Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 14
14 B | Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára
L
andshöfðingjaembætt-
ið, sem lagðist niður
með heimastjórninni
1904, varð til í tilraun-
um dönsku stjórnar-
innar á árunum upp
úr 1870 til þess að styrkja land-
stjórnina á Íslandi, án þess að
ganga að þeim kröfum Íslendinga
sem þóttu stefna að því að kljúfa
Ísland út úr danska konungsrík-
inu. Landshöfðingjar störfuðu í
tæplega 31 ár og settu svo mikinn
svip á þann tíma að hann hefur
lengi verið kallaður landshöfð-
ingjatími. Embættinu gegndu þrír
menn, einn danskur af íslenskum
ættum og tveir Íslendingar. Sá síð-
asti þeirra, Magnús Stephensen,
hefur líklega ráðið manna mestu
um stjórn Íslands á sinni tíð, en
lenti þó í ónáð dönsku stjórnar-
innar af því að hann ætlaði sér
stærri hlut en þótti viðeigandi í
Kaupmannahöfn.
Stofnun lands-
höfðingjaembættis
Fyrirrennari landshöfðingja sem
æðsti umboðsmaður konungs-
valdsins á Íslandi var stiftamtmað-
ur. Síðustu öld embættisins sat
stiftamtmaður á Íslandi og hafði
með höndum æðstu stjórn lands-
ins innanlands. Stiftamtmenn
voru næstum allir danskir; Ólafur
Stephensen var eini Íslendingur-
inn sem var skipaður í embættið
varanlega, á árunum 1790–1806.
Árið 1865 kom nýr stiftamtmað-
ur til Íslands, Hilmar Finsen,
danskur maður að fæðingu og
uppeldi en sonarsonur Hannesar
Finnssonar, síðasta biskupsins í
Skálholti. Árið 1872 var ákveðið
með konungsúrskurði að leggja
stiftamtmannsembættið niður og
stofna í staðinn embætti lands-
höfðingja. Hilmar Finsen skipti
um embættisheiti 1. apríl árið eft-
ir.
Landshöfðingi hafði nokkru
meira sjálfstætt ákvörðunarvald
en stiftamtmaður hafði haft. Hér
var því verið að flytja völd frá
Kaupmannahöfn til Reykjavíkur.
Embættisheitið var líka valið
þannig að það dró fram sérstöðu
Íslands í konungsríkinu; titillinn
(landshövding, eins og hann var
kallaður á dönsku) var ekki not-
aður í Danmörku, en virðist hafa
verið sóttur til Svíþjóðar.
Sjálfstæðissinnaðir Íslendingar
höfðu því nokkra ástæðu til að
fagna stofnun landshöfðingjaemb-
ættis, en þeir sýndu engin merki
þess. Þegar Hilmar Finsen vaknaði
sem landshöfðingi í húsinu við
Lækjartorg sem nú er kallað
Stjórnarráðshús sá hann (eða
kannski var það vinnukonan) að
svört dula hafði verið dregin að
hún á fánastönginni við húsið.
Þegar betur var skoðað sást að þar
hékk líka dauður hrafn, og á dul-
una var skrifað: Niður með lands-
höfðingjann. Á samkomu skóla-
pilta í Latínuskólanum viku síðar
hindruðu piltarnir félaga sinn með
ofbeldi í að mæla fyrir minni
landshöfðingja. Landshöfðingi
svaraði með því að neita að styrkja
samkomuna og setti ofan í við
rektor fyrir að þola svall og
óspektir skólapilta. Jón Ólafsson
ritstjóri skrifaði svo hastarlega um
landshöfðingja að hann var
dæmdur í fangelsi fyrir og greip til
þess ráðs að flýja land til Ameríku.
Þetta var kallað landshöfðingja-
hneykslið og eru einhverjar fyrstu
pólitísku mótmælaaðgerðirnar á
Íslandi.
Skýringar á þessari ólgu er að
leita í þeirri stöðu sem sjálfstæð-
ismál Íslendinga var í. Nokkrum
árum fyrr, árið 1867, hafði litið út
fyrir að samkomulag hefði tekist í
deilu Dana og Íslendinga: Alþingi
yrði að löggjafarþingi um sérmál
Íslendinga, en ráðherravald í þeim
málum yrði framvegis í Kaup-
mannahöfn. Þetta samkomulag
fór út um þúfur í bili, en var í
meginatriðum lögfest í tveimur
áföngum, með stöðulögunum svo-
kölluðu, sem konungur staðfesti í
byrjun árs 1871, og með stjórn-
arskrá um sérmál Íslands, sem
konungur gaf Íslendingum, að ósk
Alþingis, árið 1874.
