Morgunblaðið - 19.01.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 19.01.2004, Síða 20
UMRÆÐAN 20 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ - Ég styð frelsi í viðskiptum. - Ég er andvígur ríkisrekstri. - Ég er andvígur styrkjum rík- isins við atvinnurekstur, ekki síst ef hann er stundaður í samkeppni við aðra sem ekki njóta styrkja. - Ég er andvígur lagareglum sem gera hlut eins aðila sem stundar samkeppnisrekstur betri en annarra sem við hann keppa. - Mér finnst það vera jákvætt ef framtakssamir einstaklingar verða ríkir meðal annars vegna þess að þeir eru líklegir til að nýta hagnað sinn til áframhaldandi uppbyggingar. - Mér finnst það vera jákvætt ef íslensk fyrirtæki verða stór og öfl- ug, m.a. til að geta stundað sam- keppni við erlend fyrirtæki hér á landi og erlendis. - Ég er á móti löggjöf sem bann- ar sama manni (eða mönnum) að eiga mörg fyrirtæki, hvort sem þau fást við rekstur fjölmiðla eða stunda aðra starfsemi. - Ég vil að aðgangur nýrra fyr- irtækja til að hefja starfsemi á markaði, m.a. til að keppa við þá sem fyrir eru, sé frjáls. - Ég er andvígur háum sköttum en tel samt að háir skattar rétt- læti ekki skattsvik. - Ég er hlynntur öruggri og skjótvirkri réttarvörslu gagnvart þeim sem svíkja undan skatti. - Ég er hlynntur öruggri og skjótvirkri réttarvörslu gagnvart þeim sem brjóta gegn samborg- urum sínum í viðskiptum. - Ég er hlynntur því að styrkja yfirvöld til rannsókna á meintum afbrotum í viðskiptalífinu, bæði vegna hagsmuna þeirra sem fyrir sökum eru hafðir en líka vegna hagsmuna þjóðfélagsins af að stöðva starfsemi sem ekki hlítir lögum. - Ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar Gunnlaugsson Ég styð frelsið Höfundur er hæsta- réttarlögmaður. LAUGARDAGINN 17. janúar var hátíðardagskrá á Ísafirði til minningar um Hannes Hafstein fyrsta ráðherra Ís- lands. Hundrað ára af- mæli nýrrar stjórn- skipunar í landinu eru merk tímamót í Ís- landssögunni og var þeirra minnst á Ísa- firði enda bjó Hannes Hafstein þar og starf- aði í átta ár sem sýslu- maður og bæjarfógeti. Hannes Hafstein var skipaður sýslu- maður 1895 en kom til Ísafjarðar vorið 1896, þá keypti hann hús það sem nú er Mánagata 1 en var kallað Fischershús á þeim tíma. Þar bjó hann öll sín sýslumannsár á Ísa- firði og var með skrifstofu sína. Þetta hús stendur enn, töluvert breytt. Á lóð þess var minning- arskjöldur afhjúpaður um Hannes Hafstein sýslumann á Ísafirði og fyrsta ráðherra Íslands. Á þessum árum var athafnalíf mikið í Ísafjarðarsýslu og Ísafjörður miðstöð athafna. Að mörgu leyti var aðkoman erfið fyrir nýjan sýslu- mann því mikil átök höfðu verið vegna svokallaðra Skúlamála sem hófust vegna rannsóknar á embættisfærslu Skúla Thoroddsen þáverandi sýslumanns á Ísafirði í rannsókn hans á saka- máli. Þó erfitt hafi verið að taka við og Hannes Hafstein hafi jafnvel haft á orði að hann hafi hreinlega kalið fyrstu árin í embætti, var hann fljótur að vinna hug almennings. Kom þar til glæsimennska hans, hlýleikur en jafnframt skörungsskapur. Þá var Ragnheiður kona hans vinsæl meðal fólks enda hjálpsöm og gest- risin. Var heimili þeirra opið öllum vegna starfs Hannesar og mætti hlýtt viðmót húsmóðurinnar gestum. Hannes Hafstein sýslumaður Ísfirðinga Halldór Halldórsson minnist Hannesar Hafstein í tilefni 100 ára stjórnskipunar Halldór Halldórsson MORGUNBLAÐIÐ hefur á sínum snærum nokkra menn sem skiptast á um að skrifa um „fjölmiðla“ í Lesbók- ina. Einn af þeim er Guðni nokkur Elísson háskólakennari. Fjölmiðla- þankar Guðna eru því marki brennd- ir að greinarhöfundur skrifar