Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 25
víkurmótinu sem haldið var í byrjun nóvember sl., þannig að það leit vel út með framhaldið og verður því mjög erfitt að fylla þitt skarð. Þú varst mikill áhugamaður um íþróttir og var knattspyrna efst í huga enda mikill Liverpoolmaður. Á bocciaæf- ingum var mikil umræða í gangi, að- allega þegar okkar menn unnu en einnig þegar þeir töpuðu, og varst þú með þá skoðun að það ætti að selja alla leikmennina nema Owen, sem var þinn uppáhaldsleikmaður. Þú varst mikill keppnismaður og hafðir mikinn áhuga á því sem þú tókst þér fyrir hendur og skilaðir því mjög vel. Það var ekki nóg með að þú stundaðir boccia heldur spil- aðir þú knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Þú varst móður minni alltaf svo hjálpsamur á bocciaæfingum og aðstoðaðir við að taka fram stóla, bocciasettin og rennurnar og svo varstu ávallt búinn að ganga frá öllu áður en maður vissi af. Hallmar minn, það verður skrítið að mæta á æfingar þar sem þú mættir nánast alltaf, þín verður sárt saknað af okk- ur í bocciadeildinni og við munum alltaf hafa þig hjá okkur í huganum því þú varst góður félagi og vinur. Við hjá bocciadeildinni sendum innilegar samúðarkveðjur til Mörtu unnustu hans, foreldra, systkina, tengdaforeldra og annarra aðstand- enda. Fyrir hönd bocciadeildar ÍFR. Haukur Gunnarsson, bocciaþjálfari. Elsku Hallmar! Af hverju þú af öllum, ungur og í blóma lífsins, svo góður og ljúfur og farinn að búa með Mörtu okkar og allt gekk svo vel hjá ykkur. Það er sagt að þeir deyi ung- ir sem guðirnir elska, en ég er ekki sátt. Þú og Marta voruð svo ynd- isleg og flott kærustupar. Marta er uppáhaldsfrænka Óskars frænda á Sauðárkróki. Ég man alltaf þegar Marta hringdi í Óskar frænda og sagðist vera búin að eignast kærasta og var svo hamingjusöm, ekki löngu síðar hittum við ykkur, þið voruð frábær saman, hann pínku feiminn við okkur en það fór fljótt þegar hann og Óskar fóru að tala um knattspyrnuna. Þegar þið fóruð að búa saman gekk allt svo vel hjá ykk- ur, voruð svo dugleg og samtaka í öllu. Þið buðuð okkur í mat, það var nú aldeilis flott, Hallmar hafði búið til matinn því hann var svo góður í að elda, svo áttum við saman ynd- islega kvöldstund. Það var svo gaman að fá ykkur í heimsókn til okkar á Krókinn síðast- liðið sumar, þið voruð búin að und- irbúa ferðina mjög vel, Marta keyrði og Hallmar sá um vegakortið og allt gekk eins og í sögu að sjálfsögðu, þið fóruð fyrst til frænda Hallmars á Akureyri og komuð svo til okkar, það var alveg yndislegt að fá ykkur í heimsókn, fórum í bíltúr um bæinn og þar í kring, það var strax ákveðið að þið kæmuð aftur í sumar og vor- um við farin að hlakka til að fá ykk- ur. Elsku Hallmar, þín er sárt sakn- að af okkur öllum. Marta mín, foreldrar, systkini og aðrir ættingj- ar, vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Óskar og Þrúður. Kveðja frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík Í dag kveðjum við elskulegan vin og félaga, Hallmar Óskarsson. Okkar fyrstu kynni hófust þegar Hallmar kom á sundæfingar í sund- laug Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra við Háaleitisbraut aðeins átta ára gamall ærslabelgur. Þrátt fyrir erfið veikindi var Hallmar fjörugur og lífsglaður einstaklingur og birtist það í mörgum myndum. Hann var mjög áhugasamur um fótbolta sem hann stundaði hjá ÍFR og í fram- haldi af því hafði hann mikið dálæti af ensku knattspyrnunni. Það fór ekki fram hjá neinum að Liverpool var hans uppáhaldslið og fór hann tvisvar sinnum utan til að fylgjast með lang-lang besta liðinu. Hallmar æfði boccia samhliða fótboltanum sem var hans