Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 10
10 B | Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára
H
eimastjórnartíminn hef-
ur hlotið háan sess í
sögu og vitund þjóðar-
innar. Honum hefur
verið lýst sem vorleys-
ingum í íslensku efna-
hagslífi, þeim hvörfum
þegar Íslendingar slitu
af sér aldagamla fjötra fátæktar og vanþróunar
og gerðust samferðamenn annarra Evrópu-
þjóða á leið til nútímans. Þetta var tími örs
hagvaxtar, tækninýjunga og bjartsýni á fram-
tíðarmöguleika Íslands. Vélvæðing sjávarút-
vegs, sem hófst einmitt á fyrstu árum aldarinn-
ar, var talin órækt merki þess að nýir tímar
væru í vændum – iðnbylting Íslendinga var
hafin.
Þessar stórstígu framfarir í efnahagsmálum
hafa menn gjarnan tengt heimastjórninni 1904
enda hefur það lengi verið trúa manna að
órofa samband sé á milli efnahagslegra fram-
fara og sóknar Íslendinga til sjálfstæðis. Þegar
nánar er að gáð eru tengslin flóknari. Það var
að nokkru leyti söguleg tilviljun að stjórnar-
bótina 1904 bar upp á tíma örra efnahagsfram-
fara og gróandi þjóðlífs. Það vildi svo heppi-
lega til fyrir Íslendinga að valdaskipti urðu í
Danmörku 1901 sem leiddu til þess að Íslend-
ingar fengu heimastjórn einmitt árið 1904.
Róttækar breytingar í efnahagslífi höfðu hins
vegar staðið yfir í 10–15 ár. Þær sýndu svo ekki
varð um villst að talsvert svigrúm var til breyt-
inga í efnahagslífi þrátt fyrir þær þröngu
skorður sem stjórnskipunarlög settu sjálfstjórn
Íslendinga.
Meðal þeirra umskipta sem nú voru að eiga
sér stað var efling sjávarútvegs og borgaralegra
atvinnugreina og sköpuðu þau skilyrði fyrir
búsetu í bæjum í stórum stíl. Þéttbýlið óx
hröðum skrefum og fjölgaði Reykvíkingum úr
3.700 árið 1890 í 8.300 árið 1904 eða um tæp
6% að meðaltali ár hvert. Nú tók bændum að
fækka og landbúnaður var ekki eins ótvíræður
höfuðatvinnuvegur og hafði verið.
Í öðru lagi tók efnahagslíf að vaxa eftir lang-
varandi harðindi og stóð hagvöxtur með litlum
hléum fram til fyrri heimsstyrjaldar eða í hart-
nær aldarfjórðung. Hvílík umskipti höfðu orð-
ið frá því í harðindum níunda áratugarins þeg-
ar bjargarleysi og vantrú á framtíðina ráku
þúsundir manna til Vesturheims. Landsfram-
leiðsla á mann jókst að meðaltali um 2% á ári
frá 1887 til 1899 og um 2,7% á árunum 1899 til
1913, en það var meiri hagvöxtur en gerðist
víðast hvar í Evrópu. Ísland var orðið hagvaxt-
arþjóðfélag sem byggði vöxt sinn og viðgang á
nýrri tækni og hagræðingu í atvinnulífi gagn-
stætt því sem tíðkaðist í landbúnaðarsam-
félaginu þar sem hagvöxtur var stopull og réðst
fyrst og fremst af árferðissveiflum.
Í þriðja lagi var Ísland í óðaönn að taka upp
markaðsbúskap. Framleiðendur seldu æ stærri
hluta afurða sinna á markaði, ekki síst í út-
löndum, og hömlur á atvinnu- og búsetufrelsi
landsmanna voru afnumdar með lögum. Árið
1894 var vistarbandið á vinnufólki leyst og árið
1907 voru takmarkanir á þurrabúðarsetu og
húsmennsku afnumdar.
