Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 31

Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 31 Á SÍÐASTA ári skapaðist mikil umræða um framtíð laganáms á Íslandi þegar lagt var fram frumvarp til breytinga á lögum um lögmenn. Það frumvarp hlaut ekki afgreiðslu þá m.a. sökum tímaskorts. Nú hefur verið lagt fram nýtt frumvarp til breytinga á lögum um lögmenn nr. 77/1998, ásamt síðari breyt- ingum. Í frumvarpinu er meðal annars tekist á við þær breytingar sem hafa orðið á laganámi á Íslandi. Nýtt ákvæði frumvarpsins gerir það að skilyrði að lögfræðingur hafi ann- aðhvort starfað í sex mánuði sem lögmannsfulltrúi eða í tólf mánuði sem starfsmaður tiltekinna embætta ríkisins til þess að öðlast lögmanns- réttindi. Sú breyting á frumvarpinu, frá því það var lagt fram á síðasta þingi, er undarleg í ljósi þess að þetta ákvæði var tekið út úr frum- varpinu í fyrra. Þá var ekki talið nauðsynlegt fyrir nýútskrifaða lög- fræðinga að hafa hlotið starfsþjálfun til að afla sér lögmannsréttinda, líkt og nú er gert. Lögrétta, félag laga- nema við Háskólann í Reykjavík, telur skýrt að í b. lið 4. gr. frum- varpsins sé um hagsmunagæslu fyr- ir lögmenn að ræða og að ákvæðinu sé einungis ætlað að takmarka að- gang að lögmannastéttinni. Laganám við Háskólann í Reykja- vík hefur frá upphafi tekið mið af því besta sem gerist á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. Námið gerir miklar kröfur til nemenda og er ætlað að tryggja, með áherslu á lausn raunhæfra verkefna, að lög- fræðingar útskrifaðir úr Háskól- anum í Reykjavík hafi mikla þekk- ingu og reynslu í að leysa úr praktískum atriðum. Sá þáttur námsins er stór hluti námsmatsins sem nemendur leggja gríðarlegan metnað í. Við lagadeild Háskóla Ís- lands hefur það lengi verið gert að skilyrði fyrir útskrift að nemendur skili inn svokölluðum „kúrsus“, sem er tveggja mánaða starfsnám. Reyndin er síðan sú að laganemar hafa verið iðnir við að vinna við lög- fræðitengd störf yfir sumartímann. Vandséð er hvað réttlætt getur þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á frumvarpinu frá því Sólveig Pét- ursdóttir, fyrrverandi dóms- málaráðherra, lagði það fram á síð- asta vorþingi. Fimmtudaginn 29. janúar síðast- liðinn mælti Björn Bjarnason dóms- málaráðherra fyrir áðurnefndu frumvarpi. Ásamt Birni tóku til máls þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingar, og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, en báðir eiga þeir sæti í allsherjarnefnd. Þeir töldu ofangreint ákvæði frumvarpsins ónauðsynlegan þátt í því. Ágúst Ólafur sagði meðal annars í ræðu- stól Alþingis: „Það er einnig ljóst að starfs- svið lögmanna eykst sí- fellt og hafa ný svið verið að opnast fyrir lögmönnum, svo sem hjá fyrirtækjum og í al- þjóðasamskiptum stjórnvalda. Menn hafa verið að spá atvinnu- leysi meðal lögmanna í meira en þrjátíu ár. Þrátt fyrir mikla fjölgun í stéttinni hefur sú spá aldrei ræst. Áhrif þessa ákvæðis, sem ég er að tala um hér, yrðu hins vegar að lík- indum þau að færri lögfræðingar myndu starfa við lögmennsku en ella og í fljótu bragði virðist það enda vera helstu rökin fyrir þessu ákvæði lögmannafrumvarpsins einfaldlega að vernda þá sem þegar starfa við lögmennsku.“ Af þessum ummælum háttvirts þingmanns, Ágústs Ólafs, má ráða að hann deilir áhyggjum laganema á Íslandi í þessum efnum. Síðan segir hann: „Frumvarpið opn- ar möguleika manna til að verða lög- fræðingar, en þrengir um leið mögu- leika manna til að öðlast lögmannsréttindi.“ Af þessu tilefni er allsherjarnefnd hvött til þess að taka þetta ákvæði til sérstakrar skoðunar og kynna sér álit laganema. Óhætt er að segja að laganemar vilji þetta ákvæði út úr frumvarpinu og hafa þeir vonandi ástæðu til bjartsýni, sökum þess að nefndarmenn í allsherjarnefnd hafa talað á þeim nótum og meirihluti nefndarmanna er lögfræðimennt- aður. Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. núgild- andi laga um lögmenn geta laganem- ar, frá öðrum lagadeildum en laga- deild Háskóla Íslands, öðlast lögmannsréttindi með því að hljóta samþykki prófnefndar. Í frumvarp- inu er lagt til að skipan prófnefnd- arinnar verði breytt í ljósi þróunar laganáms á Íslandi með tilkomu fleiri lagadeilda í landinu. Afnuminn er réttur lagadeildar Háskóla Ís- lands til að tilnefna einstakling í nefndina. Sú breyting er í samræmi við þá breytingu sem gera skal á 6. gr. laganna. Þar segir í 4. lið 1. mgr. að til þess að öðlast réttindi sem lög- maður í héraði þurfi sá hinn sami að hafa lokið embættisprófi við laga- deild Háskóla Íslands. Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra geta lögfræðingar öðlast lögmannsrétt- indi hafi þeir lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meist- araprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi skv. lög- um um háskóla. Með þessari breyt- ingu er engum einum skóla gert hátt undir höfði, líkt og í núgildandi lög- um. Er því ljóst að um mikið rétt- lætis- og sanngirnismál er að ræða. Er verið að vernda hagsmuni lögmanna? Jón Kristinn Sverrisson fjallar um hagsmuni lögmanna og hvort verið sé að vernda þá ’Laganám við Háskól-ann í Reykjavík hefur frá upphafi tekið mið af því besta sem gerist á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. ‘ Jón Kristinn Sverrisson Höfundur er formaður Lögréttu, fé- lags laganema við Háskólann í Reykjavík. MIKIÐ hefur verið rætt um vímuefnavandamál undanfarið og er það að líkindum vegna heimild- armyndarinnar um dópstríðið sem sýnd var á RÚV á dög- unum. Í myndinni er reynt að lýsa á sem raunverulegastan hátt þeim eitur- lyfjaheimi sem fyrir flestum er ósýni- legur. Þar sáum við sorgleg lífsmynstur fíkla, skipulagða starfsemi fíkniefna- baróna og svo starf lögreglunnar sem gerir sitt besta við að sporna við ólöglegri notkun og sölu á fíkniefnum. Það er ekki hlutverk mitt hér að rýna í gæði þessarar heimild- armyndar (persónu- lega fannst mér hún að öllu jöfnu fín) heldur langar mig að skoða innihald henn- ar og boðskap út frá forvörnum og þá að- allega þeim sem eiga sér stað í fé- lagsmiðstöðvum borgarinnar. Það er erfitt að segja til um hver áhrifamáttur myndarinnar hafi verið á unglinga almennt vegna þess að hin klassíska hugs- un „þetta kemur ekki fyrir mig“ er því miður of einkennandi fyrir unglingsárin. Ástæðan fyrir því er sú að hjá unglingum á aldrinum 12–16 ára er það einkennandi þroskamerki að sjá tilveru sína út frá núverandi stund en ekki því sem gerist í framtíðinni. Því má þó ekki neita að myndin skilaði góðum upplýsingum til samfélags- ins alls um samfélagsleg vandamál tengdfíkniefnum. Vonandi hefur hún einnig hreyft við foreldrum og lyft hulunni af þeim sannleika að vandamál tengd eiturlyfjanotkun eru síður hverfandi. Það kom fram í myndinni að besta leiðin til að verða ekki háður eiturlyfjum er að hætta áður en maður byrjar, m.ö.o. að byrja ekki að fikta. Þetta hljómar mjög ein- falt en samt er þeim sem prufa eiturlyf stöðugt að fjölga. Hvers vegna lenda sumir krakkar í vand- ræðum og hvernig byrjar þetta allt? Almennt er áætlað að maðurinn eyði um þriðjungi ævi sinnar í frí- tíma en það er hægt að gefa sér að unglingar hafi meiri frítíma en aðrir. Það er helst í frítímanum sem unglingar komast upp með vafasöm uppátæki því þar eru þau oftast án eftirlits. Það er í frítím- anum sem unglingar byrja að fikta með áfengi, tóbak og önnur fíkni- efni. Þetta gerist síður í skólanum og því síður á íþróttaæfingum. Fé- lagsmiðstöðvar vinna með frítíma ungs fólks og í gegnum það starf fylgjumst við með unglingum í hverfinu, bæði með reglulegu eft- irliti og með hversdagslegu spjalli við unglingana