næst- um aldrei um „fjölmiðla“ heldur notar tækifærið til að viðra fordóma sína um ýmislegt sem er í frétt- um eða ráðast að fólki sem brugðið hefur fyrir í fjölmiðlum. Fjölmarg- ar greinar Guðna um „fjölmiðla“ fjalla til dæmis um utanrík- isstefnu núverandi Bandaríkjastjórnar sem Guðni hefur hina mestu skömm á. Meðal nafngreindra einstaklinga sem Guðni hefur notað dálk sinn til að ráðast á með svæsnum hætti má nefna Björn Bjarnason dóms- málaráðherra, Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor og Egil Helga- son blaðamann, auk reglubundinna árása á Bush Bandaríkjaforseta. Núna hef ég bæst í þann góða hóp manna sem Guðni Elísson hefur skeytt skapi sínu á í Lesbók- arskrifum sínum um „fjölmiðla“. Offors og rangfærslur eru vörumerki hans Guðni siglir undir því falska flaggi að vera „hlutlaus“ póstmódernískur at- hugandi. Í raun er hann harðsvíraður „Samfylkingarkrati“, svo sem Ár- mann Jakobsson benti á í Morg- unblaðsgrein sl. haust þegar hann svaraði árás Guðna á Sverri bróður hans, en hann hafði leyft sér að hafa aðrar skoðanir en Guðni og þeir Sam- fylkingarkratar á ágæti þeirrar ráð- stöfunar að loka bréfasafni Halldórs Laxness fyrir einum manni, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Þegar Egill Helgason varði sig gegn offorsi Guðna Elíssonar sagði hann að Guðni hefði snúið „óþyrmi- lega“ út úr orðum sínum. Egill bætti við að það væri „ekki gott að eiga orðastað við menn sem túlka svona frjálslega“ eins og Guðni. Frægt varð þegar Guðni réðst einu sinni sem oft- ar að Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni og sagði frá því með mikilli hneykslan í dálki sínum (um „fjöl- miðla“!) að Hannes hefði í opinberum fyrirlestri um stjórnmálaafskipti Halldórs Laxness sýnt 20 mínútna myndasyrpu frá fjöldagröfum í Sov- étríkjunum. Staðreyndin var hins vegar sú að Hannes sýndi 30 glærur með fyrirlestri sínum og þar af var ein (!) frá fjöldagröfum fórnarlamba kommúnista í Sovétríkjunum. Varð Guðni að biðjast opinberlega afsök- unar á frumhlaupi sínu og rang- færslum. („Rétt skal vera rétt“, Morgunblaðið 22. október 2003.) Rök byggð á sandi Í árás sinni á mig beitir Guðni svip- uðum aðferðum og hann hefur áður verið staðinn að, rangfærslum og út- úrsnúningum. Málavextir eru þeir að fyrir tæpum mánuði skrifaði ég grein í Við- skiptablaðið um ritdóm- ara í kjölfar „ritdóms“ í Kastljósi sjónvarpsins um bók mína um Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Grein mín fjallaði sem sagt um umfjöllunina í Kast- ljósinu. En Guðni stað- hæfir að grein mín sé svar við skrifuðum dómi sem ritdómari Kast- ljóssins hefur birt á heimasíðu ríkisútvarps- ins á Netinu. Hinn skrifaði dómur hefur hins vegar á sér allt annað yf- irbragð en umfjöllunin í Kastljósinu. Árásargrein Guðna er því skrifuð út frá röngum forsendum. Fullyrðing hans um að „ekkert“ í dómnum hafi gefið tilefni til greinar minnar fellur um sjálfa sig því að hann leggur ekki réttan „texta“ til grundvallar. Fjöl- margir höfðu samband við mig eftir Kastljósþáttinn og undruðust stór- lega hvernig ritdómarinn, Páll Björnsson, og þáttarstjórnandinn, Svanhildur Hólm Valsdóttir, höfðu gengið fram í umfjöllun sinni um bók sem vandað hafði verið til og unnið hafði verið að um þriggja ára skeið. Ritdómarinn gat vart fengið sig til að segja eitt jákvætt orð um verkið sjálft og þáttarstjórnandinn lagði sannarlega „illt eitt til“ eins ég komst að orði og virtist þó ekki hafa lesið stafkrók í bókinni. Hlutleysi Morgunblaðsins? Guðni Elísson segir að ég hafi skrifað grein mína vegna þeirrar skoðunar „Páls [Björnssonar] að