Morgunblaðið - 19.01.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 19.01.2004, Síða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EIMSKIPAFÉLAG Íslands er að fara í gegnum mikla umbreytingu um þessar mundir og fyrirtækið er mjög vel búið undir hana, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, stjórn- arformanns Eimskipafélagsins. „Þetta er feikilega fjárhagslega öfl- ugt fyrirtæki og þessar breytingar verða starfsemi félagsins til góðs,“ segir hann. Fyrir 90 árum, eða 17. janúar 1914, var Eimskipafélag Íslands stofnað og var tímamótanna minnst með veglegri afmælishátíð í Há- skólabíói á laugardag. Við það tæki- færi var frumsýnd heimildarmyndin Leiðin er greið, sem fjallar um 90 ára sögu félagsins, og frumflutt lag- ið Óskabarnið eftir Magnús Þór Sig- mundsson, en Páll Rósinkrans og Stefán Hilmarsson sungu. Gefinn var út geisladiskur með laginu og öðrum sjómannatengdum lögum og fengu viðstaddir diskinn að gjöf. Burðarás skráð sjálfstætt fyrirtæki Í ávarpi sínu greindi Magnús frá stofnun félagsins og sögu þess í 90 ár. Hann gat þess að Eimskipa- félagið hefði verið hreyfiafl í ís- lensku samfélagi alla síðustu öld og að stofnun félagsins hefði verið mik- ilvægt skref á vegferð Íslendinga í átt til sjálfstæðis og ein af for- sendum framfara í landinu. „Eim- skipafélagið lagði með sínum hætti grunninn að nútímasamfélagi á Ís- landi,“ sagði hann og benti á að fé- lagið hefði átt þátt í að byggja upp rekstur í mörgum greinum íslensks atvinnulífs og breytingar hefðu allt- af sett svip sinn á rekstur Eimskipa- félagsins. Magnús gat þess að í kjölfar breytinga á eignarhaldi Eimskipa- félagsins í fyrrahaust hefði stjórnin ákveðið að skipta félaginu í tvö fyr- irtæki, flutningafyrirtæki og fjár- festingarfyrirtæki, „að skilja fjár- festingarstarfsemina frá hinni hefðbundnu flutningastarfsemi,“ eins og hann orðar það. Hann segir að út úr þessu komi tvö mjög öflug fyrirtæki. Annars vegar Eimskip flutningafyrirtæki, sem hafi mjög trausta og góða inn- viði til þess að vaxa á næstu árum, og hins vegar Burðarás, sem hafi verið í fjárfestingum síðan 1989 og sýnt mikinn árangur í fjárfestingum sínum, en ákveðið hefði verið að Burðarás yrði skráð sem sjálfstætt fyrirtæki á markaði. „Núverandi hluthafar Eimskipafélagsins munu fá hlutafé í báðum fyrirtækjunum og síðan eiga menn sjálfstætt líf eftir það,“ segir Magnús og vísar til þess að hluthafar geti síðan þess vegna valið að vera í öðru hvoru fyrirtækj- anna. „Bæði þessi fyrirtæki verða mjög fjárhagslega öflug og með söl- unni á Brimi verður Burðarás miklu kraftmeira fyrirtæki vegna þess að það mun hafa mikla fjármuni til þess að nýta til nýrra fjárfestinga og sókna. Flutningafyrirtækið byggir á 90 ára gamalli hefð, hefur mjög sterka innviði og ég sé fyrir fyrir mér að það hafi mikla möguleika á því að eflast um leið og menn fara að horfa meira á vaxtarmöguleika ann- ars staðar en hér heima.“ Aukin útrás fyrirhuguð Í þessu sambandi nefnir Magnús rekstur á frysti- og kæliskipum og á kaupin á norska flutningafyrirtæk- inu CTG. Það sjái um rekstur á 10 frystiskipum og flytji um 200.000 tonn á ári, en til samanburðar flytji Eimskip út frá Íslandi um 350.000 tonn af frystum og kældum afurð- um. „Með því að samhæfa þennan rekstur þá eflir það mjög þessa starfsemi Eimskipafélagsins, því þetta er ekki bara spurningin um það að eiga skip heldur á þetta fyr- irtæki, sem við keyptum í í Noregi, aðild að fjórum frystigeymslum.