sjálfa. Eitt af leið- arljósum ÍTR í æskulýðsmálum er að á vettvangi frítímans skuli sér- staka áherslu leggja á þátttöku barna og unglinga sem ekki eru að sinna heilbrigðum viðfangsefnum í frítíma sínum. Félagsmiðstöðvar gegna því veigamiklu uppeldis- hlutverki, efla félagsþroska og vinna að því að styrkja ábyrgð og sjálfstæði einstaklinga. Í félagsmiðstöðvum er staðið bæði að beinum og óbeinum for- vörnum. Með forvörnum á ég ekki bara við fræðslu á sviði vímuefna heldur einnig eineltisfræðslu og fræðslu gegn for- dómum. Bein forvörn á sér stað með sam- vinnu við skóla, lög- reglu og félagsmála- yfirvöld en hún á sér stað í minni hópum þar sem ástæða hefur þótt til að grípa í taumana áður en kom- ið er í óefni. Óbeinar forvarnir snerta miklu stærri hóp og eru ekki síður mikilvægar. Í rauninni eru þetta sambærilegar for- varnir og íþrótta- félögin boða nema í félagsmiðstöðinni leggjum við áherslu á að starfa með ungling- um sem ekki hafa nein sérstök áhugamál (og eru því í enn meiri áhættuhópi). Óbeinar forvarnir fela m.a. í sér að bjóða upp á uppbyggilegt fé- lagsstarf þar sem unn- ið er að því að styrkja jákvæða sjálfsmynd unglinganna. Þetta gerum við með því að virkja ein- staklinginn og hvetja hann til að reyna mörk sín, efla hæfileika sína og metnað. Já, það er meira í gangi en bara diskótek og billj- ardmót! Flestir sem starfa með ungling- um í félagsmiðstöðvum eru uppeldismenntaðir á há- skólastigi svo að hér eru á ferð- inni fagmenn með mikla reynslu og áhuga fyrir sínu starfi. Ekki er þó svo að við sem störfum á þessu sviði teljum okkur vera einu sérfræðingana í forvörnum því að við vitum að til þess að ná góðum árangri verð- um við að eiga samleið með öllum þeim sem vinna með frítíma ungs fólks, hvort sem það eru íþrótta- félög, kirkja eða önnur æskulýðs- samtök. Öll viljum við stefna að sama markmiði; að einstakling- urinn rati ekki á ranga braut og fái tækifæri til að lifa ham- ingjuríku lífi. En það eru samt foreldrarnir sem bera mestu ábyrgðina því þeir eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á framtíð barna sinna. Þó vil ég benda á að ábyrgðin er ekki eingöngu þeirra. Það er hlutverk okkar sem þegnar þessa samfélags að gera allt sem við getum til þess að stemma stig- um við áhættuhegðun ungs fólks með því að styðja og standa með starfi í félagsmiðstöðvum og öðr- um þeim sem að forvörnum vinna. Ég vona að foreldrar og for- svarsmenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir mikilvægi þess starfs sem á sér stað í félagsmið- stöðvum. Forvarnir og annað fyr- irbyggjandi starf með ungu fólki er ómissandi þáttur í uppeldi þeirra og félagsþroska. Það er mín trú að starf þeirra sem vinna með unglingum beri mikinn ár- angur og miðað við þær stað- reyndir sem komu fram í heimild- armyndinni tel ég að við þurfum frekar að herða róðurinn heldur en að leggja árar í bát því að framtíðin er að veði. Áhættuhegðun unglinga tengd vímuefnum og forvarnir í fé- lagsmiðstöðvum Ottó Tynes skrifar um forvarnir og vímuefni Ottó Tynes ’Forvarnir ogannað fyr- irbyggjandi starf með ungu fólki er ómiss- andi þáttur í uppeldi þess og félagsþroska.‘ Höfundur er kynningarstjóri æskulýðssviðs ÍTR. Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Eirberg FRÁBÆRT VERÐ ! OSRAM flúrperur Lumilux Daylight, Lumilux Cool White Lumilux Warm White Lumilux Interna Kaupbætir fy lg i r hver jum 100 stk af perum. Jóhann Ólafsson & Co Johan Rönning Reykjavík/Akureyri Rekstrarvörur Reykjavík Rafbúðin Álfask. Hfj. Rafbúð R.Ó. Keflavík Árvirkinn Selfoss Faxi Vestmannaeyjar Rafás Höfn S.G. Raftv. Egilsstaðir Víkurraf Húsavík Ljósgjafinn Akureyri Tengill Sauðárkrókur Straumur Ísafjörður Glitnir Borgarnes Rafþj.Sigurdórs Akranes Það birtir til með OSRAM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.