Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 38

Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LEIÐARLJÓS jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar er að Reykja- vík verði í fremstu röð þegar kem- ur að frumkvæði og faglegu starfi að jafnréttismálum sem tryggi konum og körlum jöfn áhrif, tækifæri og virðingu. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum lagt mikinn metnað í málaflokk jafnréttis. Hefur þessi mikli metnaður tvímælalaust sett Reykjavíkurborg á heimskortið þegar talað er um árangur í jafnréttismálum. Að mínu mati er jafn- rétti sjálfsögð mann- réttindi og því tel ég faglegt starf í þágu jafnréttis gríðarlega mikilvægt og verðugt verkefni að takast á við. Það er í tilefni ný- liðinna áramóta að mig langar til að kynna helstu verk- efni og áherslumál sem Jafnrétt- isnefnd Reykjavíkurborgar hefur verið að vinna að og fyrirhuguð eru á þessu ári. Kynning og fræðsla Þeim sem leita í smiðju Reykja- víkurborgar þegar um kynningu og fræðslu um jafnréttismál er að ræða fjölgar sífellt. Það er óhætt að segja að miðlun þekkingar og reynslu í jafnréttismálum sé ört vaxandi þáttur í jafnréttisstarfi Reykjavíkurborgar. Miðlun þess- arar þekkingar hefur farið fram á margvíslegan hátt hingað til en til að mæta frekar þessari eftirspurn hefur jafnréttisnefnd ákveðið að þróa skuli upplýsingabrunn um jafnréttismál sem verði á heima- síðu Reykjavíkurborgar. Launamunur kynjanna Árið 1995 var Félagsvísindastofn- un fengin til að gera könnun á launum karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg. Mældist óút- skýrður launamunur milli kynja 15,5%. Samsvarandi könnun var endurtekin árið 2002 og kom í ljós að launamunur hafði minnkað um rúmlega helming og orðinn 7%. Reykjavíkurborg er eini atvinnu- rekandinn á landinu sem hefur birt endurteknar launakannanir sem gerðar eru með sambæri- legum hætti til að leggja mat á ár- angur. Það sem að mínu mati stendur upp úr á þessu sviði eru samn- ingar um kynhlutlaust starfsmat – tvímælalaust veigamesta og fram- sæknasta aðgerðin sem Reykja- víkurborg hefur farið í hingað til. Aðgerðin hefur það að markmiði að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Framundan er sú mikla vinna er lýtur að framkvæmd starfsmats og tengingu niðurstaðna við nýtt launakerfi. Samræming starfs og einkalífs Viðhorf starfsmanna Reykjavík- urborgar til vinnustaðar síns hef- ur verið mælt með reglulegum viðhorfskönnunum og hefur starfs- ánægja aukist verulega. Hlutfall þeirra sem hafa trú á því að konur og karlar njóti jafnréttis hvað varðar starfsframa, laun, ábyrgð í starfi og hvatningu hækkar ár frá ári. Þeim sem segjast eiga auðvelt með að samræma starf og einkalíf fjölgar einnig ár frá ári. Ákveðið var áframhaldandi sam- starf um verkefnið Hið gullna jafnvægi, en þar hafa 17 stofnanir og félagasamtök innan atvinnulífs- ins sem og fyrirtæki bundist sam- tökum undir heitinu Hollvinir Hins gullna jafnvægis. Á árinu verður áfram haldið úti vefsvæð- inu www.hgj.is og staðið fyrir ráð- stefnu um samræm- ingu starfs og einkalífs. Jafnframt verða veittar við- urkenningar fyrir góð- an árangur á því sviði. Námskeið sem byggist á hugmyndafræði verkefnisins verður þróað fyrir starfs- mannastjóra innan borgarkerfisins. Minnihlutahópar karla og kvenna Þetta eru áherslumál sem komu ný inn í stefnu og starf Jafn- réttisnefndar á síðasta ári. Með ýmsum hætti var leitast við að stuðla að aukinni um- ræðu um jafnrétti karla og kvenna m.t.t. stöðu minnihlutahópa, svo sem með öflun upplýsinga um skipu- lag jafnréttisstarfs í systraborgum á Norðurlöndum. Þess má geta