Morgunblaðið - 19.01.2004, Side 17

Morgunblaðið - 19.01.2004, Side 17
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 17 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL . 12 .00-18.00 LAUGARDAG FRÁ KL . 10 .00-16 .00 ÚTSALAN á fullu 50% afsláttur af öllum skóm og töskum Einstakt tækifæri til að gera góð kaup. Ekki missa af því. FJÖLDI kvenna þolir ekki líkama sinn og þær myndu fara í fegr- unarskurðaðgerð ef það byðist ókeypis, samkvæmt nýrri könnun sem fjallað er um á fréttavef BBC. Sex af hverjum tíu konum sem tóku þátt í könnuninni þoldu ekki líkama sinn en ríflega þriðjungur kvennanna var nokkuð sáttur við hann. Einungis 4% voru full- komlega ánægð með líkamann en alls svöruðu 45 þúsund konur. Um 56% myndu vilja fara í eina eða tvær fegrunaraðgerðir ef þær þyrftu ekki að greiða fyrir þær og um 10% myndu fara í fleiri aðgerð- ir ef þær væru ókeypis. Aðstand- endur könnunarinnar sögðu að ekki kæmi á óvart að konur hefðu slíkar hugmyndir um líkama sína í heimi þar sem allt snerist um megrun, fegrunaraðgerðir og ímyndir. Morgunblaðið/Þorkell Líkaminn: Ekki eru allar ánægðar með það sem þær hafa.  SJÁLFSMYND Margar konur eru ósáttar við líkama sinn Spurning: Hvað er það sem kallað er tin? Sjúk- dómurinn lýsir sér í skjálfta, oftast hand- skjálfta, en sumir hafa skjálfta í höku og hrjáir þessi sjúkdómur oft marga í sömu fjölskyldu. Ég hef heyrt að þessi sjúkdómur eigi ekkert skylt við Parkinsonsveiki. Svar: Tin, riða, skjálfti, titringur og skjögur eru orð sem hafa svipaða merkingu. Talað er um að tina eða riða höfði þegar höfuðið eða hluti þess skelfur eða titrar í sífellu. Að tina með augunum eða hafa augntin lýsir flöktandi augnaráði eða titringi í augum þegar horft er til hliðar. Þegar talað er um að riða til falls eða riða á fótunum er verið að lýsa skjálfta eða skjögri og svipað gildir um sjóriðu. Riða er einnig nafn á sjúkdómi í sauðfé og skyldur sjúkdómur er kúariða en ein- kenni þessara sjúkdóma eru m.a. óstyrkur gangur og titringur. Tini, riðu eða skjálfta má skipta í þrjá flokka eftir því hvernig einkennin haga sér. Fyrst er að nefna hvíldarskjálfta sem er verstur í hvíld en lagast við hreyfingu. Þetta er oft eitt af einkennum Parkinsonsveiki og er oft grófgerður skjálfti. Önnur tegund er stö- ðuskjálfti sem er verstur ef viðkomandi útlim eða höfði er haldið í vissri stöðu t.d. ef handlegg eða hendi er haldið útréttri. Ein algengasta gerð stöðuskjálfta er arfgengur skjálfti í hönd- um og höfði eins og bréfritari lýsir, einnig kall- aður fjölskyldulægur handskjálfti. Þessi skjálfti getur verið allt frá því að vera mjög fíngerður yfir í að vera grófur með lágri tíðni. Aðrar gerð- ir stöðuskjálfta eru m.a.vegna kvíða, of- starfsemi skjaldkirtils, vissra lyfja, áfeng- isfráhvarfs eða heilaskemmda. Þriðju tegundina mætti kalla ásetningarskjálfta sem er verstur við hreyfingar og stafar venjulega af skemmd- um í litla-heila eða mænustofni, t.d. mænusiggi (MS). Á Íslandi eru a.m.k. 16 ættir með fjöl- skyldulægan handskjálfta og er verið að rann- saka þær á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Þessi sjúkdómur erfist oftast á einfaldan hátt og leggst jafnt á konur sem karla en auk hand- skjálfta er stundum til staðar skjálfti eða tin í höfði. Sjúkdómseinkenni geta komið fram á hvaða aldri sem er, þau geta hætt að versna eft- ir vissan tíma en hafa oft tilhneigingu til að fara hægt versnandi með árunum. Til eru nokkur lyf sem geta dregið úr fjölskyldulægum hand- skjálfta hjá stórum hluta sjúklinganna. Að lok- um skal tekið fram að flestir eru með fíngerðan handskjálfta sem sést ef hendur eru réttar fram. Þessi skjálfti er alveg eðlilegur en versnar við þreytu og streitu. Hvað er tin?