Efnahagsstefnan
En að sjálfsögðu markaði heimastjórnin
tímamót í efnahagsmálum. Framkvæmda-
valdið komst inn í landið og þar með fjárlaga-
gerð og frumkvæði að setningu löggjafar í at-
vinnuefnum. Nú stóð danska stjórnin ekki
lengur í vegi fyrir ýmsum umbótum sem hið
framkvæmdaglaða Alþingi hafði reynt að ná
fram á umliðnum árum. Danska stjórnin með
Magnús Stephensen í fararbroddi hafði haldið
aftur af þinginu í fjárveitingum og fram-
kvæmdum og þótti mörgum sem stjórnin væri
úr takt við tímann og Magnús Stephensen
landshöfðingi beinlínis Þrándur í Götu fram-
fara.
Framfaratrúin mótaði hugsunarhátt Íslend-
inga um efnahagsmálin. Samt höfðu Íslend-
ingar aðeins að litlu leyti notið efnahagslegra
framfara 19. aldarinnar, þótt margt hefði snú-
ist til betri vegar á umliðnum áratugum. Enn
voru Íslendingar með fátækustu þjóðum Evr-
ópu og aðeins hálfdrættingar á við herraþjóð-
ina Dani, mælt í þjóðarframleiðslu á mann.
Samgöngur og tækni voru á frumstæðu stigi.
Hjólið var varla farið að nota til að létta mönn-
um vinnu og vélar svo til óþekktar. Framtaks-
samir Íslendingar töldu sig hafa verk að vinna!
Þeir virðast hafa fylgst nokkuð vel með nýj-
ungum í tækni í nágrannalöndunum og brott-
fluttir Íslendingar í Vesturheimi fluttu tíðindi
af alls konar nýjungum í bréfum til ættingja og
vina á Íslandi.
Margir skynjuðu líka að með þáttaskilunum
1904 hlytu að verða straumhvörf í stjórnmál-
um. Menn færu að snúa sér frá stjórnmálaþrefi
við Dani og að áríðandi framfaramálum í efna-
hagslífi. Í ávarpi valtýinga, sem nú kölluðu sig
Framsóknarflokk, í lok Alþingis 1902 sagði að
þar sem barátta fyrir innlendu framkvæmda-
valdi væri nú loks á enda gæti þetta mál ekki
lengur verið „grundvöllur fyrir flokkaskipun í
landinu við komandi kosningar, svo framar-
lega sem pólitík vor á ekki að snúast um
persónur einar og gamlar erjur“. Framtíð-
arpólitíkin myndi lúta að „verklegum framför-
um til sameiginlegrar farsældar fyrir land og
lýð“. Stefnumark fyrir næstu kosningar yrði
efling atvinnuveganna með margháttum að-
gerðum.1
Þegar upp var staðið reyndist ekki mikill
munur á viðhorfum valtýinga og heimastjórn-
armanna í efnahagsmálum. Hinir fyrrnefndu
höfðu vissulega sýnt meira frumkvæði og
djörfung á liðnum árum með tillögum sínum
um stórfenglegar samgöngubætur, síma og
stofnun banka. Þeir höfðu verið djarftækir á
landsfé til samgöngubóta og atvinnufyrir-
tækja. Valtýskan var ekki síst tilraun til að veita
hagnýtum verkefnum í atvinnulífi forgang í
stjórnmálum, en þar stóðu á móti ýmsir þeirra
sem síðar mynduðu Heimastjórnarflokkinn.
Með valdatöku Hannesar Hafstein sýndu
heimastjórnarmenn þó í verki að þeir stóðu
valtýingum fyllilega á sporði þegar kom að
stórbrotnum atvinnufyrirtækjum.