að Jafnréttisnefnd veitti innflytjendakonum styrk til að stofna samtök sín á milli. Jafnréttisnefnd lét á árinu vinna fyrir sig rannsóknarverkefnið „Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti“. Áætlað er að skýrsla um verkefnið verði tilbúin innan skamms og í kjölfarið mun jafn- réttisnefnd leggja mat á og taka ákvarðanir um næstu skref hvað varðar hugsanlega útvíkkun á jafnréttishugtakinu. Samþætting jafnréttis- sjónarmiða Reykjavíkurborg er í dag þátttak- andi í tveimur samstarfsverk- efnum um samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða. Verkefnin eru að hluta fjármögnuð af Só- kratesáætlun Evrópusambandsins en auk Reykjavíkurborgar taka aðilar frá sex öðrum Evr- ópulöndum þátt í verkefnunum. Annað þeirra snýst um öflun þekkingar á hugmyndafræði og aðferðum við innleiðingu á sam- þættingu jafnréttis- og kynjasjón- armiða á Evrópuvettvangi. Í hinu verkefninu, sem hófst haustið 2003, er fyrirhugað að prófa mis- munandi aðferðir við fræðslu og þjálfun þeirra sem hlutverki gegna við slíka innleiðingu. Þátt- taka í erlendu samstarfi sem þessu er mjög mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg þar sem þar fer fram dýrmæt upplýsingamiðlun og þekkingaröflun sem reynt er að veita áfram út í íslenskt samfélag. Rannsóknir Hér í lokin má ég til með að segja frá mikilvægum samningi sem var endurnýjaður á liðnu ári en það er samstarfssamningur við Háskóla Íslands um jafnréttisrannsóknir við Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum. Þessi samningur hefur reynst verulega verðmætur fyrir allt jafnréttisstarf. Ég vil meina að þau áherslumál sem framundan eru hjá Reykja- víkurborg í jafnréttismálum muni mörg hver skipta sköpum fyrir framtíð öflugs jafnréttisstarfs. Jafnréttisnefnd Reykjavík- urborgar mun leggja áherslu á að Reykjavíkurborg verði áfram leið- andi á þessu sviði og er ljóst að árið sem nú er gengið í garð mun án efa verða árangursríkt, litríkt og skemmtilegt. Höfuðborg jafnréttis! Marsibil Jóna Sæmundsdóttir skrifar um jafnréttismál Marsibil Jóna Sæmundsdóttir ’Reykjavík-urborg hefur á undanförnum árum lagt mik- inn metnað í málaflokk jafn- réttis.‘ Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Jafnréttisnefndar Reykja- víkurborgar. EFTIRSPURNIN eftir tækni- menntuðu fólki er meiri nú en nokkru sinni fyrr. Atvinnulífið er í brýnni þörf fyrir fólk með slíka menntun, enda er skortur á iðn- og tækni- menntun farinn að há útrás íslensks iðnaðar. Víða eru margskonar umræður um tækni- nám. Rætt er um menntastefnu, fjár- magn til skóla, þörfina fyrir tæknimenntað fólk og ekki hvað síst aðstöðu og húsakost. Stansar fólk þá gjarnan við afar erfiðar að- stæður sem Tæknihá- skóli Íslands býr við. Nú í byrjun árs bregður svo við að í Hafnarfirði eru kynntar nýjar áfram- haldandi þróunartillögur að deili- skipulagi á Völlum, nýjasta bygging- arsvæðinu í Hafnarfiði. Undanfarin ár hefur byggðin á Völlum verið að spretta upp, eftir að Hafnfirðingar hafa nær fullbyggt Áslandshverfið. Á Völlum er gert ráð fyrir 7-9000 manna byggð, en þegar hafa verið skipulagðar lóðir fyrir um 900 íbúðir, auk ýmissa annarra þjónustulóða. Á svæði milli íþróttamiðstöðvar Hauka og Kirkjuvalla eru nú kynntar lóðir, fyrir sundlaug og kirkju og síðan sér- hannaðar lóðir fyrir námsmanna- íbúðir og leikskóla. Einskonar náms- manna- og leiguíbúðaþyrpingu, sem hvor tveggja Byggingarfélag náms- manna og Stúdentagarðar hafa fylgst með þróun á og lýst yfir miklum áhuga á að koma að byggingu og rekstri slíkrar þyrpingar. Aðdragandi þessa er m.a. sú að gíf- urleg eftirspurn er eftir slíkum íbúð- um en auk