Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 33

Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 33
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 33 ÍSLENSKA sendiráðið í Kína bauð í samvinnu við kínverska aðila úr heilbrigðisgeiranum til fyrirlesturs 15. janúar í Peking undir heitinu Orkuhlaðnar jurtir Íslands (Powerful Herbs of Iceland). Þar fjallaði Örn Svavarsson, eigandi Heilsuhússins og áhugamaður um málefnið, um íslenskar jurtalækningar í sögulegu og menn- ingarlegu samhengi fyrir sérfræðinga á sviði hefðbundinna kínverskra lækninga. Neysla jurta í lækningaskyni á sér langa og ríka hefð í Kína. Hefur tiltrú almennings á ágæti náttúrulegra efna til heilsubótar haldist jöfn og þétt fram á þennan dag þegar efnahags- framfarir stórbæta lífskjör milljóna Kínverja. Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa leitt í ljós að íslenskar lækningjurtir eru oft ein- staklega auðugar af virkum efnum, iðulega margfalt kröftugri en sömu jurtir sem vaxa í öðrum löndum. Hafa m.a. rannsóknir dr. Sig- mundar Guðbjarnasonar fyrrverandi háskóla- rektors sýnt að nota má efni úr íslenskri æti- hvönn til að styrkja ónæmiskerfið og verjast umgangspestum auk þess sem rannsóknir hans benda til að ætihvönnin hafi styrkjandi áhrif og auki starfsþrek líkt og ginseng-jurtin kín- verska. Þar sem notkun lækningajurta er óvíða jafn útbreidd og í Kína hefur íslenska sendiráðið í Peking kannað með hvaða hætti hægt væri að koma upplýsingum um þessar áhugaverðu rannsóknir á framfæri við heimamenn. Örn Svavarsson gerði í fyrirlestri sínum einkum grein fyrir nýlegum rannsóknum Sig- mundar á ætihvönn og áhrifum hennar á ónæmiskerfið, en Sigmundur hefur verið sendi- áðinu innan handar með fræðsluefni. Löng hefð er fyrir neyslu á hvönn í Kína og nefnist af- brigðið þar Dong Quai. Fundurinn var haldin í húsakynnum Sinop- harm sem er stærsti dreifingaraðili fyrir lyf í Kína, og þar voru mættir fulltrúar fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir sem tengjast þessari grein í Kína. Kom mikill áhugi Kínverja á hvönninni Eið Guðnasyni sendiherra og starfs- mönnum sendiráðsins skemmtilega á óvart, samkvæmt upplýsingum frá sendiráðinu. Kynntu lækningamátt hvannar í Kína Örn Svavarsson frá Heilsuhúsinu og Eiður Guðnason sendiherra ásamt Ren Dequan, aðstoð- arforstjóra Lyfja- og matvælastofnunar Kína, og Li Zhixin, forstjóra Sinopharm. BJÖRG Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, telur að dómar Hæstaréttar, þar sem kveðið er upp úr að lög fari í bága við stjórnarskrána, séu ekki eins marg- ir undanfarin ár og Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við laga- deild Háskólans í Reykjavík, hélt fram í Morgunblaðsgrein í síðustu viku. „Það má benda á sjö dóma þar sem beinlínis er tekið af skarið um að lög séu efnislega andstæð stjórn- arskránni, frá stjórnarskrárbreyt- ingunum 1995, sá fyrsti árið 1998,“ segir Björg og almennt séð sé því orðum aukin togstreita milli Hæsta- réttar og löggjafar- og fram- kvæmdavalds eins og lýst sé í greininni. Hún segir að þrír dómar hafi vissulega varðað pólitísk deilumál, þ.e. veiðileyfadómur frá árinu 1998, fyrri öryrkjadómurinn 2000 og seinni öryrkjadómur 2003. Í einum dómi frá 2002 hafi lagasetning á sjómannaverkfall að hluta til verið talin fara gegn stjórnarskrá. Aðrir dómar fjalli frekar um réttaröryggi einstaklingsins; einn þeirra lúti t.d. beinlínis að nýrri og afdráttarlausri reglu stjórnarskrárinnar um bann við afturvirkni skattalaga og annar hafi verið byggður á nýju stjórn- arskrárákvæði um rétt manna til aðgangs að dómstólum. Björg segir að ýmsir aðrir dómar hafi gengið um að framkvæmd laga hafi ekki samrýmst stjórnarskrá. Vald dómstóla til þess að skera úr um hvort lagaframkvæmd stjórn- valda brjóti gegn mannréttindum sé hins vegar óumdeild grunnregla í íslenskri stjórnskipun