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virk- um dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréf- um eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Á Íslandi eru a.m.k. 16 ættir með fjölskyldulægan hand- skjálfta.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA inn áhuga á náttúrulegum efnivið í leikföngum og sérstaklega þeim sem ekki byggjast á fyrirfram ákveðnum lausnum. Ég var búin að láta mig dreyma um að finna einhverja svona kubba í dálítinn tíma og ætlaði því varla að trúa heppni minni.“ Íslenska nafngiftin Skógar- kubbar, en á ensku heita kubb- arnir Tree Blocks, er hins vegar barna við leikskólann Lauf- ásborg. „Þau eiga þessa nafngift sem á einkar vel við og þess vegna finnst mér enn skemmti- legra að nota hana.“  BÖRN | Kubbar úr trjágreinum í ýmsum stærðum geta reynst skemmtileg leiktæki Byggt með ímyndunaraflinu Morgunblaðið/Þorkell Leikskólakennarinn: Ingibjörg Thomsen segir kubbana örva rök- hugsun og skapandi hugsun. Önnum kafin: Hrútshorn og steinar eru ágætis efniviður með kubbunum. Skógarkubbar: Efni- viðurinn er trjágrein- ar í ýmsum stærðum og gerðum. annaei@mbl.is TENGLAR .............................................. barnagull.com Leikföng þurfa ekki að verahátæknileg eða byggjast áframúrstefnulegri hönnun til að falla börnunum vel í geð. Því hefur leikskólakennarinn Ingibjörg Thomsen fengið að kynnast, en hún hóf fyrir skemmstu innflutning á trékubb- um, svonefndum Skógarkubbum þar sem lögun og ytra byrði greinanna er látið halda sér. Kubbana er Ingibjörg þessa dag- ana að kynna fyrir leikskólakenn- urum og -börnum á höfuðborg- arsvæðinu. „Skógarkubbarnir henta vel til að örva bæði skapandi hugsun sem og rökhugsun barnanna og það er gaman að sjá hvað krakk- ar, allt niður í tveggja ára aldur, hafa gaman af að leika sér með þá. Hugmyndaflug þeirra fer á fullt þegar þau sjá hvað er hægt að gera.“ segir Ingibjörg. „Það er þó mikið atriði að kubbarnir og hvað þeir bjóða upp á sé kynnt fyrir börnunum því við það fer hugarflug þeirra sjálfra af stað.“ Ingibjörg segir möguleikana með svo opnum efnivið í raun endalausa, en kubbarnir eru einingakubbar í nokkrum mismun- andi stærðum og er tveggja sentímetra stærðaraukn- ing þar á milli. „Kubbana má nota með öðr- um leikföngum sem börnin eiga fyrir eða eru til á leikskól- anum, t.d. alls konar dýrum og köllum og þá er hlutverkaleikur þeirra kominn á fullt. Svo má líka nota ýmis verðlaus efni á borð við tómar skyr- og jóg- úrtdósir, efnispjötlur og annað í þeim dúr. Með tómu dós- unum hafa krakkarnir til dæmis reist svaka kastalabyggingar og það eru í raun alveg ótrúlegar byggingar sem koma út úr þessu hjá þeim.“ Skógarkubbana fann Ingibjörg á Netinu við leit að áhugaverðum leik- föngum. „Ég er leikskólakennari og hef alltaf haft mik-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.