Morgunblaðið - 19.01.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 19.01.2004, Síða 18
UMRÆÐAN 18 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÝLIÐNA deilu milli sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og Trygg- ingastofnunar ríkisins bar á góma í Silfri Egils á Stöð 2 laugardaginn 10. janúar sl. Stóryrt- ar fullyrðingar við- mælenda Egils í þættinum afhjúpuðu mikla fáfræði um starfsemi og menntun lækna hér á Íslandi. Þar má nefna fullyrð- ingar Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþing- manns Framsóknar, um að íslenska ríkið hafi kostað sérnám lækna. Ennfremur sagði Eiríkur Berg- mann Einarsson í Samfylkingunni að læknar séu í mörgum launuðum störfum í einu en í raun bara að spila golf í vinnu- tímanum og að læknisfræði sé hug- sjónastarf sem læknum beri að sinna en nú til dags séu læknar full- ir af græðgi og vilji græða á hugsjón sinni. Þessi ummæli eru algjör róg- burður og óhróður í garð lækna. Enginn var á staðnum til andsvara fyrir hönd lækna og stjórnandi þátt- arins varpaði einnig upp neikvæðum fullyrðingum í garð læknastétt- arinnar. Ég hélt að þátturinn „Silfur Egils“ væri vandaðri og mál- efnalegri. Ef þessar rakalausu fullyrðingar endurspegla á einhvern hátt viðhorf þjóðarinnar er mjög mikilvægt að leiðrétta það. Í umræðunni kom þó réttilega fram hjá Guðjóni Ólafi í Framsókn að sérfræðilæknar hafi stundað langt og erfitt nám sem í raun skilar fyrst rauntekjum í lok sérnáms, sem er í kringum fertugt. En fullyrðingar um að ríkið hafi aðstoðað læknana svo mikið í námi sínu að það réttlætti lægri laun þau ár sem eftir eru af starfsævinni að loknu sérnámi eru byggðar á mikilli fáfræði. Allir læknar sem menntaðir eru á Íslandi hafa menntað sig á eig- in kostnað á sama hátt og flestar aðrar stéttir. Reyndar leggur sam- félagið til Háskólann og kennsluna en læknanemar vinna launalaust að námi sínu í 6–7 ár og sumir lengur. Þennan tíma eru þeir undir gíf- urlegu námsálagi og geta vart sinnt nokkru öðru á meðan þeir vinna að námi sínu. Flestir læknanemar þurfa að vinna sem svarar tvöfaldri dagvinnu allan þennan tíma. Á með- an á almennu námi stendur við Há- skóla Íslands (HÍ) geta læknanemar fengið námslán eins og gildir fyrir önnur lánshæf nám víð HÍ. Þetta lán ber að endurgreiða að námi loknu og hefst sú endurgreiðsla fljótt eftir að viðkomandi útskrifast. Að loknu almennu læknanámi starfa flestir sem unglæknar í nokk- ur ár hér heima. Launin eru lág miðað við aðrar séttir með sambæri- lega skólagöngu en vinnuálagið er gífurlegt og ábyrgð lækna á verkum sínum er mun meiri en annarra stétta. Ég þekki af eigin raun þá reynslu að standa vakt í sólarhring án hvíldar og geta ekki farið heim strax að henni lokinni vegna þess að veikir sjúklingar biðu eftir lækn- ishjálp. Þetta var yfirleitt vegna undirmönnunar. Vaktir urðu þannig stundum 26 til 28 tímar í raun. Ekki var ljáð máls á aukagreiðslu. Allir aukavinnutímar voru strikaðir ein- hliða út af launagreiðanda ef við reyndum að fá fyrir þá réttmæta greiðslu. Flestir voru hættir að reyna að skrifa á sig yfirvinnu. Þrátt fyrir launaleysið endurtók sagan sig, við brugðumst ekki sið- ferðilegri skyldu okkar sem læknar og yfirgáfum ekki sjúklinga okkar fyrr en annar læknir gat tekið við. Í raun hefur ríkið endurtekið brotið á unglæknum vegna vinnulöggjafar um hámarkstíma sem má vinna án hvíldar frá starfi. Unglæknar standa enn í harðri baráttu við að ná fram rétti sínum á þessu sviði. Læknar verða að sækja nær allt sérnám til annarra landa og fá ekki beinan stuðning frá íslensku sam- félagi. Sérnám er ekki lánshæft hjá LÍN og læknar greiða af náms- lánum sínum meðan á sérnámi stendur. Ríkið veitir ekki styrk til læknanáms og því síður til sérnáms. Íslenskir læknar eru eftirsóttir vinnukraftar í nágrannalöndum okkar vegna þess að við erum