Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 30
UMRÆÐAN 30 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR Hans Hátign Kristján IX. færði Íslendingum stjórnarskrá 1874 fólst í því viðurkennings hans á því, að Grundvallarlög Dana giltu ekki ekki á Íslandi Þar með hafði verið fallizt á eina meginröksemd Íslendinga um samband þessara tveggja ríkja. Stöðulögin frá 1871 breyttu hér engu um, enda aldrei viðurkennd af Alþingi. Sá tími, sem þá fór í hönd, var barátta fyrir þingræði á Íslandi. Áttu Íslendingar þar samleið með Dönum sem máttu þola rík- isstjórn sem ekki taldi sig þurfa stuðning þingsins – hún hafði meirihluta í Lands- þinginu en minnihluta í Þjóðþinginu. Var Dan- mörku stjórnað meira og minna með bráða- birgðalögum á þessum tíma, bæði um almenn málefni og fjárhagsmálefni, skipan fjármála rík- isins var ákveðin með bráðabirgða- fjárlögum áratugum saman. Þetta tímabil, sem kennt er við Estrup, er lítið lofað af dönskum mönnum í dag. Það gefur auga leið að hug- myndir Íslendinga um innlendan jarl, ráðgjafa eða ráðherra, er sæti sem fulltrúi konungs á Alþingi og bæri ábyrgð gagnvart Alþingi, áttu lítinn hljómgrunn í danska rík- isráðinu, sem þá var de facto æðsta stofnun danska konungdæmisins, því að konungur og ríkisstjórn stjórnuðu í trássi við vilja þings og þjóðar. Þingræðissinnar í Danmörku unnu lokasigur upp úr aldamótum og í kjölfar sigurs þeirra náðu Ís- lendingar því marki að heimastjórn komst á. Skoðanabræður um þetta mál höfðu náð höndum saman í báð- um ríkjum. Valtýr Guðmundsson hafði svo elt ólar við Estrups- flokkinn að eðlilegt var að vinstri- menn í Danmörku hefðu lítinn áhuga á að styðja slíkan mann til forustu á Íslandi; Magnús Steph- ensen landshöfðingi, sem hafði verið fulltrúi Íslandsráðherra, sem geymdi málefni Íslands í skúffu í danska dómsmálaráðuneytinu, svip- að og kirkumálaráðuneytið fylgir dómsmálaráðuneytinu í dag, féll í ónáð, þegar í ljós kom að hjartað í honum var jafnrammíslenzkt og hjá Benedikt Sveinssyni sýslumanni en heimastjórnarmenn áttu sér ungan glæsilegan foringja, Hannes Haf- stein. Hann var vel kunnugur mörg- um leiðtogum vinstrimanna í Dan- mörku, m.a. bræðrunum Georgs og Edwards Brandes, og því eðlilegt að hann yrði valinn af konungi sem fyrsti ráðherra Íslands og þá um leið fyrsti Íslendingurinn, að ég held, til að sitja í ríkisráði Dana. Hafði enginn Íslendingur setið í rík- isráði Noregs eða Danmerkur eftir Jón Arason. Hannes hafði þá sér- stöðu að seta hans í ríkisráði Dana var óháð valdahlutföllum í danska þinginu. Hann sat í skjóli Alþingis og bar ábyrgð gagnvart því. Völd ríkisráðs Dana voru að sönnu þorrin – þar sátu þeir einir stjórn- málamenn sem höfðu til þess þing- ræðislegan styrk. Völdin höfðu flutzt til þjóðþinganna. Fram að þessu höfðu danskir ráðherra setið í skjóli konungs. Eftir tilkomu þingræðis sitja þeir í skjóli þingsins. Sú afmæliskenning dr. Svans Kristjánssonar á 100 ára afmæli þing- ræðis, að íslenzkir ráð- herrar sitji í skjóli for- setans, er furðuleg svo ekki sé meira sagt. Er maðurinn að halda því fram að þingræði hafi aldrei komizt á – veit hann ekki hvað þingræði er. Veit hann ekki að forseti Íslands, þótt þjóðkjörinn sé, hefur engin völd; skv. 13. gr. stjórnarskrárinnar fara ráðherrar með vald hans. Hann get- ur ekki skipað ríkisstjórn án atbeina ráðherra. Og þeir einir verða ráð- herrar sem hafa til þess stuðning eða a.m.k. hlutleysi Alþingis. Mér krossbrá þegar ég heyrði forseta Íslands halda því fram í út- varpi að ríkisráð Íslands væri æðsta stofnun ríkisins. Þetta