Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 7
glaður hugsjónamaður, en gerði sér jafnframt grein fyrir því, að flest deilumál má leysa með samning- um, þar sem báðir aðilar slá nokk- uð af kröfum sínum. Þess vegna af- réð hann að leita nýrra leiða. Til þess að sú viðleitni mætti bera ár- angur taldi hann að breyta yrði hugsunarhætti þjóðarinnar, auka menntun hennar, víðsýni og þekk- ingu. Í þeim tilgangi beitti hann sér haustið 1894 fyrir því að stofnað yrði nýtt tímarit, sem hóf göngu sína árið eftir. Það hlaut nafnið Eimreiðin og var Valtýr aðaleigandi þess og ritstjóri. Nafngift tímarits- ins var táknræn, því var ætlað að draga þjóðina spölkorn áfram á framfarabrautinni, líkt og eimreið dregur lest. Ný leið í stjórnarskrármálinu Í stjórnarskrármálinu afréð Val- týr að reyna nýja leið og freista þess að ná samkomulagi við dönsku stjórnina um lausn, sem báðir gætu sætt sig við. Það taldi hann hins vegar óhjákvæmilegt að gera fyrst í stað án atbeina Alþingis, enda augljóst að hann yrði að ganga að nokkru leyti gegn stefnu meirihluta þingmanna á undan- förnum árum. Honum var þó ljóst, að hann yrði að tryggja sér stuðn- ing a.m.k. nokkurra áhrifamikilla þingmanna þegar í upphafi. Jafn- framt varð að reyna tryggja, eftir því sem mögulegt var, að Magnús Stephensen landshöfðingi fengi ekki veður af málinu. Danir bentu gjarnan á, að landshöfðingi væri fulltrúi konungs hér á landi, en hann var embættismaður, undir- maður danska dómsmálaráðgjaf- ans, sem jafnframt var Íslandsráð- gjafi, og þótt hann mætti á Alþingi, bar hann enga pólitíska ábyrgð. Af þeim sökum var landshöfðingja- embættið mörgum framfarasinn- uðum mönnum þyrnir í augum og þar við bættist að Magnús Steph- ensen var misjafnlega þokkaður, þótti ráðríkur og sumir hinna yngri þingmanna töldu ýmiss konar spillingu þrífast undir verndar- væng hans. Voru sumir þeirra þeirrar skoðunar að forsenda þess að eitthvað breyttist til hins betra í stjórnskipunarmálum Íslendinga væri að dregið yrði úr völdum og áhrifum Magnúsar og jafnvel að landshöfðingjaembættið yrði lagt niður. Þeir áttu hins vegar margir erfitt um vik, voru íslenskir emb- ættismenn og þar með undirmenn landshöfðingja. Um Valtý gegndi öðru máli. Hann var danskur emb- ættismaður, óháður landshöfð- ingja og naut þeirrar sérstöðu að vera eini alþingismaðurinn sem búsettur var í Kaupmannahöfn. Þar hafði hann beinan aðgang að Ís- landsráðgjafanum og það afréð hann að notfæra sér. Samningar við Nellemann Haustið 1894 dvaldist Skúli Thoroddsen alþingismaður um hríð í Kaupmannahöfn. Þá áttu þeir Valtýr langar samræður um ís- lensk stjórnmál, lögðu á ráðin, og margt bendir til þess að í þeim samræðum hafi stefna Valtýs í stjórnarskrármálinu – valtýskan – fyrst tekið að mótast, en Skúli var jafnan traustur stuðningsmaður hennar. Meginhugmyndin, sem þeir félagar virðast hafa orðið sam- mála um, var að slá í bili af ýtrustu kröfum en reyna að ná málum fram í áföngum. Þar töldu þeir mestu skipta að fá sérstakan ráð- gjafa, sem ekki sinnti öðru en mál- efnum Íslands og bæri ábyrgð fyrir Alþingi. Ef það tækist í fyrstu at- rennu væri mikið unnið og grund- völlur lagður að frekari sókn. Eftir að Skúli hélt heimleiðis um haustið hóf Valtýr viðræður við Jo- hannes Nellemann Íslandsráð- gjafa. Ekki er vitað með vissu hvað þeim fór á milli en þeir hafa vafa- laust rætt hugsanlegar breytingar á stjórnarskránni. Hinn 15. janúar 1895 skrifaði Valtýr Skúla og kvaðst hafa „haft langa konferancer“ við Nellemann en vera bundinn þagn- arheiti um viðræðurnar. Hann kvað Nellemann ekki ófúsan til að fallast á uppástungur sínar, en allt væri enn á huldu um málalokin. Nellemann hefur vafalaust viljað fara varlega í viðræðunum við Valtý enda var stjórnmálaástandið ótryggt í Danmörku um þessar mundir og stefnubreyting stjórnar- innar í samskiptum við Íslendinga hefði getað valdið henni vandræð- um. Fyrsta árangurinn af viðræð- unum má hins vegar að líkindum greina í því að er Alþingi kom sam- an sumarið 1895 sameinuðust fimm þingmenn