gagnrýna megi þá túlkun að Morgunblaðið hafi verið jafn hlutlaus fréttamiðill og Jakob vill vera láta“. Þetta er hin mesta firra. Ég hef aldrei haldið því fram að Morgunblaðið hafi verið hlut- laust blað í ritstjóratíð Valtýs Stef- ánssonar – og hlýt að krefjast þess að háskólakennarinn geri lesendum blaðsins grein fyrir því hvaðan hann hefur þessa staðleysu. Í bók minni færi ég hins vegar rök að því að Morgunblaðið hafi verið betra frétta- blað en hin blöðin – flutt fyllri og sannorðari fréttir, skilið glöggar á milli fréttaflutnings og stjórnmála- baráttu og boðið lesendum sínum upp á fjölbreyttara efnisval. Þá hefði ver- ið hlutfallslega mun minna af stjórn- málaefni í Morgunblaðinu en í hinum blöðunum. Þetta væri skýringin á velgengni blaðsins. Í bók minni gagnrýni ég Guðjón Friðriksson harðlega fyrir að sjá ekki þann reginmun sem var á Morg- unblaðinu og öðrum blöðum í rit- stjóratíð Valtýs, en í bókinni Nýjustu fréttir! skrifar Guðjón stundum um Morgunblaðið eins og hann væri ennþá blaðamaður á Þjóðviljanum. Hvergi í bók minni held ég því fram að Morgunblaðið hafi verið hlutlaust blað. Raunar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda því fram að Morgunblaðið hafi verið hlutlaust blað í ritstjóratíð Valtýs Stefánssonar fyrr en Páll Björnsson bjó það til í Kastljósinu að það væri mín skoðun. Ætla hefði mátt að Guðni Elísson hefði lært eitthvað á því þegar hann þurfti að biðjast opinberlega afsök- unar vegna árása sinna á Hannes Hólmstein Gissurarson. Þá gerði Guðni sem fyrr segir eina glæru að 20 mínútna myndasýningu, en Guðni hafði ekki sótt fyrirlestur Hannesar og studdist því við frásagnir ósann- orðs fólks þegar hann skrifaði grein sína. Sama háttinn hefur Guðni nú á í árás sinni á mig. Hann hefur ekki fyr- ir því að lesa bók mína heldur virðist byggja álit sitt á efni hennar á rang- túlkunum í illviljaðri sjónvarps- gagnrýni. Skammir eða sannorðar lýsingar? Guðni segir að ég taki upp „þann leiða ósið Þjóðviljans að uppnefna fólk og svívirða“ þegar mér mislíki eitthvað, eins og hann kemst að orði. Þetta er fáránleg staðhæfing. Þjóð- viljinn réðst iðulega á fólk með per- sónulegum hætti vegna efnislegrar afstöðu sem það tók í stjórnmálum. Ég hef aldrei gerst sekur um slíkt. Ég tala hins vegar tæpitungulaust í pistlum mínum, enda ekki vanþörf á í þessu litla samfélagi þar sem hræsn- in verður oft þrúgandi. Ég stend við hvert orð í grein minni í Viðskipta- blaðinu og er ekki sú pempía að telja það óviðurkvæmilegt að víkja orðum að því í virðulegu blaði sem fólk er að tala um sín á milli út um allt þjóðfélag í kjölfar frásagna í Séð og heyrt og viðtala í Vikunni. Þá nær engri átt að kalla það sví- virðingar að lýsa sjónvarpstilburðum Páls Björnssonar. Hann hefur ein- staklega óaðlaðandi sjónvarps- framkomu. Honum virðist til dæmis um megn að horfa beint framan í myndavélina, eins og ég vék að í grein minni. Ég gat þess líka að Páll væri „fúllyndur“, en hann virðist aldrei geta hrifist af neinu, heldur finnur stöðugt að. Ég get bætt því við hér að Páll þessi Björnsson kemur mér fyrir sjónir sem ofursmásmugu- legur fræðimaður sem virðist fyr- irmunað að sjá skóginn fyrir ein- stökum trjám. Siðareglur Háskóla Íslands Í þessari grein hef ég lýst stuttlega vinnubrögðum háskólakennarans Guðna Elíssonar. Hann ræðst á fólk með offorsi, skrumskælir sjónarmið þess og gerir því upp skoðanir og fell- ir síðan yfir því tilhæfulausa stóra- dóma undir yfirskini „hlutleysis“. Hvað skyldu nú siðareglur Háskóla Íslands segja um slík vinnubrögð? Má ekki Guðni eiga von á dembu frá siðapostulanum