Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 39
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ATLI SNÆBJÖRNSSON,
Aðalstræti 90,
Patreksfirði,
sem lést miðvikudaginn 28. janúar síðast-
liðinn, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðar-
kirkju laugardaginn 7. febrúar kl. 14.00.
Maggý H. Kristjánsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐBJARGAR AÐALHEIÐAR
GUNNARSDÓTTUR,
Laugavöllum 5,
Egilsstöðum,
fyrrum húsfreyja Hjaltastað.
Sigþór Pálsson,
Guðný Hildigunnur Sigþórsdóttir, Yngvi Dalur Ingvarsson,
Páll Sigurbjörn Sigþórsson,
Rúnar Sigþórsson, Guðný Hrönn Marinósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þegar tryggur og
traustur vinur hverfur
á braut er eins og það
fari hluti af manni
sjálfum með honum.
Það kemur brestur í
heimsmyndina. Það má segja að líf
okkar Markúsar hafi fléttast saman
úr vináttuböndum er við mynduðum
í sjö ára bekk í Meló þegar leiðir
okkar lágu fyrst saman. Núna vant-
ar lokk í fléttuna. Við vorum sessu-
nautar á stundum í nokkurs konar
skammakrók aftast í kennslustof-
unni. Ég þótti tala of mikið og
Markús gat ekki setið kjur. Þessi
ráðstöfun dugði ekki alltaf og ég
flutt í næstu röð fyrir framan en það
þýddi í raun meira ónæði í kennslu-
stundum því hann hafði einstakt lag
á að gera mér bilt við og jafnvel fá
mig til að hljóða. Hann var alltaf vel
vopnum búinn af alls konar töngum
og pinnum sem honum höfðu
áskotnast í Héðni og stungust þessi
vopn á einhvern óskiljanlegan hátt í
mig þegar síst skyldi. Markús var
alltaf sakleysið uppmálað og yppti
öxlum þegar kennaranum var nóg
boðið. Í næstu frímínútum kom
hann svo fallegur og brosandi og
vildi bæta fyrir uppátæki sitt. Allt
var fyrirgefið á augabragði.
Unglinsárin liðu á sinn ábyrgð-
arlausa hátt í skólanum, á dansæf-
ingum í Íþöku, á böllum á Borginni
og hvar sem maður hitti Markús var
hann alltaf sannur sjentilmaður
hvort sem hann var borðherra eða
dansherra.
Allar stundirnar í Garðabæ á
heimili Markúsar og Helgu Mattínu
eru ógleymanlegar þegar sníkju-
nefndin, eins og við kölluðum okkur
í fjáröflunarnefnd Kvenstúdenta-
félagsins, hittumst þar. Á tískusýn-
ingum okkar og flóamörkuðum var
Markús allra manna viljugastur að
leggja okkur lið og alltaf hafði hann
tíma til að spjalla við börnin okkar
er oft fylgdu með. Leiðir hafa legið
sundur og saman en alltaf þegar
fundum okkar bar saman var faðm-
lag Markúsar jafn hlýtt og innilegt.
Hann kyssti á báða vanga og sneri
manni í hring til að vita hvort bak-
hliðin væri ekki á sínum stað og
strauk svo einhverja ögn af krag-
anum. Markús breyttist aldrei,
hvernig sem hann velktist í lífsins
ólgusjó, og vildi alltaf fá að vita
hvernig mér og mínum vegnaði. Ég
og fjölskylda mín munum geyma
með okkur minningu um ljúfan
dreng og ég sendi fjölskyldu hans
og vandamönnum mínar einlægustu
samúðarkveðjur.
Margrét Schram.
Kær vinur er fallinn frá, langt um
aldur fram. Vinátta okkar hefur
staðið í tugi ára og hvergi fallið
blettur á allan þann tíma. Einlægari
vin er vart hægt að hugsa sér og
ávallt var hann reiðubúinn til að-
stoðar ef með þurfti og ráðagóður ef
eftir var leitað. Má segja að hann
hafi notið sín einna best þegar hann
fann að hann gat gert vinum sínum
greiða og lagði þá á sig ómælda fyr-
irhöfn og tíma.
Við þessi tímamót streyma fram
minningar, gáskafullar þær elstu
þegar lífið var, eftir á að hyggja, að
mestu leyti eins og leikur og erf-
iðleikar víðs fjarri. Æskuheimili
hans var glæsilegt, bæði á Hagamel
og í sumarhúsi í Mosfellssveit, og
tóku foreldrar hans gjarnan á móti
vinum hans af mikilli gestrisni.
