Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LANDLÆKNIR telur að ýmsar áætlanir stjórnenda Landspítala – háskólasjúkrahúss um samdrátt í starfseminni til að laga hana að fjár- veitingum muni draga úr þjónustu og gæðum hennar og bitna á sjúk- lingum. Aðrir þættir séu hins vegar til bóta, til dæmis breytingar á stjórnun, klínísku verklagi og innvið- um stofnunarinnar. Landlæknisembættið aflaði sér upplýsinga um efni minnisblaðs sem forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss sendi sviðsstjórum um fyrirhugaðar samdráttaraðgerðir hinn 11. desem- ber. Í framhaldi af því setti land- læknir fram nokkrar athugasemdir í bréfi til Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra og Magnúsar Pét- urssonar, forstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss. „Ekki er hægt að komast hjá því að jafn viðamiklar aðgerðir muni breyta og að einhverju leyti draga úr þjónustu við sjúklinga jafnvel þótt það sé mikið reynt af hálfu þeirra sem þurfa að takast á við þetta lítið öfundsverða hlutverk að minnka það eins og þeir geta,“ sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir í samtali við Morgunblaðið í gær. Áhyggjur af stoðþjónustu og rannsóknum Hann sagðist mestar áhyggjur hafa af samdrætti í stoðþjónustu. Sú þjónusta, til dæmis félagsráðgjöf, væri mikilvæg fyrir ýmsa hópa sjúk- linga, ekki síst á geðdeildum. „Við höfum áhyggjur af því að það kunni að bitna á þjónustu við þá sem eru með geðraskanir,“ sagði Sigurður. Einnig er útlit fyrir fækkun fólks sem vinnur að kennslu og rannsókn- um og hefur landlæknir áhyggjur af afleiðingum þess á mikilvægt hlut- verk Landspítalans sem kennslusjúkra- húss og rannsóknar- stofnunar. Í athuga- semdum sínum til ráðherra vekur hann athygli á að rannsóknir í klínískri læknisfræði hafi aukist mjög á síð- ustu árum og mikil- vægt að setja þá þróun ekki í uppnám. Mikill niðurskurður á þessum sviðum muni að lokum bitna á þjónustu við sjúklinga. Meðal annarra at- riða sem landlæknir gerir athugasemdir við í bréfi sínu er flutningur á starfsemi bráðamóttökudeilda sem þjóna fólki með brjóstverki og bráðamótttöku- deildar Barnaspítala í Fossvog á nóttunni. Það myndi gera þjón- ustuna óöruggari en auka sjúkra- flutninga. Hann setur veruleg spurn- ingarmerki við niðurfellingu endur- hæfingar í Kópavogi og samdrátt á starfsemi endurhæfingar við Hring- braut og dregur í efa réttmæti þeirr- ar ráðstöfunar að færa neyðarmót- töku vegna nauðgana til kvenna- deildar við Hringbraut. Ýmislegt til bóta Í athugasemdum landlæknis kem- ur einnig fram að hann telur ýmsar aðgerðir til bóta, til dæmis að fækka starfsfólki í rekstri og umsýslu enda sé það í samræmi við niðurstöður í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að einnig væri hægt að flytja ýmsa þjónustu til án þess að það leiddi til lakari þjónustu. Þá vakti hann athygli á hugmyndum sem hann taldi að gætu styrkt stofn- unina. „Allir eru sam- mála um að þurfum að fjölga hjúkrunarrým- um, efla heimaþjónustu og efla heilsugæsluna sem raunar er forsenda þess að hægt sé að draga úr þeirri grunn- þjónustu sem spítalinn- veitir,“ sagði Sigurður. Hann bætti því við að efling sjúkrastofnana í héruðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins miðaði í sömu átt. Það drægi úr