Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 8
8 B | Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára Virðist svo sem danska stjórnin eða Nellemann hafi gert Valtý eins kon- ar óformlegt tilboð í þessa átt og viljað fá svar sem fyrst og þá um leið vitneskju um, hve margir þing- menn myndu styðja málið á þingi. Skrefið stigið til fulls Valtý þóttu þetta greinilega harð- ir kostir, þótt hann teldi ávinning- inn einnig umtalsverðan, og hann treysti sér ekki til að ganga til frek- ari samninga við stjórnina án þess að kanna hug samþingsmanna sinna. Það var hins vegar hægara sagt en gert. Enn var rúmt ár þar til Alþingi kæmi næst saman og þing- menn voru dreifðir um allt land. Af þeim sökum brá hann á það ráð að semja og láta prenta bréf, sem hann sendi öllum þingmönnum, nema Benedikt Sveinssyni. Afstöðu hans taldi hann sig vita fyrirfram. Bréfið var dagsett 8. apríl 1896. Í því greindi Valtýr þingmönnum frá þeirri viðleitni sinni að ná fram umbótum í stjórnarskrármálinu og því, hvaða stjórnarbót væri mögu- legt að fá framgengt eins og á stæði. Hann lýsti því hvert óhagræði væri af því, að engar viðræður færu fram á milli stjórnar og þings og kvað sér hafa orðið ljóst þegar sumarið áð- ur, að kröfurnar sem settar voru fram í þingsályktunartillögunni frá 1895 gengju svo langt, að stjórnin myndi ekki geta gengið að þeim óbreyttum. Bréf Valtýs vakti hörð viðbrögð meðal þingmanna. Hann hafði óskað eftir því að þeir færu með það sem trúnaðarmál, en nokkrir þingmenn virtu þá ósk að vettugi og leið ekki á löngu, uns það var komið í blöðin. Þar fékk bréfið – og fyrirlesturinn í Juridisk Samfund – misjafnar undirtektir, en þó ekki verri en svo að Valtýr afréð að stíga skrefið til fulls, átti kannski ekki annars úrkosti úr því sem komið var. Hann hafði vænst þess að danska stjórnin sýndi stuðning sinn með því að skipa sérstakan Ís- landsráðgjafa áður en Alþingi kæmi saman sumarið 1897 og gæti hann þá lagt fyrir þingið stjórnar- frumvarp um breytingar á stjórn- arskránni í anda þeirra tillagna sem fram komu í bréfi Valtýs til þing- manna og voru niðurstaða við- ræðna þeirra Nellemanns. Af því varð þó ekki, að einhverju leyti vegna stjórnarskipta í Danmörku og því að Nellemann varð að láta af embætti vegna heilsubrests. Undir vor 1897 tók stjórnin þó á sig rögg og samdi frumvarp um breytingar á stjórnarskránni, sem hún fékk Valtý í hendur og fól honum að flytja – sem þingmannafrumvarp. Þar með var töluvert dregið úr vægi þess. Frumvarpið var stutt, aðeins fimm greinar. Í 2. grein var kveðið á um stöðu ráðgjafans og sagði þar að honum væri heimilt að sitja á Al- þingi og taka þátt í umræðum, en atkvæðisrétt hefði hann ekki nema hann væri jafnframt þingmaður. Hvergi var í frumvarpinu beinlínis tekið fram, að ráðgjafinn geti ekki haft önnur embættisstörf með höndum jafnframt því að vera Ís- landsráðgjafi, og hvergi var minnst á búsetu hans. Þingmenn gengu hins vegar út frá því, að ráðgjafinn hefði ekki önnur málefni með höndum en sérmál Íslands og allir vissu að stjórnin var ófáanleg til að fallast á að hann sæti annars staðar en í Kaupmannahöfn. Miklar og heitar umræður urðu um frumvarpið á Alþingi og urðu málalyktir þær, að efri deild sam- þykkti frumvarpið en í neðri deild var það fellt. Þar með var lokið fyrstu hrinu átakanna um val- týskuna, sem þó var fráleitt úr sög- unni. Hún naut stuðnings margra öflugra þingmanna og blaða- manna, sem litu svo á að með sam- þykkt frumvarpsins væri stigið stórt skref í átt til aukinnar