Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 17

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 17
Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára | B 17 J örundur hundadagakon- ungur lýsti Ísland sjálfstætt og óháð ríki; laust og liðugt frá Dönum, og lét draga flaggið því til staðfestu á stöng á Petræsurvöruhúsi, en það stóð við Hafnar- stræti sunnanvert. Var fánanum heilsað með fallbyssuskotum frá freigátunni Margarete & Anne, sem lá á höfninni. Á flagginu voru þrír hvítir þorskar í efsta horni á bláum feldi. Þorskarnir, sem Jörundur kaus að hafa í íslenzka fánanum, sótti hann til merkis Íslands, sem var flattur, krýndur þorskur á rauð- um skildi. Þessi fáni féll með Jörundi og var sjálfstæði Íslendinga þar með úr sögunni í það skiptið. Fálkinn tekur flugið Þorskurinn í merki þjóðarinnar fór mjög í taugar manna á 19ndu öld. Sigurður Guðmundsson, mál- ari, kom fram með fálkann sem sæmilegra merki lands og þjóðar. Tóku menn fálkanum fagnandi og flaug hann vítt og breitt um landið sem fullgilt þjóðarmerki. Stúdentar tóku fálka Sigurðar Guðmundssonar upp í merki sitt 1873 og skólapiltar nokkru seinna og blá blæja með hvítum fálka var í fyrsta skipti dregin á stöng á fund- artjaldi þjóðfulltrúa á Þingvöllum þá um sumarið. Og þjóðhátíðarár- ið flaug fálkinn vítt um land og menn hölluðust að honum sem merki lands og þjóðar. Þjóðólfur segir, að á tjaldi stúdenta á þjóðhá- tíðinni hafi verið merki á stöng með „þjóðfálka vorum“. Á þjóðfundi á Þingvöllum í kjöl- far þjóðhátíðarinnar 1874 var m.a. breyting á merki Íslands á dagskrá, þar sem lagt var til að fálkinn yrði tekinn upp í íslenzkan fána í stað flatta, hauslausa þorsksins. Málið var ekki afgreitt, en því skotið til alþingis, þar sem það lá í þagnargildi þar til Alþingishúsið var reist. Sumarið 1875; á sumardaginn fyrsta „vinna skólapiltar ekki ómerkan pólitískan sigur,“ segir Kristján Albertsson í ævisögu Hannesar Hafstein. Skólapiltar í Reykjavík fóru fram á að mega draga fána með hvítum fálka á bláum feldi að hún á mæni skól- ans. „Jón Þorkelsson rektor vill ekki leyfa upp á sitt eindæmi, vísar til svokallaðra stiftsyfirvalda, amt- manns og biskups, en þeir til landshöfðingja. Hilmar Finsen er stuttur í spuna, kvaðst hvorki leyfa né banna, vísar til bæjarfógeta – sem tekur í sig kjark og leyfir. Var svo sumri fagnað með því að láta val í bláum feldi blakta yfir skól- anum, í fyrsta sinn á opinberri byggingu – í stað danska fánans.“ Á þjóðfundi á Þingvelli árið 1885 var að frumkvæði Valtýs Guð- mundssonar samþykkt að „Ísland á rjett á að hafa sjerstakan versl- unarfána.“ Málið barst inn á Alþingi og þar bar stjórnarskrárnefnd fram frum- varp til laga um þjóðfána fyrir Ís- land; „Verslunarfána Íslands skal skift í 4 ferhyrnda reiti, er sjeu greindir með rauðum krossi hvít- jöðruðum. Skulu þrír reitirnir vera bláir og á hvern þeirra markaður hvítur fálki. Fjórði reiturinn skal vera rauður með hvítum krossi …“ Málinu var á endanum vísað til stjórnarskrárnefndarinnar og sofn- aði þar. Þjóðlitirnir hvítt og blátt Innan þings og utan, gerðu menn langt fram á nítjándu öld engan greinarmun á merki lands og fána. En 13. marz 1897 skrifaði Einar Benediktsson, skáld, grein í blað sitt Dagskrá; Íslenski fáninn, sem setti málið í alveg nýtt ljós. Einar benti á, að menn hefðu ekki gert glöggan greinarmun á fána Íslands og merki þess og því hafi spurningunni um verzlunar- fána verið illa blandað saman við spurninguna um, hvort ekki beri að afmá þorskmerkið sem ósæmilegt og ósamboðið einkenni lands og þjóðar. Einar fjallaði svo um merki ríkja og landa, þar sem alls konar dýr væru mjög tíðkanleg. „Fánar eru þar á móti alls annars eðlis,“ sagði Einar og kvað enga siðaða þjóð hafa dýrsmynd í versl- unarfána sínum. Þjóðlitir