Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 23
kosti. Ný stjórntæki, s.s. öflugra upplýs-
ingastreymi sveitarfélaganna t.d. með að-
stoð Netsins og nýjar reikningsskilareglur
auðvelda sveitarfélögum að brjóta niður þá
múra sem þau hafa reist í kringum sína
þjónustu með því að láta fjármagnið fylgja
þjónustuþeganum.
Öll rök mæla með því að næsta skrefið í
þróun á þjónustu sveitarfélaganna sé
áhersla á það að íbúarnir hafi jöfn tækifæri
til að velja viðurkennda þjónustu sem hent-
ar þeim og börnum þeirra best óháð hinum
ósýnilegu og oft ósanngjörnu múrum.
Sveitarfélögin greiði hins vegar fyrir þjón-
ustuna eftir fyrirfram skilgreindum við-
miðum. Forystumenn sveitarfélaganna
eiga að hafa frumkvæðið og segja: „Við
þörfnumst ekki múra til að halda okkar
fólki.“
áhersla verið lögð á sameiningu sveitarfé-
laga til að efla þau og styrkja. Í þriðja lagi
hefur stór hluti íslenskra sveitarfélaga átt
undir högg að sækja fjárhagslega. Í fjórða
lagi hefur skort þá hugmyndafræðilegu
umræðu sem er forsenda allra mikilvægra
kerfisbreytinga.
Jafnhliða því að þróunin er hæg hjá sveit-
arfélögunum verða borgararnir æ kröfu-
harðari á þjónustu hins opinbera. Á sama
tíma verður flóknara að koma til móts við
þarfirnar vegna aukinnar menningarlegrar
fjölbreytni. Fólk er af ólíkum uppruna, það
hefur ólík trúarbrögð, flytur oftar en áður,
býr í einu sveitarfélagi en starfar í öðru,
börn eiga foreldra sem búa hvort í sínu
sveitarfélaginu o.s.frv. Allt kallar þetta
fram ólíkar þarfir sem eiga fullan rétt á sér.
Besta leiðin til þess að koma til móts við
þær er aukið valfrelsi og nú eru forsendur
fyrir því að sveitarfélögin þrói slíka val-
em engin þegar um er að ræða
æri íbúanna til að velja þá þjón-
þeir helst kjósa.
líkar þarfir – ólíkt val
an um valfrelsi íbúanna er sorg-
mt á veg komin en ástæðurnar
ar. Í fyrsta lagi má nefna að sveit-
hafa verið upptekin við að taka við
m frá ríkisvaldinu, s.s. þegar
inn var færður frá ríki til sveitar-
1996. Í öðru lagi hefur mikil
ekki múra
Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ.
krefið í þróun á
sla á það að íbúarnir
kennda þjónustu
best óháð hinum
m. ‘
lega 10 milljörðum kr. að teknu tilliti til
skatta, má vera ljóst að nær helmingur alls
eigin fjár sparisjóðanna er úr þessum ranni
komið. Menn hljóta að þurfa að staldra við
og spyrja sig hvers sparisjóðirnir væru
megnugir í dag ef ekki hefði komið til eign-
arhald á þessum félögum? Hinn kaldi raun-
veruleiki er sá að afkoma sparisjóðanna af
hefðbundinni starfsemi hefur litlum hagnaði
skilað. Ég er sannfærður um að ef ekki hefði
komið til hinn umtalsverði hagnaður af
þessu eignarhaldi á þessum hlutabréfum
væru sparisjóðirnir mun færri en þeir eru í
dag. Þetta veganesti mun hins vegar ekki
tryggja starfsemi þeirra til framtíðar – og
allra síst þeirra sem selt hafa hluti sína á
undanförnum árum. Því skil ég vel áhyggjur
sparisjóðamanna. Það hjálpar hins vegar
hvorki málstað þeirra né aðstöðu að tala ým-
ist um að framtíðaráform SPRON séu aðför
að tilvist sparisjóðanna eða að þau skipti
framtíð þeirra engu máli. Hvort tveggja er
nefnilega rangt, en vonandi er að sparisjóð-
irnir nái að fóta sig við þær breyttu að-
stæður sem blasa við. Þar reynir á forystuna
að nýta krafta sína í að horfa fram á veginn
og móta raunhæfar lausnir fyrir sparisjóð-
ina fremur en að þyrla upp moldviðri í kring-
um fyrirætlanir annarra.
in var af KPMG fyrir Samband íslenskra
sparisjóða. Þessar tillögur fólu í sér skipulag
sem í senn var ætlað að styrkja stöðu hvers
sparisjóðs og dótturfélaga þeirra og um leið
að efla samstarf þeirra. Þannig hefðu þeir
myndað sterka heild sem væri fær um að
takast á við það harða samkeppnisumhverfi
sem sparisjóðirnir standa nú andspænis.