“ Magnús sagði í ávarpi sínu að lífs- kjör þjóðarinnar á nýhafinni öld mundu sem fyrr ráðast að stórum hluta af því hvernig íslenskum fyr- irtækjum reiddi af í samkeppni á al- þjóðlegum mörkuðum. Íslendingar hefðu alltaf haft miklar tilfinningar gagnvart Eimskipafélaginu, „óska- barni þjóðarinnar“, því það hefði verið líflínan til annarra landa, en mörg önnur fyrirtæki hefðu eflst á Íslandi og einnig í útrás. Þessi fyr- irtæki og þau sem fylgdu í kjölfarið væru öll óskabörn íslensku þjóð- arinnar. „Ég tel að við getum ekki lengur lifað á því að selja hver öðrum eða keppast um þennan litla markað sem við eigum hérna heldur eigum við að reyna að sækja út og sjá fleiri arðbær tækifæri fyrir okkur til þess að styrkja okkur í þessum almenna rekstri,“ sagði Magnús. Fjölmenni á 90 ára afmælishátíð Eimskipafélags Íslands í Háskólabíói „Breytingarnar verða starfsemi félagsins til góðs“ Morgunblaðið/Jim Smart Húsfyllir: Stóri salurinn í Háskólabíói tekur um 1.000 manns og var þétt setinn bekkurinn á hátíðinni. Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, flutti ávarp á afmælishátíðinni. Ræðumenn birtust á sýningartjaldi bíósins. GILDISTÍMI samnings um framlög EFTA- ríkjanna Noregs, Íslands og Liechtenstein í þró- unarsjóð Evrópusambandsins (ESB) rann út um áramótin en nýr samningur tekur gildi á þessu ári vegna stækkunar ESB til austurs. Þá mun framlag Íslands í þróunarsjóðinn, sem styrkir verkefni í fátækari ríkjum ESB, fimmfaldast frá því sem verið hefur og nema um 500 milljónum króna á ári í fimm ár, eða alls 2,5 milljarðar kr. til ársins 2009. Hlutur Íslands af heildarframlagi EFTA-ríkjanna hefur verið um 5%, Noregur með um 95% framlaganna og Liechtenstein vel innan við 1%. Af um 10 milljarða króna styrkj- um úr sjóðnum árin 1999–2003 hefur framlag Ís- lands numið rúmum 500 milljónum króna. Á fréttavef Aftenposten í Noregi er greint frá því að Spánverjar hafi ekki fengið framlag frá EFTA-ríkjunum í tiltekin þróunarverkefni á sviði vatnsöflunar og -dreifingar. Um ríflega 500 milljóna króna styrkumsókn var að ræða, sem þýðir að framlag Íslands hefði verið á bilinu 25– 30 milljónir króna. Segir í fréttinni að sam- komulag hafi ekki verið um ráðstöfun styrksins. Grískt nunnuklaustur styrkt Þó að Spánverjar hafi ekki fengið styrk til þessara vatnsverkefna hafa verið samþykktir 17 aðrir styrkir til ýmissa verkefna þeirra frá árinu 1999, m.a. uppbygging skólplagna á Kanaríeyj- um. Hlutur Spánverja í síðasta þróunarsjóði var rúmar 70 milljónir evra, um sex milljarðar króna, en samþykktir styrkir námu 64 millj- ónum evra, um 5,6 milljörðum króna. Hin ríkin fengu hins vegar samþykkta styrki fyrir allan sinn hlut úr sjóðnum. Þannig fékk Grikkland 22 milljónir evra, eða um 1,9 milljarða króna, sem m.a. runnu til að styrkja nunnuklaustur vegna meðferðar á brjóstakrabbameini. Portúgal fékk úr sjóðnum 21,3 milljónir evra, um 1,8 milljarða, sem m.a. hafa farið í sjávarútvegsverkefni á Azoreyjum. Írar fengu um 5,5 milljónir evra, eða um 480 milljónir króna, vegna byggðaþróunarverkefnis við háskólann í Cork og hálf milljón evra (46 milljónir) fóru til laxeldis á Norður-Írlandi. Tómas Njáll Möller, fulltrúi í sendiráði Ís- lands í Brussel, sem situr í stjórn þróunarsjóðs- ins fyrir Íslands hönd, segir að vegna þeirra reglna sem þróunarsjóðurinn starfi eftir hafi ekki verið talið fært að samþykkja styrkveitingu til nokkurra af þeim verkefnum sem Spánverjar lögðu fram. Þar sem sjóðurinn hafi ekki heimild til að samþykkja ný verkefni eftir