Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 9
Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára | B 9
H
inn 24. september
1903 skrifaði Al-
berti Íslandsráð-
herra Hannesi
Hafstein og bað
hann að sigla sem
fyrst til Kaupmannahafnar til við-
ræðna um málefni Íslands. Hannes
var einn af leiðtogum Heimastjórn-
arflokksins og sigldi hann tafarlaust
með gufuskipinu Lauru til Kaup-
mannahafnar þar sem Alberti bauð
honum að verða fyrsti ráðherra Ís-
lands.
Heimastjórnarflokkurinn hafði
þingmeirihluta en þar sem margir
þingmenn hans töldu sig kallaða til
embættisins höfðu þeir ekki treyst
sér til þess að ákveða hver þeirra
mundi hreppa hnossið. Því varð Al-
berti að velja „að eigin geðþótta“
einn þeirra og varð Hannes fyrir
valinu.1 Eitt af fyrstu verkefnum
ráðherrans var að velja næstæðsta
embættismanninn, landritarann.
Landritaraembættið var nýtt og
voru öll störf landritarans unnin í
umboði ráðherra. Ráðherra Íslands
þurfti oft að fara til Kaupmanna-
hafnar „til þess að bera upp fyrir
konungi í ríkisráðinu lög og mikil-
vægar stjórnarráðstafanir“ eins og
stóð í stjórnarskránni. Á meðan var
landritarinn staðgengill hans á Ís-
landi og sat meira að segja á þingi í
hans stað en á ábyrgð ráðherra. Eitt
þýðingarmesta starf landritara var
að undirbúa frumvörp landsstjórn-
ar sem lögð voru fyrir Alþingi.
Jafnframt var landritarinn for-
stöðumaður Stjórnarráðsins og
hafði yfirumsjón með skrifstofun-
um þremur. Þegar heimastjórn
komst á lögðust m.a. amtmanns-
embættin niður. Féllu þá ýmis fyrri
störf amtmanna í hlut landritara,
t.d. sá hann um að ganga frá eign-
um ómyndugra og ólögráða erf-
ingja og fór hann í eftirlitsferðir til
sýslumanna og bæjarfógeta til að
athuga hvort embættisfærslur væru
í lagi. Stjórnskipunarlögin frá 1903
gengu tryggilega frá því hvað gera
skyldi ef ráðherra Íslands létist í
embætti en þá „gegnir landritarinn
… ráðherrastörfum á eigin ábyrgð,
þangað til skipaður verði nýr ráð-
herra.“ stendur í 1. grein. Landrit-
araembættið var einstætt í sögu Ís-
lands. „Staða landritarans var í raun
og veru nokkuð einkennileg og
óvenjuleg … var hann eins konar
vararáðherra, en þó ópólitískur,“
segir í Stjórnarráðssögunni.2
Hannes valdi Heimastjórnar-
manninn Klemens Jónsson, sýslu-
mann Eyfirðinga og bæjarfógeta á
Akureyri, sem landritara. Bréfa-
skipti Hannesar og Klemensar um
ráðstöfun embættanna hafa varð-
veist og birtast hér. Hannes skrifaði
Klemensi tvö bréf, hið fyrra um
borð í Lauru þegar skipið var statt í
Firth of Forth rétt fyrir komuna til
Leith, hið síðara frá Reykjavík 26.
nóvember 1903. Vegna erfiðra sam-
gangna þorði Hannes ekki annað
en að senda Klemensi tvö bréf. Hér
birtist fyrra bréfið, dagsett 17. nóv-
ember 1903.
Kæri vin.
Eins og þú ef til vill þegar hefur
frjett, fór jeg utan með „Lauru“ um
daginn. Það var eptir áskorun Al-
bertis,3 eins og þú munt sjá í dönsku
blöðunum, og var það erindi hans,
að fela mjer ráðherraembættið.
Hann hafði ekki látið neinn vita um
þetta, að undanteknum Konungin-
um og Deuntzer,4 fyrr en eptir að
hann hafði fengið telegram um að
jeg væri kominn til Leith. Það er
hjerumbil víst, að Valtýr5 gjörði sjer
vonir fram til þess síðasta dags; þeir
Björn Jónsson6 o. fl. höfðu agíterað
ákaft, án þess að fá bein afsvör, og
hver má vita, nema Valtýr hafi haft
einhverja átyllu til vona sinna, eins
og jeg síðan mun segja þjer munn-
lega. Þegar jeg kom til Hafnar var
þegar búið að staðfesta stjórnar-
skrána og fyrirkomulagslögin, og
senda þau heim með „Vestu“ með
ordre til landshöfðingja7 um að
birta þau þannig, að þau öðlist gildi
1. febrúar næstkomandi. Það þarf
því að flýta öllu þannig, að nýja fyr-
irkomulagið yrði byrjað þann dag.