Því miður höfnuðu sparisjóðirnir þessum
tillögum. Þess vegna hefur SPRON verið að
efla starfsemi sína á eigin forsendum enda
orðið ljóst að samstaða um aðlögun að nýju
samkeppnisumhverfi myndi ekki nást. Við-
ræðurnar við KB banka eru mikilvægur
þáttur í þeirri viðleitni stjórnar SPRON að
festa rekstur hans og samkeppnishæfni í
sessi til frambúðar.
Eigið fé sparisjóðanna er nú um 20 millj-
arðar kr. Þegar haft er í huga að eignarhald
sparisjóðanna á hlutabréfum í Kaupþingi og
Scandinavia Holding hefur skilað þeim tæp-
t að segja á ég bágt með að trúa
löglærði formaður SÍSP hafi
sig á þessum einfalda sannleika.
Jón að það að sjálfseignarstofn-
lutabréf sín í SPRON hf. og eign-
n hlutabréf í viðskiptabanka
við vilja löggjafans. Þetta er líka
einargerð með frumvarpinu sem
rir Alþingi þegar þetta mál var til
r einmitt gert ráð fyrir að þetta
til við samruna sparisjóðs og við-
ka sem er í raun það sem er að
viki SPRON og KB banka.
ðirnir á Íslandi eru vandaðar og
nanir sem hafa skilað samfélaginu
rðmætum. Það er þess vegna mik-
tarfsemi þeirra sé fundinn farveg-
nst þær miklu breytingar sem
og eru að eiga sér stað í starfsum-
ra. Á árinu 2001 var lögð fram vel
illaga fyrir sparisjóðina sem unn-
stur, Jón!
Höfundur er sparisjóðsstjóri SPRON.
arisjóðirnir á Íslandi eru vandaðar og góðar
anir sem hafa skilað samfélaginu miklum verð-
m. Það er þess vegna mikilvægt að starfsemi
sé fundinn farvegur sem stenst þær miklu
ngar sem hafa verið og eru að eiga sér stað
sumhverfi þeirra. ‘
er svo komið að heilbrigðiskerfið
stendur frammi fyrir gríðarlegum
niðurskurði; fjöldauppsagnir blasa
við á Landspítala – háskólasjúkra-
húsi og rætt er um að loka ýmsum
deildum, s.s. neyðarmóttöku fyrir
fórnarlömb nauðgana og Arnarholti
sem er vistheimili fyrir geðfatlaða.
Nú er rétt að taka fram að ég
skyldi verða síðust til að mæla með
óþarfa eyðslu í nokkru kerfi. En
bent hefur verið á að útgjöld hafa
aukist mest á tilteknum sviðum
heilbrigðisþjónustunnar, t.d. lyfja-
dreifingu og sérfræðiþjónustu,
merkilegt nokk á þeim sviðum þar
sem hlutverk einkaaðila er stærst.
Bent hefur verið á ýmsar leiðir til
að vinna gegn sívaxandi lyfjakostn-
aði, t.d. með nýrri og aukinni
áherslu á lýðheilsu og forvarnir.
Slíkar áherslur myndu skila
sparnaði til langs tíma, auk þess
sem þær myndu bæta heilbrigði al-
mennt sem er einmitt aðalmark-
miðið.
Önnur mikilvæg áhersla er ein-
mitt að stunda rannsóknir og
kennslu í heilbrigðisgreinum hér á
landi og stuðla þannig að nýsköpun
og framþróun innan greinarinnar.
Það má vel vera að það kosti sitt –
en um leið er unnið að framþróun
læknavísindanna á alþjóðlega vísu.
Og þá erum við máski komin að
kjarna málsins. Svo lengi sem
eingöngu er talað um heil-
brigðismál í krónum og aur-
um verður ekki sparað á vit-
rænan hátt. Því að
heilbrigðiskerfi er ekki
bankastofnun – sem hefur
það hlutverk að hugsa í krón-
um og aurum. Heilbrigðis-
kerfið snýst um fólk og eink-
um fólk sem hefur misst heilsuna.
Og það mætti Pétur Blöndal hug-
leiða.
Þeir sem tala um að hægt sé að
meta mannslífið til fjár virðast hafa
misst sjónar á því sem skiptir máli í
þessu lífi. Kannski skilur það eng-
inn betur en sá sem hefur misst
heilsuna og áttað sig á því með
reynslunni. Það að þeir sem eru
sjúkir og þjást nóg þess vegna þurfi
að auki að hlusta á umræðu sem öll
gengur út á hvað þeir kosti mikið
og séu þjóðfélaginu þungur baggi
ættu að hugsa sig um áður en þeir
ljá Sjálfstæðisflokknum atkvæði
sitt að nýju. Og reyndar öllum þeim
sem alltaf tala um nauðsyn þess að
spara í heilbrigðiskerfinu.
Það sem skiptir máli í heilbrigð-
iskerfinu er að leggja aukna
áherslu á heilbrigði og minni á
sjúkdóma. Með forvörnum og upp-
byggingu lýðheilsu má bæta al-
mennt heilbrigði landsmanna og
spara til framtíðar. En grunn-
forsendan er sú að bæta heilsu
landsmanna, ekki að meta heil-
brigði til fjár og telja okkur of heil-
brigð ef kerfið kostar of mikið.