sjálf- stjórnar, auk þess sem Íslendingum gæfist tækifæri til að brjótast út úr þeirri sjálfheldu sem stjórnarskrár- málið var komið í. Þessir menn litu á samþykkt frumvarpsins og skipan Íslendings í stöðu Íslandsráðgjafa, sem bæri pólitíska ábyrgð fyrir Al- þingi, sem mikilvægan áfangasigur. Nýi ráðgjafinn, sem flestir gerðu ráð fyrir að yrði Valtýr sjálfur, gæti barist fyrir málefnum Íslands inn- an stjórnkerfisins af meira afli en embættismenn á borð við lands- höfðingja og smám saman fært þjóðinni aukið sjálfstæði. Væru þingmenn ósáttir við störf hans væri þeim í lófa lagið að setja hann af. Með öðrum orðum: Íslendingar fengju þingræði, sem Danir höfðu ekki á þessum tíma. Valtýingaflokkurinn Þingmennirnir sem studdu frumvarp Valtýs sömdu í þinglok „Ávarp til Íslendinga“, sem birt var í blaðinu Ísafold 28. ágúst 1897. Þar röktu þeir helstu kosti frumvarps- ins og undir ávarpið rituðu alls sex- tán þingmenn nöfn sín. Í þeim hópi voru þrettán háskólamennt- aðir menn, flestir úr hópi yngri þingmanna, og höfðu margir þeirra stundað nám við Hafnarháskóla um lengri eða skemmri tíma. Þessir menn mynduðu kjarnann í Valtý- ingaflokknum svonefnda, sem kalla má fyrstu eiginlegu stjórn- málasamtök hér á landi, þótt allt skipulag og flokksstarf væri harla laust í reipunum. Af utanþings- mönnum var Björn Jónsson rit- stjóri helsti málsvari Valtýinga og öflugustu stuðningsblöð þeirra voru Ísafold og Þjóðviljinn ungi, blað Skúla Thoroddsen á Ísafirði. Andstæðingar valtýskunnar voru sundurleitari hópur. Þeir voru flest- ir bændur og embættismenn úr Reykjavík og voru margir þeirra handgengnir Magnúsi landshöfð- ingja. Helstu leiðtogar þessa hóps voru landshöfðingi og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri en á þingi hafði Benedikt Sveinsson einkum orð fyrir hópnum á meðan hans naut við. Öflugasta stuðningsblað þessa hóps var Þjóðólfur, sem Hannes Þorsteinsson ritstýrði. Í þinglokin 1897 var ekkert fjær Valtýingum en að leggja árar í bát og til að tryggja sér sigur á næsta þingi, 1899, töldu þeir sig þurfa að fá stuðning tveggja þingmanna í neðri deild til viðbótar þeim tíu, sem stutt höfðu frumvarp Valtýs um sumarið. Það byggðist á því að þingmenn voru hinir sömu (svo fremi sem allir lifðu og kæmu til þings) og skipting þeirra í deildir hélst óbreytt allt kjörtímabilið. Af þeim sökum einbeittu þeir sér að því á árunum 1897–1899 að auka fylgi kjörinna þingmanna við frum- varpið. Valtýr hafði frumvarp sitt aftur með sér til þings árið 1899, en þar varð saga þess nokkuð önnur en 1897. Af einhverjum ástæðum flutti Valtýr frumvarpið ekki sjálfur, og tók reyndar aldrei til máls um það. Frumvarpið var lagt fram í efri deild og var sr. Sigurður Stefánsson í Vigur flutningsmaður þess. Þing- deildin samþykkti frumvarpið með 7 atkvæðum gegn 3 og sendi það síðan til neðri deildar. Þar brá svo við að fellt var að kjósa nefnd til að fjalla um það og síðan var það fellt í lok 1. umræðu, í bæði skiptin með jöfnum atkvæðum, 11:11. Þar með var valtýskan fallin öðru sinni en nú var kjörtímabilinu lokið og vorið 1901 skyldi kjósa nýtt þing. Þær kosningar voru tvísýnar og að þeim loknum stóðu fylkingar Valtý- inga og andstæðinga þeirra nánast jafnar. Þegar þing kom saman um sumarið forfallaðist einn þingmað- ur úr andstæðingahópi Valtýs og þá tókst Valtýingum að tryggja sér meirihluta í báðum þingdeildum með því að kjósa forseta þeirra úr hópi andstæðinga sinna en forsetar höfðu ekki atkvæðisrétt á þessum tíma. Valtýr bar síðan frumvarp