Stofnun landshöfðingjaembætt-
is var liður í þessari endurskipu-
lagningu á stöðu Íslands í ríkinu.
Danska þingið hafði samþykkt
stöðulögin einhliða án atbeina Al-
þingis eða nokkurrar íslenskrar
stofnunar, og það sárnaði þjóð-
ernissinnuðum Íslendingum gríð-
arlega. Stofnun landshöfðingja-
embættis með konungsúrskurði
leit út sem framhald þeirrar stefnu
að Danir segðu einir fyrir um
stöðu Íslands innan konungsrík-
isins. Það vakti óhjákvæmilega
reiði, eins þótt breytingarnar
stefndu í sjálfstæðisátt.
Starfssvið
Hlutverki landshöfðingja má
skipta í þrennt. Í fyrsta lagi var
hann yfirmaður embættismanna
og miðstöð embættiskerfisins á Ís-
landi. Hann átti að sjá um að
embættum væri þjónað sómasam-
lega, tók við skýrslum frá embætt-
ismönnum og steypti þeim saman
í skýrslur til ráðuneytanna í Kaup-
mannahöfn. Hann tók við reikn-
ingum frá gjaldheimtumönnum
ríkisins á landinu og sá um land-
sjóðinn.
Í öðru lagi hafði landshöfðingi
úrskurðarvald í ýmsum minni
háttar málum sem heyrðu í eðli
sínu undir ráðherra. Hann skar úr
ágreiningi milli sveitarfélaga, gaf
fólki leyfi til að giftast, ættleiða
börn og skilja, og sá um fram-
kvæmd íslenskra sérmála, að svo
miklu leyti sem fjárlög heimiluðu.
Landshöfðingjaskrifstofan varð
þannig nokkurs konar undirráðu-
neyti og hefur átt að bæta fyrir
strjálar samgöngur milli Íslands og
höfuðborgar ríkisins.
Loks átti landshöfðingi að gera
tillögur til ráðherra um sérmál Ís-
lands. Þar má nefna veitingu emb-
ætta, sem fól í sér lyklavöld að
embættisframa á landinu. Einnig
átti hann að gera tillögur um hvort
ráðherra réði konungi til að stað-
festa lagafrumvörp frá Alþingi eða
synja þeim, og gátu fylgt því mikil
pólitísk völd áður en þingræðis-
stjórn komst á. Danski Íslandsráð-
herrann í Kaupmannahöfn hafði
jafnan lítinn áhuga á íslenskum
málum, enda gegndi hann öðru og
mikilvægara ráðuneyti jafnframt,
dómsmálaráðuneyti Dana. Ef ekki
var þeim mun ráðríkari embætt-
ismaður í Íslandsráðuneytinu
hlaut landshöfðingi að hafa mikil
völd í Íslandsmálum. Landshöfð-
ingi sat á Alþingi án atkvæðisréttar
sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Landshöfðingi hafði einn fastan
starfsmann, landshöfðingjaritara.
Þar að auki fékk hann til skrif-
stofuhalds í upphafi 1.200 ríkisdali
á ári, jafnvirði þokkalegra mennta-
mannslauna, auk embættisbú-
staðar þar sem hann hafði skrif-
stofu sína. Hann hefur því getað
ráðið sér að minnsta kosti einn
skrifstofumann auk ritara síns.
Sjálfur fékk landshöfðingi í upp-
hafi 4.000 ríkisdala laun, auk 1.200
ríkisdala í risnu. Þá hafði hann
jörðina Arnarhól til ábúðar og gat
bæði leigt út slægjur og haft eina
eða tvær kýr í fjósi.
