Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 12
12 B | Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára
H
eimastjórnartíma-
bilið einkenndist
öðru fremur af
því að víglínur
stjórnmálanna
voru um margt
óskýrar og voru sífellt að breytast.
Flokkarnir sem störfuðu á þessum
tíma höfðu ekki tekið á sig mynd
eiginlegra stjórnmálaflokka í nú-
tímaskilningi þess orðs. Flokkarnir
voru sífellt að breyta um nafn og
alls kyns klofningur var tíður. Að
nokkru leyti má segja að stjórn-
málaþróunin hafi einkennst af því
að sambandsmálið var óleyst. Þótt
afar mikilvægt skref hafi verið stig-
ið með heimastjórn og tilkomu
fyrsta íslenska ráðherrans árið
1904 var öllum ljóst að það skref
var ekki sú framtíðarlausn sem Ís-
lendingar leituðu eftir. Stjórnmála-
átökin á heimastjórnartímabilinu
snerust því að stórum hluta um að
finna þessa framtíðarlausn á sam-
bandi Íslands og Danmerkur.
Segja má að í öllum meginatrið-
um hafi verið allgóð samstaða
meðal Íslendinga alla 19. öld um
þær kröfur sem gerðar voru til
Dana um aukið sjálfstæði. Stefna
Jóns Sigurðssonar naut víðtæks
stuðnings og eftirmenn hans héldu
uppi hans merki. Undir lok aldar-
innar komu hins vegar fram tillög-
ur sem áttu eftir að sundra þessari
samstöðu. Tillögurnar voru settar
fram í þeim tilgangi að koma mál-
um á hreyfingu, en lítið hafði gerst
í sjálfstæðismálinu frá árinu 1871
þegar stöðulögin voru sett. Þessar
nýju tillögur, sem voru settar fram
af dr. Valtý Guðmundssyni alþing-
ismanni, urðu strax mjög umdeild-
ar og skiptu mönnum upp í flokka.
Tillögur Valtýs gengu út á að Ís-
lendingar fengju sérstakan ráð-
gjafa, búsettan í Kaupmannahöfn
með setu á Alþingi. Hann átti að
vera ábyrgur gagnvart því. And-
stæðingar tillögu Valtýs töldu hana
ganga of skammt og að með henni
væri verið að færa valdið úr landið.
Auk þess var mikil andstaða gegn
því að íslensk mál væru borin upp í
ríkisráði Dana. Nánar er fjallað um
þetta atriði í grein Jóns Þ. Þórs
framar í þessu blaði.
Heimastjórn eða
Hafnarstjórn
Tillögur Valtýs skiptu mönnum
upp í flokka og segja má að með
þeim verði til fyrsti vísir að stjórn-
málaflokkum á Íslandi. Stuðnings-
menn Valtýs voru gjarnan kallaðir
Valtýingar, en sjálfir nefndu þeir
flokk sinn Stjórnarbótarflokk. And-
stæðingar Valtýs voru ekki mjög
samstæður hópur, en sameinuðust
um að berjast gegn tillögum hans. Í
þessum hópi voru í fyrsta lagi
stuðningsmenn Benedikts Sveins-
sonar sýslumanns, sem hafði leitt
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga frá
því að Jón Sigurðsson lést árið
1879. Í öðru lagi voru í flokknum
stuðningsmenn Magnúsar Steph-
ensens landshöfðingja. Í þriðja lagi
skipuðu sér í flokkinn nokkrir af
helstu forystumönnum kaup-
félagshreyfingarinnar. Um alda-
mótin var farið að kalla þennan
flokk Heimastjórnarflokk. Nafnið
er rökrétt framhald af baráttu
flokksins sem snerist fyrst og
fremst um að landinu yrði stýrt frá
Íslandi en ekki frá Kaupmanna-
höfn. Andstæðingar Valtýs kölluðu
raunar flokk hans stundum Hafn-
arstjórnarflokk.
Með falli hægristjórnarinnar í
Danmörku árið 1901 var í reynd
búið að kippa fótunum undan
stjórnmálabaráttu Valtýs því nýja
stjórnin lýsti vilja til að fallast á
kröfuna um íslenskan ráðherra
sem yrði búsettur í Reykjavík.