um að bera fram þingsályktunartillögu þar sem skorað var á stjórnina að sjá til þess að íslensk sérmál yrðu ekki borin upp í danska ríkisráðinu, að Al- þingi gæti komið fram ábyrgð á stjórnarathöfnum gagnvart inn- lendum ráðgjafa, sem búsettur væri hér á landi og mætti á þinginu, og loks að stofnaður yrði lands- dómur til að dæma í málum sem neðri deild Alþingis eða konungur gæti höfðað á hendur æðsta valds- manni hér á landi. Valtýr var meðal þeirra sem báru þingsályktunartillöguna fram og þótt ekki verði um það fullyrt er trúlegt að hann hafi haft frum- kvæði að henni og jafnvel rætt hana við Nellemann áður en hann hélt til þings. Tillagan var sam- þykkt, en frumvarp í anda endur- skoðunarsinna var fellt. Á tillöguna má líta sem eins konar málamiðlun eða biðleik og með flutningi henn- ar vann Valtýr meiri tíma til frekari viðræðna við Íslandsráðgjafann. Þær hóf hann er hann kom aftur til Kaupmannahafnar og 6. nóvember um haustið flutti hann fyrirlestur í félagi danskra lögfræðinga, – Jurid- isk Samfund –, þar sem hann lýsti skoðunum sínum á stjórnarskrár- málinu í fyrsta skipti opinberlega. Þar kvaðst hann fyrst vera þeirrar skoðunar að stöðulögin frá 1871 giltu á Íslandi, þótt sumir væru þar á öðru máli, og lýsti því síðan á hvern hátt hann teldi að breyta ætti ríkjandi fyrirkomulagi á sambandi Íslands og Danmerkur. Þar fórust honum svo orð: „Mín skoðun er sú, að breytingin ætti að vera fólgin í því, að skipaður sje sjerstakur ráðgjafi fyrir Ísland, er sje óháður ríkisráðinu í hinum sjerstöku málefnum landsins og beri ábyrgð fyrir alþingi á sjerhverri stjórnarathöfn. Enn fremur að þessi ráðgjafi sje Íslendingur, er eigi sjálfur sæti á alþingi og semji við það.“ Með þessum fyrirlestri gekk Val- týr fram fyrir skjöldu í stjórnar- skrármálinu og kynnti hugmyndir sínar um það. Fyrirlesturinn flutti hann á dönsku en birti hann síðan á íslensku í 2. árgangi Eimreiðar- innar. Næstu mánuði hélt hann áfram viðræðunum við Nelle- mann, en telja má víst, að fyrirlest- urinn hafi verið fluttur með vitund og vilja hans og þannig verið ætlað að undirbúa jarðveginn, hér heima og í Danmörku. Þegar kom fram um mánaða- mótin mars-apríl 1896 virðast við- ræður Valtýs og Nellemanns hafa verið komnar á það stig að Valtýr taldi sig ekki geta komist lengra í bili. Nellemann hafði þá fallist á, eftir að hafa ráðfært sig við aðra ráðherra í dönsku ríkisstjórninni, að Íslendingar fengju sérstakan ráðgjafa með ábyrgð fyrir Alþingi. Hann yrði hins vegar að vera bú- settur í Kaupmannahöfn og sitja í ríkisráðinu eins og aðrir ráðgjafar. stjórnar Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára | B 7 V altýr Guðmundsson var Húnvetningur að uppruna, fæddur á Árbakka á Skaga- strönd 11. mars 1860. For- eldrar hans voru Guðmundur Einarsson sýsluskrifari, ætt- aður úr Skagafirði, og Valdís Guðmundsdóttir, ættuð vest- an af Snæfellsnesi. Þau voru ekki gift og bjuggu aldrei saman og þegar drengurinn fæddist voru aðstæður móður hans svo erfiðar að hún gat ekki haft hann hjá sér. Hann var því með föður sínum fyrstu árin en þegar hann lést árið 1865 fór Valtýr litli til vandalausra og var svo á hálfgerðum hrakningi frá einu heimili til annars næstu sex árin. Móðir hans giftist árið sem Guðmundur sýslu- skrifari lést, Símoni Símonarsyni frá Breiðsstöðum í Gönguskörðum, og settu þau sam- an bú í Heið- arseli, afbýli frá Heiði í Göngu- skörðum. Þangað fluttist Valtýr til þeirra árið 1871 en eitthvað munu samvist- irnar hafa gengið stirðlega. Árið 1873, eftir tveggja ára vist í Heiðarseli, strauk Valtýr, „ber- höfðaður og á nær- brókinni“, eins og hann sagði sjálfur síðar. Hermir ein heimild, að móðir hans og stjúpi hafi þá þegar verið ráðin í að flytja til Vesturheims en Valtýr viljað fara í skóla hér á landi og þess vegna farið frá þeim. Þau Valdís og Símon fluttust svo vestur um haf árið eftir en Valtýr var á hrakhólum um hríð, var í kaupavinnu og við ýmis störf hér og þar í Skagafirði og Húnaþingi og átti aldrei að vísu að hverfa. Sumarið 1876 