álagi á Land- spítalann og hann nýtt- ist betur sem tilvísun- arsjúkrahús þar sem erfiðustu og sjaldgæfustu sjúkdóm- unum væri sinnt. Þá nefndi hann mikilvægi þess að þróa klínískar leiðbeiningar og skil- greinda verkferla í heilbrigðisþjón- ustunni. Að því hafi meðal annars verið unnið á vegum landlæknisemb- ættisins. Þar væru dregnar saman upplýsingar um hvernig best væri að sinna tilteknum sjúkdómum. Sagði Sigurður að reynslan erlendis frá sýndi að meðferðin yrði skilvirkari og kostnaður oftast minni. Sigurður tók fram allt væru þetta mál sem horfðu til langs tíma og sum leiddu til aukins kostnaðar annars staðar í heilbrigðiskerfinu og leystu ekki þann vanda sem steðjaði að Landspítalnum nú. „Við viljum tefla fram hugmyndum sem gætu eflt spítalann og styrkt. Með því að setja fram framtíðarsýn gæti sá erfiði tími sem nú fer í hönd orðið auðveldari fyrir starfsfólkið og dregið úr þeim erfiðleikum og vonleysi sem grípur um sig á vinnustað þar sem svona miklar uppsagnir eru fyrirsjáanleg- ar,“ sagði Sigurður Guðmundsson Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur áhyggjur af samdrætti á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Dregur úr þjónustu og bitnar á sjúklingum Sigurður Guðmundsson ELÍNBORGU Kristinsdóttur voru á dögunum afhent sérstök aukaverð- laun fyrir þátttöku sína í verkefn- inu Fjölskyldan á fjallið sem UMFÍ stóð fyrir síðastliðið sumar. Elín- borg gekk á 17 af 22 fjöllum sem til- nefnd voru og bætti um betur frá því sumarið 2002 er hún gekk á átta fjöll. Mælifellshnúkur í Skagafirði er hæsta fjallið sem Elínborg hefur gengið á, 1.138 metra hátt. Til gam- ans má þess geta að hinn skagfirski hnúkur hefur fengið tvær heim- sóknir Elínborgar. Elínborg er 62 ára að aldri og kynntist fjallgönguíþróttinni fyrir alvöru fyrir tveimur árum og segir óhætt að mæla með henni fyrir alla sem sækjast eftir náttúruskoðun og hæfilegri líkamsþjálfun í leiðinni. „Mér finnst útsýni af mörgum hinna lægri tinda stórkostlegt og reyndar kemur það verulega á óvart hversu víðsýnt er af þeim,“ segir Elínborg. Hún hvetur alla til að leggja stund á fjallgöngur enda fátt eins hollt og að hreyfa sig í heilnæmu fjallalofti. Finnur breytingu á sér „Gönguferðirnar auka manni þol og ég finn töluvert mikla breytingu á mér frá því ég byrja að ganga á sumrin og þar til ég legg göngu- skónum á haustin,“ segir hún. „Ég myndi því ráðleggja fólki að hefja fjallgöngur, enda getur maður ráð- ið gönguhraðanum sjálfur án þess að verið sé að reka sífellt á eftir manni.“ Elínborg hyggst taka þátt í verk- efni UMFÍ í sumar, líkt og þúsundir annarra Íslendinga ef marka má þátttökuna undanfarin sumur. Í fyrra gengu á sjötta þúsund manns á eitthvert þeirra fjalla sem UMFÍ tilnefndi og voru tíu göngugarpar dregnir úr hópi þátttakenda og hlutu útivistarverðlaun. Elínborg Kristinsdóttir fyrir miðri mynd ásamt Helgu Guðjónsdóttur, varaformanni UMFÍ, og Páli Guðmundssyni, kynningarfulltrúa UMFÍ, þeg- ar Elínborgu voru afhent sérstök aukaverðlaun vegna þátttöku sinnar. Fékk verðlaun fyrir að ganga á 17 fjöll „Gönguferðirnar auka manni þol“ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra afhjúpaði á laugardag minnisvarða um Hannes Hafstein við Fischershús að Mánagötu 1 á Ísafirði. Hannes Hafstein var fyrsti