Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
YFIRLÝSING FORSETANS
Forseti Íslands segir í yfirlýsingu
að hann hafi ályktað að forsæt-
isráðuneytið óskaði hvorki eftir
beinni framgöngu né sérstakri þátt-
töku forseta Íslands í atburðum sem
tengdust 100 ára afmæli heima-
stjórnar. Hann segir að á und-
anförnum áratugum hafi ætíð verið
haft náið samráð við forsetaemb-
ættið um undirbúning hátíðarhalda
sem þessara en að nú hafi verið tek-
in upp önnur vinnubrögð.
Flestir styðja frumvarp
Samþykkt var sérstakt afbrigði á
Alþingi í gær svo taka mætti frum-
varp um sparisjóði til fyrstu um-
ræðu og flýta afgreiðslu þess. Allir
þingmenn studdu að það yrði gert
nema Pétur Blöndal en hann sat hjá.
Uppnám í Ísrael
Tillaga Ariels Sharons, forsætis-
ráðherra Ísraels, um að flytja alla
ísraelska landtökumenn frá Gaza
hefur vakið mikinn úlfaþyt meðal
harðlínumanna í Ísrael, jafnt innan
sem utan ríkisstjórnar og í Lik-
udflokki Sharons. Hóta þeir að fella
stjórnina en Sharon íhugar aftur að
bera málið undir þjóðaratkvæði.
Myndi hann vinna það auðveldlega
samkvæmt skoðanakönnunum. Þá
hefur Verkamannaflokkurinn boðist
til að styðja hann í þessu máli.
Yfirmenn mun færri
Yfirmenn Landspítala eru 252
samkvæmt samantekt spítalans, eða
um 6,6% af heildarfjölda starfs-
manna, en ekki 1.089 eða 28,7% af
starfsmannafjölda eins og fram kom
í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
mat á árangri sameiningar sjúkra-
húsanna í Reykjavík er kom út í nóv-
ember síðastliðnum.
Bensín hækkað
Stóru olíufélögin þrjú hafa verið
að hækka sjálfsafgreiðsluverð á
bensínstöðvum sínum á ný eða
lækka þann afslátt sem veittur er.
Almennt hefur lítrinn af bensíni þeg-
ar menn dæla sjálfir hækkað úr
93,70 í 96,90 krónur eða um 3,20
krónur eða 3,4%.
Kerry á sigurbraut
Bandaríski öldungadeild-
arþingmaðurinn John Kerry virðist
vera á góðri leið með að tryggja út-
nefningu sem forsetaefni demó-
krata. Sigraði hann í fimm ríkjum af
sjö í forkosningum þeirra í fyrradag.
John Edwards og Wesley Clark
héldu velli en svo virðist sem fjarað
hafi undan Howard Dean.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónustan 35
Erlent 16/19 Viðhorf 36
Heima 20 Minningar 39/43
Höfuðborgin 21 Kirkjustarf 44
Akureyri 22 Bréf 48
Suðurnes 23 Dagbók 50/51
Austurland 24 Staksteinar 50
Landið 25 Sport 52/54
Daglegt líf 26/27 Fólk 56/61
Listir 28/29 Bíó 58/61
Umræðan 30/38 Ljósvakamiðlar 62
Forystugrein 32 Veður 63
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ ákvað í gær,
að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar, að auka
heildarloðnukvóta yfirstandandi vertíðar úr 555
þúsund tonnum í 635 þúsund tonn. Loðnukvóti ís-
lenskra skipa eykst við þetta um 135 þúsund tonn
eða í 497 þúsund tonn en það er nærri 270 þúsund
tonnum minni kvóti en á síðustu vertíð.
Ákvörðun þessi er tekin að loknum mælingum
hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar út af
austur- og norðausturmiðum. Alls mældust í leið-
angrinum 780 þúsund tonn af kynþroska loðnu.
Miðað er við að 400 þúsund tonn af loðnu verði skil-
in eftir til hrygningar. Eftir þessa aukningu loðnu-
kvótans er hlutur íslenskra loðnuskipa orðinn rúm
497 þúsund tonn á þessari vertíð en upphafsúthlut-
un var rúm 362 þúsund tonn. Nú er því bætt 135
þúsund tonnum við fyrra aflamark. Loðnukvóti ís-
lenskra skipa á síðustu vertíð var 765 þúsund tonn.
Erlendum skipum verður eftir aukningu kvótans
heimilt að veiða 138 þúsund tonn af loðnu innan ís-
lenskrar landhelgi á vertíðinni. Veiði þau ekki þann
kvóta innan tilskilins tíma rennur hann til íslenskra
skipa. Hins vegar verður að teljast líklegt að er-
lendu skipin muni veiða það sem þeim er heimilt,
fjölmörg norsk skip eru nú á miðunum fyrir austan
land, enda eru loðnuveiðar í Barentshafi ekki heim-
ilar á þessu ári.
Kraftur í manneldisvinnslunni
Teitur Gylfason, deildarstjóri uppsjávarfisks hjá
SÍF, segir að vissulega hefði verið best að auka
kvótann sem mest út frá markaðslegum forsend-
um, enda séu nú markaðir fyrir frosnar loðnuafurð-
ir afar hagstæðir. Hann segir að aukningin í gær
muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á markaðinn.
„Loðnufrystingin fór af stað með talsverðum krafti
á vertíðinni og menn virðast vera að nýta kvótann
mjög vel til manneldis. Það er jafnvel útlit fyrir að
framboðið verði meira en á síðustu vertíð. Það eru
góðir markaðir fyrir frosnar loðnuafurðir núna en
það er mat okkar að það sé mikilvægt að menn eigi
eftir kvóta þegar kemur að hrognatöku. Það felast
miklir framtíðarhagsmunir í því að framleiða mikið
af hrognum í ár til að sinna þeim mörkuðum sem
byggðir hafa verið upp á undanförnum árum,“ segir
Teitur.