Sama gestrisni var á heimili hans og
eiginkonu hans, Helgu Mattínu, á
Sunnuflöt í Garðabæ og áttu vinirnir
sérlega góðar og nánar samveru-
MARKÚS
SVEINSSON
✝ Markús Sveins-son fæddist í
Reykjavík 22. mars
1943. Hann lést af
slysförum við heimili
sitt 28. janúar síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Garða-
kirkju í Garðabæ 4.
febrúar.
stundir þar. Í minning-
unni var þar alltaf opið
hús og allir velkomnir.
Í nánum vinahópi
var Markús hrókur alls
fagnaðar, uppátekta-
samur á stundum og
kom oftar en ekki að
málum með óvænta
sýn og leiddi umræður
inn á nýjar brautir.
Með Markúsi byrj-
uðum við hjónin að
stunda alvöru göngu-
ferðir, nokkuð sem síð-
an hefur verið hluti af
lífsmynstri okkar.
Sumarið 1975 var ferðafélagið Úti-
vist stofnað og kappið í Markúsi var
svo mikið að hann fór nánast í allar
ferðir Útivistar það árið og var mjög
virkur félagi í mörg ár. Síðar þurfti
hann að draga úr kappinu vegna
veikinda, en félagsskapurinn og úti-
vistin var honum mikils virði.
Að leiðarlokum er okkur efst í
huga þakklæti fyrir vináttu Mark-
úsar. Dætrum okkar var hann mikill
vinur, nánast eins og frændi. Öll
sendum við börnum hans og öðrum
aðstandendum samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Edda og Benedikt.
Markús Sveinsson var skólabróð-
ir minn, samstarfsmaður og vinur í
rúmlega 45 ár. Hann er nú fallinn
frá langt fyrir aldur fram. Ég mun
sakna þess að eiga ekki lengur von á
að heyra glaðlegu röddina hans
ávarpa mig „Beta mín“. Hann fékk
að nota þetta nafn án þess að ég am-
aðist við því.
Við sáumst í fyrsta sinn um miðj-
an september 1958, fyrsta skóladag
okkar í Verzlunarskóla Íslands við
Grundarstíg. Hann kom venjulega
gangandi yfir Tjarnarbrúna úr
Vesturbænum með Troelsi vini sín-
um og sessunaut og síðan settust
þeir við aftasta borð til vinstri. Við
Freyja vinkona mín komum hins
vegar með Hlíðavagninum niður
Laugaveginn úr Austurbænum.
Við vorum samferða í gegnum
Verzlunarskólann í 6 vetur allt til
útskriftar 16. júní 1964. Dagarnir
frá próflokum og fram yfir
sautjándann voru ein samfelld há-
tíðarhöld. Meðal annars buðu for-
eldrar Markúsar hópnum til glæsi-
legrar veislu í sumarhús sitt að
Sveinseyri í Mosfellsbæ. Á
sautjándanum var síðan dansað í
miðbæ Reykjavíkur langt fram eftir
bjartri nóttinni. Það var Markús
sem leiddi hópinn og hélt uppi sam-
heldni og fjöri.
Markús kallaði okkur saman 30
ára Verzlunarskólastúdentana
ásamt fjölskyldunum okkar sumarið
1994 heim til sín að Sveinseyri. Dag-
inn valdi hann með tilliti til þess að
börnin hans sem voru erlendis við
nám yrðu heimavið. Það verður
sambland góðra minninga og sökn-
uðar sem fylgir okkur við undirbún-
ing að 40 ára afmælisins í vor.
Eftir þriðja bekk er ég kynntist
heimi Markúsar, var ég ráðin til
sumarvinnu á skrifstofuna í Vél-
smiðjunni Héðni, fyrirtæki fjöl-
skyldu hans. Þeirri sumarvinna hélt
ég áfram mörg sumur, síðan vinnu
með námi, hálfu starfi og fullu starfi
allt eftir aðstæðum mínum. Ég er
Héðinsmaður jafnvel þótt sá hluti
Héðins sem ég starfa við hafi verið
seldur fyrir nokkrum árum og beri
annað nafn. Við vorum samstarfs-
menn allan hans starfsaldur þótt
starfssviðin væru ólík.
Markús Sveinsson átti perlur á
bandi, börnin og barnabörnin,
tengdabörn, systkini og stóran hóp
ættingja og vina. Ég votta þeim öll-
um innilegustu samúð mína og
þakka Markúsi fyrir drenglyndi sitt
og langa og góða samfylgd.
