Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 22
22 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. S
amband ungra sjálfstæðismanna
hóf í síðustu viku sölu á rauðum
bol með mynd af einum merk-
asta stjórnmálamanni síðustu
aldar, Margréti Thatcher. Fyrir
neðan myndina stendur með látlausu letri:
„We don’t need walls to keep our people in“
eða „Við þörfnumst ekki múra til að halda
okkar fólki“. Til gamans keypti ég bol
handa frænda mínum, kraftmiklum ung-
lingi, og hugsaði með mér að hann hefði þá
eitthvað til skiptanna þegar Che Guevara-
bolurinn væri í þvotti. Þegar ég rétti honum
bolinn sá ég hins vegar að jafnréttis-
uppeldið hafði brugðist því drengurinn
svaraði að bragði: „Æi, Ásdís Halla. Ég fer
ekki í bol með mynd af kellingu.“ Þar við
sat.
Eftir stóð að mér fannst ánægjulegt að
sjá unga fólkið hjá SUS rifja upp þessa tíma
og undirstrika hugmyndafræðilega muninn
á hægri og vinstri bæði í nútíð og fortíð.
Sem betur fer er kalda stríðinu lokið,
kommúnisminn beið ósigur og Berlínar-
múrinn er hruninn. Umfram allt táknaði
múrinn frelsisskerðingu. Einstaklingarnir
voru lokaðir inni til þess að þeir færu ekki
annað. Ofríki stjórnvalda austan járntjalds-
ins endurspeglaðist í vantrausti, ekki ein-
ungis á borgarana heldur á eigin stjórnar-
hætti. Hvaða ríki telur sig hafa svo lítið
fram að færa að það þurfi að múra einstak-
lingana inni til að þeir hlaupist ekki á brott?
Um leið og bolurinn rifjaði upp söguna velti
ég því fyrir mér hvort hann væri jafnvel allt
eins að vísa í múrana sem hafa verið reistir í
íslensku samfélagi og standa enn.
Hinn ósýnilegi hverfamúr
Umsvif sveitarfélaga nema um 35% af
opinberum útgjöldum en með aukinni
ábyrgð þeirra og frekari flutningi verkefna
frá ríki til sveitarfélaga munu þau velta æ
stærri hluta hinna opinberu útgjalda. Vand-
inn er sá að flest sveitarfélög eru rekin á
grundvelli þeirrar hugmyndafræði að íbú-
arnir skuli nota þjónustuna í því hverfi og í
því sveitarfélagi þar sem þeir eiga lögheim-
ili. Fólki er úthlutað leikskólaplássum og í
sumum tilvikum er það jafnvel svo að börn
sem búa í sömu götunni fara hvort í sinn
grunnskólann. Hverfamúrinn ósýnilegi og
jafnframt órjúfanlegi ræður því. Flestir
foreldrar taka þessu möglunarlaust enda
eru þeir ekki vanir því að eiga val. Þeir sem
eru ósáttir þurfa að taka slaginn og því mið-
ur ræðst niðurstaðan of oft af þörfum kerf-
isins en ekki barnsins. Þjónustan við eldri
borgara er sama merki brennd. Ef þú átt
rétt á niðurgreiddum heimsendum mat þá
er það sveitarfélagið þitt sem ræður því
hvaðan hann kemur og ef þú nýtur heima-
þjónustu er það sveitarfélagið þitt sem
sendir einhvern heim til þín. Þannig hafa
sveitarfélögin verið nokkuð samstiga í því
að reisa múra á milli hverfa, á milli sveitar-
félaga og á milli þjónustu sem þau sjálf
veita og þeirrar sem einkaaðilar veita.
verið lítil se
jöfn tækifæ
ustu sem þ
Ól
Umræða
lega skamm
eru nokkra
arfélögin h
verkefnum
grunnskóli
félaga árið
Í Garðabæ hafa fyrstu skrefin í átt til
aukins valfrelsis íbúanna verið tekin, svo
sem varðandi þjónustu leikskóla og grunn-
skóla. Enn er langt í land því óhjákvæmi-
legt er að sveitarfélögin vinni saman að svo
umfangsmiklum breytingum, auk þess sem
slíkar breytingar taka tíma. Samvinna
sveitarfélaga hefur aukist mjög á undan-
förnum árum t.d. á sviði almenningssam-
gangna, sorphirðu og með sameiginlegu
slökkviliði þar sem sveitarfélögin sameinast
um tiltekinn rekstur. En samvinnan hefur
Við þörfnumst
Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur
’ Öll rök mæla með því að næsta skþjónustu sveitarfélaganna sé áhers
hafi jöfn tækifæri til að velja viðurk
sem hentar þeim og börnum þeirra b
ósýnilegu og oft ósanngjörnu múru
Í
viðtali við Jón Sólnes, stjórnar-
formann Sambands íslenskra spari-
sjóða (SÍSP) í Morgunblaðinu sl.
sunnudag lýsir hann sínum sjón-
armiðum á ýmsum þáttum
SPRON-málsins svokallaða.