vel menntuð og vön miklu vinnuálagi fyrir lítil laun. Þess vegna er yf- irleitt auðvelt að komast að í sér- námi en læknar þurfa að leggja hart að sér í sérnáminu. Sérnám lækna er starfsnám og launin því lág. Í raun er mikið vinnuframlag fyrir lít- il laun það gjald sem við greiðum fyrir sérmenntun okkar erlendis. Ég fór til Hollands í sérnám í lyf- lækningum, tók síðan undirsérgrein í meltingarlækningum. Ég vann dagvinnu og þurfti auk þess að standa sólarhringsvaktir nálægt fimmta hvern sólarhring. Í byrjun voru heildarlaunin langt undir 200.000 kr. á mánuði fyrir yfir 250 tíma vinnuframlag en þau hækkuðu lítillega með tímanum. Þetta tók átta ár en ég fékk góða þjálfun og kennslu hjá mörgum færustu sér- fræðingum Evrópu. Ég fékk tæki- færi til að gera rannsóknir undir handleiðslu þeirra og náði að koma heim til Íslands með doktorsgráðu í meltingarsérfræði. Ég geri ráð fyrir að ferill margra sérfræðilækna sé sambærilegur. Með þessu framlagi lækna hafa Íslendingar átt kost á mjög öflugri og góðri sérfræðilækn- isþjónustu. Eins og fram kemur í ágætri grein Steins Jónssonar í Morgunblaðinu þennan umrædda laugardag (bls. 45) er hún jafnframt veitt fyrir lægstu taxta sem um get- ur á Vesturlöndum fyrir sambæri- lega þjónustu. Ég tel að flestir læknar og þar með taldir sjálfstætt starfandi sér- fræðingar velji starfsvettvang sinn af hugsjón, í það minnsta þeir sem vilja starfa á Íslandi. Ástæðan er að erfitt er að réttlæta á annan hátt framangreint námsferli í ljósi þeirra starfskjara sem eru í boði hér á landi. Sérfræðilæknar eiga flestir þann draum að geta búið hér á Ís- landi og notað þekkingu sína til að sinna þeim löndum sínum sem á þurfa að halda. Grundvallaratriði eru þau sömu og annarra starfs- stétta okkar ágæta lands, að búa við viðunandi starfsöryggi og launakjör. Við gerum okkur engar vonir um gróða í starfi en viljum þó að starfs- ævin skili okkur eðlilegum ævi- tekjum miðað við aðrar starfsstéttir og þá miklu ábyrgð sem við berum í starfi. Miðað við yfirlýsingar í Silfri Egils vantar mikið uppá að þetta sjónarmið mæti skilningi. Einnig veldur það áhyggjum að viðmæl- endur Egils í þættinum voru stjórn- málamenn en maður skyldi ætla að einmitt slíkir þjóðfélagsþegnar ættu ekki að fara með fleipur eða for- dóma opinberlega og alls ekki koma með stórar fullyrðingar sem ekki byggjast á rökum eða góðri þekk- ingu um málefnið. Svar við ummælum í garð lækna í Silfri Egils Sunna Guðlaugsdóttir skrifar um starfsemi og menntun lækna ’Grundvallaratriði eruþau sömu og annarra starfsstétta okkar ágæta lands, að búa við viðunandi starfsöryggi og launakjör.‘ Sunna Guðlaugsdóttir Höfundur er læknir. MIKIÐ hefur að undanförnu ver- ið fjallað um, hvernig rita eigi ævi- sögur frægra manna, hvernig vísa beri í heimildir og hvenær það skuli yfirleitt gert. Ég tel Guðjón Frið- riksson bera hálft höfuð eða vel það yfir aðra núlifandi ævisöguritara hér á landi. Ég dreg því ekki í efa að mis- munamat Sigurðar Gylfa Magnússonar, sagnfræðings, á þeim Guðjóni og Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni í Morg- unblaðinu 12. janúar sé rétt. Mér þykir samt verulegur ljóður vera á vinnubrögðum Guðjóns Friðrikssonar vegna þess, hve oft hann lætur eftir sér að setja á svið atburði, ekki sjaldan lítilvæga eða ómerkilega í sam- hengi sögunnar, enda þótt þeir gætu í sjálfu sér farið að líkum. Í ævisögu Einars Bene- diktssonar eru einmitt ærið margar slíkar sviðsetningar. Eftir að hafa við lestur ævisög- unnar velt vöngum yfir allmörgum sviðsetningum af þessu tagi, er ég samt á þeirri skoðun, að höfundur hafi í öllum tilvikum „sloppið fyrir horn með Einar Benediktasson“! Í þessum efnum er meðalhófið engu að síður vandratað og lítið má út af bregða, svo að frásögnin verði ekki líkt og þráður spunninn í skáldsögu. Ég las fyrir skemmstu síðara bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Friðriksson. Bókin er vissulega vel skrifuð og atburðir settir vel í tímalega röð. Þá finnst mér sér í lagi Guðjóni takast vel að koma því til skila, hve Jón Sigurðs- son var í metum meðal fyrirmanna í Danmörku. Einn í þessum hópi var A.F. Krieger, lagaprófessor og dómsmálaráðherra. Krieger boðaði Jón á sinn fund að ræða málefni Íslands að kvöldi dags í febrúar 1871. Krieger bjó í Kaup- mannahöfn á Rosenvængets Hoved- vej 23, en „...leikkonan fræga og prímadonnan Johanne Louise Hei- berg...