Elísabet Bjarnadóttir.
Í Alþýðubók Halldórs Laxness
segir að sannleikann sé ekki að
finna í góðum bókum heldur hjá
þeim mönnum sem hafa gott hjarta-
lag.
Markús á Sveinseyri var mikill
áhugamaður um umhverfismál og
aðgengi að fögru umhverfi á Íslandi.
Fyrir rúmum áratug tóku nokkrir
áhugamenn í Mosfellsbæ sig saman
og ákváðu að rétt væri að fram-
kvæma ýmislegt í þágu náttúru-
verndar og bættra skilyrða okkar
Mosfellinga til að njóta fjölbreyttrar
náttúru okkar næsta umhverfis.
Ákveðið var að ráðast á gamlar mal-
argryfjur í landi Helgafells vestan
við Vesturlandsveg en þaðan barst
ætíð í norðaustanáttinni mikill ryk-
mökkur sem lagðist yfir megin-
byggð ásamt skóla- og íþróttasvæði
Mosfellinga. Dreift var grasfræi og
áburði í trássi við landeigendur sem
tóku þessu uppátæki áhugafólks um
bætt umhverfi Mosfellinga fremur
illa. Viðræður Mosfellsbæjar við
landeigendur hófust þegar um upp-
sprettu uppblásturs og vandræða
sem leiddu til að Mosfellsbær festi
kaup á þessu landi, gömlu malar-
gryfjunum frá tímum síðari heims-
styrjaldar.
Um líkt leyti eða sumarið eftir
vorum við nokkrir sjálfboðaliðar í
þessum óformlegu samtökum sem
við nefndum Mosa, að leggja stíg
upp með Varmá nokkru fyrir ofan
gömlu Álafossverksmiðjurnar og
neðan skógarins vestur af Reykja-
lundi. Þetta var skemmtilegt starf
þar sem allir lögðu sitt af mörkum
sem verða mætti öllu samfélaginu til
góða. Meðal félaga okkar var Mark-
ús Sveinsson sem við minnumst nú.
Hann lagði sinn skerf til verksins og
milli þess sem við blésum mæðinni
fræddi hann okkur um sögu um-
hverfisins. Markús var hafsjór fróð-
leiks og hafði unun af að segja þeim
frá sem hlýða vildu á. Hús hans
stendur á eyri þar sem Varmáin
tekur á sig dálítinn krók skammt
neðan við akveginn upp að Reykja-
lundi. Hann var öllum hnútum vel
kunnugur enda hafði hann lengi ver-
ið búsettur á Sveinseyri sem er með
eldri húsunum við sunnanverða
Varmána.
Fyrir og um miðja síðustu öld
hófst mikil skógrækt á þessum slóð-
um og er þar nú þéttvaxinn skógur
einkum sitkagreni. Sá sem þarna
gengur um fær auðveldlega þá hug-
mynd að hann sé kominn til útlanda,
slík er gróskan og vöxturinn. Hvergi
í Mosfellsbæ munu hafa mælst
hærri tré en í spildu Markúsar. Fyr-
ir tæpum tíu árum var Skógrækt-
arfélag Mosfellsbæjar í skógar-
göngu upp með Varmá og mældust
hæstu trén í spildu Markúsar á
Sveinseyri milli 16 og 17 metrar.
Markús var mikill áhugamaður
um bætta umgengni nútímamanns-
ins við náttúruna.
Ekki var nóg með að hann tæki
þátt í samstarfi við okkur sem svip-
uð áhugamál höfðum, heldur lagði
hann á sinn hátt hönd á plóginn.
Eitt sinn var hann í fararbroddi
hóps áhugafólks um náttúrufar sem
var að skoða Varmársvæðið.
Tilefnið var opnun gönguleiðar
sem hann sjálfur átti frumkvæði að.
Hann hafði á eigin kostnað og með
eigin vinnuframlagi byggt nokkrar
einfaldar brýr yfir skurði og aðrar
hindranir til þess að Mosfellingar og
allir unnendur íslenskrar náttúru
ættu þess kost að ganga meðfram
bökkum Varmár. Því miður hafa
þessar vegabætur ekki lifað af harð-
ræðið af tönn tímans.
Hugur hans lifir lengi meðal okk-
ar í Mosa og Skógræktarfélagi Mos-
fellsbæjar sem minnumst góðs fé-
laga og sveitunga.
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ.
