Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 3

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 3
ÍSLANDSBANKI Hvar sem þú ert Í ár er liðin öld frá opnun gamla Íslandsbanka og upphafi heimastjórnarinnar sem markaði stórt skref þjóðarinnar til sjálfstæðis. Sá Íslandsbanki sem nú er starfræktur, og hvílir á traustum grunni forvera sinna, óskar landsmönnum öllum til hamingju með heimastjórnarafmælið. Fiskveiðasjóður Íslands Fiskveiðasjóður Íslands var stofnaður árið 1905 til að efla fiskveiðar og útveg. Sjóðurinn lánaði fé til kaupa á skipum og veiðarfærum og studdi margvíslegar aðgerðir til að bæta fiskveiðarnar. 100 ára fjármálasaga Útvegsbanki Íslands Iðnlánasjóður Verzlunarbanki Íslands Alþýðubankinn Íslandsbanki Fjárfestingarbanki atvinnulífsins Íslandsbanki - FBA Íslandsbanki Útvegsbanki Íslands hf. var stofnaður í apríl 1930 og yfirtók eignir og skuldir gamla Íslandsbanka sem var lokað skömmu áður. Útvegsbankinn átti sérstaklega að styðja sjávarútveg, iðnað og verslun. Í kreppunni milli 1930 og 1940 var Iðnlánasjóður stofnaður til að renna stoðum undir innlendan iðnað. Hann átti að lána til kaupa á vélum og stærri áhöldum en veitti einnig rekstrarlán. Vegur verslunar jókst eftir því sem leið á 20. öldina og var Verzlunarbanki Íslands hf. stofnaður árið 1961 að frumkvæði íslenskra kaupmanna. Árið 2000 sameinuðust Íslandsbanki og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. Með samrunanum varð til öflugasta fyrirtækið á íslenskum fjármálamarkaði og leiðandi afl í viðskiptalífinu. Íslenskt verkafólk eignaðist eigin banka árið 1971 þegar Alþýðubankinn hf. var opnaður. Markmið bankans var meðal annars að treysta atvinnuöryggi launafólks og efla atvinnuþróun. Íslandsbanki er í fararbroddi við að innleiða nýjungar á íslenskum fjármálamarkaði, nú síðast þegar bankinn keypti Sjóvá-Almennar tryggingar hf. með það að markmiði að auka þjónustu við viðskiptavini. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. hóf starfsemi sína 1998. Hann tók við starfsemi Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Markmiðið með stofnun FBA var að styrkja stoðir fjármála- markaðarins og draga úr eignarhaldi ríkisins. Tímamót urðu í fjármálalífi Íslendinga í ársbyrjun 1990 þegar stærsti einkabanki landsins leit dagsins ljós. Íslandsbanki hf. varð til við sameiningu Alþýðubanka, Iðnaðarbanka, Útvegsbanka og Verzlunarbanka. Íslandsbanki Gamli Íslandsbanki var opnaður 1904 á fæðingarári heimastjórnarinnar og var fyrsti hlutafélagsbanki landsins. Bankinn lagði grunn að eflingu sjávarútvegs og varð lyftistöng fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. á aldarafmæli heimastjórnar Íslendinga Iðnaðarbanki Íslands Iðnaðarbanki Íslands hf. var opnaður árið 1953 og hafði það hlutverk að styðja við verksmiðjuiðnað og handiðn í landinu. Iðnþróunarsjóður Árið 1970 ákváðu ríkisstjórnir Norðurlanda að stofna iðnþróunarsjóð fyrir Ísland til að auðvelda íslenskum iðnaði að aðlagast nýjum markaðsaðstæðum í kjölfar aðildar að EFTA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.