“ bjó í húsinu nr. 20 (bls. 439). Síðar á sömu bls. segir: „Frægt er vináttusamband hennar og Krieg- ers.“ Hér eru engar tilvitnanir sjá- anlegar. Ef samband þeirra var svo frægt og af er látið, hljóta að vera til einhverjar bitastæðar heimildir um það. Ella er um að ræða slaður, sem þar á ofan tengist ekki sögu Jóns Sigurðs- sonar, um löngu látið fólk! Á næstu bls. (bls. 440) er því lýst, að svartklædd þjón- ustustúlka færir þeim Jóni og Krieger port- vínsglös á bakka og „...vindlareykur liðast um stofuna og verður að kófi.“ Kvöldið leið og Jón kveður og „...geng- ur út á rökkvaða göt- una. Hann sér álengdar að Heiberg leikkona kemur gangandi með sjal yfir herðum sér. Hún er á leið til ráð- herrans. Jón tekur inn- virðulega ofan pípu- hattinn...“ Hér er heldur ekki nein til- vísun sjáanleg og þess vegna er að því best verður séð á ferðinni skáldlegt innsæi og sviðsetning höfundar. Ég tel, að í þessu dæmi hafi höfundur ótvírætt ofgert í sviðsetningum sín- um og ekki síst, þar eð næturferðir frú Heiberg koma í engu sögu Jóns Sigurðssonar við, né heldur hvort þjónustustúlkan var svarklædd eða ekki. Guðjóni er kannski örlítil vor- kunn með vindlana og portvínið, því að Jón hélt sig vel í vindlum og víni eins og myndir af nótum tóbaks- og vínkaupmanna í bókinni bera með sér! Í Morgunblaðinu 13. janúar er grein eftir Gísla Gunnarsson, pró- fessor í sagnfræði, þar sem hann ganrýnir spuna í sagnfræðiritum. Hann segir orðrétt: „Sjálfur er ég mjög ganrýninn á þessa aðferð.“ Það er ég líka og vonandi margir aðrir. Hverju máli skiptir… Þorkell Jóhannesson skrifar um ævisagnaritun Þorkell Jóhannesson ’Í ævisögu Ein-ars Benedikts- sonar eru ein- mitt ærið margar slíkar sviðsetningar.‘ Höfundur er prófessor úr embætti. JÓN Steinar Gunnlaugsson ritar grein í Morgunblaðið 12. janúar sl. (bls. 18–19), undir fyrirsögninni „Góð ráð dýr“ um þá gagnrýni sem beinst hefur að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni vegna ritunar hans á ævisögu Halldórs Laxness. Það er auðvitað mannlegt að Jón Steinar vilji bera hönd yfir höf- uð Hannesar vinar síns og ekkert við því að segja. Þessi grein er gott dæmi um þá þrætubókarlist sem Jón Steinar stundar gjarnan á síðum Morg- unblaðsins. Um þá list má almennt segja að þar verði efnisatriði máls oftlega að auka- atriðum, ef þau eru ekki beinlínis snið- gengin. Þá eru umfjöll- unarefnin ýmist flækt eða einfölduð í þá stærð sem henta þykir og ýmis meðöl notuð til að berja á þeim andskotum sem menn sjá fyrir sér hverju sinni. Í málsvörn Jóns fer mest fyrir að- ferðum hans til að lítillækka gagn- rýnendur Hannesar og fylgir Jón þar eftir öðrum vini Hannesar, Jak- obi Ásgeirssyni, sem kallaði þá „fót- nótufræðinga“ í Viðskiptablaðinu nýverið. Jakob skrifar reyndar líka ævisögur og notar tilvitnanir þannig að hann hlýtur að tala af reynslu sem slíkur fræðingur. Jón Steinar bætir ýmsu í þennan rósagarð og talar um „sjálfskipaða elítumenn“ og „fræðagrúskara“ sem stundi „saumnálarleit“ og séu haldnir „blindu pólitísku ofstæki“ í „fá- heyrðum“ „persónuárásum“ sínum á Hannes Hólmstein Gissurarson. Og þegar hann er búinn að lýsa eðli þeirra og athæfi með þessum hætti er ekki að undra að honum finnist það „allt fremur aumkunarvert“, „furðulegt rugl“ og „fáránlegar