Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mánuðum saman hafði égverið á leið utan enlöglega forfallaður,jafnvel í þeim mæli að minnstu munaði að ég strikaði út fleiri ferðir á liðnu ári. En margt freistaði mín, einkum nokkrar sýn- ingar í Kaupmannahöfn, get satt að segja vart á heilum mér tekið ef ég næ ekki að nálgast borgina við Sundið a.m.k. einu sinni á ári. Hafði einnig drjúgan áhuga á að nálgast fjölþættan gjörning varð- andi lífsverk heimspekingsins Theodors Wiesengrund Adorno í Kunstverein Frankfurt, fleiri mik- ilsháttar viðburði í þeirri borg ásamt nokkrum úrvalssýningum í Hamborg. Lítið mál að skjótast svona á milli og blanda sér í hóp þeirra milljóna frá öllum heims- hornum sem leggja land undir fót til að sækja heim þess lags við- burði, framboðið aldrei meira né gagngerðara. En það sem gerði út- slagið var samt að gæðafólkið á grafíska verkstæðinu í Þórshöfn í Færeyjum hafði boðið mér í ár- visst jólafull og af því vildi ég ekki fyrir nokkurn mun missa. Þeim er aðallega hóað saman sem gert hafa grafíkmyndir á staðnum ár hvert, þannig áttu að þessu sinni Reykja- vík, Kaupmannahöfn og London sinn fulltrúann hver. Málmfuglinn skilaði mér heilum og frískum til Vágar föstudags- kvöldið fimmta desember, lentum þar á slaginu níu sem inniber að til Þórshafnar er komið með flughafn- arbílnum um tíuleytið. Þar tók brimbrjótur og heili verkstæðisins, Jan Andersson, á móti mér, ók mér beint á verkstæðið í norður- álmu Listasafns Færeyja, þar sem mín biðu góðar veitingar, reyndust aðallega innlent mungát sem í það heila er ekki ýkja hart undir tönn, auk blóðhreinsandi dropa. Sem dæmi um vinnuandann á staðnum var hið fyrsta sem augu mín námu þá inn kom ungt og fallegt fljóð bograndi yfir litóstein, á fullu við að hantéra verkfæri sín á þessum ókristilega tíma. Róðan leit upp og sendi mér svo upptendrað bros að ég mátti til með að bóka það og skjalfesta rafrænt, hér komin galvösk Ranni Páls- dóttir Kunoy, skóluð og búsett í London. Er af nýrri kynslóð færeyskra málara sem þræðir aðrar leið- ir en hinir eldri, verk hennar falla vel inn í alþjóðastrauma og nú- viðhorf á vettvang- inum. Í húsum Heinesen Zakarías Heinesen, fyrir margt löngu nemandi við Hand- íðaskólann, hafði svo ofan af fyrir gestinum lungann af laugardeg- inum og ræktaði hlut- verk sitt af andríki og alúð. Faðir hans, hinn mikli rithöfundur William Heinesen (1900–91), var samt óbeint lengi í aðalhlutverki þótt horfinn væri til feðra sinna, drjúg stund fór þannig í að skoða hús hans og vistarverur í hólf og gólf. Hann látinn þegar mig bar fyrst að í Færeyjum, svo ég náði aldrei að nálgast hann per- sónulega, en spúsan lifði mann sinn og bjó í húsinu fram í andlát- ið. Þó er líkast sem ritsnillingurinn sé þar jarðfastur og hafi einungis brugðið sér af bæ, allt eins og þeg- ar hann var á lífi, vel við haldið og hvergi rykkorn að sjá. Jafnvel lit- krítar- og blýantsstubbar í tilfall- andi ílátum ásamt með öðru dóti í vinnustofu í kjallara, listamaðurinn líka vel virkur og liðtækur í mynd- listinni. Vettvangurinn svo alla tíð kjörsvið Zakaríasar sonar hans sem nú er stórt nafn í pentlist þjóðar sinnar en minna ef nokkuð mun fara fyrir ritstörfum. William Heinesen var heimsmaður en um leið Færeyingur af lífi og sál, jafn- framt með sterka tauma til norð- ursins, Ísland meðtalið, ef marka má myndir af listamönnum, sem prýddu veggina, klipptum úr dag- blöðum og tímaritum. Þarna eiga Þórshafnarbúar og raunar landar hans allir vísi að einstæðu safni um hinn fjölhæfa listamann og sam- nefnara þjóðarinnar sem lengi og réttilega var orðaður við Nób- elsverðlaunin í bókmenntum. Myndhöggvarinn Kamban Málarinn ásamt hinni geðfelldu spúsu sinni dreif mig þarnæst í hlaðborð á Hótel Hafnia, og var þar ekki komið að tómum kofunum um sjávarrétti. Færeyingar virðast okkur mun fremri við að halda fram sínu þjóðlega eldhúsi, ekki síður en lifandi byggingarlist, hún einkum hrífandi þegar efniviðurinn er sóttur út á tún, í fjöru (rekavið- ur) eða sjálft bergið sem eyjurnar samstanda af, þ.e. grjót, enn grjót og meira grjót. Torfþök, bindings- verk og önnur verkleg fyrirtekt, veggir hvers konar sem og hlaðnar undirstöður iðulega listaverk. Hót- el Hafnia er eins og nafnið vísar til í nágrenni hafnarinnar og höfðum við orðið varir við Dettifoss á leið inn hafnarlægið. Vissum af list- elska skipstjóranum innanborðs og renndum á hafnarbakkann að lokn- um málsverði, en hann þá farinn í listasafnið, misstum svo aftur af honum þar. Í þess stað rákumst við á myndhöggvarann Janus Kamban, sem hafði orðið 90 ára tveimur mánuðum áður og tókum hann tali. Brúnin lyftist á hinum aldna hal við að hitta svona óforva- rendis íslenzkan listamann af eldri kynslóð. Kvaðst hafa verið samtíða Sigurjóni Ólafssyni hjá prófessor Einar Utzon-Frank á akademíunni í Kaupmannahöfn, og auðséð að honum var minningin kær. Áber- andi að báðir ganga út frá líkum grunnmálum einfaldleikans í verk- um sínum, þótt Kamban hafi alla tíð haldið sig við hlutveruleikann. Skoðuðum þarnæst aðalfram- kvæmd safnsins um þær mundir, mikinn fjölda myndverka frá ýms- um tímum eftir Bárð Jákupsson (f. 1943). Sterk sýning sem kom mér um margt á óvart, einkum athygl- isvert hvernig listamaðurinn vinn- ur í stórum, mjúkum, gagnsæjum og loftkenndum formunum, sem sprottin upp úr færeyskum veru- Áð í Þórshöfn Ranni Pálsdóttir Kunoy málari í Færeyjum. Zakarías Heinesen með vatnslitamynd málaða í Grikklandi. William Heinesen byggði sér lítið skjól/kapellu ofan við hús sitt, þar undi hann sér við ritstörf. Bárður Jákupsson: Ur, olía á léreft, 2003. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Bárður Jákupsson og Jan Andersson á grafíkverkstæðinu. Bárður er óþreytandi við að kynna myndlist. Þórshöfn var einn af viðkomustöð- um Braga Ásgeirssonar á síðasta ári og gerði hann sér sérstaka ferð til að taka þátt í árvissu jólafulli grafíska verkstæðisins í Þórshöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.