Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 28
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Um hva› snúast stjórnmál?
Kynntu flér máli› í Stjórnmálaskóla Sjálfstæ›isflokksins í Valhöll
mánudags-, flri›judags- og fimmtudagskvöld frá 9. til 25. febrúar.
Dagskráin er á heimasí›u Sjálfstæ›isflokksins, www.xd.is
Skráning og nánari uppl‡singar í síma 515 1700/515 1777 og á netfangi disa@xd.is
- borgarmálin
- listina a› hafa áhrif
- flokksstarfi›
- menntun og menningarmál
- heilbrig›isfljónustu
- umhverfismál
- listina a› vera lei›togi
- efnahagsmál
- utanríkismál
- sjávarútvegsmál
Fyrirlestrar og umræ›ur, m.a. um
Sjálfstæ›isflokkurinn
Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
sími 515 1700
www.xd.is
Í SÍÐASTA mánuði var gerður
kostunarsamningur um einn
stærsta styrk einkaaðila til ein-
staks menningarverkefnis hér á
landi þegar Björgólfur Thor Björg-
ólfsson og Listasafn Reykjavíkur
undirrituðu samkomulag um fjár-
stuðning Björgólfs Thors og eign-
arhaldsfélagsins Samsonar við
uppsetningu á sýningu Ólafs Elías-
sonar, Frost Activity, sem nú
stendur yfir í Hafnarhúsinu. Styrk-
upphæðin skiptir milljónum.
En kostunarsamningurinn er
ekki einhliða, því á móti styrk
Björgólfs Thors og Samsonar kem-
ur veglegt framlag Ólafs Elíasson-
ar fyrir milligöngu listasafnsins til
Landsbanka Íslands. Í mótframlag-
inu felst, að Ólafur Elíasson lánar
Landsbankanum verk eftir sjálfan
sig til allt að þriggja ára sam-
kvæmt samkomulagi. Því má segja
að Ólafur Elíasson hafi með fram-
lagi sínu greitt fyrir því að samn-
ingurinn milli Listasafns Reykja-
víkur og Björgólfs Thors yrði að
veruleika. Þá vildu Björgólfur
Thor og Samson, sem er leiðandi
fjárfestir í Landsbankanum, leyfa
bankananum að njóta ávinnings
samningsins, þar sem Samson
hefði ekki aðstöðu til að hýsa slíkt
verk. Óvenjulegt mun einnig þykja
hve lánstími verksins er langur, en
algengt er að listamenn geri slíka
samninga til eins árs.
Ólafur Elíasson mun sjálfur
verða með í ráðum um hvaða verk
hans verður sett upp í Landsbank-
anum, og ákvæði mun vera um, að
útfærsla verksins samræmist hans
listrænu kröfum. Landsbankinn
mun sjá um kostnaðarhliðina á
uppsetningu verksins fyrir milli-
göngu Björgólfs Thors og Sam-
sonar.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hafa ýmsar hugmyndir
verið ræddar í þessu sambandi,
meðal annars sú, að Landsbankinn
fái Ólaf til að skapa nýtt verk fyrir
nýjar aðalstöðvar bankans, sem
rætt er um að verði byggðar innan
tíðar, en gert var ráð fyrir að verk
Ólafs yrði þar. Fari svo, að Ólafur
skapi nýtt verk sérstaklega fyrir
rými í fyrirhugaðri byggingu, er
ólíklegt annað en að það verði þar
áfram. Í samkomulaginu mun vera
ákvæði um það, að eftir þriggja
ára lánstíma verði lánsfyr-
irkomulagið endurskoðað og samið
um greiðslur. Listasafn Reykjavík-
ur hefur lýst því yfir hversu mik-
ilvægt það er þegar ný kynslóð
kaupsýslumanna, sem Björgólfur
Thor fer fyrir, tekur forystuna í
stuðningi við lista- og menningarlíf
á Íslandi og að rætt sé um þessi
mál með jákvæðu hugarfari, svo
gjörningur sem þessi verði fremur
öðrum til eftirbreytni en úrtölusök.
Verk eftir Ólaf Elíasson
í nýjum Landsbanka
Morgunblaðið/Jim Smart
Björgólfur Thor Björgólfsson, Ólafur Elíasson og Eiríkur Þorláksson, for-
stöðumaður Listasafns Reykjavíkur, við undirritun kostunarsamningsins.
