Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 57

Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 57 Opinberun Hannesar í Háskólabíói NÚNA DANSARINN og danskennarinn Honey Daniels (Jessica Alba) er klár og kynþokkafull og stendur á barmi frægðarinnar þegar læri- meistari hennar setur henni úrslita- kosti: Ef hún ekki sofi hjá honum komi hann henni á svarta listann. Bille Woodruff leikstýrir Honey, sem Sambíóin voru að frumsýna. Dansmeyjar og duflarar Honey er metnaðarfullur og sí- stritandi dansari og danskennari sem dreymir um frægð og frama og fjármagnar það með vinnu í plötu- búð á daginn en á kvöldin og nótt- unni starfar hún sem barþjónn og dansar fyrir gesti. Einn góðan veðurdag rætist draumurinn. Tónlistarmyndbanda- framleiðandinn Ellis (David Mos- cow) tekur stúlkuna upp á arma sína og myndböndin þeirra slá í gegn. En fleira hangir á spýtunni hjá Ell- is, sem hyggst misnota aðstöðu sína og komast yfir stúlkuna. Leikstjórinn Bille Woodruff er öllum hnútum kunnugur í gerð tón- listarmyndbanda þar sem hann hef- ur unnið mörg af þeim bestu fyrir skærustu stjörnur dægurtónlistar- innar. Hann er þekktastur fyrir frá- bæra samvinnu við Britney Spears, Outkast og Cèline Dion, auk fjöl- margra annarra. Honey inniheldur sex atriði sem eru í raun ósvikin „tónlistarmynd- bönd“. Þar njóta sín hæfileikar og reynsla leikstjórans til fullnustu en myndin er sú fyrsta sem hann gerir í fullri lengd. Jessica Alba er 23 ára gömul Kaliforníumær sem hafði leikið nokkur minniháttar hlutverk í ung- lingamyndum er hún fékk stóra tækifærið og sló í gegn í sjónvarps- þáttunum Dark Angel. Hana hafði dreymt um að gerast leikkona frá 5 ára aldri og fór fyrst á leiklistar- námskeið 12 ára gömul. Ekki leið á löngu áður en hún fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk sem var í ung- lingamyndinni Camp Nowhere. Eft- ir það lék hún í nokkrum sjónvarps- auglýsingum og kom við sögu í sjónvarpsþáttum eins og Beverly Hills 90210 en fyrsta kunna myndin sem hún var í er Never Been Kissed með Drew Barrymore í aðalhlut- verki. Auk hennar fara með stór hlut- verk leikararnir Li’l Romeo og Mekhi Phifer. Tónlistin er að sjálfsögðu ofarlega á baugi í Honey, þar koma við sögu margir af heitustu hipp-hopp-lista- mönnum samtímans eins og Missy Elliott, Fabolous, Sean Paul, Nate Dogg, Tweet, Blaque o.fl. Jessica Alba úr Dark Angel leikur aðalhlutverkið í Honey Stóra tæki- færið Jessica Alba er þekkt úr sjónvarps- þáttunum Dark Angel. Missy Elliott á ekki bara lag í myndinni heldur fer hún einnig með lítið hlutverk. saebjorn@mbl.is Misjafnir danskennarar Kvikmyndir þar sem danskennarar hafa verið í sviðsljósinu skipta hundruðum. Misjafnar að gæðum, líkt og aðrar og oftar en ekki gerðar í kringum vinsælar poppstjörnur eða nýja sveiflu sem hefur farið eins og eldur í sinu um dansgólfin. Dæmi um eina vonda og aðra vinsæla:  Lambada. Joel Silberg (’90) J. Eddie Peck leikur mystískan dans- kennara í Beverly Hills sem lifir tvöföldu lífi. Átti að hala inn fé á vin- sældir lambada-æðisins en útkoman ein versta dansmynd sögunnar.  Dirty Dancing. Emile Ardolino (’87) Ástamál milladóttur (Jennifer Gray) og danskennarablókar (Patrick Swayze), eru klisjukennd en myndin vaknar heldur betur til lífsins á dansgólfinu og hleypti af stað bylgju eftirlíkinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.