Morgunblaðið - 19.01.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
A-a-ah, ekki einu spori meira, fjárveitingin er uppurin.
Styrkir ESB vegna orkuverkefna
Eftirspurn um-
fram framboð
Hingað til lands erað koma Spán-verjinn Pedro
Ballesteros Torres og mun
hann sitja fund sem hald-
inn verður á Grand hótel
Reykjavík á morgun, 20.
janúar, frá klukkan 8.30 til
10.30 á vegum iðnaðar-
ráðuneytisins.
Torres mun svara fyr-
irspurnum um styrki sem
ESB veitir til verkefna á
sviði orkumála. Einn verk-
efnaflokkurinn nefnist á
ensku „Intelligent
Energy-Europe“, skamm-
stafað EIE og gæti út-
lagst Skynsöm orkuverk-
efni í Evrópu. Morgun-
blaðið ræddi við Torres og
lagði þá nokkrar spurn-
ingar fyrir hann.
– Hvernig stendur á heimsókn
þinni hingað til lands?
„Já, einn af verkefnaflokkunum
er einmitt EIE og veitir styrki,
m.a. á sviði endurnýjanlegra
orkugjafa, orkusparnaðar og
samgangna. Þetta er nýr verk-
efnaflokkur sem tekur við af öðr-
um sem hafa verið í gangi und-
anfarin ár. Á fundinum sem ég
mun sitja á Íslandi mun ég halda
erindi um EIE-áætlunina og
kynna þessi mál og ræða við
hugsanlega styrkumsækjendur.
Auk þess veit ég til þess að styrk-
ir undir 6. rammaáætlun ESB til
orkurannsókna verða kynntir á
fundinum.“
– Segðu okkur aðeins meira frá
EIE …
„Það má segja að EIE eigi að
vera verkfæri. Aðalverkfæri
þeirra samfélaga sem leggja út í
verkefni á orkusviðinu. EIE verð-
ur ennfremur framkvæmdastofn-
un þeirra stefna og aðgerða í
Evrópu sem miða að því að nýta
endurvinnanlega orku og að
spara orku. Skipta má stefnu
EIE í fjóra meginþætti. Sá fyrsti
miðar að orkusparnaði, annar að
notkun endurvinnanlegrar orku,
sá þriðji að samgöngumálum á
orkusviði og sá fjórði snýr að
samvinnu í þessum þáttum,
tveimur eða fleiri, þar sem það er
gerlegt. EIE mun nýta allt að
80% umtalsverðra sjóða sinna í
styrki og stærstu styrkina munu
stærstu og heildstæðustu hug-
myndirnar og aðgerðirnar fá. Við
tökum nú á móti umsóknum um
styrki og hafa menn tíma til 30.
apríl að skila umsóknum til okk-
ar.“
– Sérðu fyrir þér að einhver ís-
lensk verkefni geti hlotið styrki
EIE?
„Já, það er ekki nokkur vafi.
Mörg þeirra sviða sem ég gat um
áðan eru fyrir hendi í íslensku
samfélagi, sjálfbær skipulagning,
endurvinnanleg orka, hitun húsa
með heitu vatni og rafmagni. Við
reiknum fastlega með því að fá
áhugaverðar styrkumsóknir frá
íslenskum aðilum sem vilja starfa
með okkur, enda vitum við að þó-
nokkrar stofnanir eru að vinna á
þessum nótum og
myndu fagna auknu
fjármagni.“
– Hvað þarf að koma
til svo að slíkur styrk-
ur frá EIE fáist?
„Fyrst og fremst þarf að kynna
verkefnið á eins einfaldan og
gegnsæjan hátt og frekast er
kostur og verkefnin sem um ræð-
ir þurfa að falla algerlega að þeim
stefnum sem EIE hefur lagt fram
og starfar samkvæmt því eftir.
Það þýðir að þeir sem hafa áhuga
á samvinnu verða að lesa vand-
lega stefnumörkun EIE, líka
smáa letrið.
Í öðru lagi er algerlega nauð-
synlegt að hafa samvinnuþáttinn í
lagi og að að minnsta kosti þrír
samstarfsaðilar frá þremur mis-
munandi löndum komi að hverri
umsókn.
Í þriðja lagi verður að geta
þess að gífurlegur áhugi er á
þessum styrkveitingum og við
fáum umsóknir frá miklum mun
fleiri aðilum upp á miklu hærri
fjárhæðir heldur en við getum
nokkru sinni sinnt. Til þess að
gæta fyllstu sanngirni erum við
með hlutlausa nefnd sem fjallar
um hverja umsókn, metur gæði
þeirra og reiknar út. Síðan út-
hluta EIE í samræmi við það sem
nefndin mælir með hverju sinni.
Af þessu leiðir að umsóknir verða
að vera vel unnar frá byrjun til
enda til að eiga möguleika á
styrk.
Það er rétt að taka það fram að
á engan hátt erum við að ætlast
til þess að menn fari að finna aft-
ur upp hjólið. Lykillinn að góðri
umsókn er að verkefnið sé ný-
sköpunarlegt, framsýnt og hafi
óumdeilanlega samvirkni milli
landa.“
– Eru einhver svið æskilegri en
önnur í þessum efnum?
„Já, við höfum látið það út
ganga að menn eigi að huga helst
að þeim stefnuþáttum okkar sem
snúa að endurvinnanlegri orku og
orkusparnaði. Í því skyni hefur
EIE komið á fót gagnagrunni á
Netinu sem við köllum Intell-
Ebase þar sem menn geta
skyggnst inn í fram-
gang 700 verkefna sem
stofnað hefur verið til
áður á okkar vegum.
Auk þess vinnur EIE
að því að koma á fót
öðrum gagnagrunni á vefsvæði
sínu þar sem menn og stofnanir
geta leitað sér að samstarfsaðil-
um sem eru að vinna eða hugsa á
líkum línum.
Slóðin er http://europa.eu.int/
comm/energy/intelligent/in-
dex_en.html, en einnig má skrifa
tölvupóst og fá upplýsingar. Net-
fangið er tren-intelligent-
energy@cec.eu.int.
Pedro Ballesteros Torres
Pedro Ballesteros Torres er
spænskur eins og nafnið gefur
til kynna, fæddur á Spáni 1961.
Menntaður verkfræðingur í
matvælaiðnaði og MBA í orku-
tengdri viðskiptafræði. Á ár-
unum 1984 til 1994 starfaði
hann sem ráðgjafi í orku- og
umhverfismálefnum fyrir ýms-
ar Evrópustofnanir og Samein-
uðu þjóðirnar en hefur starfað
hjá ESB síðan 1995 að ýmsum
málaflokkum. Núna fer hann
fyrir stofnun sem hefur með
staðbundin orkuverkefni að
gera.
… og myndu
fagna auknu
fjármagni