Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 13
Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára | B 13 M ikill árangur náð- ist í baráttu ís- lenzkra kvenna fyrir jafnrétti á árum heima- stjórnarinnar. Gríðarlegvakning átti sér stað með- al kvenna á þessum tíma. Á heimastjórn- artímanum náðu konur öllum sömu meg- inréttindum til menntunar, embætta og stjórnmálaþátttöku og karlar, þótt enn væri langt í land með að ná fullu jafnrétti. Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra heima- stjórnarinnar, tók virkan þátt í baráttunni fyrir kvenréttindum og að því er virðist skiptu tengsl hans við baráttukonuna Bríeti Bjarnhéðinsdóttur þar talsverðu máli. Þann- ig varð það eitt af fyrstu embættisverkum Hannesar eftir að hann tók við ráðherra- dómi að undirrita reglugerð, sem m.a. veitti piltum og stúlkum jafnan aðgang að Lærða skólanum, sem upp frá því varð Mennta- skólinn í Reykjavík. Ekki er talið ósennilegt að Bríet hafi haft áhrif á þá gjörð, enda sagði hún frá því síðar að henni hefði verið sýnt uppkast að breytingunni. Um haustið 1904 varð Laufey Valdimarsdóttir, dóttir Bríetar, svo fyrst kvenna til að setjast á skólabekk í MR, en ein stúlka hafði áður lokið þar stúd- entsprófi utanskóla. Alllöngu áður, árið 1887, bað Bríet Hann- es, sem bjó þá í sama húsi og hún í Reykja- vík, að lesa yfir fyrir sig fyrirlestur, sem hún hélt í Góðtemplarahúsinu „um hagi og rétt- indi kvenna“. Hannes gerði engar athuga- semdir við þær hugmyndir, sem þar komu fram. Merk löggjöf 1911 Árið 1911 lagði Hannes Hafstein fram á Al- þingi frumvarp til laga, sem fólu í sér fyr- irvaralaust jafnrétti kynjanna til náms og allra opinberra embætta. Þessi lög þóttu einsdæmi í heiminum á sínum tíma og vöktu athygli víða um lönd. Er Hannes fylgdi frumvarpinu úr hlaði sagði hann m.a. í þing- ræðu: „En hitt viljum við koma í veg fyrir, að kona, sem sækir um embætti og bæði að andans og líkamans burðum er hæfari en mótkandidatinn, sé útilokuð af þeirri ástæðu einni, að hún er kona. Slíkt er hið hróplegasta ranglæti, sem mér finnst heilög skylda að nema úr lögum sem fyrst.“ Hann- es tók það jafnframt fram að Bríet hefði „vakið hann“ til þess að flytja frum- varpið. Sjálf skrifaði Bríet dóttur sinni, er málið var til með- ferðar á Alþingi: „Í dag á að ræða í neðri deild í síð- asta sinni og leggja smiðshöggið á lögin um aðgöngurétt kvenna að öllum skólum, styrkj- um og embættum. Efri deild breytti breytingartillögu nefndarinnar um að konur gætu ekki orð- ið prestar í samt lag. Jón Múli sagði í gær- kvöldi að frumvarpið yrði víst útkljáð og að lögum í dag. Húrra fyrir okkur konum! Og dálítið húrra fyrir okkur Hannesi Hafstein! Mér sem átti upptökin og fékk hann til að flytja það og honum einkum sem gerði það svona vel.“ Kosningaréttur 1915 Er Hannes mælti fyrir lögunum einstöku tók hann fram að það væri gert í tengslum við þau pólitísku rétt- indi konum til handa, sem hann gerði ráð fyrir að sama þing samþykkti, og átti þar við kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Al- þingi samþykkti vissulega lög um kosninga- rétt kvenna, en eins og ýmislegt annað þæfðist það mál í fjögur ár vegna deilna Dana og Íslendinga um sambandsmálið. Ákvæðin voru hluti víðtækara stjórnarskrár- frumvarps, sem ekki hlaut staðfestingu kon- ungs. Þegar nýtt stjórnarskrárfrumvarp var svo samþykkt 1913, varð það ofan á sem hafði verið fellt tveimur árum áður, að konur og hjú skyldu hafa náð fertugsaldri er þau fengju kosningarétt og kjörgengi. Aldurs- markið átti síðan að lækka um eitt ár á