var hann við verslunarstörf hjá Halli kaup- manni Ásgrímssyni á Sauð- árkróki og eftir það fór hagur hans að vænkast. Veturinn 1876–1877 var hann við nám hjá sr. Páli Sigurðssyni á Hjaltabakka og 25. júní 1877 lauk hann inntökuprófi í Lærða skólann í Reykjavík. Guðmundur Einarsson, fað- ir Valtýs, átti lítilsháttar eign- ir og arfleiddi son sinn að þeim áður en hann lést. Föð- urarfinn notaði Valtýr til að kosta nám sitt í Lærða skól- anum en þótt honum væri styrkur að arfinum, var hann ekki meiri en svo, að hann varð að vinna með náminu alla sex veturna sem hann var í skólanum. Engu að síður sóttist honum námið vel og gaf sér einnig tíma til að taka nokkurn þátt í félagslífi, var t.d. fyrsti forseti Framtíð- arinnar síðasta vetur sinn í skóla. Þann vetur samdi hann ásamt vini sínum og fóst- bróður, Stefáni Stefánssyni frá Heiði í Gönguskörðum, síðar skólameistara á Ak- ureyri, leikrit sem nefndist Prófastsdóttirin. Það var leik- ið í Reykjavík í jólaleyfi skólapilta og síðan aftur á jólagleði Íslendinga í Kaup- mannahöfn á Þorláksmessu árið 1884. Leikritið vakti nokkra athygli og hafa sumir síðari tíma fræðimenn talið það fyrsta ís- lenska leikritið, sem samið var í anda raunsæisstefn- unnar. Valtýr Guðmundsson lauk stúdentsprófi frá Lærða skól- anum í Reykjavík vorið 1883 og sigldi samsumars til náms við Hafnarháskóla. Hann var ráðinn í að lesa málfræði og taldi að með því móti gæti hann orðið kennari. Áður en hann gæti hafið mál- fræðinámið fyrir alvöru varð hann hins vegar að ljúka prófi í heimspeki. Það gerði hann sumarið 1884 og gat þá snúið sér að málfræðinni af fullum krafti. Sótti hann þá m.a. fyrirlestra hjá Fjöln- ismanninum Konráð Gísla- syni, sem um þetta leyti var að ljúka löngum og farsælum ferli við háskólann. Valtýr sótti námið fast. Hann komst snemma á náms- ferlinum í góð kynni við Lud- vig Wimmer, sem var kennari í málvísindum við háskólann og einn fremsti rúnafræð- ingur Dana. Valtýr þýddi bók hans, Oldnordisk formlære, á íslensku og kom hún út vorið 1885. Á íslensku nefndist hún Íslensk málmyndalýsing. Vinnan við þýðinguna virðist hafa átt stóran þátt í að forða Valtý frá því að verða að hverfa frá námi sökum fjár- skorts og einnig mun Wim- mer hafa hjálpað honum til að fá kennslu við Borg- ardyggðaskólann, sem var vel metinn menntaskóli í Kaup- mannahöfn. Þá var föðurarf- urinn uppurinn og eftir 1885 varð Valtýr jafnan að vinna hörðum höndum með náminu til þess að sjá sér farborða. En þrátt fyrir mikla vinnu sóttist Valtý námið vel. Hann lauk meistaraprófi í norrænum fræðum með menning- arsögu sem sér- grein vorið 1887 og fjallaði meist- araprófsritgerð hans um daglegt líf á Íslandi á söguöld. Þar með var brautin mörkuð og að prófinu loknu hófst Valtýr handa við samingu dokt- orsritgerðar um húsagerð Íslendinga á þjóðveldisöld. Henni lauk hann um vet- urnætur árið 1888 og 9. febrúar 1889 varði hann ritgerðina til doktorsnafn- bótar við Hafnarháskóla. Þá var aðeins hálft sjötta ár liðið frá því hann lauk stúdents- prófi og þótti námsferill hans einkar glæsilegur. Ritgerðin vakti og töluverða athygli víða um Norðurlönd og á Þýskalandi og 29. apríl 1890 var Valtýr skipaður dósent í sögu Íslands og bókmenntum við háskólann. Því embætti gegndi hann til dauðadags, árið 1928, en varð prófessor 1920. Jafnframt kennslunni fékkst hann mikið við ritstörf og í minningargrein í Arkiv för Nordisk Filologi árið 1929 sagði Jón Helgason prófessor, að hans yrði ekki síst minnst fyrir andlegt fjör og um- hyggju fyrir nemendum sín- um. Námsferill Valtýs gefur býsna glögga mynd af ýmsum skapgerðareinkennum hans, sem síðar áttu eftir að fleyta honum langt og koma honum að góðu gagni, ekki síst í stjórnmálum. Hann var óhemju duglegur og afkasta- mikill, hugmyndaríkur og hikaði ekki við að feta ótroðnar slóðir ef hann taldi það geta orðið málstað sínum til framdráttar. Afkastamikill og hug- myndaríkur náms- og fræðimaður Námsmaðurinn | Valtýr Guð- mundsson á æskuárum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.