eins og á öll- um Norðurlöndum og helsta ein- kenni réttarríkis. Íslenskir dómstól- ar hafi því ekki sérstöðu að þessu leyti og verði að greina á milli slíkra mála og þeirra sem fjalla um stjórn- skipulegt gildi laga. Pólitísk afskipti Hæstaréttar Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, segir Hæsta- rétt hafa seilst lengst til pólitískra afskipta í tveimur málum á und- anförum árum. Hann sé sammála grein Davíðs Þórs þar sem gerð sé grein fyrir sérstöðu Hæstaréttar Íslands í þessu efni með saman- burði við dóma æðstu dómstóla annarra Norðurlandaþjóða. „Ég bind vonir við það að umræður um þetta undanfarin misseri, og Davíð Þór er þátttakandi í meðal annars með þessari grein sinni, verði til þess að dómendur við Hæstarétt átti sig og gæti sín betur í framtíð- inni á að halda sig innan valdmarka réttarins eins og þau eru sam- kvæmt stjórnarskránni,“ segir Jón Steinar. Davíð Þór Björgvinsson sagði Hæstarétt endurtekið staddan í miðju viðkvæmra pólitískra deilu- mála, þar sem dómar hans ýfðu og mögnuðu upp deilur um mál sem lýðræðisleg og pólitísk niðurstaða hafi fengist í. Frá árinu 1995 hafi rétturinn kveðið upp frá einum og allt upp í þrjá til fjóra dóma á ári þar sem löggjöfin eða lagafram- kvæmd er talin ósamrýmanleg stjórnarskránni, þar á meðal í við- kvæmum pólitískum ágreiningsmál- um. Þessi sérstaða Hæstaréttar hafi skapað vissa stjórnskipulega togstreitu þar sem endurteknir árekstrar verði á milli réttarins annars vegar og löggjafar- og fram- kvæmdavaldsins hins vegar. Ný stjórnarskrárákvæði 1995 Björg tekur dæmi úr greininni um dóm frá því í nóvember á síð- asta ári, sem fjallaði um gagna- grunn Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég er ekki sammála því að þar sé verið að fjalla um að lög séu and- stæð stjórnarskrá,“ segir hún. „Dómurinn beinist fyrst og fremst að því að útfærslan er framseld framkvæmdavaldinu. Það er ekki talið standast stjórnarskrána að löggjafinn framselji vald til að tak- marka mannréttindi, í þessu tilviki friðhelgi einkalífs, um það eiga að vera skýr fyrirmæli í lögum. Það hafa dómstólar löngum kveðið upp úr með – til að mynda varðandi skattlagningu, takmarkanir á at- vinnufrelsi og fleira,“ segir Björg. Allt frá því um miðja síðustu öld þegar fyrsti dómur Hæstaréttar Ís- lands gekk sem lagði grunn að þeirri stjórnskipunarvenju að dóm- stólar geti endurskoðað hvort lög samrýmist stjórnarskrá, hefur Ís- lands notið nokkurrar sérstöðu um hvernig þessu valdi er beitt miðað við önnur Norðurlönd. Sérstaða Ís- lands eftir 1995 hefur síðan aukist vegna þess að hér var gerð heildar- endurskoðun á mannréttindaákvæð- um stjórnarskrárinnar, segir Björg, en stjórnarskrár t.d. Noregs og Danmerkur eru að stofninum til enn með fáorð og aldagömul mann- réttindaákvæði. Í frumvarpi til stjórnskipunarlaga 1995 kom fram vilji stjórnarskrárgjafans til að túlka nýju mannréttindaákvæðin í ljósi alþjóðlegra samningsskuld- bindinga eins og Mannréttindasátt- mála Evrópu. „Það er ástæðan fyrir því að Mannréttindasáttmálinn virkar meira beint til skýringar á stjórnarskrárákvæði hér á landi heldur en t.d. í Noregi og Danmörku, þótt þau ríki séu líka bundin af sömu þjóð- ernisskuldbinding- um.“ Stjórnarskráin fær forgang Björg Thorarensen segir Finna hafa síð- ast Norðurlandaþjóða breytt stjórnarskrá sinni. Það var árið 1999 og hafa þeir nú ítarlegasta mannrétt- indakaflann. „Í finnsku stjórnar- skránni er nú einnig tekið af skarið með það að dóm- stólum beri að veita stjórnarskránni forgang ef lagaákvæði eru augljós- lega andstæð henni. Þar er komin skýr regla um heimild dómstóla til að endurskoða athafnir löggjafans og breyting á eldri skipan þar sem dómstólar höfðu ekki slíka heimild.