hefi ég aldrei heyrt fyrr. Síðan var þessu haldið fram af dr. Svani Kristjánssyni, pró- fessor í stjórnmálafræðum. Maður, sem héldi þessu fram á lagaprófi, yrði felldur. Ríkisráðið danska var æðsta stofnun ríkisins á einveld- istímanum. Sá tími er löngu liðinn. Ríkisráðið íslenzka, sem er allt ann- ars eðlis, tók við af ríkisráðinu danska, þegar Ísland varð konungs- ríki. Í því sátu konungur, ríkisarfinn og ríkisstjórn. Þrisvar voru haldnir ríkisráðsfundir á Íslandi, meðan hér var konungsríki, en alls voru haldnir 30. ríkisráðsfundir í konungstíð Kristjáns X., flestir í Danmörku, en löglegt var að halda þar íslenzkan ríkisráðsfund með einum ráðherra! Sá háttur var hafði á að forsætisráð- herra heimsótti kónginn með þau lög, sem búið að samþykkja á Al- þingi og konungur að staðfesta utan ríkisráðs, og svo hefur væntanlega verið svo haldinn „ríkisráðsfundur“ með þeim tveimur og Jóni Svein- björnssyni ríkisráðsritara og allt klabbið samþykkt formlega. Sami háttur hefur verið hafður á eftir að lýðveldið var stofnað. Forsetinn árit- ar lagafrumvörp og samþykkir lög með áritun sinni milli ríkisráðs- funda, sem nú eru vanalega haldnir tvisvar á ári, en voru á árum Sveins Björnssonar haldnir mun oftar. Þessir fundir eru hrein formsatriði, fara fram eins og þingfestingar fóru fram í Hæstarétti í gamla daga. Ráðherrarnir leggja fram málefnin sín og forsetinn samþykkir. Forset- inn spyr aldrei neins og enginn seg- ir honum neitt. Það er hins vegar grátlegt að hugsa til þess að forseti Íslands skuli á hundrað ára afmæli þing- ræðis halda því fram að æðsta stofnun ríksins sé sú stofnun sem Íslendingar eyddu mestum tíma í að losna undan alla 19du öldina. Og að síðan komi prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann og haldi því blákalt fram að forsetinn geti skipað hér ráðherra og ríkisstjórn að geðþótta sínum. Vilja þessir menn endurvekja Estrups-tímann? Eða kannski fara lengra aftur í stjórnarháttum? Æðsta stofnun ríkisins Haraldur Blöndal skrifar um ríkisráð ’Mér krossbrá þegar égheyrði forseta Íslands halda því fram í útvarpi að ríkisráð Íslands væri æðsta stofnun ríkisins.‘ Haraldur Blöndal Höfundur er hæstaréttarlögmaður. TÓNLISTARVERÐLAUNIN voru afhent nú um daginn, og við sem að þeim stöndum getum ekki annað en glaðst yfir góðu máli. Allt sem þar náði fram að ganga vil ég hér lofa í hástert: – Íslensku tónlistarverðlaunin eru okkur til sóma! Þegar texti og tónn fara saman, segja menn að gott lag sé á ferð. Vissulega er þetta satt og rétt og óþarfi að vefengja. Síðustu árin hefur það þó farið svo að texti hefur verið skrifaður skör lægra en tónlist, líklega vegna þess að dug- miklir tónsmiðir hafa viljað veg tónlistar- innar sem mestan og talið víst að texti gæti þar skyggt á dýrðina. Auðvitað hafa illa unnir textar einnig átt sinn þátt í því að styrkja stöðu tónsmiða á kostnað textahöfunda. Landinn hefur hampað margri hetjunni, en svo hefur komið í ljós að hetjan var loddari þegar kafað var í hinn skrifaða texta. Textinn hljómaði einsog hinn besti skáldskapur, en svo þegar málið var skoðað, komu óvönduð vinnubrögð í ljós – mál- villur og fátæklegt innihald rýrðu verkið og gerðu viðleitnina að engu, um leið og höfundurinn op- inberaði vankunnáttu, skilnings- leysi og þaðanaf verri lesti. Ég átti aðild að tilraun á Rás 2 nú fyrir nokkrum misserum, en hún fólst í því að rýna í söngtexta í nokkrum stuttum þáttum. Auðvitað var þetta að mestu í gamni gert, en tónn alvörunnar átti þó að liggja á milli lína. Hvernig ég náði að skila mínum þætti, get ég