Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 6

Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 6
U m þessar mundir minnumst við þess að hinn 1. febrúar 2004 er öld liðin frá því Ís- lendingar fengu heimastjórn. Með heimastjórninni náðist mikilvægur áfangi á leið þjóðarinnar til sjálfstæðis og full- veldis, þótt enn væru brattar brekk- ur ófarnar, uns lokaáfanganum var náð. En hvers vegna fengu Íslend- ingar heimastjórn einmitt 1. febr- úar 1904, hvaða atburðarás leiddi til þess og hverjir voru þar helst að verki? Til að svara þessum spurn- ingum verður að líta á þróunina í samskiptum Íslendinga og Dana síðasta áratuginn áður en þessu marki var náð. Áratugurinn 1894–1904 var eitt viðburðaríkasta skeiðið í gjörvallri sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Ólíkt því sem gerðist fyrr á 19. öld voru átök þá hörð á milli fylkinga innan- lands og innbyrðis deilur meiri og óvægnari en oftast endranær. Átök- in stóðu einkum um stefnu dr. Val- týs Guðmundssonar í stjórnar- skrármálinu, valtýskuna svo- nefndu, og slotaði ekki fyrr en heimastjórnin var fengin. Þá sigr- aði stefna dr. Valtýs að öllu öðru en því, að afráðið var að Íslandsráð- herra yrði búsettur í Reykjavík en ekki í Kaupmannahöfn. Það skipti vissulega miklu máli, en þó fyrst og fremst á yfirborðinu og má með miklum rétti líta á dr. Valtý sem höfund heimastjórnarinnar. Án til- lagna hans og baráttu er ólíklegt að Íslendingar hefðu náð þessum áfanga á þeim tíma sem raun bar vitni og heimastjórnarfrumvarpið, sem Alþingi samþykkti endanlega árið 1903, og gekk í gildi 1. febrúar 1904, var í öllum meginatriðum samhljóða frumvarpi hans. Aðeins ákvæðið um búsetu ráðherrans og hver skyldi bera kostnað af emb- ætti hans var öðruvísi. Önnur sýn á sjálfstæðisbaráttuna Á námsárunum í Kaupmanna- höfn tók Valtýr virkan þátt í fé- lagslífi íslenskra stúdenta í borg- inni. Þar tilheyrði hann svonefndum Velvakendahópi og átti m.a. mikinn þátt í að semja ávarp til Johans Sverdrup sem ís- lenskir Hafnarstúdentar sendu honum í skeyti er hann varð for- sætisráðherra Noregs árið 1884. Á þessum árum hafði Valtýr mikinn áhuga á fánamálinu, kynnti sér rækilega sögu þjóðfána, og var því fylgjandi að Íslendingar tækju upp fálkamerkið í stað danska fánans. Sumarið 1884 birti hann í blaðinu Fjallkonunni kvæðið „Merki Ís- lands“, sem ort var við þjóðsöng Norðmanna, og veturinn 1884– 1885 flutti hann fyrirlestur um fánamálið í Íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn. Er hann kom hingað til lands til þingskrifta sum- arið 1885 flutti hann fyrirlesturinn aftur og síðar um sumarið gaf Sig- urður Kristjánsson bóksali hann út sérprentaðan ásamt fánakvæðinu. Næstu sjö til átta árin hafði Valtýr lítil bein afskipti af stjórnmálum. Hann var önnum kafinn við nám og rannsóknir og fyrstu árin eftir að hann hlaut dósentsembættið við Hafnarháskóla sinnti hann fáu öðru en fræðum sínum, skrifaði og birti lærðar ritgerðir, ritstýrði út- gáfum fyrir almenning og á þessum árum mun hann hafa byrjað að efna til mikillar norrænnar menn- ingarsögu, sem hann lauk þó aldrei við. Eins og flestir íslenskir stúdentar og menntamenn þessara ára var Valtýr rammpólitískur og studdi sjálfstæðiskröfur þjóðarinnar heils hugar. Hann virðist hins vegar snemma hafa litið sjálfstæðisbar- áttuna nokkuð öðrum augum en flestir jafnaldrar hans og félagar og er líklegt að það hafi stafað af því að hann hafði alist upp við önnur og erfiðari kjör en t.d. synir embættis- manna og einnig er trúlegt að menntun hans hafi skipt nokkru. Hann vissi af eigin reynslu að oft verða menn að sætta sig við minna en það sem þeir helst vilja og þar sem hann var ekki lögfræðingur hafði hann framan af fremur lítinn áhuga á karpi um lögfræðileg smá- atriði, taldi að slík mál yrðu næsta auðleyst þegar samkomulag hefði tekist um aðalatriði. Þá hlýtur það einnig að hafa mótað pólitíska af- stöðu hans í sjálfstæðismálinu að hann var óháður embættismönn- um og stórbændum á Íslandi, þekkti kjör almúgafólks og fátæk- linga af eigin reynslu og þar sem hann hafði jafnan orðið að vinna með námi sínu í Kaupmannahöfn og varð snemma danskur embætt- ismaður, umgekkst hann Dani meira en títt var um íslenska stúd- enta. Loks mun það hafa skipt nokkru, að góður kunningsskapur mun snemma hafa tekist með þeim Þórarni E. Tulinius stórkaup- manni. Þeir