþjálfun í Endurmenntun HÍ en það er tveggja anna nám. „Þetta er mjög áhugaverð samsetning á námi, verkfræðingar og sálfræðingar kenna og það virkar vel. Leiðtoga- þjálfunin byggist ekki síst á því að þekkja sjálfan sig,“ segir Jóhanna en hún hefur áður tekið þriggja anna rekstrar- og viðskiptanám í Endur- menntun. Hún segir að námið hafi þegar nýst sér vel í starfinu. Hún valdi að fjalla um stækkun Stóru-Vogaskóla í hóp- vinnu í verkefnastjórnun og segir að það sé tilbúin skýrsla um það verk- efni, einmitt þegar fyrir liggi að taka þurfi ákvarðanir um framkvæmdina. Jóhanna er á sínu fjórða kjör- tímabili sem sveitarstjóri og segir að í lok kjörtímabilsins hafi hún verið í starfi í sextán ár. „Þá verður kominn tími til að hugsa sér til hreyfings. Með þessu námi er ég að horfa til framtíðar, stefna eitthvert annað,“ segir Jóhanna að lokum. Meirihlutinn á skólabekk Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Miðsvetrarprófunum lokið: Birgir, Jóhanna og Kristinn Þór eru öll í námi meðfram starfi sínu í sveitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.