Þeir sem tala um eigin ábyrgð og
halda því fram að fólk eigi sjálft að
borga fyrir það sem það missir
sjálft hljóta að fagna því að unnið sé
að bættri heilsu allra landsmanna.
En þeir ættu líka að átta sig á því
að sjúkdómar og slys gera sjaldn-
ast boð á undan sér. Við eigum að
sinna þeim af hlýju og natni sem
misst hafa heilsuna því að þeir hafa
orðið fyrir því óláni að missa það
dýrmætasta sem til er. Og með
góðu kerfi er hægt að koma fjöl-
mörgum þeirra aftur til heilsu. Ég
öfunda þá ekki sem misst hafa
heilsuna og er glöð ef mínir skatt-
peningar renna til þess að gera líf
þeirra bærilegra. Þetta hljómar
kannski framandi í eyrum peninga-
postulanna en hafið ekki áhyggjur:
Það er aldrei of seint að breyta
hugsunarhætti sínum.
P
étur Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins,
mætti í Kastljósþátt á
dögunum til að ræða
heilbrigðismál. Kom
þar margt athyglisvert fram um
skoðanir þingmannsins. Hann viðr-
aði m.a. möguleikann á því að fella
niður nám í heilbrigðisgreinum hér
á landi og flytja námið til útlanda
því að það væri of dýrt og ræddi
líka að skipuleggja þyrfti betur
fjármagn í heilbrigðiskerfinu – for-
gangsraða þyrfti sjúklingum og ef
eitthvað stæði út af væri það ein-
faldlega á ábyrgð heilbrigðiskerf-
isins.
Fyrir utan þá tilhneigingu
stjórnmálamanna að firra sig allri
ábyrgð á opinberum rekstri og vísa
eilíflega á embættismenn eru skoð-
anir þingmannsins um margt
merkilegar. Hann bergmálar há-
væran hóp fólks sem þreytist ekki á
að segja að heilbrigðiskerfið sé of
dýrt og það megi ekki kosta neitt –
en minnist aldrei á þá sem þurfa að
starfa innan kerfisins og heldur
ekki sjúklingana. Með öðrum orð-
um: Ekki er rætt um markmið
kerfisins sem er að efla heilsu fólks
og lækna hina sjúku. Þessi mark-
mið þarf að ræða og hvernig er
hægt að ná þeim – ekki bara hvað
þau kosta.
Vissulega er rétt að íslenskt heil-
brigðiskerfi kostar mikið. Það er
einfaldlega drulludýrt að halda
uppi góðu heilbrigðiskerfi. Sam-
kvæmt skýrslu OECD fyrir árið
2001 er Ísland í sjöunda sæti miðað
við útgjöld á mann, með 2.643
bandaríkjadali á mann. Á undan
okkur eru Lúxemborg, Kanada,
Þýskaland, Noregur, Sviss og
Bandaríkin sem tróna á toppnum
með tæplega 4.900 bandaríkjadali á
mann. Ísland er hins vegar í því átt-
unda ef tekin eru heildarútgjöld til
heilbrigðismála sem hlutfall af
þjóðartekjum en það er um 9,2%.
Þegar rætt er um að heilbrigð-
iskerfið þenjist út eins og óseðjandi
skrímsli sem engin leið sé að tjónka
við er rétt að skoða sömu tölur.
Heilbrigðisútgjöld hafa aukist,
miðað við sama mælikvarða, þ.e.
sem hlutfall af þjóðartekjum, um
1,2 prósentustig á rúmum áratug
(1990-2001), úr 8% í 9,2%. En það
er ekki eins og þessir fjármunir
hafa lent í botnlausri hít. Á sama
tíma hefur þjónustan verið bætt á
ýmsum sviðum og rannsóknir sýna
að íslenskt heilbrigðiskerfi er með
þeim bestu í heimi.
Og þá komum við að einföldu
reikningsdæmi: Við eyðum miklu í
heilbrigðiskerfi. Íslenskt heilbrigð-
iskerfi er gott. Ætli það geti verið
að þessar tvær staðreyndir tengist
og önnur sé jafnvel forsenda hinn-
ar? Í mínum huga er svarið einfalt
og játandi.
Ljóst er hins vegar að heilbrigð-
iskerfið er ekki vinsæll málstaður
um þessar mundir. Á meðan heil-
brigðisráðherra hefur reynt að
halda uppi vörnum fyrir heilbrigð-
iskerfið atast Sjálfstæðisflokkurinn
í því og kvartar sáran undan því að
skattar almennings renni í þetta
góða kerfi.
Flokksmenn á þeim bænum vilja
líklega fá peninginn í hluti sem þeir
telja þarfari: Hersveitir og leyni-
þjónustu; sendiráð og virkjanir. Nú
Verður
mannslíf
metið til fjár?
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
’ Svo lengi sem ein-göngu er talað um heil-
brigðismál í krónum og
aurum verður ekki sparað
á vitrænan hátt. ‘
Höfundur er varaformaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.