voru á svipuðum aldri og margt bendir til þess að sjón- armið þeirra hafi um margt farið saman. Af þessum sökum mun það hafa verið að Valtýr lét sig baráttuna fyr- ir endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 1874 lengi vel fremur litlu skipta. Hann taldi efnahagslegar framfarir þýðingarmeiri en karp um lögfræðileg atriði og leit svo á, að ef Íslendingum tækist að verða efnalega sjálfstæðir myndi pólitískt sjálfstæði fylgja í kjölfarið. Bættar samgöngur, jafnt innanlands sem milli landa, taldi hann forsendu þess að takast mætti að bæta efna- hag þjóðarinnar og að því hugðist hann öðru fremur vinna er hann hóf bein afskipti af íslenskum stjórnmálum. Er þá ekki að efa, að hann hefur orðið fyrir sterkum áhrifum af hinum miklu framför- um sem urðu í dönsku efnahagslífi á síðasta fjórðungi 19. aldar og Danir nefna gjarnan det indust- rielle gennembrud. Kosningar til Alþingis fóru fram í júní 1894 en árið áður hafði þingið rétt einu sinni samþykkt frumvarp um breytingar á stjórnarskránni, þar sem þess var krafist, að fram- kvæmdarvald í sérmálum Íslands og hluti þess valds sem danska rík- isráðið fór með, yrði flutt inn í landið. Eins og fyrri frumvörpum í þessa veru, var þessu synjað stað- festingar í konungsgarði. Þá varð að kjósa að nýju og eins og oft vill verða, buðu ekki allir þingmenn sig fram til endurkjörs. Einn þeirra þingmanna sem ekki gáfu kost á sér sumarið 1894 var Þorsteinn Jónsson, læknir í Vestmannaeyjum, en hann hafði verið þingmaður eyjanna um hríð. Þess í stað hvatti hann Valtý til framboðs og svo fór að hann var kosinn þingmaður Vestmannaeyinga og settist á þing þegar það kom saman í byrjun júlí. Gufuskip og járnbrautir Fyrsta þingið sem Valtýr sat var að ýmsu leyti ólíkt næstu þingum á undan, þar sem endurskoðun stjórnarskrárinnar hafði yfirgnæft öll önnur mál. Frumvarpið frá 1893 var að sönnu borið fram að nýju og samþykkt. Valtýr greiddi því at- kvæði þótt hann væri sannfærður um að síendurtekin samþykkt frumvarpa í þessa veru væri þýð- ingarlaus, Danir hefðu fyrir löngu sýnt að þeir vildu ekki fallast á þau. Hann studdi hins vegar heils hugar frumvarp sem borið var fram að hvötum Vestur-Íslendingsins Sig- tryggs Jónassonar um stofnun ensk-íslensks félags er tæki að sér að annast siglingar gufuskipa hing- að til lands og með ströndum fram og kæmi jafnframt á fót járnbraut- arsamgöngum hér á landi. Valtýr var einn skeleggasti stuðningsmað- ur þessa frumvarps á þinginu og flutti athyglisverðar ræður því til stuðnings. Örlög þess urðu þau að það var samþykkt í neðri deild en dagaði uppi í efri deild og var svo úr sögunni. Setan á Alþingi sumarið 1894 sannfærði Valtý Guðmundsson um tvennt. Í fyrsta lagi, að ekkert væri íslensku þjóðinni jafn brýnt og um- bætur í efnahags- og samgöngu- málum, og í annan stað, að engu yrði áorkað í þeim málum nema lausn fengist í stjórnarskrármálinu. Það mál heltók svo hugi flestra þingmanna og mikils hluta þjóðar- innar að fáir voru til viðtals um annað, töldu jafnvel fá önnur mál verðug viðfangsefni þingmanna. Á stjórnarskrármálinu strandaði öll umbótaviðleitni á öðrum sviðum. Á þinginu sumarið 1894 varð Valtý einnig enn ljósara en fyrr, að ekki væri til neins að halda áfram á sömu braut og þingmenn höfðu fetað frá 1881. Hann var baráttu- Ráðherra í Reykjavík | Stefna Valtýs gerði ráð fyrir að Íslandsráðherra sæti í Kaupmannahöfn en atvikin höguðu því svo til að fyrsti íslenski ráðherrann hóf störf í gamla landshöfðingjabústaðnum við Lækjartorg, sem eftirleiðis hefur kallast Stjórnarráðshúsið. Höfundur heima Prófessorinn | Eins og annar leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar, Jón Sigurðs- son, bjó Valtýr Guðmundsson alla tíð í Kaupmannahöfn og átti aðgang að ýmsum dönskum ráðamönnum. Eftir Jón Þ. Þór ’Má með miklum rétti líta á dr. Valtý sem höf-und heimastjórnarinnar. Án tillagna hans og baráttu er ólíklegt að Íslendingar hefðu náð þessum áfanga á þeim tíma sem raun bar vitni.‘ ’Hefði allt farið eins og ráð var fyrir gert, hefðiValtýr að öllum líkindum verið skipaður Íslands- ráðherra fyrstur Íslendinga og trúlega hlotið sess þjóðhetju í sögu okkar. En hér gekk ekkert eftir. Þvert á móti hófst nú atburðarás sem minnir um margt fremur á pólitíska spennusögu en raun- verulega atburði.‘ 6 B | Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.