Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 4
4 B | Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára Þ egar ég fæddist stjórn- aði Hannes Hafstein landinu. Þannig byrj- ar fyrsta smásagan; Snúist til varnar Ís- landi, í fyrra smá- sagnasafni Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra; Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Nú stjórnar Davíð Oddsson landinu úr því húsi, sem byggt var yfir íslenzka fanga, en hýsti svo fyrsta ráðherrann og odd- vita stjórnarinnar allar götur síðan. Smásaga Davíðs, þótt hann færi hana frá sér í tíma og rúmi, geymir mynd af Hannesi Hafstein, sem greypzt hefur í huga höfundarins. Þess má nefnilega sjá víða merki, að forsætisráðherrann vitnar í ræðu og riti til fyrsta ráðherrans. – Af hverju þetta dálæti á Hann- esi Hafstein? „Ég hreifst af Hannesi Hafstein strax sem barn. Föðuramma mín talaði töluvert um hann, en hún og Hannes voru þremenningar. Hún fann mikið til þessa skyldleika við sig og þá mig líka. Ég vissi snemma, að Hannes var óvenjulegur maður; hann var fyrsti ráðherrann okkar, hann var leiftr- andi baráttumaður. Og hann var þjóðskáld. Það var eitthvað heillandi við hann. Ég er enginn sérfræðingur í honum, en ég hef sterka tilfinningu fyrir því að hann hafi verið góður maður, örugglega ekki gallalaus, en ég held að það sé ekki bara fjarlægðin, sem gerir þetta fjall í mannsmynd svo blátt.“ Karlmennska og ögrun – Er dálæti þitt á Hannesi Haf- stein að einhverjum hluta sprottið af hlutskiptum ykkar í stjórnmál- um og skáldskap? „Það hangir nú í því að nefna skáldskapinn mín megin. Ég verð alltaf órólegur, þegar menn taka sér skáldanafn í munn um mig.“ – En þú ert eini ríkisoddvitinn sem auk hans hefur fengizt við fag- urbókmenntir. „Á okkur Hannesi er augljós munur hvað skáldskapinn varðar. Ég hef gaman af skáldskap. Hann aftur á móti var og vissi að hann var þjóðskáld. En ég hugsa að í gegnum áhuga á skáldskap almennt megi segja að ég finni til eins konar samkenndar með honum.“ – Hvað heillar þig í ljóðum hans? „Í ljóðum hans og skáldskap er svo bullandi bjartsýni og oft mjög stutt í kímni og glettni.“ – Hvaða kvæði stendur þér næst? „Kvæðið Stormur hefur alltaf staðið mér nærri. Þar finnast mér fara saman karlmennskuviðhorf og kraftmikil ögrun við óvinnandi öfl. Annars mætti velja mörg önnur kvæði, til dæmis eftirmælaljóðin, sem sýna svo vel tryggð hans og væntumþykju í garð samferða- mannanna. Og hann er hvergi með vol eða víl. Samt fór hann ekki varhlutann af alls konar djöfulgangi, þótt við höldum öðru á lofti nú.“ – En hvað um pólitíkina? „Ég tel mig geta borið mig saman við hann sem stjórnmálamann, að því leytinu sem ég sinni stjórnmál- unum af ákefð og ábyrgð. Hann var ráðherra í upphafi ald- ar og ég í lok hennar. Hins vegar var hann annálað glæsimenni, en ég hef nokkrum sinnum verið valinn verst klæddi maður þjóðarinnar!“ Ekki maður smælkisins – Hvernig maður telur þú að Hannes hafi verið? „Hann var glaðvær og naut sín vel í góðra vina hópi. Hann var fjölskyldumaður og ríkulega tengdur við maka sinn, eins og sjá má af kvæðum hans og því, hversu honum fór aftur við að missa konuna. Hann var stór í sniðum, á engan hátt maður smælkisins eða titt- lingaskítsins, sem flækist fyrir svo mörgum í íslenzkri umræðu fyrr og síðar og Hannes Hafstein fékk svo sem að kenna á. En menn heilluðust af honum og það hefur án efa aukið honum sjálfstraust. Ég hef ekki fengið þá tilfinningu, að hann með alla sína hæfileika hafi verið hrokafullur; hann hafi ekki hreykt sér úr hófi fram, þótt hann hafi farið nærri um getu sína og stærð. Það er sagt að í riti Kristjáns Al- bertssonar um Hannes sé ekkert að finna nema lof og prís, hann fjalli ekki um neina galla. Kristján svar- aði þessu sjálfur á þá leið, að hann hefði svo gjarnan viljað segja bæði kost og löst á manninum, en bara ekki fundið neina lesti í hans fari. Eitt nefnir Kristján Albertsson þó. Hann segir að Hannesi hafi ekki verið sýnt um skjalavörzlu. Og fyrst Kristján orðar það svo má ætla að Hannes hafi verið afskaplega léleg- ur á þessu sviði. Af þessu hef ég gaman, því mér er afskaplega ósýnt um þetta sjálfum. Starfsfólkið þarf að passa vel upp á mig, að ég labbi bara ekki með skjölin út úr stjórn- arráðinu. Menn sjá við þessu með því að láta mig bara hafa ljósrit! Mér finnst gott að eiga þó þetta sameiginlegt með fyrsta ráðherran- um!“ – Hvernig stjórnmálamaður telur þú að Hannes hafi verið? „Hann var réttur maður, á rétt- um stað, á réttum tíma. Hann var mikið happaverk Morgunblaðið/RAXForsætisráðherrann | Davíð Oddsson segir, að Hannes Hafstein ráðherra hafi verið réttur maður, á réttum stað, á réttum tíma. Eftir Freystein Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.