Loðnukvóti íslenskra skipa aukinn um 135 þúsund tonn
270 þúsund tonnum
minni kvóti en í fyrra
MARON Björnsson, skipstjóri á nóta- og tog-
veiðiskipinu Guðmundi Ólafi ÓF, segist ekki
hafa skoðun á því hver loðnukvótinn eigi að vera
en gagnrýnir aðferðirnar sem notaðar eru til að
ákvarða heildarkvótann.
„Það er vonlaust að vinna eftir þessu,“ segir
Maron. „Ég held að þessi vísindi séu, því miður,
svo haldlítil að við getum ekki byggt neitt á
þeim. Ég get ekki frekar en vísindamennirnir
fullyrt hvað er mikið af fiski í sjónum. Ég veit að
við höfum veitt eitthvert meðaltal sl. 20 ár og við
höfum farið í gegnum allar mögulegar gerðir af
loðnuvertíðum, frá því að veiða ekkert og upp í
að veiða milljón tonn þremur árum seinna, en
það segir mér ekkert um það hvað hefur verið
mikið af fiski í sjónum á þessum tímapunkti.
Þessi tonnatala sem kemur núna segir mér held-
ur ekki neitt því þeir hafa ekki hugmynd um,
frekar en við, hvað er mikið af fiski í sjónum.“
Segir ekki hægt að
byggja á mælingunum
HESTAMENN þjálfa hesta sína á
sléttri gljánni víðsvegar á landinu
og sprettu þessir fákar úr spori á
ísilögðu Pollenginu skammt frá
Fellskoti í Biskupstungum. Heim-
ilisfólkið í Fellskoti virtist njóta
reiðtúrsins jafnvel og hestarnir,
enda veður gott þótt gola biti kinn
og gott útsýni yfir snæviþakið
Bjarnafellið.
Hver veit nema reiðmönnunum
hafi dottið í hug orð Bjarna Hall-
dórssonar frá Uppsölum í Skaga-
firði þegar hann orti:
Fjörið blikar augum í,
aldrei hik í spori.
Lundin mikil, hrein og hlý,
hlaðin kviku þori.Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Hestar á
hálum ís
MATTHÍAS Viðar
Sæmundsson, bók-
menntafræðingur og
dósent í íslensku við
Háskóla Íslands, lést
þriðjudaginn 3. febr-
úar síðastliðinn, 49 ára
að aldri.
Matthías Viðar
fæddist í Reykjavík 23.
júní 1954. Foreldrar
hans voru Guðrún
Árný Guðmundsdóttir
húsmóðir og Sæmund-
ur Bergmann Eli-
mundarson, sjúkraliði
og kaupmaður, en fóst-
urforeldrar Jóhanna Guðmundsdóttir
matráðskona og Sigurður Sigurðsson
verkamaður.
Að loknu stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1974 tók
Matthías Viðar BA-próf í almennri
bókmenntafræði og íslensku frá Há-
skóla Íslands 1979 og cand.mag.-próf í
íslenskum bókmenntum 1980 auk
þess sem hann stundaði nám í sam-
anburðarbókmenntum við háskólann í
Montpellier í Frakklandi 1978.
Veturinn 1974 til 1975 var Matthías
Viðar kennari við Grunnskóla Ólafs-
víkur. Hann kenndi við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja 1981 til 1982, við
Fjölbrautaskóla Suðurlands 1983 til
1985, hann var lektor í ís-
lensku við háskólann í
Róm á Ítalíu 1983, lektor í
íslenskum bókmenntum
við HÍ 1985 til 1991 og
dósent frá 1991. Auk þess
var hann umsjónarmaður
menningarþátta í Sjón-
varpinu 1982 til 1984,
bókmenntagagnrýnandi
1981 til 1986 og flutti
vikulega pistla um menn-
ingarmál í Ríkisútvarp-
inu 1990 til 1991.
Eftir Matthías Viðar
liggja nokkrar frum-
samdar bækur og hann sá
um útgáfu á öðrum og ritstýrði. Hann
gerði nokkrar heimildamyndir fyrir
sjónvarp og hélt fjölda erinda, meðal
annars um íslenska bókmenntasögu,
hrollvekjur, galdra, heimspeki og ým-
is íslensk skáld. Þá hefur birst eftir
hann fjöldi greina og ritgerða í blöð-
um, tímaritum og bókum frá 1980.
Matthías Viðar var stofnandi og
formaður Kistunnar, vefrits um listir
og fræði, frá 1999 og formaður ís-
lenskuskorar við heimspekideild HÍ
2000 til 2002.
Eftirlifandi eiginkona Matthíasar
Viðars er Steinunn Ólafsdóttir leik-
kona. Hann lætur einnig eftir sig dótt-
ur þeirra og stjúpdóttur.
Andlát
MATTHÍAS VIÐAR
SÆMUNDSSONEKIÐ var á 7 ára gamla stúlku
þar sem hún gekk yfir Miklubraut-
ina á gatnamótum Lönguhlíðar og
Miklubrautar um kl. 11 í gær-
morgun. Stúlkan dróst með bílnum
um 13 metra en reyndist þrátt fyr-
ir það lítið slösuð. Hún var flutt
með sjúkrabíl á slysadeild en
meiðsli hennar eru ekki talin al-
varleg.
Ekið á 7 ára stúlku
á Miklubraut