Jón staðhæfir þar nokkur atriði sem ég
mun gera hér að umfjöllunarefni en upp úr
stendur þó sú yfirlýsing hans að sparisjóð-
irnir myndu spjara sig vel enda þótt
SPRON hyrfi úr SÍSP. Mæli Jón manna
heilastur! Fáir myndu fagna því meira en
stjórnendur SPRON sem síst af öllu vilja
bera ábyrgð á örlögum annarra sparisjóða.
Hins vegar er þessi yfirlýsing Jóns á skjön
við það sem hann hefur sagt áður, þegar
hann hefur tekið undir þau sjónarmið að
áform SPRON séu í raun aðför að spari-
sjóðakerfinu á Íslandi. Hvernig má það vera
ef orð formannsins í Morgunblaðinu sl.
sunnudag eru marktæk? Hvers vegna
bregðast samtök sparisjóða svo hart við ef
formaður þeirra er orðinn þessarar skoð-
unar?
Stærsti aðilinn í Sambandi íslenskra
sparisjóða er SPRON, sem býr yfir ríflega
fjórðungi af samanlagðri stærð sparisjóð-
anna og greiðir aðildargjöld að samstarfinu í
hendi. Satt
því að hinn
ekki áttað s
Þá telur
unin selji h
ist í staðinn
stangist á v
rangt. Í gre
lagt var fyr
umræðu er
geti komið
skiptabank
gerast í tilv
Sparisjó
góðar stofn
miklum ver
ilvægt að st
ur sem sten
hafa verið o
hverfi þeirr
ígrunduð ti
samræmi við það. Jón Sólnes þiggur laun úr
þeim sameiginlega sjóði fyrir að gæta hags-
muna sparisjóðanna. Erfitt er þó að sjá að
honum sé umhugað um hagsmuni SPRON
miðað við hvernig hann hefur tekið mál
þessa eina sparisjóðs fyrir og hvaða grund-
völl hann hefur um leið skapað fyrir umræðu
um málefni hans. SPRON er ekki akkur af
slíkum málsvara og þykir óneitanlega að
sparisjóðurinn fái lítið fyrir sinn snúð þegar
um er að ræða innlegg annars vegar og hins
vegar úttektir af þessum toga úr sparisjóða-
samstarfinu.
Í áður tilvitnuðu samtali við Jón í Morg-
unblaðinu telur hann það ekki endilega í
valdi einstakra hluthafa hvort þeir haldi sín-
um hlutabréfum eftir að SPRON hefur verið
gert að hlutafélagi þar sem stutt geti verið í
að yfirtökuskylda geti skapast. Þetta er
rangt. Yfirtökuskylda myndast ekki í þessu
tilfelli. Til að slíkt gerist þarf sami aðili að
eiga meira en 90% hlutabréfa í fyrirtækinu
og fara jafnframt með atkvæðavægi í sam-
ræmi við það. Samkvæmt lögum um fjár-
málafyrirtæki getur enginn einn aðili farið
með meira atkvæðavægi en 5% í sparisjóði,
hvort heldur sem hann er hlutafélag eða
ekki. Þess vegna myndast ekki yfirtöku-
skylda og stofnfjáreigendur sem kjósa að
eiga hlutabréf áfram í SPRON hf. geta gert
það og verða ekki þvingaðir til að láta þau af
Mæltu manna heilas
Eftir Guðmund Hauksson ’ Spastofna
mætum
þeirra
breytin
í starfs
REGLUR UM
INNHERJAVIÐSKIPTI
Í samtali við Morgunblaðið sl.laugardag upplýsti MagnúsGunnarsson, stjórnarformað-
ur Eimskipafélags Íslands, að það
sem af væri þessu ári hefðu svo-
nefndir fruminnherjar í félaginu
átt sex viðskipti með hlutabréf í
því. Þar af hefðu fjögur verið til-
kynnt fyrirfram til regluvarðar fé-
lagsins.
Í leiðbeinandi tilmælum Fjár-
málaeftirlitsins nr.2/2001, sem
voru endurskoðuð á sl. sumri segir
svo:
„Fruminnherjar skulu þannig
hafa samráð við regluvörð áður en
þeir eða aðilar fjárhagslega tengd-
ir þeim, eiga viðskipti með bréf út-
gefandans eða fjármálagerninga
þeim tengda.“
Í ræðu, sem Páll Gunnar Páls-
son, forstjóri Fjármálaeftirlitsins,
flutti á ársfundi stofnunarinnar í
októbermánuði sl. sagði hann m.a.
að hart væri lagt að útgefendum
skráðra verðbréfa að skapa hjá sér
umgjörð um starf sitt á verðbréfa-
markaði, sem m.a. ætti að tak-
marka hættu á innherjasvikum.