þess sú staðreynd að Hafnfirðingar gera ráð fyrir því að á einni af bestu lóðum svæðisins rísi nýr Tækniháskóli Íslands. Fullkomin samstaða hefur verið um málið í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar og pólítíkinni í bænum. Næsta víst er að allir bæjarbúar munu styðja þá ákvörð- un að skólinn komi í Fjörðinn. Öll aðkoma, vegatengingar, um- hverfi, göngu- og hjóla- stígakerfi er eins og best verður á komið auk mikillar nálægðar við grunn- og leikskóla, íþróttamiðstöð, sund- laug, kirkju og ýmsa aðra þjónustu s.s. versl- un og heilbrigðisþjón- ustu. Samtök iðnaðarins ásamt Meist- arafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði stóðu fyrir glæsilegum kynning- ardögum á svæðinu fyrir nokkrum vikum. Á sama tíma ályktaði stjórn Samtaka iðnarins um málefni Tækniháskóla Íslands, þar sem stjórnvöld voru hvött til að hlúa að uppbyggingu tæknimenntunar í land- inu og tryggja fjárhagslegan grunn að tækninámi við Tækniháskóla Ís- lands í samræmi við þarfir iðnfyr- irtækja fyrir tæknimenntað starfs- fólk. Rektor Tækniháskólans hefur fylgt eftir nýjum lögum um skólann með miklum að krafti. Skólinn ætlar sér að styrkjast enn frekar sem öflugur fagháskóli, vera skóli er kappkostar að veita nemendum sínum bestu fræðslu sem völ er á innan sinna sér- sviða og laða til sín metnaðarfulla ein- staklinga sem stefna að árangri í námi og starfi. Skólinn vill halda áfram að vera háskóli atvinnulífsins og leggja áherslu á að laga náms- framboð sitt að breyttum áherslum í þjóðfélaginu hverju sinni. Tæknihá- skólinn leggur ríka áherslu á sam- starf við íslenskt atvinnulíf með hag- nýtum þróunar- og rannsóknaverkefnum og viljum taka virkan þátt í endur- og símenntun á þeim sviðum sem hann sérhæfir sig í. Tækniháskólinn er fremur fámenn- ur af háskóla að vera en nemendur eru um 700 talsins. Starfsfólk og nem- endur Tækniháskóla Íslands búa við slæma húsnæðisaðstöðu sem ekki er í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í dag, en hópurinn ber höfuðið hátt þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðan fjárhagslegan grunn. Þess má m.a. geta að Tækniháskólinn sigraði í MSB 2003-keppninni, en MSB 2003 var fyrsta keppni háskólanna á Ís- landi sem bjóða upp á viðskiptatengt nám í hagnýtingu fræðanna. Bætum nú úr bráðum vanda Tækniháskóla Íslands. Allar kjör- og ytri aðstæður eru nú fyrir hendi í Hafnarfirði. Hafnarfjörður og Hafn- firðingar bíða eftir ákvörðun rík- isstjórnar, menntamálaráðherra og skólastjórnenda. Ykkar er valið – Okkar er stuðningurinn. Tækniháskóla Íslands í Hafnarfjörð Gunnar Svavarsson skrifar um Tækniháskóla Íslands ’Bætum nú úr bráðumvanda Tækniháskóla Ís- lands. Allar kjör- og ytri aðstæður eru nú fyrir hendi í Hafnarfirði.‘ Gunnar Svavarsson Höfundur er verkfræðingur og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. ÉG LAS eins og fleiri viðtal við séra Hjört Magna fríkirkjuprest í Tímariti Morgunblaðsins um jólin. Það var að mörgu leyti skemmtilegt viðtal en um- mæli hans um hina „ótrúverðugu“ þjóðkirkju að hans mati fannst mér mjög óvið- eigandi og sumar full- yrðingar hans alveg út í hött. Mér sem venjulegum safnaðarmeðlimi innan þjóðkirkjunnar fannst að mér kæmi málið við og lítið gert úr mér og öðrum safnaðarmeð- limum og þeim lýðræð- islegu ákvörðunum sem teknar hafa verið um stjórn kirkjunnar. Mér fannst við vera eins og skinlausir sauðir í hjörð sem rekin er áfram af því sem hann kallar Þjóð- kirkjustofnun. Vitnað er til að það hafi ítrekað komið fram í könnunum að meirihluti þjóðarinnar vilji aðskilnað ríkis og kirkju, sem er að vissu leyti rétt, en könnun er