Hvað áttu heimastjórnarmenn og valtýingar
sameiginlegt í atvinnumálunum? Fyrst er að
nefna að báðir flokkar voru borgaralegir að
upplagi, aðhylltust í stórum dráttum einka-
framtak á grundvelli samkeppni í atvinnulífi,
þótt menn ætluðu opinberu framtaki einnig
stóran hlut, eins og síðar verður vikið að. Rót-
tækari þjóðfélagsöfl sem boðuðu samvinnu-
og ríkisrekstur atvinnutækja voru enn ekki bú-
in að hasla sér völl í stjórnmálum.
Annað samkenni þessara aldamótaflokka
voru stórbrotin framkvæmdaáform byggð á er-
lendu fjármagni og óbilandi trú á nýjungar í
tækni og vísindum. Margar af þessum hug-
myndum voru að vísu loftkastalar einir. Eitt
fyrsta málið af þessu tagi var „stóra málið“ svo-
kallaða á Alþingi 1894 sem Sigtryggur Jónas-
son stóð á bak við og fólst í því að fá erlent fé-
lag til að taka að sér skipasamgöngur og
járnbrautalagnir á Íslandi. Aðrir hugðu á stór-
útgerð með togurum, þar á meðal Boilleau
barónn sem fyrirhugaði stofnun útgerðar-
félags með 16 togara útgerð árið 1901. Danskir
og breskir fjármálamenn festu fé í útgerðarfyr-
irtækjum og komust sum þeirra á legg. Merki-
legasta framkvæmdin var stofnun Íslands-
banka 1904 sem danskir og norskir
kaupsýslumenn stóðu að. Bankinn beindi
miklu erlendu fé inn í atvinnulíf og varð mikil
lyftistöng fyrir hina nýju fjárfreku togaraút-
gerð. Það sýnir vel hve aldamótakynslóðin var
opin fyrir alþjóðlegum efnahagsáhrifum að
bankanum var veittur einkaréttur á seðlaút-
gáfu í landinu. Banki í eigu erlendra auð-
manna fékk því lykilstöðu í íslensku efnahags-
lífi einmitt um það leyti sem hin pólitíska
þjóðernisstefna reis sem hæst.
Erlent fjármagn var aðgengilegra um og eftir
aldamótin 1900 en það hafði nokkurn tíma áð-
ur verið. En það voru takmörk fyrir því hversu
mikið fé erlendir peningamenn voru tilbúnir
að festa í óvissum fyrirtækjum í þessu af-
skekkta, fátæka og fámenna landi. Hinir
óþreyjufullu framfarasinnar sáu hins vegar
verkefnin blasa hvarvetna við: vegagerð og
brúasmíð, vita- og hafnagerð, ræktun lands,
virkjun fallvatna, togaraútgerð; verkefnin voru
óþrjótandi en jafnframt ljóst að erlent fjár-
magn lá ekki á lausu. Í landi þar sem einka-
framtakið var vanburðugt og févana beindust
augu manna því í vaxandi mæli að ríkisvaldinu
sem talið var hafa jákvæðu hlutverki að gegna í
atvinnumálum. Virk þátttaka hins opinbera í
atvinnulífi varð þannig áberandi einkenni á
efnahagsstefnunni. Það styrkti menn enn í
þeirri skoðun að ríkisvaldinu ætti að beita fyrir
framfaravagninn að nú lyti framkvæmdavaldið
vilja íslensku þjóðarinnar og skilyrði þar með
sköpuð fyrir starfssamri stjórn. Með aukinni
sjálfstjórn urðu því viðhorf til ríkisvaldsins já-
kvæðari og varð sú skoðun brátt almenn að
ríkinu ætti að beita í þágu hagvaxtar.
Framfarafyrirtæki í héruðum
Á heimastjórnartímanum opnuðust fyrir al-
vöru tækifæri fyrir starfsömu ríkisvaldi. Nú var
æðsta stjórn landsins loksins komin í hendur
Íslendinga og varla hægt að sakast við Dani
lengur út af því sem aflaga fór í landinu. Miklar
vonir voru bundnar við innlenda ráðherrann.