Gauta Kristmanns- syni? Hvað segir rektor? Hlýtur Guðni ekki að segja stöðu sinni um- svifalaust lausri? Eða gilda siða- reglur Háskóla Íslands aðeins um Hannes Hólmstein Gissurarson? Vindhögg – í safnið Jakob F. Ásgeirsson svarar Lesbókarpistli Guðna Elíssonar ’Hann ræðst á fólk meðofforsi, skrumskælir sjónarmið þess og gerir því upp skoðanir og fell- ir síðan yfir því tilhæfu- lausa stóradóma undir yfirskini „hlutleysis“. ‘ Jakob F. Ásgeirsson Höfundur er rithöfundur. ATVINNULÍF á Íslandi hefur tekið örum breytingum á und- anförnum árum. Ekki síst grundvall- arþættir þess; land- búnaður, fiskveiðar og -vinnsla en þeir þættir eru undirstaða byggð- ar utan höfuðborg- arsvæðisins. Þegar viðamiklar breytingar ganga yfir þurfa einstaklingar og samfélag að vera búin undir að taka að sér ný verkefni, halda á ný mið atvinnulífsins. Það eru íbúar landsbyggð- arinnar víða ekki þar sem skólaganga þeirra hefur tekið mið að þörfum liðins tíma og er umtalsvert styttri og menntun einhæfari en á stærsta þétt- býlissvæði landsins. Landsbyggðin hefur, m.a. af þeim sökum, orðið útundan í upp- byggingu og þróun nýrra atvinnugreina. Skóli allrar þjóðarinnar Háskóli Íslands er merk stofnun sem tryggja þarf traustan grunn til vaxtar og viðgangs í samræmi við þarfir þjóðarinnar. Allt of lág fjárframlög til Háskólans og yfirvofandi samdráttur af þeim sökum er dapurlegur vitnisburður um skeytingarleysi og skammsýni sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Meðal þess sem brýnt er að Há- skólinn geti sinnt er fjarkennsla til hinna fjölmörgu Íslendinga sem ekki eiga möguleika á því að sækja menntun fjarri heimabyggð en hafa allar aðstæður til að sækja sér menntun á heimaslóð sé hún í boði. Fáeinar deildir skólans hafa sýnt frumkvæði í þeim efnum og eiga hrós skilið. Fleiri eru þó dæmin um að ekki sé hægt að stunda fjarnám þó ekkert sé í efni eða kennsluaðferðum viðkomandi greina sem gerir það erf- itt umfram þær greinar sem þegar eru kenndar í fjarkennslu. Hugs- anlega er áhugaleysi kennara eða viðhorf til breytinga hindrun framþróunar. Þá hindrun er hægt að yfirvinna með stefnu- mótun innan skólans og fjármagni til að gera stefnuna að veruleika. Aðstæður fjarnema Áhugi á menntun er mikill og stöðugur á landinu öllu en að- stæður til náms eru afar mismunandi. Sveit- arfélög hafa víða, þrátt fyrir mikla fjárhagserf- iðleika, sýnt fjarnemum mikinn skilning, komið upp náms- og starfs- aðstöðu og axlað þannig fjárhagsbyrðar sem þeim eru ekki ætlaðar lögum samkvæmt. Náms- og starfsaðstaða er á herðum ríkisins þar sem háskólarnir eru staðsettir og lágmarks- krafa er að jafnréttis sé gætt og komið vel til móts við sveitarfélög og unnið með þeim að við- unandi aðbúnaði fjar- nema. Menntun – undirstaða framfara Tækniþróun og uppbygging fjar- kennslu víða um land hefur opnað leiðir sem mikilvægt er að séu nýttar til að treysta byggð og til nýtingar þess mannauðs sem við eigum um land allt. Menntun er forsenda margra þeirra atvinnugreina sem eru í mestum vexti og laða að sér ungt fólk. Það er réttlát krafa, fyrir hönd Há- skóla Íslands og Íslendinga allra, að skólanum verði gert kleift að þjóna landsmönnum og byggja þá upp til þátttöku í atvinnulífi framtíðarinnar. Annað er skammsýni sem koma mun niður á Íslandi framtíðarinnar. Háskóli Íslands – skóli allra landsmanna Anna Kristín Gunnarsdóttir skrifar um skólamál Anna Kristín Gunnarsdóttir ’Menntun erforsenda margra þeirra atvinnugreina sem eru í mest- um vexti og laða að sér ungt fólk.‘ Höfundur er alþingismaður Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.