aðal keppnisíþrótt. Ís- landsmeistari varð hann í sveita- keppni og keppti fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti í boccia og stóð sig vel. Drenglyndi og gjafmildi eru orð sem lýsa Hallmari hvað best og var hann ávallt tilbúinn að aðstoða fé- laga sína sem þurftu þess með. Ef einhver átti afmæli eða jól voru í nánd þá var hann alltaf fyrstur manna með gjafir á vettvang til að gleðja. Þess á milli fór hann út í blómabúð að kaupa blóm fyrir vini og þá sem honum líkaði vel við. Hallmars verður sárt saknað af okkur hjá ÍFR. Fyrir hönd Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík sendi ég unnustu hans, Mörtu, foreldrum hans, Óskari og Hallbjörgu, systkinum og öðrum að- standendum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Júlíus Arnarsson, formaður ÍFR. Nýtt ár var hafið. Vinir og vanda- menn voru rétt búnir að færa hverj- ir öðrum óskir um gleði og farsæld á nýju ári, þegar okkur bárust sorg- artíðindi. Það hafði orðið hræðilegt slys, og eins og hendi væri veifað breyttist daglegt líf hversdagsins í mikla sorg og drunga. Beðið var milli vonar og ótta um að vinur okk- ar Hallmar myndi hafa betur í þess- ari baráttu. En allt kom fyrir ekki. Hallmar var sonur Hallbjargar og Ella, bestu vina okkar. Við höfum því fylgst með uppvexti hans alla tíð og átt margar gleðistundir með fjöl- skyldunni allri í gegnum árin. Þegar við lítum til baka nú, eru allar þær minningar dýrmætari en margt ann- að. Við minnumst lítils drenghnokka með stór blá augu sem alltaf ljóm- uðu og brosið í augum hans heillaði alla. Hann var pattaralegur og skemmtilegur strákur. Á þessum ár- um var hann matmaður mikill, hversu ótrúlega sem það kann að hljóma um barn, enda ekki hægt að segja það sama um mörg börn á hans aldri og það var gaman að gefa honum að borða. Hann gaf sér góð- an tíma og bar sig að við borðhaldið eins og hinir fullorðnu. Hann spurði gjarnan eftir matinn, hvað yrði að borða á næsta matmálstíma. Við vorum svo lánsöm að fá að hafa hann „að láni“ nokkur sumur þegar hann var barn og það er þess vegna sem okkur finnst við hafa átt pínulítið meira í honum en annars. Hann naut sín greinilega við að upp- lifa frelsi barna sem eru svo heppin að alast upp úti á landsbyggðinni. Fjaran, sjórinn og fjallið við næsta fótmál. Frjáls leikur barnanna án þess að þurfa að óttast hættur þær sem fylgja því að búa í borginni átti greinilega við hann. Fótbolti daginn út og inn með öllum strákunum úr nágrenninu, þátttaka í sundnám- skeiði að vori til, æfingar með íþróttafélaginu, hjólreiðaferðir með „nesti og nýja skó“ þar sem drukkið var og borðað þegar komið var á áfangastað. Ferð í sveitina þar sem veiðistöngin var tekin fram, buslað í vatninu og siglt á báti. Já, þetta og fleira og fleira kemur upp í hugann nú, þegar allt í einu og allt, allt of fljótt er komið að kveðju- stund. Já, lífið var svo sannarlega rétt að byrja þegar hann var tekinn frá okkur. Tekinn frá unnustu, foreldr- um, systkinum og ástvinum öllum. Eitt er þó víst að honum hefur örugglega verið falið nýtt hlutverk annars staðar. Í heiminum þar sem ríkir eilíft ljós og birta. Við óskum þess af hjarta að minn- ingin um Hallmar muni lýsa okkur öllum um ókomna tíð. Við biðjum al- góðan Guð að styrkja og blessa unn- ustu Hallmars, foreldra, systkini, mágkonu og frænda. Einnig ömmur og afa og alla þá sem honum standa nærri. Við kveðjum þig, kæri vinur, með lítilli bæn. Guð blessi minningu þína. Þú ljós og dagur, Drottin, ert, allt dimmt og hulið þér er bert. Þú, ljós Guðs dýrðar, ljómar skært, þú ljós þíns orðs oss hefur fært. Þú varst í dag vort ljós og líf, ver líka í nótt vort skjól og hlíf, Þú hvíl í oss, er hvílum vér, og hvíla lát oss eins í þér. (V. Briem.) Hjördís, Pétur, Jón Pétur, Vilhjálmur, Eva, Ásdís og fjölskyldur. Kæri Hallmar, ég kunni vel við þig. Fróður varstu og skemmtileg- ur. Fyrst er ég sá þig var árið 2001 og margt þurftir þú að þola á þinni stuttu ævi. Ég hugsa sárt til þín. Vona að þér vegni vel þarna uppi. Þinn vinur og félagi, Baldur Jóhannesson, ÍFR. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 25 ✝ Jóhannes Skúla-son fæddist á Hálsi í Ljósavatns- hreppi í Suður-Þing- eyjarsýslu 1. maí 1911. Hann lést á Borgarspítalanum 12. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Skúli Ágústsson bóndi í Hólsgerði í Köldu- kinn og Sigurveig Jakobína Jóhannes- dóttir húsfreyja. Jó- hannes var elstur átta systkina en þrjú þeirra eru nú látin. Systkini hans eru: Jónas, f. 17.9. 1913, d. 21.1 1986, fyrrum bóndi í Hólsgerði. Guðrún, f. 21.2. 1916, d. 3.3 1971, fyrrum húsmóðir í Hólsgerði. Skúli, f. 31.10. 1918, ættfræðing- ur í Reykjavík. Jóhanna, f. 1.1. 1920, d. 7.9. 1997, var gift Jó- hannesi Björnssyni, bónda í Ytri- Tungu á Tjörnesi, sem einnig er látinn. Kristveig, f. 29.3. 1923, var gift Vilhelm Ágústssyni neta- gerðarmanni á Siglufirði, sem er látinn. Þorkell, f. 20.6. 1925, löggiltur endurskoðandi í Kópavogi, kvæntur Ólafíu Hansdóttur. Þorsteinn, f. 4.11. 1926, bifreiðarstjóri í Reykjavík. Jóhann- es var ókvæntur og barnlaus. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugum í Þingeyjarsýslu frá 1930–1932. Eftir það vann hann ýmis landbúnað- arstörf í Þingeyjar- og Eyjafjarð- arsýslu. Hann flutti suður 1941 og starfaði í Mosfellssveit í tvö ár en flutti svo til Reykjavíkur haustið 1944. Þar stundaði hann ýmsa verkamannavinnu allt til ársins 1978 er hann hætti störf- um. Úför Jóhannesar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jóhannes frændi hefur kvatt þetta jarðneska líf á 93. aldursári og mörg minningarbrot birtast. Ég kynntist honum ekki fyrr en ég var orðin nokkurra ára. Hann kom á heimili mitt á Akureyri einn bjart- an sumardag og sagðist langa til að heilsa upp á bróðurdóttur sína. Frá þeim degi tengdumst við sterkum ættarböndum. Hann var þá á leið austur í Köldukinn að vitja æsku- stöðvanna og upp frá því kom hann ætíð við hjá okkur í sínum árlegu heimsóknum. Hann var sérlega barngóður og ég fann strax hlýjuna og öryggið í fari hans. Hann var vel hagmæltur þó að hann flíkaði því ekki um of, en hann orti til mín ljóð og sendi mér einnig jólagjafir. Þegar hann heyrði að ég hafði hug á að fara suður í Kennaraskól- ann bauð hann mér að búa hjá sér og þá kynntist ég honum enn betur og fann að hann vildi veg minn sem mestan. Jóhannes hafði sjálfur far- ið til mennta á Héraðsskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu og haft gaman af en átti þess ekki kost að ganga menntaveginn frekar. Sú leið hefði þó verið honum greið því hann var skarpgreindur, stálminn- ugur og mikill áhugamaður alla tíð um ýmiss konar fróðleik. Föður- bróðir minn var unnandi íslenskrar tungu og talaði fagurt mál. Sagn- fræði og bókmenntir voru honum hugleiknar. Hann hóf ungur að kaupa bækur og átti nú að leið- arlokum frábært safn fræði- og fagurbókmennta. Margir leituðu til hans í gegnum tíðina til að fá mat hans á verðmæti bóka því hann var nákvæmur og sanngjarn. Í öllum viðskiptum var hann traustur og heiðarlegur, orð Jóhannesar frænda stóðu. Hann keypti sér nokkrar íbúðir um ævina og alltaf var hann að stækka við sig húsnæðið þó hann væri einn, því honum fannst að það ætti að vera metnaður hvers og eins að eiga sitt og standa á eigin fótum. Mörg ung hjón hófu búskap sinn sem