Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 34
DAGBÓK
34 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Namai, Stefnir og
Dettifoss koma í dag.
Framnes fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Selfoss kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Vinnu-
stofa og leikfimi kl. 9,
boccia kl. 10, kl. 14 fé-
lagsvist. Hársnyrting,
fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 10
söngstund, kl. 13–16.30
smíðar, útskurður, kl.
13–16.30 handavinna,
kl. 13.30 félagsvist, kl.
16 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–16 handavinna, kl. 9–
12 bútasaumur, kl. 9–
17 fótaaðgerð, kl. 10–11
samverustund, kl. 13–
16 bútasaumur, kl.
13.30 dans, kl. 15
boccia.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 kl. 20.30.
Fótaaðgerð kl. 10.
Skrifstofan er opin í
dag kl. 10–11.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 10
leikfimi, kl. 13 brids.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 verslunin opin,
kl. 11–11.30 leikfimi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Bað kl. 9–
12, opin vinnustofa, kl.
9–16.30, félagsvist kl.
13.30, hárgreiðsla kl.
9–12.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Stólaleikfimi
kl. 9.30, kvennaleikfimi
kl. 10.20 og 11.15,
spænska kl. 11.30, gler-
bræðsla kl. 13, pílukast
kl. 13 í Garðabergi
Snyrtinámskeið kl. 13.
Upplýsingar í s.
525 8590 og 820 8553.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Opnað
kl. 9. Pútt í Hraunseli
kl. 10–11.30, billj-
ardsalurinn opinn til
16, tréútskurður kl. 13,
félagsvist kl. 13.30,
kóræfing Gaflarakórs-
ins kl 17.
Gerðuberg, félags-
starf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a.
almenn handavinna, kl.
9.30 sund- og leifimiæf-
ingar í Breiðholtslaug,
frá hádegi spilasalur
opinn, kl. 15.15 dans.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Brids kl. 13,
handmennt, spjall og
kaffi kl. 13.30. Línu-
danskennsla fyrir byrj-
endur kl. 18. Dans-
kennsla í samkvæmis-
dönsum, framhald kl.
19 og byrjendur kl.
20.30. Kennari Sig-
valdi.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–17 handavinna,
kl. 9.30 gler og postu-
lín, kl. 13 skák, kl. 20
skapandi skrif.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin virka daga frá 9–
17.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulín, keramik og
fótaaðgerð, kl. 10
bænastund, kl. 13.30
skrautskrift, kl. 13 hár-
greiðsla, kl. 13.30
skrautskrift.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10 og kl. 10–11 jóga, kl.
13–16 spilað. Fótaað-
gerðir virka daga, hár-
snyrting þriðju- til
föstudags.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun, þriðjudag.
Sundleikfimi í Graf-
arvogslaug kl. 9.30
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16 fótaaðgerð, kl. 10–11
ganga, kl. 13–16.45 op-
in vinnustofa, myndlist.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9–10
boccia, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 9.30–
10.30 boccia, kl. 11–12
leikfimi, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13–16
kóræfing.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og boccia, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla og spilað.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið frá
kl. 9–16. Kl. 13.30 opið
hús, m.a. söngur, fé-
lagsvist.
Félag eldri borgara,
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu, Vallarbraut 4,
Njarðvík, öll mánu-
dagskvöld kl. 20.
Gullsmárabrids.
Bridsdeild FEBK í
Gullsmára spilar í fé-
lagsheimilinu, Gull-
smára 13, mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spil hefst kl.
13.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Kl. 19 brids.
Minningarkort
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar
eru afgreidd á bæj-
arskrifstofu Seltjarn-
arness hjá Ingibjörgu.
Í dag er mánudagur 19. janúar,
19. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: Eitt sinn voruð þér myrkur,
en nú eruð þér ljós í Drottni.
Hegðið yður eins og börn ljóssins.
(Efes. 5, 8.)
Stefán Otto Stefánssonskrifar á frelsi.is:
„Nú er verið að tala um
að hlutafjárvæða Spari-
sjóð Reykjavíkur og ná-
grennis. Er það mikið
fagnaðarefni enda stuðl-
ar þetta að hagræðingu á
fjármálamarkaði hér-
lendis. Verulega var far-
ið að hrikta í stoðum
SPRON vegna sam-
keppni frá stærri aðilum.
Þó eru alltaf einhverjir
sem hnussa þegar aðrir
græða. Öfundin skín úr
augum þeirra og orð á
borð við „græðgi“,
„gróði“ og „óhóflegt“
dynja á manni. Held ég
að annað hljóð kæmi í
strokkinn ef þau sætu
hinum megin borðsins.
Þetta fólk talar oft umgróða í neikvæðri
merkingu, eins og ein-
hver þurfi að skaðast til
að aðrir græði. En er
þetta raunin? Vitanlega
ekki. Í viðskiptum hagn-
ast báðir aðilar því eng-
inn myndi ótilneyddur
eiga í viðskiptum sem
hann tapar á. Hvaðan
kemur þá þessi gróði og
hvað er hann? Gróði er í
raun sá ávinningur sem
vinnst við að skipta
minni gæðum fyrir meiri.