Jeg var presenteraður fyrir Kon-
unginum,8 sem accepteraði mig, og
hef jeg fengið officiel tilkynningu
frá Alberti um, að Konungur hafi
ályktað að útnefna mig frá og með
þeim degi að telja, er lögin öðlast
gildi. Jafnframt er mjer veitt umboð
til að gjöra allt sem þarf til þess að
hin nýja stjórn geti tekið til starfs 1.
feb[rúar], þar með talið að consti-
tuera embættismenn, ráða skrif-
stofulið o.s.frv.
Nú er hið fyrsta og merkasta sem
fyrir liggur, að fá rjettan mann til
landritunarstöðunnar, sem er sú af-
armikilsvarðandi. Þjer mun ef til vill
vera kunnugt, að þar eru skiptar
skoðanir, eins og gengur, og einn
heldur þessum fram, annar hinum.9
Jeg er enn og hef stöðugt verið
sömu skoðunar eins og jeg lauslega
ljet í ljósi við þig í þingbyrjun í sum-
ar, að jeg kýs helst þig, og er því efni
þessa brjefs að spyrja þig, hvort þú
viljir takast landritaraembættið á
hendur.
Ef þú, sem jeg fastlega vona, vilt
sinna þessu, þá verður þú að mæta
mjer í Reykjavík í seinni hluta jan-
úarmánuðar helst um það leyti sem
„Laura“ kemur því með henni kem-
ur inventaríið í stjórnarskrifstofurn-
ar. Við þurfum þá báðir að fara
landveg, þú frá Akureyri, jeg frá Ísa-
firði, og trúi jeg ekki öðru en að við
klárum það. Svo verð jeg að sigla
með „Lauru“ í feb[rúar] til að taka
við, og fela þjer allt heima. Jeg sendi
þetta brjef með „Agli“ frá Höfn, en
af því að jeg þori ekki að treysta því
absolut, að það skip komi á rjettum
tíma, mun jeg einnig senda expres
til þín frá Reykjavík, og vona svari
með honum; jeg vona að þú látir
það ekki verða til fyrirstöðu, þó að
landritarastaðan geti eigi samrýmst
þingmennsku. – Svarið verð jeg að
fá til Ísafjarðar, ef það mót von , er
neitandi. Ella lætur þú sendimann-
inn fara beint til Reykjavíkur aptur
og býst jeg við að hitta þig þar, í síð-
asta lagi fyrir 1. febrúar. Ólafur Hall-
dórsson, sem hefði átt kost á ráð-
gjafaembættinu ef hann hefði
viljað, heldur forstöðu skrifstofunn-
ar í Höfn.10
Í von um góða framtíð og góða
samvinnu,
þinn einlægan vin
H Hafstein
[P.S.] Langbezt, að þú afhendir
sýslumannsembættið11 definitivt,
áður þú fer[ð] suður. Amtm[aður]12
constituerar fyrst um sinn ein-
hvern. HH
Hinn 10. desember 1903 sendi
Klemens Jónsson eftirfarandi bréf
frá Akureyri til Hannesar Hafstein.
Kæri vin!
Fyrst af öllu óska jeg þjer af heil-
um hug og hjarta til hamingju.
Brjef þitt frá Leith kom með Egil í
fyrra kveld, sendimaðurinn í gær-
kveld eptir 13 daga ferð. Jeg skal svo
strax víkja að aðalefninu. Jeg þakka
þjer fyrir þitt mjög svo virðulega til-
boð, og tek því, í því fulla trausti og
með þeirri sannfæringu, að við gæt-
um unnið saman til eflingar lands-
ins. Jeg skal játa það, að jeg hafði frá
því fyrsta aðeins eina Betænkelig-
hed, og hún er sú sama og þú getur
um í báðum brjefum þínum nefni-
lega þingmennskuna, jeg tek mjer
það mjög mærri að þurfa að leggja
hana niður, er mjer hefur alltaf ver-
ið það fullljóst, að ólíkt gæti eigi
samrýmst; en í síðara brjefinu segir
þú, að minnsta kosti eigi sem „þjóð
kjörinn“! Þetta hvort möguleiki er
fyrir því, að maður geti setið á þingi
sem konungkjörinn, hlakka ég til að
dröfta við þig. Jeg skal, ef jeg held
lífi og heilsu, vera kominn til
Reykjavíkur þann 24. jan[úar]., það
er sjálfsagt, að jeg skila embættinu
definitivt það er hvort sem er sá
allra besti tími. Jeg hefi talað við
amtmann um það, hann er ekki
glaður. Stefán kennari13 tekur því
með ró, og segir, að sjer detti ekki í
hug, að vera á móti þjer að óreyndu,
E[inar] Hjörl[eifsson] hefi jeg ekki
sjeð síðan, og Norðurland eigi kom-
ið út.14
Jeg finni svo ekki ástæðu til að
orðlengja þetta, jeg vona að jeg
komi til Reykjavíkur, rjett á eptir, að
þú lest þetta brjef, og geymi allt,
sem jeg hef að segja, til þess er ég
get munnlega framflutt það, ein-
ungis get ég sagt þjer eitt, sem jeg
ímynda mjer, að mundi fá þitt Bi-
fald, að menn hjer, þeir sem hafa
eitthvað að segja eru að hugsa um
Finn15 fyrir þingmann hjer, þetta var
lauslegt umtal áður. Hver verða á
minn aflöser16 hefi jeg ekki hugsað
neitt um ennþá. Jeg hjelt ekki leið-
arþing af ástæðum sem ég skal
segja þjer munnlega, það var útaf
árás Stefáns kennara á mig, sem
gerði það um leið að verkum, að
hann kemur ekki mikið í mitt hús.
