Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 41

Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 41 KRINGLAN Sýnd kl. 6. Enskt. tal. AKUREYRI kl. 6. Ísl. tal KRINGLAN Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 10. Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum FourWeddings, Bridget Jones & Notting Hill GH. Kvikmyndir.com HJ.MBL Kvikmyndir.is AKUREYRI Sýnd kl. 10. Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. Tónlist myndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson MEG RYAN MARK RUFFALO JENNIFER JASON LEIGH Nýjasta mynd leikstjóra „THE PIANO“ a film by JANE CAMPION ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI kl. 3.50. Ísl. tal.  VG DV Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Hennar draumar. Hennar skilmálar. Frábær mynd og frábær tónlist enda kom myndin skemmtilega á óvart í Bandaríkjunum. KRINGLAN kl. 6. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 11. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna AKUREYRI Sýnd kl. 6. „Fantavel leikin eðalmynd“ ÞÞ Fréttablaðið KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. 15.000 MANNS Á TVEIMUR VIKUM! Næstbesta opnun íslenskrar kvikmyndar frá upphafi! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 8. ÁLFABAKKI kl. 3.45. Ísl. tal. kl. 6. Enskt. tal. lifun tímarit um heimili og lífsstíl Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 28. janúar Frítt til áskrifenda! Britney í mynd- bandi sínu við lagið Cry Me a River. ... Leik- konan Jennifer Aniston, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþátt- unum Friends, er verulega vonsvikin sökum þess að móðir hennar þekkir ekki eig- inmann hennar, Brad Pitt. Hin þokkafulla leikkona hefur átt í úti- stöðum við móður sína, Nancy, eftir að hún gaf viðtal við slúðurblað og skrifaði auk þess bók um dóttur sína. „Mér hefði aldrei komið það til hugar að móðir mín myndi ekki þekkja eiginmann minn. Hún gerði mistök og ég held að hún hafi ekki vitað betur,“ sagði Jennifer Aniston. Jennifer var svo reið móður sinni að Hin nýgifta og nýfráskilda Britney Spears hefur gefið það út að hún trúi enn á friðhelgi hjóna- bandsins. Þegar Britney var að kynna nýjasta myndband sitt við lagið Toxic á sjónvarpsstöðinni MTV, virtist hún vera forviða yfir því fjaðrafoki sem orðið hefði vegna brúðkaups hennar og Jasons Alex- anders. Hún sagði það koma sér á óvart að fólk talaði meira um hjóna- band hennar, sem einungis stóð í 55 klukkustundir, heldur en fyrirhug- aða lendingu Bandaríkjamanna á Mars. Britney sagði að hin mikla spenna sem ríkti í Las Vegas hefði orðið sér ofviða. „Ég trúi á friðhelgi hjóna- bandsins. Ég var í Vegas, æsing- urinn þar varð mér um megn og allt fór úr böndunum.“ Britney fór undan í flæmingi þegar hún var spurð hvort hún bæri til- finningar til fyrrum eiginmanns síns. „Ég var með vini mínum og við náum vel saman.“ Í sínu nýjasta myndbandi birtist Britney í gervi tálkvendis, sem kyssir marga menn og eitrar að lok- um fyrir fyrrverandi kærasta sinn, sem hélt framhjá henni. Mynd- bandið, sem er hennar djarfasta til þessa, er sagt vera svar hennar við myndbandi fyrrverandi kærasta hennar, Justins Timberlake, sem sást ofsækja stúlku sem líktist hún bauð henni ekki í brúðkaup sitt. „Þetta er leiðindamál. Ég trúi því ekki enn að hún hafi ekki verið við- stödd brúðkaupið.