Síðan sagði Páll Gunnar:
„Treglega hefur gengið að koma
þessari umgjörð á hjá öllum útgef-
endum skráðra verðbréfa og hefur
Fjármálaeftirlitið þurft að beita
dagsektum í því skyni.“
Greiningardeildir bankanna
þriggja gerðu allar fyrir helgi at-
hugasemdir við viðskipti fruminn-
herja í Eimskipafélaginu með
hlutabréf í félaginu síðustu daga.
Í Morgunblaðinu í gær segir
stjórnarformaður Eimskipafélags-
ins, að félagið hafi brugðizt við at-
hugasemdum og gagnrýni á þessi
viðskipti með því að loka fyrir við-
skipti innherja þar til uppgjör
verður birt í febrúar. Ennfremur
hafi stjórn félagsins ákveðið sl.
föstudag að fá aðstoð sérfræðinga
við að setja viðbótarreglur um inn-
herjaviðskipti.
Samkvæmt þessu er ljóst og
staðfest af félaginu sjálfu, að í
tveimur tilvikum hafi leiðbeinandi
tilmæli Fjármálaeftirlits um við-
skipti fruminnherja í Eimskipa-
félaginu verið brotin.
Hins vegar bregður svo við að
ómögulegt er að fá upplýsingar hjá
Fjármálaeftirlitinu um hvort
stofnunin mun láta þetta mál sín
taka eða hvort stofnunin muni
beita þeim viðurlögum sem lög
kveða á um að beita megi í slíkum
tilvikum. Hvað veldur?
Það er skiljanlegt að Fjármála-
eftirlitið geti ekki í öllum tilvikum
skýrt frá aðgerðum þess og at-
hugasemdum. En illskiljanlegra er
ef viðkomandi félag sjálft hefur
staðfest að ekki hafi að fullu verið
fylgt settum reglum, að Fjármála-
eftirlitið telji sig ekki geta tjáð sig
um málið á einn eða annan veg.
Það er einfaldlega of langt gengið.
Í öllum löndum, sem við miðum
okkur við í þessum efnum, er mjög
hart tekið á því ef innherjar fylgja
ekki í einu og öllu settum reglum
um innherjaviðskipti. Brot á slík-
um reglum eru alls staðar talin
mjög alvarleg og þá ekki sízt í
Bandaríkjunum.
Reglur um innherjaviðskipti eru
ekki settar til þess að þeim sé fylgt
einungis að hluta til. Ef lög eða
starfsreglur um Fjármálaeftirlit
banna forsvarsmönnum þess að tjá
sig um tilvik sem þetta sem liggur
fyrir opinberlega og staðfest er
ástæða til að breyta þeim lögum
eða reglum.
MYNDLIST OG TJÁNINGARFRELSI
Sl. föstudag var sendiherra Ísr-aels í Stokkhólmi vísað á dyr í
þjóðminjasafninu þar í borg. Til-
efni þess var að sendiherrann
hafði veitzt að listaverki, sem þar
hafði verið sett upp á sýningu, sem
tengist ráðstefnu um þjóðarmorð.
Sendiherranum líkaði verkið ekki
og taldi það móðgun við ættingja
fórnarlamba sjálfsmorðsárása
Palestínumanna í Ísrael.
Myndlist er ákveðið tjáningar-
form. Bæði í Svíþjóð og flestum ef
ekki öllum löndum vesturhluta
Evrópu a.m.k. ríkir tjáningar-
frelsi. Það er einn af grundvallar-
þáttum mannréttinda. Ísr-
aelsmenn verða að viðurkenna
þessi mannréttindi og horfast í
augu við þau, hvort sem þeim líkar
betur eða verr.
Ísraelsmönnum getur sviðið,
hvernig átökin fyrir botni Miðjarð-
arhafs koma listamönnum fyrir
sjónir. En þeir geta ekki leyft sér
að gera kröfu til þess, að slík verk
séu fjarlægð. Þá eru þeir komnir í
sömu stöðu og einræðisherrar
kommúnismans, sem ýmist settu
listamenn sem þeir töldu sér and-
snúna í fangelsi eða flæmdu þá úr
landi. Hið sama gerði Adolf Hitler
og það voru ekki sízt listamenn af
gyðingaættum, sem urðu fyrir
barðinu á slíkum ofsóknum naz-
ista.
Með framkomu sinni í Stokk-
hólmi er sendiherra Ísraels þar að
gefa til kynna, að Ísraelsmenn þoli
ekki aðrar skoðanir en þær sem
þeim eru þóknanlegar. Sharon,
forsætisráðherra Ísraels, hellir
olíu á eldinn með því að lýsa yfir
stuðningi við framferði sendiherr-
ans.
Þeir sem ekki þola skoðanir ann-
arra hafa ekki mikla trú á eigin
málstað.