árslok 2003 sé ljóst að Spánverjar fái ekki úthlutað öllum þeim fjármunum sem þeim hafi verið ætlaðir í upp- hafi úr sjóðnum. Tómas bendir þó á að þeir muni eiga rétt á styrkjum úr nýjum þróun- arsjóði sem stofnaður var í tengslum við stækk- un Evrópska efnahagssvæðisins og taka mun til starfa í apríl á þessu ári. Þar geti Spánverjar bæði lagt fram verkefni sem áður hefur verið hafnað, í eitthvað breyttri mynd, auk nýrra verkefna. Ísland greiðir um 500 milljónir á ári til verkefna í fátækari ríkjum ESB Styrkir til sjávarútvegs, fiskeldis og skólplagna  HJÖRTUR Bragi Sverrisson lög- fræðingur varði doktorsritgerð sína við Miami-háskóla í Flórída 25. nóv- ember sl. Rit- gerðin, sem er á sviði alþjóðalaga og alþjóða- samskipta, fjallar um rétt ríkja til að grípa til ein- hliða aðgerða gegn öðrum ríkj- um til að fram- fylgja al- þjóðalögum á sviði umhverfisréttar, jafnvel þó að slíkar einhliða aðgerð- ir kunni í sjálfu sér að brjóta í bága við alþjóðalög. Ritgerðin nefnist „When Two Wrongs Make a Right: Analysis of the Legality of Counter- measures Under International Law and Their use as Unilateral Remed- ies in Response to Violations of Int- ernational Environmental Obligat- ions of States“ (Þegar tvenn ranglæti verða að réttlæti: um lög- mæti gagnaðgerða samkvæmt al- þjóðalögum og notkun þeirra sem einhliða úrræði gegn brotum á al- þjóðlegum umhverfisskuldbind- ingum ríkja). Heildareinkunn Hjartar fyrir námið var 3,95 af 4 mögulegum. Hluti ritgerðarinnar verður notaður til kennslu í dipló- matískri samningatækni og úrlausn deilumála fyrir meistara- og dokt- orsnemendur við Miami-háskóla. Andmælendur Hjartar voru Am- bler H. Moss, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Panama og yfirmaður North-South rannsókn- arstofnunarinnar í Miami og Wash- ington, Bernard H. Oxman, prófess- or í alþjóðalögum og aðalritstjóri hins virta lögfræðitímarits Americ- an Journal of International Law, dr. Joaquin Roy, yfirmaður Evrópu- sambandsmiðstöðinnar Miami- háskóla, og dr. Daniel Suman, pró- fessor við Rosenstiel-hafvísindahá- skólann í Miami. Þeir voru jafnframt leiðbeinendur Hjartar við skrif ritgerðarinnar. Hjörtur lauk prófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1993. Hann starfaði sem lögmaður í Reykjavík í fjögur ár áður en hann fluttist til Bandaríkjanna. Hjörtur lauk meist- aragráðu i alþjóðalögum (LL.M.) við Miami-háskóla árið 1998. Hann fékk réttindi til málflutnings í New York í mars 2001 og á Íslandi í jan- úar 1995. Hjörtur hefur síðan í júní 2001 starfað fyrir Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE), nú síð- ast sem yfirmaður lögfræðisviðs mannréttinda- og lagadeildar ÖSE í Kosovo. Foreldrar Hjartar eru Sverrir Kr. Bjarnason, tæknimaður hjá Sjónvarpinu og Sóley Björk Ás- grímsdóttir, starfsmaður Pharma- co. Unnusta Hjartar er Melanie L. Gravette, alþjóðafjármálaráðgjafi hjá Royal Bank of Canada. Heimili þeirra eru í Miami, Flórída og Pristina, Kosovo. Doktors- vörn á sviði alþjóðalaga og alþjóða- samskipta ♦♦♦ FORMAÐUR stjórnar Sambands íslenskra sparisjóða sendi bæjarráði Akureyrar erindi nýlega þar sem farið er fram á stuðning bæjar- stjórnar Akureyrar í baráttu spari- sjóðanna í bankakerfinu. Jón Kr. Sólnes, formaður stjórnar Sambands íslenskra sparisjóða, og Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, mættu á síðasta fund ráðsins, þar sem erindið var tekið fyrir. Báðu Akur- eyrarbæ um stuðning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.