leigjendur hjá honum og gjarnan valdi hann barnafólk. Leig- an var oftast sú að hann fékk þess í stað fæði og þjónustu. Hann var tilbúinn að veita aðstoð ef á þurfti að halda því hann var bæði bóngóð- ur og greiðvikinn. Margir sýndu honum tryggð og vináttu í gegnum árin og sumum bast hann vináttu- böndum. Á seinni árum hafði hann gaman af að rifja upp gamla tímann og þá varð frásögn hans svo skýr og lif- andi að ég sá fyrir mér mannlífið bæði í heimasveitinni og í Eyjafirð- inum þar sem hann hafði starfað, og hann kunni urmul af ljóðum og sögum. Eftir að hann hætti að vinna brá hann sér í nokkrar ferðir til út- landa. Hann naut sín vel á sögu- slóðum menningarríkja því þar sá hann og heyrði svo margt sem hann hafði aðeins haft tækifæri til að lesa um áður. Síðustu ár dvaldi hann á heimili aldraðra í Lönguhlíð 3. Þar leið honum vel og var þakklátur fyrir góða umönnun. Að leiðarlokum þakka ég og fjöl- skylda mín samfylgdina. Hann bar alla tíð umhyggju fyrir okkur og tók þátt í gleði okkar og sorgum. Hann kvaddi þetta líf æðrulaus og sáttur. Far þú í friði, kæri frændi, og þökk fyrir allt. Valdís Þorkelsdóttir. Vor ævi stuttrar stundar er stefnt til drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. (Einar Ben.) Auður Vilhelmsdóttir og börn. JÓHANNES SKÚLASON Elsku vinur minn. Það er hræðileg til- hugsun að eiga aldrei aftur eftir að sjá þig eða fá að vera með þér, en minningarnar sem þú skildir eftir eru ekki fáar og allar alveg einstakar, eins og þegar þú gafst mér og Sindra bíla- brautina sem við gátum leikið okkur endalaust með. Svo þegar þú keyptir Trans Aminn þá varstu svo glaður og flottur enda mikill bíladellukarl, allt- af með olíu á puttunum en samt alltaf svo snyrtilegur. Ég var ekki orðinn hár í loftinu þegar við vorum farnir að „stela“ fötum hvor frá öðrum og við stóðum alltaf þétt saman og þeg- ar ég skoða myndir af þér sé ég hvað við erum líkir, eins og margir voru ÓSKAR ANDRI SIGMUNDSSON ✝ Óskar Andrifæddist á Ísafirði hinn 5. október 1979. Hann lést af slysför- um laugardaginn 10. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðar- kirju 17. janúar. duglegir að segja okk- ur. Þú ert fyrirmyndin mín í lífinu. Þú varst maður orða þinna og það var alltaf hægt að treysta öllu sem þú sagðir. Og þessi sjö ár sem við fengum með þér í viðbót eftir hræði- lega slysið sem þú lent- ir í voru mér dýrmæt. Þú fékkst annað tæki- færi, eins og það væri framlenging og það var eins og þú ættir bara eftir að fá að skilja eftir þig ávöxt sambands þíns með Huldu, lítinn Óskar eða litla prinsessu, sem nú er á leiðinni. Það er ekki hægt að skrifa allar minningarnar á blað og því læt ég þetta duga, en eitt máttu vita, þær gleymast aldrei. Og þú mátt treysta því, elsku vinur, að Huldu og barnið ykkar mun aldrei vanta neitt – nema þig, Óskar minn. Sjáumst síðar, ástkæri bróðir minn. Þinn Ómar Örn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYRÚN AUÐUNSDÓTTIR frá Ystaskála, Vestur-Eyjafjöllum, sem andaðist á heimili sínu, Flyðrugranda 8, miðvikudaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 20. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Auðbjörg Reynisdóttir, Viktor Þór Reynisson, Anna Kristín Kristófersdóttir, Jóhann Reynisson, Ingibjörg Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Hallmar. Við sáum þig þroskast í faðmi ástríkrar og traustrar fjölskyldu. Við hrifumst af staðfestu þinni og dugnaði. Við nutum bross þíns og inni- leika. Þú auðgaðir líf okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig og styrki ástvini þína. Inga Lára og Ólafur Haukur. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.