Íslands væru blátt og hvítt og því gætu Ís- lendingar tekið upp fána sem væri hvítur kross á bláum feldi. – Aftur væri fálkinn fagurt og þjóðlegt merki fyrir Ísland og ætti að setjast í stað þorsksins. Með þessari grein skaut Einar fálkann úr fánanum og beindi hon- um til skjaldarmerkis Íslands, þar sem kóngur lét hann setjast með konungsúrskurði 3. október 1903. Í stað fálkablæjunnar færði skáldið þjóð sinni Hvítbláinn. Einar hafði reyndar hampað hvítbláa fánanum fyrr; Á þrett- ándanum 1895 er sýnd í Breið- fjörðsleikhúsi í Aðalstræti, Fjala- kettinum, revía eftir Einar Benediktsson, Hjá höfninni. Guðjón Friðriksson segir í ævi- sögu Einars Benediktssonar: „Há- punkti nær revían í fjórða og síð- asta þætti þegar faldklædd yngismær kemur inn á sviðið með fána í annarri hendi en veldis- sprota í hinni og sest í hásæti. Eng- inn kannaðist við fánann sem ekki er hinn hefðbundni rauðhvíti danski fáni. Í stað rauða litarins er kominn heiðblár litur. Þennan fána hefur Einar fundið upp og látið Ólafíu Jóhannsdóttur, frændkonu sína, sauma eftir fyrirsögn sinni. Fram að þessu hafa Íslendingar varla imprað á því að fá sérstakan þjóðfána en þarna kemur í fyrsta sinn fram bláhvíti fáninn (hvítblá- inn) og markar þetta upphaf fána- baráttu Íslendinga.“ Reykjavíkurblöðin tóku revíu Einars vægast sagt misjafnlega og ekki vakti fáninn sérstaka eftirtekt. Sýningar urðu aðeins tvær. Næst bregður hvítbláa fánanum fyrir á þjóðminningunni í Reykja- vík 2. ágúst 1897. Þjóðhátíðin hefst með kappreiðum á Skildinganes- melum og segir Guðjón Friðriks- son, að meðfram hlaupabrautinni hafi verið komið fyrir smáfánum með hvítum krossi á heiðbláum feldi. Þetta eru fánar Einars og fjöl- skyldu. Síðar um daginn er gengin skrúðganga inn Laugaveginn, frá Lækjartorgi að Rauðará. „Mesta at- hygli í skrúðgöngunni vekur blá- hvíti fáninn sem kvenfélagið, undir stjórn þeirra Þorbjargar Sveins- dóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur, heldur hátt á loft. Fáninn var svo dreginn á stöng á Þingvelli sumarið eftir, 1898, þegar gisthúsið Valhöll var vígt, en annars var fálkamerkið haft þar í öndvegi. Næstu ár fer fánamálið hljótt. En Upp með þúsund radda brag Sá fáni, sem á heima- stjórnarárunum varð þjóðartákn okkar Ís- lendinga, var ekki fyrsti fáni þjóðarinnar. Það var fálkablæjan heldur ekki og ekki Hvítbláinn, heldur fáninn, sem Jör- undur hundadaga- kóngur lét draga að hún í Reykjavík 1809 „hvörs vyrdingu Vér viljum takast á hendur ad for- svara med Voru Lífi og Blódi.“ Morgunblaðið/KristinnÍsland | Rís þú unga Íslands merki. Eftir Freystein Jóhannsson Hannes Hafstein | Hann fékk 1913 dönsku stjórnina til að fallast á löggild- ingu íslenzks fána. Myndin er af Hannesi á afmælisdegi sínum; 4. desember 1915. Á veggnum hangir afmælisgjöf frá vinum hans; íslenzkur silkifáni og málverk eftir Þórarin Þorláksson af alþingishúsinu, með fánann við hún, í um- gerð skorinni út af Stefáni Eiríkssyni – efst í henni harpa, þá felld inn Fjall- konu-mynd úr fílabeini, en neðst gullskjöldur og á hann letrað „með þökk fyrir vel unnið starf í þarfir Íslands“. Júlíus Hafstein sagði greinarhöfundi, að Sig- urður Hafstein hefði sagt sér, að faðir sinn hefði lánað ýmsum, einstaklingum og félögum, fánann til brúks við hátíðleg tækifæri og úr einu slíku láni hefði fáninn ekki skilað sér. Leit Sigurðar bar engan árangur og ekki hafa heldur fundizt teikningar Hannesar Hafstein af þrílitum íslenzkum fána, sem hann dró um svipað leyti og Einar Benediktsson skrifaði fánagrein sína í Dagskrá. Fánanefndin 1913 | Þórarinn B. Þorláksson, Ólafur Björnsson, Jón J. Aðils, Matthías Þórðarson, sem fyrstur kynnti opinberlega þrílita fánann, sem nú er íslenzki fáninn. Fremst situr Guðmundur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.