ekki metið, en læt þess getið að nokkrir af þeim sem fengu slæma dóma fyrir texta sína, sögðu mig ekki hafa vit á textagerð, um leið og þeir sem fengu betri dóma, gerðu í því að hæla mér fyrir fagmannleg vinnubrögð. Eitt af því sem menn sýndu sér- stakan áhuga þegar rætt var við mig um textagerð í áðurnefndum þáttum, var hvort söngtextagerð væri að fara fram eða aftur. Ég svaraði þessari spurningu einatt á sama veg: – Íslensk textagerð hef- ur líklega aldrei verið betur stödd en akkúrat í dag – sagnaþjóðin sýnir skáldunum aðhald, þótt und- antekningarnar verði alltaf fyr- irferðarmiklar. En það eru jú þær sem regluna sanna. Og þá er ég loks kominn að kjarna málsins, en hann er: Hvers- vegna eru ekki veitt verðlaun fyrir texta, þegar íslensk tónlist- arverðlaun eru veitt? Nú er það svo að ég, sem vara- formaður Félags tónskálda og textahöfunda, hef komið að því að móta eitt og annað sem snúið hefur að því að veita tónlist- arverðlaununum braut- argengi, án þess að ég ætli að tíunda þann þátt um of. Þar hef ég þó reynt að fá menn til að skilja að ég vil og hef alltaf viljað, að veitt verði verðlaun til lagahöfundar ársins og að jafnframt verði veitt verðlaun til texta- höfundar ársins. En þegar þetta hefur bor- ið á góma, hafa menn sagt mér, að ef ég geri þessa kröfu, þá komi aðrir menn með enda- lausar kröfur og áður en við fáum rönd við reist, verður búið að útnefna gítareiganda ársins og tambór- ínuleikara ársins. Ég held að það sé fyrirsláttur, að halda því fram að þótt tveimur af grunnþáttum dæg- urlagagerðar sé gert jafn hátt und- ir höfði, þá komi menn og heimti að þeim þáttum verði fjölgað. Lag og texti fara saman, hvort sem leikið er á bassa eða bjöllu. Textahöfundum er sjaldnast hampað þegar höfundar sigra í samkeppni, því það er alltaf verið að velja lag, og fólki hefur verið kennt að lagið sé laglínan. Það heitir lag og texti. En þegar við hlustum á sungið lag, þá komumst við ekki hjá því að heyra textann. Auðvitað er ekki hægt að full- yrða að gott lag sé endilega flutt við góðan texta, um leið er það líka rétt að góður texti þarf ekki endi- lega að fá með sér gott lag. En ein er þó kristaltær stað- reynd málsins: Þetta snýst um tón- list og texta! Það er því viðeigandi að ég geri það á opinberum vettvangi, að skora á alla þá sem að Íslensku tónlistarverðlaununum vinna, að setja textahöfunda á stall með þeim sem lögin semja. Gott lag án sæmilegs texta er einsog flottur rammi utanum hryllilegt málverk, á meðan gott lag og góður texti bæta hvort annað upp. Niðurstaða mín er einföld: Ef við veljum lag ársins, þá eigum við líka að velja texta ársins. Hátíð í tali og tónum Kristján Hreinsson skrifar um tónlistarverðlaunin Kristján Hreinsson ’Þegar texti ogtónn fara sam- an, segja menn að gott lag sé á ferð ‘ Höfundur er skáld og varaformaður Félags tónskálda og textahöfunda. VEGNA greinar í DV þriðjudag- inn 27. janúar sl. undir fyrirsögninni „Hestamennskan að hrynja“ vil ég taka fram, að þetta eru orð, sem ég hef aldrei sagt við blaðamann DV um mitt eftirlætis tómstundagam- an, hestamennskuna. Því miður rangtúlkar blaðamaður DV nánast allt sem ég sagði við hann í tveggja mínútna símtali mánudaginn áður. Spurningar blaðamannsins voru þessar. 1) Hvað kostar að halda hest á ári fyrir aðila sem er að byrja í hestamennsku? Svar mitt var: Það kostar senni- lega 160-170 þús krónur á ári (Til upplýsingar í gömlum viðmiðum um kostnað við að halda einn hest á ári var miðað við einn sígarettupakka á dag. Einn sígarettupakki kostar í dag kr 510 sem gerir kr. 186.150 á ári). 