Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 1
Fyrsti ráðherrann | Hannes Hafstein gengur til þingsetningar 1905 og almenningur fylgist með. Við hlið Hannesar er sr. Árni Jónsson, sem flutti prédikun í þingsetningarguðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Í dag, 1. febrúar, eru 100 ár liðin frá
því Ísland fékk heimastjórn. Í fyrsta
sinn var þá íslenzkur ráðherra, sem
sat í Reykjavík, ábyrgur gagnvart
Alþingi. Tilkoma heimastjórnar-
innar markar þannig jafnframt
upphaf þingræðis á Íslandi.
Heimastjórnartíminn var skeið
bjartsýni og framfara í þjóðlífinu
og þá voru unnir stærstu sigr-
arnir í baráttu kvenna fyrir
pólitískum og borgaraleg-
um réttindum til jafns við
karla. Í tilefni af tímamót-
unum gefur Morgunblaðið
út aukablað, þar sem
nokkrir þættir úr merkri
sögu heimastjórnar-
áranna eru raktir.
Heimastjórn
hundrað ára