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
kvöld eru haldnir í samvinnu við Myrka mús-
íkdaga. Leikin verða fjögur íslensk verk, þar af
verða tvö frumflutt, og eitt hefur ekki heyrst á Ís-
landi fyrr.
Fyrsta verkið er Flow and Fusion eftir Þuríði
Jónsdóttur, en það var pantað hjá henni eftir að
hún hafði borið sigur úr býtum í tónsmíðakeppni
Zucchelli á Ítalíu, þar sem hún býr. Verkið var
frumflutt í Bologna, samið fyrir meðalstóra hljóm-
sveit og þrjá slagverksleikara, sem hún segir hafa
mikið að gera, og tvo saxófóna. „Ég reyni að afmá
hefðbundna stefjanotkun í verkinu, – og stefjaúr-
vinnslu, og þessa hefðbundnu retorík eða samtal
hljóðfæra. Ég leita frekar eftir ákveðnu litaflæði
til að skapa ákveðna hljóðmynd. Litirnir hafa
ólíka áferð, renna saman úr ólíkum áttum, mynda
nýtt hljóð og gefa eitthvað nýtt af sér í framhaldi
af því. Ég ímyndaði mér þetta eins og hraun-
tungur sem flæða saman úr ólíkum áttum, storkna
og verða að kletti. Þetta ferli sjáum við bæði í
náttúrunni, í líkama okkar og svo til dæmis þegar
málmar eru bræddir saman.“
Þuríður var mjög ánægð eftir að hafa heyrt
hljómsveitina renna í gegnum verkið. „Ég er
ánægð með það og held að það sé nokkuð lýsandi
fyrir þá hljóðmynd sem ég hafði í maganum og vil
koma á framfæri. Ég held að það sé réttlátt að
dæma mig sem tónsmið út frá þessu verki.“
Þetta er í fyrsta sinn sem Sinfóníuhljómsveitin
leikur verk eftir Þuríði, og segir hún það mikinn
heiður fyrir sig og ánægju að fá að njóta svo fram-
úrskarandi hljómsveitar.
Samið í verbúð númer fimm
Baulurif er undirtitill sjöttu sinfóníu Finns
Torfa Stefánssonar, en Baulurif eru mið á miðjum
Faxaflóa sem tónskáldið þekkir vel. „Sumarið áð-
ur en ég byrjaði á verkinu átti ég trillu og reri frá
Akranesi út á Baulurif, þar sem ég lagði mín net
og dró. Baulurif eru vel staðsett fyrir miðjum fló-
anum, þó nokkuð innarlega, og í góðu veðri sér
maður allan fjallahringinn. Svo er það auðvitað
sjórinn og fuglarnir, múkkinn og svartfuglinn og
hvalurinn. Þegar svo þokan kemur eða sólin leikur
í duggunni er þetta alveg eins og að vera í töf-
raævintýri.“ Finnur Torfi segir að þrátt fyrir
nafngiftina sé verkið engin náttúrulýsing, heldur
bara abstrakt tónlist. „Þó vildi svo til, að þegar ég
fór að semja verkið hafði ég aðstöðu í verbúð núm-
er 5 við Suðurbugtina – ódýrasta plássið sem ég
gat fengið í bænum – og var innan um trillukarl-
ana og trilluna mína, þá fannst mér eins og það
hlyti að síast einhvern veginn inn í músíkina. En
hún er þó fullkomlega abstrakt.“
Finnur Torfi segir sinfóníur sínar, sem nú eru
orðnar sjö, verða einfaldari með tímanum. „Þetta
er sennilega síðasta flókna sinfónían; – ég sé það
þegar hljómsveitin er að æfa, að verkið gerir mikl-
ar kröfur til spilaranna. En það er alveg rosalega
gaman að heyra þetta lifna við – ég er nú hræddur
um það – og gaman að vera hér innan um þessa
músíkanta.“
Þriðja verkið á efnisskránni er Endurskin úr
norðri op. 40 eftir Jón Leifs, samið 1952, á erfiðum
tímum í lífi tónskáldsins. Í verkinu má vel greina
áhrif íslensks tónlistararfs; rímnalaga og tví-
söngs, en þó með þeim persónulega blæ sem ein-
kennir verk Jóns.