ásakanir“. Með því að lítillækka gagnrýn- endur Hannesar er gert lítið úr því sem þeir hafa að segja og málstaður þeirra er gerður enn tortryggilegri með því að halda því fram að pólitík búi að baki. Í þessum tilþrifum birt- ast ýmis blæbrigði þrætubókarlist- arinnar. Líklegt er að pólitík komi við sögu í þessari umræðu. Hannes Hólm- steinn er umdeildur maður í sam- félaginu og oft hvass og óvæginn í málflutningi sínum og skrifum. Það er því hugsanlegt að hann gjaldi þess að einhverju leyti. Það eru þó ýkjur að halda því fram að Hannes sæti pólitískum ofsókn- um, en aðferð til að drepa málinu á dreif og draga athyglina frá kjarna þess. Þórunn Valdimars- dóttir og Guðjón Frið- riksson hafa beitt þeirri aðferð við ævi- sagnaritun að skálda í eyður heimilda og bregða upp stílfærðum myndum úr lífi þess, sem um er ritað, til að gera frásögnina læsi- legri og e.t.v. auðvelda lesendum að lifa sig inn í ævisöguna. Ekki hefur verið sýnt fram á annað en að þau hafi ávallt gætt þess að vísa til heimilda þannig að ljóst sé hvenær þau nýta sér texta annarra eða sviðsetja atburði. Engu að síður hafa þau bæði verið gagnrýnd fyrir vinnubrögð sín þannig að ljóst er að ekki eru allir sáttir við þessa aðferð. Í ljósi þessa þarf gagnrýni á Hannes Hólmstein út af fyrir sig ekki að koma á óvart. Hannes segist beita svipaðri að- ferð og Guðjón að því leyti að hann stílfærir og sviðsetur atburði, en hefur verið gagnrýndur fyrir að vísa ekki til heimilda þannig að ávallt sé ljóst hvenær menn lesa texta hans og hvenær texta annarra höfunda, breytta eða óbreytta. Þetta er kjarninn í gagnrýni þeirra Gauta Kristmannssonar, Helgu Kress og Páls Baldvins Baldvinssonar sem birst hefur í fjölmiðlum. Í þessu sambandi skiptir miklu máli að Hannes er háskólaprófessor og því verða efasemdir um vinnu- brögð hans alvarlegri en ella. Í þættinum Ísland í dag gaf Hannes til kynna að hann ætlaði sér að leggja umrædda bók fram sem fræðirit sér til framgangs í Háskóla Íslands. Í næstu andrá var ritun ævisagna eitthvað allt annað í hans munni. Hér blasa við mótsagnir sem ekki hafa verið skýrðar. Hugmynd Hannesar um ráð- stefnu um ævisagnaritun er góð og vonandi verður hún að veruleika því slík umræða gæti verið gagnleg, en hún þarf að hverfast um efnisatriði en ekki fletjast út í þrætubókarlist. Þeir sem skrifa ævisögur gætu efa- laust haft gagn af slíkri ráðstefnu sem og áhugasamir lesendur verka þeirra. Jón Steinar er óheppinn með tímasetningu greinar sinnar að því leyti að framar í sama tölublaði Morgunblaðsins (á bls. 10) er frétt um blaðamannafund Reykjavík- urakademíunnar þar sem Þórunn Valdimarsdóttir, Guðjón Frið- riksson og Viðar Hreinsson sátu fyr- ir svörum blaðamanna og fræði- manna. Þau þrjú hafa öll ritað skemmtilegar ævisögur án þess að stikla á textum annarra án til- hlýðilegra tilvísana. Í viðtali við Sig- urð Gylfa Magnússon sagnfræðing, einn fundarmanna, á sömu síðu seg- ir hann að þremenningarnir hafi hafnað vinnubrögðum Hannesar. Þegar þeir sem hafa þekkinguna og reynsluna tala þannig, hvers vegna ættu menn þá að leggja trúnað á ófögur ómagaorð leikmanns úti í bæ, sem er þar að auki ekki hlutlaus? Fyrirsögn greinar Jóns Steinars er vissulega lýsandi fyrir ástandið. Í þeirri stöðu sem Hannes Hólm- steinn virðist hafa komið sér í eru góð ráð vissulega dýr. Jón vinur hans hefur kosið að ausa fúkyrðum yfir gagnrýnendur Hannesar, af- flytja mál þeirra og lýsa sem póli- tískum ofsóknum á hendur honum. Það þarf ekki meðalgreind til að sjá í gegnum þann málatilbúnað – svo ódýr sem hann er. Þrætubók Benedikt Jónsson fjallar um þrætubókarlist Jóns Steinars ’Með því að lítillækkagagnrýnendur Hann- esar er gert lítið úr því sem þeir hafa að segja.‘ Benedikt Jónsson Höfundur hefur lokið háskólaprófum á sviði bókmennta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.