sitt fram og var það samþykkt í báðum deildum. Pólitísk spennusaga Þar með blasti sigurinn loks við Valtýingum og hefði allt farið eins og ráð var fyrir gert, hefði Valtýr að öllum líkindum verið skipaður Ís- landsráðherra fyrstur Íslendinga um haustið og trúlega hlotið sess þjóðhetju í sögu okkar. En hér gekk ekkert eftir. Þvert á móti hófst nú atburðarás sem minnir um margt fremur á póli- tíska spennusögu en raunverulega atburði. Á meðan Alþingi var að störfum sumarið 1901 og frumvarp Valtýs til umfjöllunar í efri deild, bárust þau tíðindi frá Danmörku, að stjórn hægrimanna væri fallin og að vinstrimenn hefðu tekið við stjórnartaumunum. Flestir Íslend- ingar væntu meiri skilnings hjá hinum nýju valdhöfum en hjá for- verum þeirra, en Valtýr leit svo á, að engu að síður væri rétt að Al- þingi afgreiddi frumvarpið, síðan mætti ræða við nýju stjórnina um enn frekari stjórnarbót. Sú varð og niðurstaðan og er þingi var lokið sendu andstæðingar Valtýs, sem nú voru teknir að kalla sig heima- stjórnarmenn, Hannes Hafstein, alþingismann og sýslumann á Ísa- firði, til Kaupmannahafnar til að tala máli þeirra. Þá hófst mikið kapphlaup þeirra Valtýs um hylli danskra ráðamanna og var lengi tvísýnt um hvor hefði betur. Hinn 10. janúar 1902 var haldinn ríkisráðsfundur og þar var tekin ákvörðun, sem á sér fáar hliðstæð- ur í sögunni, en átti eftir að hafa mikil áhrif á framvindu mála. Sam- þykkt frumvarps Valtýs á þinginu 1901 fól í sér breytingu á stjórnar- skránni og þess vegna varð að kjósa nýtt þing, sem koma átti saman sumarið 1902. Dönum var vita- skuld fullkunnugt að langflestir Ís- lendingar vildu heldur ráðgjafa bú- settan á Íslandi en í Kaupmanna- höfn og nú kom þeim í fyrsta skipti í hug það snjallræði að láta Íslend- inga sjálfa skera úr um hvað þeim væri fyrir bestu. Eftir ríkisráðsfund- inn 10. janúar tilkynnti danska stjórnin, að hún myndi leggja tvö frumvörp fyrir Alþingi sumarið 1902. Annað yrði frumvarpið sem samþykkt var 1901 og hitt nýtt frumvarp, samhljóða hinu fyrra nema að þar yrði kveðið á um að ráðgjafinn yrði búsettur í Reykja- vík, en Íslendingar yrðu sjálfir að bera kostnað af rekstri embættis- ins. Mátti þetta kallast nokkuð sér- kennilegt þegar þess er gætt að í frumvarpi Valtýs frá 1897, 1899 og 1901 var hvergi tekið beinlínis fram, hvar ráðgjafinn skyldi búsett- ur. Allir vissu að hægristjórnin hafði ekki viljað fallast á að hann sæti annars staðar en í Kaup- mannahöfn en í raun hefði nýja stjórnin getað lagt frumvarpið aftur fyrir þingið, síðan látið konung staðfesta það og lýst því svo yfir, að ráðgjafanum væri í sjálfsvald sett hvar hann tæki sér bólfestu. Þessi ákvörðun hlaut að veikja mjög vígstöðu Valtýinga, enda hömruðu andstæðingar þeirra á því að það væri þeim að þakka að stjórnin gæti nú flust inn í landið. Úrslit kosninganna sumarið 1902 urðu og mikill sigur fyrir heima- stjórnarmenn en hið undarlega var að foringjar fylkinganna, Valtýr og Hannes Hafstein, féllu báðir. Al- þingi samþykkti svo nýja frum- varpið með yfirgnæfandi meiri- hluta og enginn Valtýingur greiddi atkvæði gegn því að ráðgjafinn yrði búsettur hér á landi. Þá þurfti að kjósa að nýju og var það gert snemma um sumarið 1903. Þá komust þeir Valtýr og Hannes aftur á þing, en Valtýingar töldust í minnihluta þótt þeir styddu frum- varpið. Á þinginu var frumvarpið samþykkt aftur, hlaut staðfestingu konungs um haustið og undir árs- lok 1903 var Hannes Hafstein skip- aður ráðherra Íslands og skyldi taka við embætti 1. febrúar 1904. Pragmatískur