Lokaverkið á tónleikunum er nýtt, – Sinfóníetta
eftir Þórð Magnússon. Þórður segir verk sitt
fremur hefðbundið en framúrstefnulegt. „Ég spila
með mismunandi litbrigði hljómsveitarinnar til að
kalla fram mismunandi stemmningar,“ segir
Þórður um verk sitt. „Mér finnst verkið segja ein-
hverja sögu, þótt ég viti í rauninni ekki hver sú
saga er. Það er söguþráður í því.“
Þórður segir það hafa verið mjög gaman að
fylgjast með æfingum hljómsveitarinnar og heyra
verkið lifna við, en þetta er í fyrsta sinn sem
hljómsveitin leikur verk eftir hann. „Þetta er ein-
hver besti skóli sem maður getur komist í, að
fylgjast með hljómsveit æfa verkið sitt. Auðvitað
sér maður alltaf eitthvað sem manni finnst hefði
getað farið betur, en það er líka gott að sjá hvað
það er sem skotliggur.“
Ánægð að heyra verkin lifna við
Morgunblaðið/Ásdís
Tónskáldin Þórður Magnússon, Þuríður Jóns-
dóttir og Finnur Torfi Stefánsson á æfingu SÍ.
SÝNING Ólafs Elíassonar í
Astrup Fearnley-safninu í Ósló
fær góðar viðtökur hjá almenn-
ingi þar í landi að því er net-
miðill hins norska Dagsavisen
hefur eftir Gunnari Kvaran,
stjórnanda safnsins. En um
13.000 gestir hafa heimsótt
safnið frá byrjun janúarmán-
aðar, er stjórnendur Astrup
Fearnley hættu að rukka sýn-
ingargesti um aðgangseyri.
Að sögn Gunnars er ókeypis
aðgangur þó langt í frá eina
ástæða þessa mikla gesta-
fjölda, en þess má geta að um
40.000 sýningargestir heim-
sóttu Astrup Fearnley-safnið
allt síðasta sýningarár, og tel-
ur hann sýningar Ólafs og
norsku listakonunnar Vibeke
Tandberg eiga stóran þátt í
þessari miklu aðsókn. „Við lít-
um svo á að þessar tvær sýn-
ingar séu mikilvæg kynning á
þessari nýju skipan,“ sagði
Gunnar og vísar til gríðarlegra
vinsælda Ólafs um þessar
mundir, m.a. á sýningu hans í
Tate Modern sem talið er að í
kringum ein milljón manna
hafi heimsótt.
Sýning
Ólafs í Astr-
up Fearnley
vel sótt
Lögberg nefnist safnrit sem geymir
greinar um rannsóknarverkefni kenn-
ara við lagadeild Háskóla Íslands. Rit-
ið er tileinkað Sigurði Líndal, sem var
prófessor við lagadeild Háskóla Ís-
lands frá 1972 til 2001 og for-
stöðumaður Lagastofnunar í 25 ár.
Greinarnar fjalla um fjölbreytileg
efni á mörgum mikilvægum sviðum
lögfræðinnar og byggjast á rann-
sóknum greinarhöfunda og gefa til
kynna hvað rannsóknarverkefni í lög-
fræði eru í raun margvísleg. Má nefna
greinar um grundvallarreglur stjórn-
sýsluréttarins, þ.e. meðalhófsregluna
og andmælaregluna. Greinar um
tölvupóst starfsmanna og einkalífs-
vernd, notkun söluveðs í viðskiptum
birgja, réttaröryggi fatlaðra á Íslandi
og alþjóðlegar skuldbindingar um
loftslagsbreytingar og íslenskur rétt-
ur. Gerð er gerð grein fyrir jafnræð-
isreglunni og áhrifum hennar á frjálsa
för fólks innan EES og vanda smá-
þjóða í evrópsku samstarfi. Þá er í rit-
inu að finna greinar á sviði stjórnskip-
unarréttar, eignaréttar, kröfuréttar,
refsiréttar, réttarfars, vörumerkjarétt-
ar og réttarsögu auk umfjöllunar um
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og
Alþjóðavinnumálastofnunina.
Útgefandi er Lagastofnun HÍ.
Safnrit
Morgunblaðið/Þorkell
Viðar Már Matthíasson prófessor, formaður stjórnar Lagastofnunar, af-
hendir Sigurði Líndal eintak af bókinni. Með þeim er Páll Skúlason rektor.