ekki sama og raunveruleiki. Það höfum við marg reynt. Skilgreining á því hvað menn eiga við með aðskilnaði ríkis og kirkju er einnig mjög mismunandi. Jafnvel heil- ir stjórnmálaflokkar sem hafa að- skilnað ríkis og kirkju á stefnuskrá sinni hafa ekki skilgreint hvað í því felst. Ef fyrir lagi hvað aðskilnaðurinn hefði í för með sér er ég viss um að nið- urstaðan yrði allt önnur. Séra Hjörtur Magni vitnar í biskup um kannanirnar og hefur eftir honum að þjóðkirkjan vilji vera tengd ríkinu en segir svo: „Hvaða kirkju er biskup að tala um? Hann er að tala um stofn- unina, örfáa menn, en ekki hina raun- verulegu kirkju sem samkvæmt lút- erskum skilningi er fólkið í landinu“. Sem sagt biskup talar ekki fyrir hönd hinnar almennu kirkju aðeins fyrir „stofnunina“. Svo kemur önnur full- yrðing: „Hin sanna og almenna kirkja vill eindregið aðgreiningu ríkis og kirkju.“ Guðfræðingar fá sinn skammt í viðtalinu. Hann segir: „En meðan 98% starfandi guðfræð- inga á Íslandi eru rík- isstarfsmenn á rík- islaunum og háðir því hvað framfærslu varðar eru ekki miklar líkur á mótmælum úr þeirri átt.“ Þjóðkirkja, rík- iskirkja, fríkirkja Í bókinni Saga kirkju- ráðs og kirkjuþings sem er útgefin 1997 kemur fram að nafnið þjóðkirkja rekur rætur sínar til stjórn- arskrárinnar frá l874. En áður hafði verið talað um ríkiskirkju að danskri fyrirmynd. Í stjórnarskránni segir í 45. grein „Hin evangeliska-lútherska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal hið opinbera að því leyti skylt að styðja hana og vernda.“ Grein 46 er um það að landsmenn megi stofna til trúfélaga og grein 47 um rétt borg- arans óháð trúarbrögðum hefur að mestu leyti staðið óbreytt síðan. „Þjóðkirkja er ekki sama og rík- iskirkja. Trúarleg ríkisstofnun þyrfti ekki að vera þjóðkirkja,“ segir séra Sigurbjörn Einarsson biskup í hirð- isbréfi sínu. Af framansögðu er ljóst að það er ekki hægt að skilja þjóðkirkju frá ríkisvaldinu. Það er íslensku þjóð- félagi fyrir bestu að þetta stjórn- arskrárákvæði standi óbreytt áfram. Fyrsti fríkirkjusöfnuðurinn var stofnaður í Hólmasókn á Eskifirði 1881 vegna ráðningar prests og flestir fríkirkjusöfnuðir hafa verið stofnaðir vegna slíks ágreinings en ekki trúar- legs. Það er mikið af góðu fólki innan frí- kirkjunnar sem þykir vænt um kirkj- una sína og vill vinna fyrir hana. Því er hálfdapurlegt að forustumaður Frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík skuli leggja aðaláherslu á að ráðast á þjóð- kirkjuna á 100 ára afmæli safnaðarins. Ástæðan fyrir þessum árásum virð- ist mér augljós og það eru fyrst og fremst peningar. Í staðinn fyrir að fagna framlögum til kirkjulegs starfs á vegum þjóðkirkjunnar brýst fram óánægja yfir að fá ekki meira til ann- arra trúfélaga. Ríkið innheimtir þó sóknargjöld til þeirra eins og þjóð- kirkjunnar. Samningar þjóðkirkj- unnar við ríkisvaldið vegna fyrri eigna kirkjunnar sem ríkið hefur yfirtekið er svo sérmál milli þjóðkirkju og rík- isvaldsins, sem hefur að mínu áliti ekk- ert með umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju að gera. Hnútukast milli bræðratrúfélaga er ekki af hinu góða og ég held að al- mennir sóknarmenn vilji að milli þeirra ríki samstarf og vinátta er stefni að sama markmiði og í anda Jesús Krists. Séra Hjörtur Magni og þjóðkirkjan Gunnar Sveinsson fjallar um sambandið milli trúfélaga ’Hnútukast millibræðratrúfélaga er ekki af hinu góða og ég held að almennir sókn- armenn vilji að milli þeirra ríki samstarf og vinátta. ‘ Gunnar Sveinsson Höfundur er fyrrverandi kaupfélags- stjóri í Keflavíkursókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.