Það er huglægt mat
þeirra sem eiga í við-
skiptunum hvor gæðin
eru meiri. Því telja báðir
sig græða.
Svo eru enn aðrir semtengja gróða við
þjófnað. Vissulega er það
svo að menn geta grætt á
þjófnaði en þá eru þeir
líka að brjóta á rétti ann-
arra. Frelsinu má aðeins
setja skorður þar sem
það brýtur gegn sjálfs-
eignarrétti.
En löggjöf verður líkaað vera einföld, al-
menn og skýr. Fólk verð-
ur að skilja hvað má og
hvað má ekki, annað er
ótækt. Varasamt er að
setja lög sem myndu t.d.
banna vissa markaðs-
hlutdeild þar sem fyr-
irtæki þurfa alls ekki að
misnota stöðu sína þó
hún sé góð. Það er
ástæða fyrir því að fyr-
irtæki skara fram úr og
hún er sú að þau hafa
náð ákveðinni hag-
kvæmni í rekstri sem
gerir þeim kleift að bjóða
þjónustu umfram keppi-
nauta sína.
Vinstri menn skilgreinagræðgi sem eitthvað
slæmt, eins og maður
ásælist eitthvað sem aðr-
ir eiga. Eðlilegra er að
líta á græðgi sem löng-
unina eftir fjárhags-
legum ávinningi, gróða.
Hvað er þá gróði? Vinstri
menn skilgreina hann
einnig sem eitthvað
slæmt og vilja að menn
beri „hóflegan“ ávinning
úr býtum! En hvað er
hóflegt, hver á að skil-
greina það? Eigum við að
refsa fólki fyrir að hagn-
ast meira en „hóflegt“
er? Fáránleikinn í þessu
er augljós, auk þess sem
slík lagasetning myndi
skerða séreignarrétt
fólks. Græðgi er góð!“
STAKSTEINAR
Hver á að segja hvað sé
„hóflegt“?
Víkverji skrifar...
Í hvert skipti sem Víkverjifer í kvikmyndahús velt-
ir hann því fyrir sér hvers
vegna við á Íslandi þurfum
að búa við þann leiða sið, að
gert sé hlé á bíósýningum í
miðjum klíðum. Víkverji
man ekki til þess að hafa
þurft að upplifa þetta ann-
ars staðar, og hefur hann
þó fyrir sið að reyna að
fara í bíó í hverri einustu
borg sem hann heimsækir.
Best er að fara aleinn í bíó
en þar sem slíkt er ekki fé-
lagslega viðurkenndur siður á Ís-
landi verður að láta nægja að gera
það í útlöndum.
Hitt er, að bíóhúsin í Reykjavík
eru afskaplega vel hönnuð og stólar
jafnan þægilegir, poppið gott og
hljóð til fyrirmyndar. Sá galli ein-
kennir hins vegar nýjustu bíósalina
að þar hafa menn sjaldnast haft fyr-
ir því að merkja sætisraðirnar – sem
er vitaskuld verra ætli menn að
liðka leggina í hléi og síðan rata aft-
ur í sætið sitt. Það getur nú varla
verið mikið mál að bæta úr þessu?
x x x
Víkverji hitti Bandaríkjamann umdaginn sem kominn er yfir sjö-
tugt. Sá var að rifja upp fyrstu
skiptin sem hann kom til Íslands
fyrir margt löngu síðan en maðurinn
hefur verið kvæntur íslenskri konu
um áratuga skeið og búa þau í
Seattle á vesturströnd Bandaríkj-
anna.
Gesturinn góði frá henni Ameríku
ræddi sérstaklega um blaðasalana
sem gjarnan stóðu í Austurstrætinu
og létu í sér heyra, sagði að þeir
hefðu alltaf vakið athygli sína og
áhuga en þessu hafði hann ekki átt
að venjast fyrir vestan.
Við þessa upprifjun Bandaríkja-
mannsins áttaði Víkverji sig á því að
langt er orðið síðan hann varð var
við blaðasalana í Austurstræti eins
og forðum daga. Fór hann að velta
því fyrir sér hvort ein af afleiðingum
þess, að mun færri dagblöð
koma nú út á Íslandi en áð-
ur fyrr, hafi verið sú að
blaðasalarnir hyrfu úr
Austurstrætinu. Það er
miður, hin fríða stétt blaða-
sala setti skemmtilegan
svip á bæjarlífið í Reykja-
vík. Gott ef Laddi sýndi
blaðasölunum í Austur-
stræti ekki dágóðan sóma í
einu laga sinna fyrir um
tuttugu árum, „Austur-
stræti, ys og læti, fólk á
hlaupum í innkaupum“
hljómaði viðlagið, ef Víkverja mis-
minnir ekki.