ári, þar sem almennum kosningaaldri, 25 árum, væri náð. Kristján X konungur staðfesti breytta stjórnarskrá hinn 19. júní árið 1915 og hefur dagurinn síðan verið helgaður kvennabaráttu. Kvennasigurinn mikli Íslenzkar konur nýttu sér ekki aðeins nýfenginn kosningarétt, heldur ekki síður kjörgengið. Frá 1882 höfðu ekkjur og ógiftar konur, sem stóðu fyrir búi eða áttu með sig sjálfar, haft takmarkaðan kosn- ingarétt til sveitar- stjórna. Sömu konur fengu kjörgengisrétt til sveitarstjórna 1902. Sárafáar nýttu hins vegar þessi réttindi. Bríet Bjarnhéðinsdóttir og ýmsar fleiri konur börðust mjög fyrir al- mennum kosningarétti kvenna til bæjarstjórnar í Reykjavík og náðist hann fram 1907, en náði reyndar ekki til vinnuhjúa, hvorki karla né kvenna. Árið 1909 fengu svo konur á landinu öllu kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna. Konur í Reykjavík bundust samtökum um að bjóða fram til bæjarstjórnarkosninganna 1908 og segir Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur í bók sinni, Veröld sem ég vil, að í þeim kosningaundirbúningi hafi reyk- vískar konur sýnt slíka samvinnu og sam- heldni að nær einsdæmi sé í sögu kvenrétt- inda á Íslandi. Árangurinn lét ekki á sér standa. Konurnar fjórar, sem stillt var upp á framboðslista, náðu allar kjöri, þær Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarn- héðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. Listinn hlaut 21,3% greiddra atkvæða og var ótví- ræður sigurvegari kosninganna með fjóra bæjarfulltrúa af 15. Eftir þetta voru sérstakir kvennalistar boðnir fram við bæjarstjórnarkosningar fram til 1916, en í síðustu kosningunum hlaut engin kona á listanum kosningu. Sig- ríður Erlendsdóttir segir: „Þegar litið er um öxl og hugað að ástæðunum fyrir hinu mikla fylgistapi Kvennalista á þessum árum hlýtur að koma í ljós að þær voru fyrst og fremst sú staðreynd að um þær mundir voru stjórn- málaflokkar að verða til hér á landi og konur tóku að skipa sér í flokka með sama hætti og karlar. Þar með var grundvellinum kippt undan kvennaframboðum þess tíma.“ Konur á þingi Fyrstu þingkosningarnar eftir að konur fengu kosningarétt til Alþingis voru lands- kjörið 1916, þar sem kjörnir voru sex þing- menn. Ein kona var í framboði, Bríet Bjarn- héðinsdóttir, sem þá var gengin til liðs við Heimastjórnarflokkinn og í 4. sæti á lista hans, sem fékk þrjá menn kjörna. Vegna breytinga, sem kjósendur gerðu á listanum, færðist hún niður í 5. sæti og komst því ekki á þing síðar, er breyting varð á efsta sæti listans. Bríeti féll þetta þungt og hún skrif- aði: „Mínum eftirmönnum í forystu kvenna verður ekki létt né of gott verk að koma kon- um að. Því við þetta allt bætist vantrú kvenna á sjálfar konurnar, öfund, sundur- lyndi og margt fleira fallegt.“ Landskjör fór aftur fram 1922 og var þá boðinn fram Kvennalisti. Hann hlaut 22,4% atkvæða og einn mann kjörinn, Ingibjörgu H. Bjarnason, sem síðar gekk til liðs við Íhaldsflokkinn. Hún var fyrsta íslenzka þing- konan. Heimildir: Sigríður Th. Erlendsdóttir: -Veröld sem ég vil: Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907–1992. Reykjavík 1993. Auður Styrkársdóttir: Kvennaframboðin á Íslandi 1908–1926. Reykjavík. www.heimastjorn.is Kvenfrelsisdagurinn | Konur í Reykjavík safnast saman á Austurvelli 19. júní 1919 til að fagna fjögurra ára afmæli kosningaréttar síns. Tími sigra í kven- frelsisbaráttunni Leiðtoginn | Bríet Bjarnhéðinsdóttir ’Húrra fyrir okkur konum!Og dálítið húrra fyrir okkur Hannesi Hafstein!‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.