“ Hún segir heimild til þess hér á landi byggða á stjórnskipunarvenju og sé einnig þekkt í Noregi og Dan- mörku. Þessari stjórnskipunarvenju yrði ekki breytt nema með stjórn- arskrárbreytingu og þá sett inn ákvæði um að dómstólum væri ekki heimilt að endurskoða ákvarðanir löggjafans, telji stjórnarskrárgjaf- inn það æskilegra fyrirkomulag. „Það er rétt að það koma oftar upp álitaefni fyrir íslenskum dóm- stólum, hvort lög samrýmast stjórn- arskránni, heldur en í nágranna- löndunum,“ segir Björg og úrlausnaratriðum fjölgi eftir 1995 þegar fleiri og mun ítarlegri ákvæð- um var bætt inn í stjórnarskrána og þau sett í afdráttarlaust samhengi við Mannréttindasáttmála Evrópu. „En ég held að það sé ekki gífurleg fjölgun á því, að dómstólar kveði upp úr með það, að lög séu andstæð stjórnarskránni eins og Davíð Þór virðist telja.“ Fingurbrjótur Hæstaréttar Þau mál sem Jón Steinar Gunn- laugsson segir Hæstarétt hafa seilst langt til pólitískra afskipta varða fiskveiðistjórnunarkerfið og fjallaði um veiðileyfi og svo fyrri öryrkja- dómurinn frá árinu 2000. Hvað varðar yngstu dómana sem Davíð Þór fjallar um þá vill Jón Steinar ekki tala um síðari öryrkjadóminn sem pólitískan dóm heldur frekar sem hreinan fingurbrjót. Í þeim dómi voru lög sögð vera afturvirk og af þeim sökum ekki standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Jón Steinar segist ekki vera með neinar skýringar á þessari sérstöðu Hæstaréttar Íslands sem hefur skapað vissa stjórnskipulega tog- streitu þar sem endurteknir árekstrar verða á milli réttarins annars vegar og löggjafar- og fram- kvæmdvalds hins vegar. Tilgátur Davíðs Þórs um það atriði séu skynsamlegar en erfitt sé að skýra þetta til fulls. Vel má vera að til- efnin hér á landi séu fleiri en ann- ars staðar á Norðurlöndum en einn- ig virðist sem dómstóllinn sé að seilast miklu lengra út fyrir vald- svið sitt á síðustu árum en gert sé í hinum löndunum. Aðspurður hvað sé slæmt við þessa þróun fyrir hinn almenna borgara segir Jón Steinar það vera grundvallaratriði í réttarríkinu að dómstólar dæmi eftir gildandi lög- um og séu ekki í því hlutverki að setja lagareglur. Löggjafarsam- kundan sinni því hlutverki og til hennar sé kosið með lýðræðislegum hætti. „Það er mjög í andstöðu við megin sjónarmið, sem okkar stjórn- skipun byggist á, ef dómstólar taka að skapa lagareglur í andstöðu við vilja lýðræðislega kjörins þjóðþings. Til slíks hafa dómstólar enga stjórnskipunarlega heimild.“ Gæti réttar borgaranna Hann segir mikilvægt hlutverk dómstóla að gæta að því að löggjaf- arvaldið brjóti ekki þann rétt borg- aranna, sem sé verndaður í mann- réttindaákvæðum stjórnarskrárinnar. „Það er mjög þýðingarmikið að dómstólar sinni því hlutverki vel. Lengi vel voru þeir allt of tregir til að gera það á Íslandi að mínu mati. Núna erum við hins vegar að upplifa öfgarnar í hina áttina,“ segir Jón Steinar. Að hans mati á dómstóllinn að hafa vald til að dæma hvort lagareglur, sem Alþingi setur til skerðingar á mannréttindum, uppfylli málefna- legar kröfur, þ.e.a.s. að ekki sé ver- ið að skerða réttindi eða mismuna milli borgara á ómálefnalegum grunni. Deilt um hvort æðsti dómstóll Íslands hafi ítrekað farið út fyrir valdmörk sín í nýlegum dómum Jón Steinar Gunnlaugsson Björg Thorarensen Morgunblaðið/RAX „Það er rétt að það koma oftar upp álitaefni fyrir íslenskum dómstólum, hvort lög samrýmast stjórnarskránni, heldur en í nágrannalöndunum,“ segir Björg Thorarensen prófessor. „En ég held að það sé ekki gífurleg fjölgun á því, að dómstólar kveði upp úr með það, að lög séu andstæð stjórnarskránni eins og Davíð Þór segir í sinni grein.“ Togstreita milli Hæstarétt- ar og Alþingis orðum aukin Gagnrýnt hefur verið að Hæstiréttur Íslands seilist langt til pólitískra afskipta í nokkrum dómum undanfarin ár. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði Björgvini Guðmundssyni að þessi mál væru færri en haldið sé fram. bjorgvin@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.