Hlutverki Valtýs í íslenskum stjórn-
málum var því lokið þegar Hannes
Hafstein var orðinn ráðherra. Nýir
menn tóku við forystuhlutverkinu í
flokki Valtýs sem áfram barðist
gegn Heimastjórnarflokknum en
nú á breyttum forsendum.
Flokkurinn sem stuðningsmenn
Valtýs mynduðu gekk undir ýms-
um nöfnum, Stjórnarbótarflokkur,
Framfaraflokkur og Framsóknar-
flokkur, en í lok Alþingis 1905
sendu 11 þingmenn, sem mynd-
uðu kjarnann í flokki Valtýs, frá sér
ávarp í nafni Þjóðræðisflokksins. Í
ávarpinu var stjórn Hannesar Haf-
steins gagnrýnd og settar fram
kröfur um aukið sjálfstæði. Enn
harðari kröfur um sjálfstæði komu
þó frá Landvarnarflokknum sem
stofnaður hafði verið 1902, en
hann átti einn þingmann á Alþingi
árið 1903, sr. Sigurð Jensson. Sig-
urður var eini þingmaðurinn á Al-
þingi sem greiddi atkvæði gegn
frumvarpinu um heimastjórn.
Þessir tveir flokkar gengust fyrir
Þingvallafundi árið 1907 þar sem
mótuð var róttæk stefna í sam-
bandsmálinu. Og 1908 stofnuðu
þessir tveir flokkar nýjan flokk sem
fékk nafnið Sjálfstæðisflokkur
(stundum kallaður Sjálfstæðis-
flokkurinn fyrri til aðgreiningar frá
Sjálfstæðisflokknum sem stofnað-
ur var 1929 og enn starfar).
Þessi nýi flokkur bauð fram í
kosningunum 1908 þar sem kosið
var um Uppkastið svokallaða, en
um það hafði tekist allgóð sam-
staða í milliþinganefndinni sem
starfaði í Kaupmannahöfn frá febr-
úar til maí 1908. Með Uppkastinu
var stefnt að því að finna varanlega
lausn á sambandi Íslands og Dan-
merkur. Nokkrir af forystumönn-
um Þjóðræðisflokksins studdu
Uppkastið og í þeirra hópi var eng-
inn annar en Valtýr Guðmundsson.
Það kom þó ekki í veg fyrir að um
Uppkastið sköpuðust einar hörð-
ustu pólitísku deilur sem orðið
hafa hér á landi.
Í alþingiskosningunum 1908
riðluðust fylkingar; menn sem
höfðu verið andstæðingar sneru
saman bökum og fyrrum samherj-
ar börðust harðri baráttu. Eins og
áður segir studdu ýmsir stuðnings-
menn Valtýs Hannes Hafstein í
kosningunum. En það kvarnaðist
líka úr Heimastjórnarflokknum og
munaði þar líklega mest um Hann-
es Þorsteinsson, ritstjóra Þjóðólfs,
sem sneri baki við Hannesi og
barðist gegn honum með öllum
þeim ráðum sem hann kunni.
Sjálfstæðisflokkurinn sigraði í
kosningunum og fékk meirihluta á
Alþingi. Hannes Hafstein varð að
segja af sér, en Björn Jónsson, rit-
stjóri Ísafoldar, varð ráðherra. Það
kom hins vegar fljótlega í ljós að
Danir voru ekki tilbúnir til að
ganga lengra til móts við kröfur Ís-
lendinga í sjálfstæðismálum og því
tókst hinum nýju ráðamönnum
ekki að þoka því máli áfram.
Í kosningunum haustið 1911
hafði Heimastjórnarflokkurinn sig-
ur og varð Hannes Hafstein ráð-
herra árið eftir. Hann reyndi á ný
að finna lausn á sambandsmálinu
og minnugur átakanna um Upp-
kastið leitaði hann nú eftir sam-
stöðu við fyrrum andstæðinga
sína. Þetta leiddi til stofnunar Sam-
bandsflokksins en hann studdu
auk Hannesar menn eins og Björn
Jónsson, fyrrum ráðherra, og Valtýr
Guðmundsson. Flokkurinn ætlaði
sér að ná fram breytingum á Upp-
kastinu og lagði fram frumvarp
sem var uppnefnt Bræðingurinn
eða Grúturinn. Danir voru hins
vegar ekki reiðubúnir að gera frek-
ari tilslakanir og málinu var því
enn á ný frestað. Við þessi málalok
leystist Sambandsflokkurinn upp.