2) Er þetta ekki nokkuð dýrt sport? Svar mitt var: Þetta er ekki ódýrt sport þrátt fyrir að heyverð hafi ekki hækkað allra síðustu ár. Hesta- menn taka eitthvað seinna á hús nú en áður. Hvort það er í sparnaðar- skyni veit ég ekki. 3) Er mikið af hesthúsum til sölu á Fákssvæðinu? Svar mitt var: Jú, einhver hreyf- ing hefur verið á hesthúsum á Fáks- svæðinu enda alltaf einhver hreyf- ing á fólki, en ég veit ekki hvort ég á að hafa einhverjar áhyggjur af því. Maður fór að taka eftir þessu fyrir 2-3 árum og þó sérstaklega núna síðustu mánuðina. Annað: Ég talaði aldrei um önnur hesthúsasvæði við blaðamanninn. Þá minntist ég aldrei á neinar reið- tygjaverslanir né tísku í klæðnaði. Ég talaði aldrei um að fólk væri að hætta að stunda hestamennsku í stórum stíl. Þetta síðasttalda og annað í umræddri grein er allt frá blaðamanni DV komið. Öðrum dylgjum í minn garð og Fáks á fréttasíðu hestar 847 og á slúðrinu á sama vef hirði ég ekki um að svara, þar lýsir hver sínum innri manni. Að gefnu tilefni vil ég aðeins nefna reiðvegamálin. Framkvæmd- ir við reiðvegi í og úr Víðidalnum hafa verið rækilega kynntar á al- mennum félagsfundum hjá Fáki. Menn verða að skilja að Fákur fer ekki með yfirstjórn skipulagsmála Reykjavíkurborgar. Allar fram- kvæmdir við reiðvegagerð hafa ver- ið í góðri samvinnu við Gatnamála- stjóra og Reykjavíkurborg en framkvæmdir hafa dregist vegna utanaðkomandi og ófyrirséðra að- stæðna eins og kynnt var nýlega á fjölmennum fundi hjá Fáki, en þeim á að ljúka næsta sumar. Ef litið er á reiðvegamálin í heild sinni þá eru þau ekki einkamál Fáks. Öll hesta- mannafélög á höfuðborgarsvæðinu og allir hestamenn þurfa að halda vöku sinni í þessum efnum enda er þetta eitt mikilvægasta hagsmuna- mál okkar allra. Hvað varðar félagsstarf Fáks, þá er það með miklum blóma þar sem hver stórviðburðurinn rekur annan og er dagskrá félagsins nánast sprungin. Með bestu kveðjum til Fáks- manna og annarra góðra hesta- manna. Yfirlýsing Höfundur er formaður Hestamannafélagsins Fáks. Snorri B. Ingason VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi stjórnarfrum- varp um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Frumvarpið hef- ur það augljósa og yfirlýsta mark- mið að hindra efndir á samningi sem Spron hefur gert við KB-banka um sölu á Spron og sameiningu við bankann. Svona lagasetning fær ekki stað- ist. Handhafi löggjafarvaldsins get- ur ekki að réttum stjórnlögum sett lög í því skyni að ógilda þegar gerða samninga manna á milli eða að breyta lagareglum sem gilda á því sviði sem samningur tekur til og teljast til forsendna við samnings- gerðina. Samkvæmt 2. grein stjórnar- skrárinnar fara dómendur með dómsvaldið á Íslandi. Telji menn, stjórnmálamenn sem aðrir, að samningar um viðskipti fari í bága við gildandi lög í landinu geta þeir, ef þeir eiga lögmætra hagsmuna að gæta, borið slíka samninga und- ir dómstóla. Þeir geta hins vegar ekki breytt leikreglum samnings eftir á. Það er ámælisvert að margir, sem að jafnaði segjast vera fylgj- andi gildandi meginreglum um skipan mála í réttarríkinu, skuli ekki vilja virða þær meginreglur ef frávik frá þeim þjóna vildarsjón- armiðum þeirra. Það er eins og menn gleymi því að sá tími kunni að koma, að þeir sjálfir þurfi að leita skjóls í slíkum reglum. Það er miklu þýðingarmeira fyr- ir hagsmuni þjóðfélagsins að meg- inreglurnar séu virtar, heldur en komið sé í veg fyrir að KB kaupi Spron. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson Meginreglur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.