föðurlandsvinur Hér hefur pólitísk baráttusaga dr. Valtýs Guðmundssonar á tíma- bilinu fram til 1904 verið rakin í stórum dráttum. Valtýr hefur hlotið misjöfn eftirmæli í íslenskri sagna- ritun, sumir höfundar hafa reynt að gera heldur lítið úr framlagi hans í sjálfstæðisbaráttunni, talið hann hallan undir Dani og því hefur jafn- vel verið haldið fram, að hann hafi verið því andvígur að Íslendingar fengju heimastjórn. Ekkert er þó fjær sanni. Valtýr var einlægur föð- urlandsvinur, en jafnframt það sem nú myndi kallað „pragmatískur“ stjórnmálamaður, og enginn einn þingmaður átti meiri þátt í því en hann að heimastjórnin fékkst ein- mitt á þeim tíma sem raun bar vitni. Hann gerði sér ljóst í upphafi þingferils síns að sú stefna sem haldið hafði verið fram væri komin í þrot og til einskis að halda áfram á sömu braut. Þess vegna væri betra að slá af ýtrustu kröfum í bili, leita samninga og fá kröfunum fram- gengt í áföngum. Með því tókst honum að koma stjórnarskrármál- inu úr þeirri sjálfheldu, sem það var komið í, koma hreyfingu á mál- ið og í sumarlok 1901 var tryggt að Íslendingur yrði skipaður ráðherra (eða ráðgjafi eins og þá var sagt). Gengið var út frá því að hann yrði búsettur í Kaupmannahöfn, en færi eins oft til Íslands og þurfa þætti og gæti dvalist hér eins mikið og lengi og hann sjálfur kysi. Allan kostnað af störfum ráðherrans átti ríkis- sjóður Dana að bera og m.a. að byggja hér ráðherrabústað. Atvikin höguðu því svo að stefna Valtýs komst aldrei að fullu til framkvæmda, en varð þó í raun of- an á. Þegar ljóst varð í ársbyrjun 1902 að Danir gætu fallist á að ráð- herra Íslands yrði búsettur hér á landi, lýstu Valtýingar þegar í stað fylgi við þá hugmynd og greiddu henni atkvæði á þingi 1902 og 1903. Valtýr tapaði hins vegar kapphlaupinu um ráðherrastólinn og þess vegna hafa margir litið svo á að hann hafi orðið undir í hinni pólitísku baráttu. Þessi skoðun er þó hæpin. Stefna Valtýs sigraði og ólíklegt er, að Íslendingar hefðu fengið heimastjórn árið 1904, hefðu mál ekki verið komin svo langt sem raun bar vitni árið 1901. Af þeim sökum er fyllilega réttmætt að nefna hann höfund heima- stjórnar. Enginn einn maður átti meiri þátt í að móta rás atburðanna á árunum 1894–1904 en hann, og auk frumvarpsins um stjórnar- skrármálið vann hann mikið að öðrum stórum málum, sem löngum haft verið tengd heima- stjórninni, stofnun Íslandsbanka (eldri) og lagningu sæsíma hingað til lands. Ríkisráðsfundurinn, sem hald- inn var í konungsgarði í Kaup- mannahöfn 10. janúar 1902, hlýtur að teljast einn merkasti og óvenju- legasti viðburðurinn í aldalangri samskiptasögu Íslendinga og Dana. Í fyrsta skipti afréðu dönsk stjórnvöld að láta Íslendinga sjálfa um að ákveða hvað þeir vildu og í annan stað mun það afar fágætt, ef ekki einsdæmi, að nýlenduveldi bjóði undirsátum sínum meira sjálfstæði en þeir hafa þegar sam- þykkt að þiggja, nánast þvingi því upp á þá. Ekki er ljóst hver réð þessari afstöðu Dana, en ýmislegt bendir til þess að það hafi verið krónprinsinn, sem var í forsæti á fundinum. Hann varð síðar kon- ungur sem Friðrik VIII og bar meiri umhyggju fyrir Íslendingum en aðrir konungar þeirra. Höfundur er sagnfræðingur og vinnur að ritun ævisögu Valtýs Guðmundssonar, sem væntanleg er í haust. Eimreiðin | Draumur Valtýs um járnbrautir á Íslandi rættist ekki. Eimreið var þó notuð til að flytja grjót til hafnargerð- arinnar í Reykjavík, sem hófst 1913. www.thjodmenning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.