Gott dæmi um þann mikla framkvæmdahug
sem einkenndi störf Hannesar Hafstein ráð-
herra frá upphafi var sú ákvörðun hans að að
leita álits sýslunefnda um land allt hver væru
brýnustu framfaramál í héruðum. Þessi
ákvörðun sýnir hve framfarasókn í efnahags-
málum var samofin stjórnmálunum og hve há-
ar hugmyndir menn gerðu sér um forystu hins
opinbera í þeim efnum. Þann 8. febrúar 2004,
aðeins einni viku eftir embættistökuna, skrif-
aði hann sýslunefndum bréf þar sem sagði:
Með því að stjórnarráðið verður að telja það
einka æskilegt til af nota við undirbúning
undir næsta þing að fá vitneskju um það
hver almenn framfarafyrirtæki bæði í at-
vinnu- og samgöngumálum séu talin nauð-
synlegust í hverju hér aði landsins, skal hér
með lagt fyr ir sýslunefndina í [...] að láta
stjórnarráðinu í té ýtarlega um sögn sína
héraðlútandi að svo miklu leyti sem unnt er
með áætl un um kostnað við vegagjörðir eða
önnur slík fyrirtæki er almenning varða sem
eru aðaláhugamál sýsl unnar. 2
Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Stjórn-
arráðinu bárust álitsgerðir úr öllum sýslum
landsins, sumar allítarlegar og með kostnaðar-
áætlunum, um brýn umbótamál. 3 Metnaðar-
fullar tillögur voru lagðar fram um samgöngu-
bætur, úrbætur í helstu atvinnuvegum
þjóðarinnar, stofnun nýrra atvinnugreina og
hagnýtingu ýmissa tækninýjungar. Hugmynd-
ir og tillögur sýslunefndanna veita fágæta inn-
sýn í efnahagsmál við upphaf heimastjórnar-
tímans, jafnt aðsteðjandi vandamál sem þá
möguleika sem menn vítt um landið sáu til
framsóknar í atvinnulífi. Við skulum því
staldra við tillögur sýslunefndanna.
Samgöngubætur brýnustu málin
Í öllum skýrslum kemur fram sú skoðun að
mest áríðandi fyrir efnahag héraðanna sé að
bæta samgöngur – og ekki að ósekju. Sam-
göngur voru á frumstæðu stigi og varð hið
auma ástand augljósara með hverju ári eftir
því sem markaðsviðskipti færðust í vöxt og
samgöngutækni fleygði fram í nágrannalönd-
unum. Bættar samgöngur voru gífurlegt hags-
munamál fyrir efnahagslífið og nefnd eru
nokkur dæmi í skýrslunum um skaðleg áhrif af
ónógum samgöngum. Í skýrslu sýslunefndar
Rangárvallasýslu er bent á hve Þjórsárbrúin
hafi breytt miklu til batnaðar. Minnt er á að
sýslan hafi tekið þátt í kostnaði við Ölfusárbrú
og umbætur á höfninni á Stokkseyri, „og mun
þess einsdæmi hér á landi að nokkur sýsla hafi
lagt stórfé til samgöngubóta í öðrum héruð-
um.“ Sýslunefndin leggur til að byggðar verði
brýr á Ytri-Rangá og Eystri-Rangá, styrkur
veittur til gufubátaferða milli Vestmannaeyja
og Rangársands og millilandaskipin fengin til
að koma við á Stokkseyri.
Sýslunefndamenn víða um land fylgdust
greinilega vel með tímanum. Sýslunefnd Eyja-
fjarðarsýslu lætur svo um mælt:
Eina járnbrautin | Eimreiðin, sem notuð var m.a. til að flytja grjót til hafnargerðarinnar í Reykjavík, á ferð við Reykjavíkurhöfn. Togaraútgerð | Öflug togskip tóku við af þilskipum og smærri bátum.
Aldamótadraumar um
Eftir Guðmund
Jónsson