Jæja, það er ótal margt, sem jeg
þyrfti að ræða um við þig, en sleppi
því öllu þangað til við finnumst.
Altsvo vertu blessaður, hittumst
heilir í Reykjavík í janúar.
Þinn einl. vin
Kl. Jónsson
Klemens Jónsson gegndi landrit-
araembættinu í þrettán ár, öll þau
ár sem embættið var við lýði. Það
var lagt niður árið 1917 þegar fyrsta
þriggja ráðherra stjórnin var skip-
uð.
Heimildir:
1 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jóns-
son, Íslandssaga til okkar daga (reykja-
vík, 1991), bls. 321. Sjá ennfremur Krist-
ján Albertsson, Hannes Hafstein.
Æfisaga (Reykjavík, 1985) 2.útg. I, bls.
356-58.
2 Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands
1904–1964 (Reykjavík, 1969), bls. 73–74,
325–327.
3 Peter Adler Alberti (1851–1932) dóms-
málaráðherra Dana og jafnframt Ís-
landsráðherra.
4 Johan Henrik Deuntzer (1845–1918) ut-
anríkis- og forsætisráðherra Dana.
5 Dr. Valtýr Guðmundsson (1860–198)
prófessor og alþingismaður, leiðtogi
Framfaraflokksins, í andstöðu við
Heimastjórnarflokkinn. Við hann er
„Valtýskan“ kennd.
6 Björn Jónsson (1846–1912) ritstjóri Ísa-
foldar.
7 Magnús Stephensen (1836–1917) lands-
höfðingi 1886–1904.
8 Kristján IX.
9 Sjá Kristján Albertsson, Hannes Hafstein.
I, bls. 363. Í sjálfsævisögu sinni ritar
Klemens að tilnefning hans í embættið
hafi verið skilyrði fyrir ráðherradómi
Hannesar.
10 Ólafur Halldórsson (1855–1930) var
skrifstofustjóri í hinni íslensku stjórn-
ardeild í Kaupmannahöfn 1889–1904.
Hann lét af því embætti 27. janúar 1904
en stýrði síðan afgreiðslu skrifstofu
stjórnarráðsins í Kaupmannahöfn til
1909.
11 Bæjarfógetinn á Akureyri var jafnframt
sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu.
12 Páll Briem (1856–1904) var amtmaður í
Norður- og Austuramtinu.
13 Stefán Jóhann Stefánsson (1863–1921)
var árið 1903 kennari í Möðruvallaskóla
og annar þingmaður Skagfirðinga.
14 Einar Hjörleifsson Kvaran (1859–1938)
skáld var ritstjóri Norðurlands á Ak-
ureyri frá 1901–1904.
15 Finnur Jónsson (1858–1934), bróðir
Klemensar. Finnur var prófessor í nor-
rænu við Kaupmannahafnarháskóla en
varð aldrei þingmaður.
16 Páll V. Bjarnason var settur sýslumaður í
Eyjafjarðarsýslu í nokkra mánuði 1904
en þá var Guðlaugur Guðmundsson
(1856–1913) skipaður sýslumaður og
jafnframt bæjarfógeti á Akureyri.
Ráðherra
og landritari
Samstarfsmenn | Hannes Hafstein og Klemens Jónsson í heimsókn um
borð í dönsku varðskipi í Reykjavíkurhöfn.
Gleðifregnin | Blöðin prentuðu fregnmiða þegar stórfréttir bárust, eins og
þennan um skipan embætta ráðherra og landritara.
Tilboð um embætti | Bréf Hannesar
til Klemensar Jónssonar.
’Það er hjerumbil víst, að Valtýr gjörði sjer vonirfram til þess síðasta dags; þeir Björn Jónsson
o. fl. höfðu agíterað ákaft, án þess að fá bein af-
svör, og hver má vita, nema Valtýr hafi haft ein-
hverja átyllu til vona sinna, eins og jeg síðan
mun segja þjer munnlega.‘
Eftir Önnu Agnarsdóttur
Höfundur er dósent í sagnfræði við
Háskóla Íslands.
Svar Klemensar | Verðandi landrit-
ara þótti miður að láta af þing-
mennsku.
HEIMASTJÓRN 1904
Sýningin er unnin í samvinnu
við Þjóðminjasafn Íslands.
Sýningar eru opnar alla daga
frá kl. 11:00-17:00
Heimastjórn 1904 -
sýning í Þjóðmenningarhúsinu
frá 3. febrúar til
31. desember 2004.