Morgunblaðið - 05.02.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.02.2004, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 29 FYRRI tveggja söngvasveiga Schuberts við ljóð Wilhelms Müll- ers, Malarastúlkan fagra, heyrist miklu sjaldnar en hinn seinni, Vetrarferðin. Gæti verið liðið á annan áratug frá því er Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimund- arson fluttu hann síðast, eða í ná- munda við geisladisksútgáfu þeirra á bálkinum. Ef rétt er til getið mun það jafnframt eini lifandi heildarflutningur safnsins hér á landi fram að endurvakningu þess í Salnum á föstudaginn var. Meðal ástæðna mætti hugsanlega nefna óhagstæða tímalengd (um 70 mín.), sem þykir í lengra lagi með öðru efni á sömu tónleikum, um leið og lögin eru of samantengd til að þola skiptingu í tvennt, eins og stund- um er gert með Vetrarferðina, enda var ekkert hlé. Þar við bætist að þessi lýrískasti allra snemm- rómantískra ljóðasöngvabálka fer langsamlega bezt í tenórflutningi. Mun þar enn lítið um verðuga sam- keppni á hérlendum söngpöllum, eins og meistaraleg frammistaða Gunnars undirstrikaði glöggt um- rætt föstudagskvöld. Hvað sem segja má um kveð- skap Müllers, sérstaklega miðað við stórlax eins og Goethe sem Schubert tónsetti mikið á fyrri ár- um síns örstutta en afkastamikla ferils, er ljóðabálkurinn frá 1821 sem skapaður fyrir nýju ljóðasöng- vasveigsgreinina, þar sem Schu- bert varð meðal helztu frumkvöðla. Ljóðin leiða eitt af öðru í frásögn, mun betur en t.d. Magelone-ljóð Brahms, og mynda samfelldan ör- heim, „mikrokosmos“, utan um raunir hins ástsjúka malaralærl- ings, við stöðugan baknið lækjar- ins og sívalt mylluhjól hamingj- unnar. Skin og skúrir skiptast á í ungæðislegri sæluvímu, nístandi afbrýði og hyldjúpri örvæntingu. Raunar sleppti Schubert þremur afbrýðisljóðum úr safni Müllers. Hefur honum e.t.v. fundizt ærið fyrir að svo búnu, enda stendur ljóðræn heiðríkjan þrátt fyrir allt upp úr í huga hlustandans sem bjartleitur Jang í blikandi and- stæðu við niðdimma Jin í hinztu Vetrarferð sögumannsins (ef það er þá sama persónan). Þrátt fyrir birtu yfirborðsins glittir víða í dekkri undirtón í með- ferð Schuberts, þótt ekki liggi hann alltaf í augum uppi. Felst vandi flytjandans ekki sízt í að koma því víðfeðmi til skila – og á töluvert fíngerðari hátt en í Vetr- arferðinni. Hvað það varðar tókst þeim félögum afbragðsvel upp; raunar svo vel að nánast ekkert bar af öðru í túlkun. Fyrir vikið er næsta vonlítið í stuttu máli að draga taum eins lags á kostnað annars. Þótt alltaf megi óska skýr- ari samhljóða í söngtexta var fram- burður Gunnars í heild nokkuð góður, og burtséð frá einstaka of- urlítið klemmdri toppnótu á forte var raddbeitingin til fyrirmyndar sveigjanleg og túlkunin sérlega innlifuð. Helzt dró úr henni frekar drumbsleg sviðsframkoma, er leiddi ósjálfrátt hugann að því hvernig jafnvel miðlungssöngvarar geta stundum bætt fyrir daufa heyranlega tjáningu með líflegum sjónleik. Píanóleikur Jónasar var að vanda lúsfylginn og fágaður fram í fingurgóma – kannski burt- séð frá upphafslaginu þar sem höktandi mylluhjólið virtist furðu- illa smurt, og í óskýrum for- og millispilum Ungeduld (7.). Sæluvíma, afbrýði og hyldjúp örvænting Morgunblaðið/Jim Smart Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson á æfingu í Salnum. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Salurinn Schubert: Malarastúlkan fagra (Die schöne Müllerin) við ljóð Wilhelms Müllers. Gunnar Guðbjörnsson tenór, Jónas Ingimundarson píanó. Föstudaginn 30. janúar kl. 20. EINSÖNGSTÓNLEIKAR IBBY á Íslandi og Síung, áhugahópur barna- og ung- lingabókahöf- unda, efna til Bókakaffis á Súfistanum, Laugavegi 18, annað kvöld, fimmtudags- kvöld kl. 20. Á Bókakaffinu verða pallborðsumræður um ís- lenskar barnabækur í dag og lestraráhuga barna og ung- linga, undir stjórn Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar. Við pallborðið verða barnabóka- verðirnir Sigríður Gunnars- dóttir, bókasafninu á Seltjarn- arnesi, Sigríður Matthíasdóttir, bókasafninu á Selfossi, og Þor- björg Karlsdóttir, Borgarbóka- safninu, og Einar Falur Ingólfs- son, ljósmyndari. Meðal spurninga sem fengist verður við eru: Hvernig var uppskeran á íslenska barna- bókaárinu 2003? Hvað eru ís- lenskir höfundar barna- og ung- lingabóka að skrifa um á fyrstu árum nýrrar aldar? Hvernig er staðið að myndskreytingu bók- anna? Og hvernig bækur vilja börnin helst lesa? Barna- bækur á Bókakaffi Guðrún Helgadóttir ÍTALSKA skáldið Nicola Lecca kynnir verk sín á Jóni Forseta, Að- alstræti 10 í kvöld kl. 20.30. Enn- fremur munu íslenskir rithöfundar lesa úr verkum sínum. Þeir eru Thor Vilhjálms- son, Einar Már Guðmundsson, Bjarni Bjarna- son, Auður Har- alds og Björg- úlfur Ólafsson. Nicola Lecca er einn kunnasti höfundur sinnar kynslóðar á Ítal- íu. Hann er fædd- ur í Cagliari á Sardiníu árið 1976 og gaf út sína fyrstu bók, Concerti sezna Orchestra, árið 1999. Hún var tilnefnd til Strega-verðlaun- anna sem eru ein virtustu bók- menntaverðlaun Ítala. Önnur bók hans Ritratto Notturno kom út árið 2000. Þriðja verk hans Ho visto tutto var útgefið á síðasta ári og til- nefnt til Hemingway-verðlaunanna. Á síðasta ári völdu ítölsk yfirvöld Nicola Lecca sem fulltrúa ungra ítalskra höfunda í tengslum við fyr- irhugaða útgáfu Evrópuþingsins á safnriti sem hefur að geyma eina smásögu frá hverju landi sam- bandsins. Þó flestir höfundar veldu að skrifa um heimaland sitt ákvað Lecca að birta sögu sem gerist í Bolungarvík. Nicola Lecca hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum og dvelur um þessar mundir í gestaíbúð Rithöfundasambandsins í Gunnarshúsi. Sú skáldsaga sem Nicola Lecca vinnur að nú gerist í Reykjavík og kemur væntanlega út í september árið 2005. Upplesturinn er liður í formlegri opnun staðarins undir hinu nýja nafni. Ítalskt skáld skrifar um Bolungarvík Nicola Lecca Café Borg, Gjá- bakkanum í Kópavogi kl. 20 Sýning á ljóðum Unnar Sólrúnar Bragadóttur opn- uð. Unnur Sólrún hefur gefið út 6 ljóðabækur, skrifað barna- söngleik og ljóð og smásögur hafa birst eftir hana í blöðum, tímaritum og ýmsum safnritum. Sýningin stendur til 5. mars. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Unnur Sólrún Bragadóttir FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Þingholt Veislusalur fyrir öll tilefni Spennandi matseðlar og veitingar Skoðið verðið á www.holt.is • • • • • • • • • ÁLFASKEIÐ - MEÐ BÍL- SKÚR Erum með í einkasölu snyrtilega og bjarta u.þ.b. 62,1 fm íbúð á 3. hæð (2. hæð) í góðu fjölbýli, ásamt 23,7 fm bílskúr. Suðursvalir. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Íbúðin er laus. V. 10,3 m. 3860 HÁALEITISBRAUT - ENDAÍBÚÐ 2ja herb. björt og góð endaíbúð á 4. hæð með frábæru útsýni, sem skiptist í hol, baðh., svefnh., stóra stofu sem mögulega má stúka af eitt her- bergi og eldhús sem er með endaglugga. V. 11,4 m. 3797 MEISTARAVELLIR Vorum að fá í einkasölu fallega 2ja herb. 57 fm íbúð á 2. hæð. Eldhús og baðherbergi eru nýstandasett og smekkleg. Parket á holi og stofu/borðstofu, dúkur á eldhúsi og svefnherbergi. Góð íbúð í vesturbænum. V. 10,8 m. 3863 Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.