Landshöfðingjarnir
Finsen og Thorberg
Fyrsti landshöfðinginn, Hilmar
Finsen, fæddist árið 1824 og var
því rúmlega fertugur þegar hann
fluttist til Íslands. Áður hafði hann
verið bæjarfógeti í Sønderborg á
eyjunni Als í hertogadæminu Slés-
vík, en misst atvinnuna þegar
Prússar og Austurríkismenn tóku
Slésvík af Dönum í styrjöld árið
1864. Þá fór hann á eftirlaun
danska ríkisins uns hann var
sendur til Íslands. Landshöfð-
ingjaembætti gegndi Hilmar í tíu
ár. Þá fékk hann embætti yfirborg-
arstjóra í Danmörku, en árið eftir
varð hann innanríkisráðherra
Dana og gegndi því starfi í eitt ár.
Hann lést árið 1886.
Framan af taldist Hilmar til
þjóðernis-frjálshyggjumanna í
stjórnmálum, og heldur í frjáls-
lyndari kanti þeirra. En varla hefði
hann fengið ráðherraembætti árið
1884 ef hann hefði ekki þótt
traustur íhaldsmaður; ríkisstjórnin
sem þá var við völd undir forystu
gósseigandans Estrups var harð-
asta íhaldsstjórn sem réð í Dan-
mörku eftir að lýðræðisþróun
hófst í landinu.
Í íslenskum söguritum hefur
Hilmar Finsen fengið fremur gott
orð. Þó fer litlum sögum af verk-
um hans í landshöfðingjaembætti.
Má halda því fram að hann hafi
markað þá stefnu sem var haldið
að miklu leyti allan landshöfð-
ingjatímann, að embættið væri
framtakslaust um verklegar fram-
kvæmdir. Sú stefna var auðvitað
síður en svo nokkur nýjung, en í
samanburði við grannlöndin var
hún að verða tilfinnanlega úrelt.
Eftirmaður Hilmars Finsen á
landshöfðingjasessi var Bergur
Thorberg. Hann var prestssonur
frá Hvanneyri í Siglufirði, fæddur
árið 1829, og hafði klifið stiga
embættiskerfisins hratt og örugg-
lega, lesið lögfræði í Kaupmanna-
höfn, fengið vinnu í íslensku
stjórnardeildinni þar, komið við
stuttlega í ritstjórn Nýrra félagsrita
Jóns Sigurðssonar, orðið amtmað-
ur, fyrst í Vesturamti en síðar í
sameinuðu Suður- og Vesturamti,
setið á Alþingi sem konungkjör-
inn. Hann var skipaður landshöfð-
ingi í maí 1884 en naut þess að-
eins í tæp tvö ár, því að hann lést
snemma árs 1886. Bergur var vin-
sæll maður en líklega fremur at-
kvæðalítill. Ekki mun hann hafa
látið mikið til sín taka í landshöfð-
ingjaembætti.
Magnús Stephensen
Þriðji og síðasti landshöfðinginn
var Magnús Stephensen. Hann var
Magnússon sýslumanns í Vestur-
Skaftafellssýslu og síðar Rangár-
vallasýslu, fæddur árið 1836.
Magnús faðir hans var sonur Stef-
áns Ólafssonar Stephensen, ís-
lenska stiftamtmannsins sem var
nefndur hér á undan. Má segja að
þeir Ólafur og Magnús sonar-son-
ar-sonur hans marki upphaf og
endi Stefánungaveldisins á Ís-
landi. Framabraut Magnúsar var
svipuð þeirri sem fyrirrennari
hans hafði fetað: lögfræði við
Kaupmannahafnarháskóla, starf í
íslensku stjórnardeildinni ásamt
setu í ritstjórn Nýrra félagsrita,
dómarastarf í Landsyfirrétti í
Reykjavík, með setu á Alþingi sem
konungkjörinn, amtmannsemb-
ætti í Suður- og Vesturamti og
landshöfðingjaembætti 1886.
Magnús Stephensen sat í tæp 18
ár sem landshöfðingi og setti lang-
mestan svip á embættið. Orð fór
af því að hann safnaði að sér liði
trúrra stuðningsmanna og nýtti
ótæpilega áhrif sín á embættaveit-
ingar til þess að tryggja sér fylgi
embættismanna. Orðin lands-
höfðingjaflokkur, landshöfðingjal-
ið og landshöfðingjaklíka urðu al-
Síðustu embættis
Fulltrúi Danakonungs | Magnús Stephensen, síðasti og áhrifamesti landshöfðinginn, í einkennisbúningi embættisins.
Landshöfðingjatíminn leið undir lok
með tilkomu heimastjórnar 1904
Eftir Gunnar Karlsson