Stuðningsmenn hans gengu þá
ýmist í Heimastjórnarflokkinn eða
Sjálfstæðisflokkinn á ný eða í ný-
stofnaðan Bændaflokk.
Óskýrar víglínur í stjórnmálum
Stjórnmálaþróun á Heimastjórnartíma-
bilinu einkenndist af því að ekki var búið
að finna framtíðarlausn á sambandi Ís-
lands og Danmerkur. Sambandsmálið
varð til þess að flokkarnir klofnuðu, þeir
skiptu um nafn og reynt var að sameina
gömlu flokkana á nýjum grunni.
Forystumenn Íslendinga og Dana | Efst til vinstri eru Stefán Stefánsson
skólameistari og Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti. Lengst til vinstri í þriðju
röð er Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra, og fyrir miðju í þeirri röð er
Hannes Hafstein ráðherra. Þriðji til hægri í neðstu röð er Skúli Thoroddssen
alþingismaður og við hlið hans er Lárus H. Bjarnason hæstaréttardómari.
H
in pólitíska barátta á Ís-
landi í upphafi 20. ald-
ar var að stærstum
hluta háð í blöðunum.
Blöðin mótuðu umræðu um póli-
tík og áhrif þeirra sem stýrðu
blöðunum voru mikil. Þetta sést
kannski best á því að Björn Jóns-
son ritstjóri annars stærsta blaðs
landsins, Ísafoldar, varð ráðherra
næst á eftir Hannesi Hafstein og
einn af þeim sem kepptu við hann
um ráðherraembætti var ritstjóri
Þjóðólfs.
Þessi tvö blöð, Þjóðólfur og Ísa-
fold, voru stærstu og áhrifamestu
blöð landsins um aldamótin 1900.
Útgáfa Þjóðólfs hófst bylting-
arárið 1848 og varð blaðið áhrifa-
mikið undir stjórn Jóns Guð-
mundssonar sem studdi allajafna
eindregið stefnu nafna síns.
Hannes Þorsteinsson keypti Þjóð-
ólf árið 1892, en hann hafði þá
aldrei áður komið nálægt blaða-
mennsku. Honum tókst engu að
síður að gefa út öflugt blað. Hann-
es keypti prentsmiðju af Einari
Benediktssyni eftir að hann gafst
upp á blaðamennsku, en Einar
stofnaði undir lok 19. aldar blaðið
Dagskrá sem var fyrsta dagblaðið
á Íslandi. Árið 1904 var upplag
Þjóðólfs um 2.400 blöð og áskrift-
arverðið var fjórar krónur. Blaðið
studdi eindregið Heimastjórn-
arflokk Hannesar Hafstein.
Hitt stóra blaðið á Íslandi, Ísa-
fold, var stofnað í kjölfar þeirra
pólitísku hræringa sem urðu í
kjölfar setningar stöðulaganna
svokölluðu árið 1873. Ritstjóri
þess var fátækur bóndasonur úr
Barðastrandarsýslu, Björn Jóns-
son. Hann stundaði laganám í
Kaupmannahöfn en lauk ekki
prófi. Birni tókst fyrir stuðning
góðra manna að kaupa til lands-
ins prentsmiðju sem styrkti mjög
fjárhagslegan grunn blaðsins því
Ísafoldarprentsmiðja náði á
skömmum tíma undirtökum í
prentiðnaðinum í Reykjavík. Ísa-
fold efldist hægt og sígandi í tíð
Björns en áskrifendur blaðsins
voru flestir rúmlega 2.000. Björn
ritstjóri tók virkan þátt í stjórn-
málum og undir lok 19. aldar
studdi hann eindregið málstað dr.
Valtýs Guðmundssonar. Flokkur
Valtýs var af andstæðingum hans
stundum kallaður Ísafold-
arklíkan.