“ Jennifer heldur því samt fram að aðskilnaður henn- ar og Nancy hafi verið óumflýj- anlegur og þeim báðum fyrir bestu. Hún segist þó sjá mikið eftir móður sinni og að hún hafi reynt að ná sátt- um við hana. „Ég hef gert mitt til þess að laga sam- band okkar, það var ég sem tók fyrsta skrefið. Nú er komið að henni.“ ... Hin sí- káta sjónvarps- stjarna Kelly Osbourne hefur nú bundið enda á illdeilur sínar við stúlknasveitina Sugababes, sem er væntanleg til hingað til lands innan skamms. Kelly lét Sugababes heyra það eftir að sögusagnir þess efnis að þær hefðu sýnt trommuleikara hennar dónaskap komust á kreik. „Trommuleikarinn minn fór eitt sinn að búningsherbergi Sugababes til þess að fá eiginhandaráritun frá þeim, en hún er mikill aðdáandi þeirra og finnst þær frábærar. Þeg- ar hún var komin að búnings- herberginu sagði einhver henni að fara, Sugababes hefðu ekki áhuga á því að tala við hana,“ sagði Kelly. Nýlega báðust Sugababes afsök- unar á þessu athæfi sínu og sögðu að um misskilning hafi verið að ræða. Kelly var sátt við þá skýringu og því virðist allt vera fallið í ljúfa löð á milli þeirra. „Ég ætti að hringja í trommuleikarann minn og segja henni frá þessu. Það mun ef- laust kæta hana mikið,“ sagði Kelly Osbourne, sem er þekkt fyrir að munnhöggvast við aðrar stjörnur. FÓLK Ífréttum EIN helsta harðkjarnasveit síð- ustu ára á Íslandi. Eðlilega var mikil eftirvænting eftir tónleikum hinna frábæru Converge og Iðnó og því vel stappað. Kimono hófu þetta. Flott pæling að láta „ekki-harðkjarnasveit“ hita upp. Tilraunasíðrokk sveitarinnar gekk ágætlega í mannskapinn virt- ist mér, einkanlega vegna þess að sveitin var í hörkuformi og dansaði alveg (sérstaklega þá gítarleikar- inn Gylfi Blöndal!). I Adapt var þá næst og átti sömuleiðis góðan dag. Fór dáldið hægt af stað að vísu en frá og með fjórða lagi rann þetta eins og smurð vél. Gæsahúð og mikið stuð. Converge ollu mér hins vegar vonbrigðum. Eins stórkostlegar og þessar plötur þeirra svo sannar- lega eru skiluðu þær sér ekki á þessum tónleikum. Hvað veldur? Gerði maður of miklar kröfur? Kannski áttu þeir aldrei mögu- leika, enda um sjálfa Bítla harð- kjarnans að ræða. Ég var kominn til að sjá tónleika lífs míns, en svo varð ekki. Nei, þetta var ekki nógu gott, en það er nú einu sinni svo, að jafnvel þeir bestu geta átt slæma daga. Kannski voru þeir bara ryðgaðir enda voru þetta fyrstu tónleikarnir í nýhöfnu tónleikaferðalagi. All- tént, er herlegheitin hófust með tilheyrandi látum var hljómurinn afskaplega mottulegur og kraft- laus. Það batnaði þó þegar á leið. Samt fannst mér eins og einhvern kraft vantaði allan tímann, einhver botn var ekki þarna. Stöku sinnum gægðist þó snilld- in fram en alltof sjaldan. Meðlimir virtust – merkilegt nokk – þó gefa sig í þetta, söngvarinn var sér- staklega litríkur. En samt. Svo var þetta heldur stutt hjá þeim líka fannst mér. Kann ég ekki gott að meta? Skil ég þetta ekki? Ég hafna þeim rök- um (sem eiga ábyggilega eftir að dúndrast inn á hinar ýmsu vefsíður í kjölfar þessa „niðurrifs“). Þetta var bara skot framhjá – í þetta skiptið. Gengur betur næst. 2-0 fyrir Ísland. Tónlist Að stefna saman… Tónleikar Iðnó Converge Bostonsveitin Converge ásamt ís- lensku sveitunum I adapt og Kim- ono. Miðvikudagurinn 14. janúar, 2004. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Converge var með hamagang á sviðinu en náði samt ekki að heilla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.