ráðherra Íslands en 1. febrúar næst- komandi eru 100 ár liðin frá því Ís- lendingar fengu heimastjórn. Þjóðin fagnar þá 100 ára afmæli íslenskrar stjórnskipunar. Hannes Hafstein var skipaður sýslumaður árið 1895 en kom til Ísa- fjarðar vorið 1896. Hann bjó öll sýslumannsár sín í Fischershúsi og var þingmaður Ísfirðinga 1900–1901 en náði ekki kjörið árið 1902. Hann fór fram fyrir Eyfirðinga árið 1903, náði kjöri og varð Íslandsráðherra 1904. Athöfnin hófst með ávarpi Birnu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðar. Halldór Ásgrímsson þakkaði Ísfirðingum fyrir framtakið og fór með erindi úr aldamótaljóði skáldsins, þegar hann afhjúpaði minnisvarðann: Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið. Eftir afhjúpun minnisvarðans var fjölmenni við athöfn í Safnahúsinu. Lúðrasveit Ísafjarðar lék, Jónas Tómasson spilaði á þverflautu og Karlakórinn Ernir söng. Hátíðar- kvöldverður var á Hótel Ísafirði, þar lék strengjasveit Tónlistarskóla Ísa- fjarðar og Ingunn Ósk Sturludóttir frá Vigur söng. Hannes Hafstein var í átta ár á Ísafirði. Haustið 1899 markar upp- haf baráttu Íslendinga fyrir verndun landhelginnar þegar Hannes réri við fimmta mann út að togaranum Royalist, sem var að ólöglegum veið- um á Dýrafirði. Skipverjar á tog- arnum höfðu í frammi ofbeldi sem lauk með því að þrír fylgdarmenn sýslumanns drukknuðu, en Hannes bjargaðist við illan leik ásamt tveim- ur mönnum. Minnisvarði um þennan atburð hefur verið reistur í landi Bessastaða í Dýrafirði. Minnisvarði um Hannes Hafstein ráðherra afhjúpaður á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Að lokinni afhjúpun: Halldór Ásgrímsson, Birna Lárusdóttir, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og eig- inmaður hennar Arvid Kro. Heldur var hryssingslegt þegar athöfnin fór fram og gekk á með éljum. LÖGREGLAN í Hafnarfirði upp- lýsti tvö ránsmál í gær eftir hand- töku manns um tvítugt í fyrrinótt fyrir tilraun til vopnaðs ráns í sölu- turninum Dalsnesti við Dalshraun. Við yfirheyrslur játaði hann á sig ránstilraunina og enn fremur rán í söluturninn Egyptann fyrir skömmu. Í kjölfarið handtók lögregl- an félaga hans í fyrra ráninu og ját- aði sá sakargiftir. Málin eru því upp- lýst. Ránstilraunin í Dalsnesti mistókst hjá manninum vegna heiftarlegra viðbragða Sigurðar Lárussonar, eig- anda söluturnsins, sem var að loka söluturninum um kl. 22 á laugar- dagskvöld. „Rétt fyrir klukkan tíu stend ég við kassa og er að telja símakort,“ segir Sigurður. „Ég heyri að dyrnar opnast og þegar ég lít upp sé ég hettuklæddan mann sem heimtar peninga. Ég hvái og held að þetta sé- hrekkjabragð en þegar ég sé hnífinn á lofti þá átta ég mig á alvöru máls- ins. Ég snöggreiðist og þeyti pen- ingaskúffunni aftur svo peningar og smámynt sáldrast yfir borðið. Ég geng tiltölulega rólega að öryggis- hnappinum og þrýsti á hann. Þá kveður við mikill hávaði og hjartað í vininum er frekar lítið þannig að ég sé undir iljarnar á honum þar sem hann hleypur í burtu.“ Lögreglan fann manninn skömmu síðar og upplýsti málið með játningu hans svo og ránið í Egyptanum, sem framið var 9. janúar af sama manni og félaga hans. Báðir hafa þeir kom- ið við sögu lögreglunnar áður. Játaði á sig tvö ránsmál í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.