Engir kærleikar voru með Birni
ritstjóra og Hannesi Hafstein, en
það var ýmislegt fleira en pólitík
sem varð til þess að efla andstöðu
Björns við Hannes og Heima-
stjórnarflokkinn. Hið íslenska
prentarafélag, sem stofnað var
1897, var ósátt við þau launakjör
sem greidd voru í Ísafoldarprent-
smiðju. Þetta varð til þess að
prentararnir stofnuðu eigin
prentsmiðju. Nýja prentsmiðjan
fékk mikla lánafyrirgreiðslu frá
Landsbankanum, en honum
stýrði Tryggvi Gunnarsson, móð-
urbróðir Hannesar Hafsteins. Til
viðbótar ákváðu stjórnvöld árið
1902 að bjóða út opinberar aug-
lýsingar sem Ísafold hafði haft frá
1886 og í kjölfarið missti Ísafold-
arprentsmiðja prentun Alþing-
istíðinda.
Stefnubreyting Þjóðólfs
En það voru fleiri blöð gefin út á
Íslandi en Þjóðólfur og Ísafold.
Eitt þeirra var Þjóðviljinn sem
gefinn var út á Ísafirði af Skúla
Thoroddsen. Skúli átti í hörðum
deilum við Magnús Stephensen
landshöfðingja og í þeim deilum
tók Björn, ritstjóri Ísafoldar, af-
stöðu gegn Skúla. Gekk um tíma á
með miklum skömmum milli
þeirra í Ísafold og Þjóðviljanum.
En eftir að Valtýr Guðmundsson
setti fram nýjar tillögur um sam-
band Íslands og Danmerkur
gengu bæði Björn og Skúli til liðs
við hann og urðu pólitískir sam-
herjar. Skúli var alla tíð mjög
andsnúinn Hannesi Hafstein og
saman börðust Skúli og Björn
gegn Uppkastinu árið 1908.
En það var ekki bara á Ísafirði
sem voru gefin út blöð um alda-
mótin. Blómleg blaðaútgáfa var á
Seyðisfirði á þeim tíma. Um tíma
voru þar gefin út tvö blöð, annað,
Bjarki, studdi Valtýskuna svoköll-
uðu en hitt, Austri, var henni
andsnúið. Bjarki var upphaflega
undir ritstjórn Þorsteins Erlings-
sonar skálds, en um aldamótin
tók Þorsteinn Gíslason við rit-
stjórn. Þorsteinn varð árið 1906
ritstjóri Lögréttu sem studdi ein-
dregið Heimastjórnarflokkinn.
Það sama gerði einnig blaðið
Reykjavík sem var undir stjórn
Jóns Ólafssonar sem lengi hafði
komið að blaðaútgáfu á Íslandi.
Það hefði því mátt draga þá álykt-
un að Heimastjórnarflokkurinn
væri með öfluga stöðu í fjölmiðla-
heiminum þar sem hann var
studdur af þremur blöðum, Lög-
réttu, Reykjavík og Þjóðólfi. En
ekki var allt sem sýndist. Eftir að
Hannes Hafstein varð ráðherra
stirðnaði sambúð Þjóðólfs og
Heimastjórnarflokksins og þegar
mest á reið, í umræðunni um
Uppkastið árið 1908, sneri Þjóð-
ólfur algerlega við blaðinu og
barðist af hörku gegn Hannesi.
Þetta átti eftir að hafa örlagaríkar
afleiðingar því það var fast í mörg-
um að Þjóðólfur hefði verið mál-
gagn Jóns Sigurðssonar og tóku
því mikið mark á því sem blaðið
sagði um sambandsmál Íslands og
Danmerkur. Þjóðólfur og Ísafold,
ásamt Þjóðviljanum börðust því
gegn Hannesi í kosningunum
1908. Stuðningsblöð Heima-
stjórnarflokksins, Lögrétta og
Reykjavík, höfðu miklu minni út-
breiðslu en hin blöðin og máttu
sín lítils. Þetta átti mikinn þátt í
kosningaósigri Heimastjórn-
arflokksins árið 1908.
Prentun | Margir störfuðu við prentun blaðanna um aldamótin.
Blöðin voru vettvangur
hinnar pólitísku baráttu