Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 57 Opinberun Hannesar í Háskólabíói NÚNA DANSARINN og danskennarinn Honey Daniels (Jessica Alba) er klár og kynþokkafull og stendur á barmi frægðarinnar þegar læri- meistari hennar setur henni úrslita- kosti: Ef hún ekki sofi hjá honum komi hann henni á svarta listann. Bille Woodruff leikstýrir Honey, sem Sambíóin voru að frumsýna. Dansmeyjar og duflarar Honey er metnaðarfullur og sí- stritandi dansari og danskennari sem dreymir um frægð og frama og fjármagnar það með vinnu í plötu- búð á daginn en á kvöldin og nótt- unni starfar hún sem barþjónn og dansar fyrir gesti. Einn góðan veðurdag rætist draumurinn. Tónlistarmyndbanda- framleiðandinn Ellis (David Mos- cow) tekur stúlkuna upp á arma sína og myndböndin þeirra slá í gegn. En fleira hangir á spýtunni hjá Ell- is, sem hyggst misnota aðstöðu sína og komast yfir stúlkuna. Leikstjórinn Bille Woodruff er öllum hnútum kunnugur í gerð tón- listarmyndbanda þar sem hann hef- ur unnið mörg af þeim bestu fyrir skærustu stjörnur dægurtónlistar- innar. Hann er þekktastur fyrir frá- bæra samvinnu við Britney Spears, Outkast og Cèline Dion, auk fjöl- margra annarra. Honey inniheldur sex atriði sem eru í raun ósvikin „tónlistarmynd- bönd“. Þar njóta sín hæfileikar og reynsla leikstjórans til fullnustu en myndin er sú fyrsta sem hann gerir í fullri lengd. Jessica Alba er 23 ára gömul Kaliforníumær sem hafði leikið nokkur minniháttar hlutverk í ung- lingamyndum er hún fékk stóra tækifærið og sló í gegn í sjónvarps- þáttunum Dark Angel. Hana hafði dreymt um að gerast leikkona frá 5 ára aldri og fór fyrst á leiklistar- námskeið 12 ára gömul. Ekki leið á löngu áður en hún fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk sem var í ung- lingamyndinni Camp Nowhere. Eft- ir það lék hún í nokkrum sjónvarps- auglýsingum og kom við sögu í sjónvarpsþáttum eins og Beverly Hills 90210 en fyrsta kunna myndin sem hún var í er Never Been Kissed með Drew Barrymore í aðalhlut- verki. Auk hennar fara með stór hlut- verk leikararnir Li’l Romeo og Mekhi Phifer. Tónlistin er að sjálfsögðu ofarlega á baugi í Honey, þar koma við sögu margir af heitustu hipp-hopp-lista- mönnum samtímans eins og Missy Elliott, Fabolous, Sean Paul, Nate Dogg, Tweet, Blaque o.fl. Jessica Alba úr Dark Angel leikur aðalhlutverkið í Honey Stóra tæki- færið Jessica Alba er þekkt úr sjónvarps- þáttunum Dark Angel. Missy Elliott á ekki bara lag í myndinni heldur fer hún einnig með lítið hlutverk. saebjorn@mbl.is Misjafnir danskennarar Kvikmyndir þar sem danskennarar hafa verið í sviðsljósinu skipta hundruðum. Misjafnar að gæðum, líkt og aðrar og oftar en ekki gerðar í kringum vinsælar poppstjörnur eða nýja sveiflu sem hefur farið eins og eldur í sinu um dansgólfin. Dæmi um eina vonda og aðra vinsæla:  Lambada. Joel Silberg (’90) J. Eddie Peck leikur mystískan dans- kennara í Beverly Hills sem lifir tvöföldu lífi. Átti að hala inn fé á vin- sældir lambada-æðisins en útkoman ein versta dansmynd sögunnar.  Dirty Dancing. Emile Ardolino (’87) Ástamál milladóttur (Jennifer Gray) og danskennarablókar (Patrick Swayze), eru klisjukennd en myndin vaknar heldur betur til lífsins á dansgólfinu og hleypti af stað bylgju eftirlíkinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.