x x x
Víkverji brá sér í nýju líkamsrækt-arstöðina Laugar í Laugardal
um daginn og verður að lýsa ánægju
sinni með aðstöðuna þar. Sturturnar
eru þær bestu sem Víkverji hefur
komist í, tækjasalurinn frábær og
dásamlegt að geta rölt yfir í pottana
í Laugardagslaug eftir æfingu. Að
vísu er gangan nokkuð löng og ýms-
ar torfærur á leiðinni. Þá er aðkoma
fyrir bíla algerlega ófrágengin. Er
það ekki dæmigert fyrir okkur Ís-
lendinga að hér skuli ráðist í að opna
staði þó að ekki sé í reynd búið að
ljúka við að byggja þá!
Morgunblaðið/Sverrir
Það er gott að geta labbað úr líkamsræktarstöðinni Laug-
um yfir í sundlaugarnar í Laugardal.
Fullorðnir
dónalegir við
unglinga
AF hverju er fullorðið fólk
svona dónalegt við ung-
linga?
Það eru sumir unglingar
dónalegir og í einhverri vit-
leysu en það eru ekki næst-
um því allir. Sumir ungling-
ar eru í alls konar vitleysu
en í félagsmiðstöðvunum í
skólunum er alltaf opið hús
einu sinni til tvisvar i viku
og allskonar böll og svoleið-
is þannig að unglingar geti
skemmt sér án áfengis og
vímuefna.
Fullorðið fólk fer með
unglinga eins og þeir séu
ekki mennskir, t.d þegar
maður er að skoða inni í
búðum kemur afgreiðslu-
fólk og byrjar að fylgjast
grannt með manni því það
heldur að maður ætli að
stela einhverju. Það eru al-
veg jafnmiklar líkur á að
fullorðnir steli einhverju
eins og unglingar! Eftir að
maður er búinn að vera inni
í búðinni að skoða í smá-
stund kemur afgreiðslu-
fólkið og segir að maður
eigi að vera úti ef maður er
ekki að kaupa neitt, þetta
myndi afgreiðslufólkið
aldrei segja við fullorðna
manneskju.
Þótt fullorðið fólk sé með
reynslu af lífinu ættu allir
samt að fara með unglinga
eins og fullorðið fólk. Ung-
lingar eru líka fólk!
Krakkar í 8.ÍB,
Borgaskóla,
Reykjavík.
Pennavinar leitað
„THORBY Skagfjord“ í
Reykjavík er beðinn um að
hafa samband við penna-
vinkonu sína, Amöndu Mill-
er í Englandi, en hún týndi
heimilisfanginu í flutning-
um nýlega.
Heimilisfang Amöndu
Miller er:
A.J. Miller,
8 Bromfield Crescent,
Grampound Road,
Truro, Cornwall,
TR2 4DJ,
England.
Hver þekkir lagið?
GETUR einhver sagt mér
heiti lags sem ég hef ein-
staka sinnum heyrt í út-
varpi, en þekki því miður
ekki flytjanda eða lagheiti.
Þetta er einhvers konar
léttur grínslagari, fluttur af
bandi sem greinilega hefur
ekki tekið sig of alvarlega.
Aðallaglínan er svohljóð-
andi: „Við værum betur
komnir aftur upp í tré, því
apaköttur er ei stressaður.
Við værum betur komnir
aftur upp í tré, halló apa-
bróðir, halló apabróðir,
sæll og blessaður.“
Þeir sem gætu liðsinnt
mér eru beðnir að hafa
samband við Baldur á net-
fanginu: bjth@hi.is
Tapað/fundið
Eyrnalokkur týndist
GULLEYRNALOKKUR,
hringur 2 cm, týndist í
Foldahverfi laugardags-
kvöldið 1. nóvember sl.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 696 9683.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 laða, 4 tilgerð, 7 spak-
ar, 8 hnötturinn, 9 um-
fram, 11 líffæri, 13 nagla,
14 snjóa, 15 lipur, 17
ímynd, 20 samtenging, 22
ölvíma, 23 blítt, 24 æða
yfir, 25 tarfi.
LÓÐRÉTT
1 hljóðfærið, 2 náðhús, 3
hina, 4 viðartegund, 5
drengja, 6 niðurfelling,
10 sigrað, 12 kraftur, 13
hafði aðsetur, 15 troðn-
ingur, 16 þor, 18 bognu,
19 gisti, 20 hlífa, 21
lengdareining.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 rótgróinn, 8 frétt, 9 umbun, 10 Níl, 11 setti, 13
teigs, 15 starf, 18 saggi, 21 inn, 22 lúðan, 23 álfur, 24
sakamaður.
Lóðrétt: 2 ólétt, 3 gætni, 4 óhult, 5 nebbi, 6 ofns, 7 snös,
12 tár, 14 eta, 15 sálm, 16 auðna, 17 finna, 18 snáða, 19
giftu, 20 iðra.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16