Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 19 Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt Forsíða Viðskipti Atvinna Fasteignir Fólkið Sunnudagur | 19. janúar | 2003 Smáauglýsingar Smáauglýsingar á mbl.is Nú getur þú bæði pantað smáauglýsingu til birtingar á mbl.is eingöngu og einnig fengið auglýsinguna birta á smáauglýsingasíðum Morgunblaðsins. Smáauglýsingar á mbl.is, vinsælasta vefsvæði landsins, með yfir 150.000 gesti á viku. Frítt til 1. mars. Smáauglýsing sem eingöngu er birt á mbl.is vefnum er ókeypis til 1. febrúar. Innifalið er 160 stafa auglýsing með mynd og birting í einn dag. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M BL 2 31 51 0 1/ 04 Í UPPHAFI síðasta árs ákvað ríkisstjórnin sérstaka 700 milljóna króna fjárveitingu til atvinnuþróun- arverkefna á lands- byggðinni. Verkefni þessu var skipt í 3 flokka og var Byggða- stofnun falið að annast framkvæmd tveggja þeirra. Í fyrsta lagi var stofnuninni heim- ilað að fjárfesta í álit- legum sprotafyr- irtækjum og fyrirtækjum í skýrum vexti. Til þessa hluta voru veittar 350 millj- ónir króna. Í öðru lagi var svo Byggða- stofnun falið að hafa frumkvæði um rekstur vel mótaðra stuðningsverkefna sem væru til þess fallin að efla nýsköpun og at- vinnuþróun á landsbyggðinni. Til þessa hluta voru veittar 150 millj- ónir króna. Á vormánuðum var auglýst eftir umsóknum um hlutafé og var at- vinnulífið flokkað í 3 flokka. Í fyrsta hlutanum var auglýst eftir fyr- irtækjum í sjávarútvegi og tengdum greinum. Í öðrum hluta voru fyr- irtæki í iðnaði, landbúnaði, líftækni, upplýsingatækni og í þeim þriðja voru fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu. Alls bárust 98 umsóknir um samtals 1.750 milljónir króna. Ákveðið var að fjárfesta í 23 fyrirtækjum fyrir sam- tals 350 milljónir króna. Um 90 m.kr. var varið til kaupa á hlut í fyr- irtækjum í sjávarútvegi, 232,6 m.kr. á hlut í fyrirtækjum í iðnaði, land- búnaði og tengdri starfsemi og 25 m.kr. til kaupa á hlut í ferðaþjónustu- fyrirtækjum. Í forsendum var gert ráð fyrir að hlutafjárkaup í ein- stökum fyrirtækjum gætu mest orðið 50 milljónir króna en þó ekki yfir 30% af heildarhlutafé í viðkomandi fyrirtæki. Þá voru einnig sett ströng skilyrði um að heildarfjármögnum væri tryggð áður en til útborgunar Byggðastofnunar kæmi. Eins og áður segir hljóðuðu um- sóknir upp á fimmfalda þá upphæð sem til ráðstöfunar var. Það er því augljóst að sérfræðingum Byggða- stofnunar var mikill vandi á höndum að greina og meta umsónir, ekki síst í ljósi þess að mjög margar þeirra voru ákaflega spennandi og vel und- irbúnar og framsettar. Mat á um- sóknum byggðist á mörgum þáttum, svo sem á nýsköpunargildi, heildar- fjármögnun verkefnis, rekstrar- og samkeppnisforsendum og síðast en ekki síst á möguleikum til atvinnu- sköpunar og styrkingar þess sam- félags sem fyrirtækið var staðsett í. Standist allar áætlanir og verkefnin sem ákveðið var að fjárfesta í verða að veruleika, gætu 7–800 ný störf skapast á landsbyggðinni í ýmsum greinum atvinnulífsins. Þessi stað- reynd undirstrikar mikilvægi þess að vinna með markvissum hætti að því að styrkja atvinnulífið á landsbyggð- inni og skapa þannig raunverulegt mótvægi við útþensluna á höfuðborg- arsvæðinu. Sá mikli fjöldi umsókna sem stofnuninni bárust er jafnframt til merkis um hve þörf- in fyrir áhættu- fjármagn til nýsköp- unar í atvinnulífinu er gríðarlega mikil. Átak sem þetta þyrfti því raunverulega að vera árlegt, því það eru hagsmunir okkar allra að gróskumikið at- vinnulíf þrífist sem víð- ast og mikilvægt að allt umhverfi stuðnings- aðgerða sé öflugt og skilvirkt. Um þessar mundir er Byggðastofnun að vinna að þeim þætti sem henni var falið og lúta að styrkjum til verkefna á lands- byggðinni sem til þess eru fallin að efla nýsköpun og atvinnuþróun. Verk- efnið er unnið í nánu samstarfi við at- vinnuþróunarfélögin á hverju svæði fyrir sig því mikilvægt er að nýta þekkingu atvinnuþróunarfélaganna á sínu nærumhverfi. Við mat á verk- efnum er haft í huga að verkefnið sem styrkt er hafi ekki bara gildi fyrir lítið og afmarkað svæði, heldur sé yfirfær- anlegt á önnur og geti þannig nýst sem flestum. Þegar hafa verið sam- þykktir nokkrir slíkir verkefnastyrkir og sem dæmi má nefna eru verkefni til styrkingar frumkvöðlafræðslu í grunn- og framhaldsskólum, verkefni tengt upplýsingatækni í dreifbýli, verkefni tengt högum og viðhorfum innflytjenda, verkefni um möguleika til myndunar fyrirtækjaklasa og verk- efni sem snýst um upplýsingaöflun og greiningu á grunngerð nýsköpunar- umhverfis ákveðinna atvinnugreina svo eitthvað sé nefnt. Sum þessara verkefna eru í samstarfi við erlenda aðila. Það er mat mitt að ákvörðun rík- isstjórnarinnar frá því í febrúar á síðasta ári, um að veita 700 milljónir til atvinnuuppbyggingar á lands- byggðinni, hafi verið ákaflega vel heppnuð aðgerð til styrkingar at- vinnulífinu. Í ljósi fjölda umsókna, gefur það þó auga leið, að ekki eru allir sáttir við ákvarðanir Byggða- stofnunar um í hvaða fyrirtækjum skuli fjárfest. Ég fullyrði þó að greining umsókna og mat á þeim var ákaflega faglega unnin af sér- fræðingum stofnunarinnar og fyrst og fremst horft á möguleika fjár- festingarinnar til að skila sér í fyr- irtækjum sem gæfu eigendum sín- um og samfélaginu öllu góðan arð sem og að skapa fleiri atvinnutæki- færi. Það er enda skylda okkar, sem förum með stjórn og starfsemi Byggðastofnunar, að ávaxta fé al- mennings sem best, ásamt því að rækja hlutverk okkar að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að ný- sköpun á landsbyggðinni. Hlutverk Byggðastofnun- ar í átaki til nýsköpunar á landsbyggðinni Herdís Á. Sæmundardóttir skrifar um styrkveitingar Byggðastofnunar ’Í ljósi fjölda umsókna,gefur það þó auga leið, að ekki eru allir sáttir við ákvarðanir Byggða- stofnunar…‘ Herdís Á. Sæmundardóttir Höfundur er formaður stjórnar Byggðastofnunar. Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.