Góður drengur er genginn, trygg-
ur vinur vina sinna en sjálfur sér
verstur. Endi bundinn á ómælda
þjáningu liðinna ára. Hinn dimmi
dalur að baki og framundan hið feg-
ursta ljós. Í friði og kærleika kveð
ég minn kæra vin Markús, með
þakklæti og söknuði og bið honum
góðrar ferðar á Guðs vegum.
Hvíl í friði.
Sigríður Friðriksdóttir.
Það var á fögrum sólbjörtum degi
að mér barst sú harmafregn að
gamall skólabróðir og vinur Markús
Sveinsson væri allur, hefði dáið á
slysalegan hátt við heimili sitt.
Það dimmdi yfir þessum annars
ágæta degi og minningar sóttu á
hugann.
Ég kynntist Markúsi fyrst þegar
við hófum nám í Verslunarskóla Ís-
lands haustið 1958, þar varð hann
snemma talsvert áberandi meðal
skólafélaga, skemmtilegur og oft
með óvænt uppátæki okkur hinum
til ánægju. Hann var áhugasamur
um íþróttir og sérstaklega körfu-
knattleik og æfði ma. með KR í
yngri flokkum þess félags.
Á þessum árum var oft erfitt fyrir
ungt fólk að fá húsnæði til þess að
geta skemmt sér, en Markús bjarg-
aði því snarlega við og böllin í Héð-
insnausti í Vélsmiðjunni Héðni lifa
ennþá í minningunni – þá var gaman
að lifa.
Leiðir okkar skárust aftur þegar
Markús og fjölskylda og ég og mín
fjölskylda gerðumst frumbyggjar
við Sunnuflötina í Garðabæ um
1970, sem þá var óðum að byggjast
upp og ungt og glaðvært fólk í
hverju húsi. Þarna var gott fyrir
börn að alast upp með lækinn fyrir
sunnan húsin og allt hraunið líka
sem leiksvæði. Við Markús sögðum
stundum okkur til gamans að við
ætluðum „sko að verða gamlir á
Sunnuflötinni“, en margt fer öðru-
vísi en ætlað er.
Markús var mikill dýravinur og
náttúruunnandi og einhvern tímann
á Sunnuflatarárunum eignaðist
hann Golden Retriver hundinn Hek-
tor, sem lengi fylgdi húsbónda sín-
um í gegnum þunnt og þykkt, en
Hektor fæddist einmitt í húsi und-
irritaðs á Sunnuflöt. Markús var
einn af stofnendum Lionsklúbbs
Garða- og Bessastaðhrepps, síðar
Garðabæjar, og var félagi í klúbbn-
um í yfir 30 ár og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum innan klúbbsins,
var t. d. formaður starfsárið 1986-
1987, síðast var hann formaður
skógarnefndar og hafði mikla
ánægju af.
Sá var háttur Markúsar að koma
nokkuð oft í heimsókn og þá oftast
skyndilega og óvænt, þessum heim-
sóknum fylgdi gjarnan hressandi
andblær og lífleg skoðanaskipti, en
Markús stoppaði stutt og hvarf á
braut jafn skyndilega og hann kom.
Hann var vinur vina sinna og
ákaflega hjálpsamur og traustur
þegar á þurfti að halda, oftast gað-
vær og með spaugsyrði á takteinum
og vinsæll meðal félaga og vina.
Ég hygg þó að seinustu árin hafi
verið vini mínum nokkuð þungbær
og hann kannski einmana stundum,
en Markús var ákaflega dulur og
talaði lítið um sjálfan sig og sína líð-
an, var sennilega haldinn þessari ís-
lensku karlmannaveiki að bera
harm sinn í hljóði og segja helst
ekkert frá líðan sinni.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Markúsi samfylgdina gegnum árin
og við Signý sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Björns
Guðmundar, Sveins og Kristínar
Helgu og fjölskyldna þeirra.
Jón M. Björgvinsson.
Mig langar að segja
nokkur orð um hann
Boga. Ég man svo vel
eftir því þegar ég var
krakki þá fór ég yfir-
leitt með mömmu og pabba í heim-
sókn til þeirra hjóna Sigurbjargar og
Boga í Drápuhlíðina. Þau tóku alltaf
svo vel á móti okkur og Bogi fór með
mann beint inn í herbergi til að sína
FINNBOGI GUNNAR
JÓNSSON
✝ Finnbogi GunnarJónsson fæddist
á Sölvabakka í Aust-
ur-Húnavatnssýslu
7. júlí 1930. Hann
lést á Landspítalan-
um 9. janúar síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Há-
teigskirkju 16. jan-
úar.
manni dótið sem var
geymt í litlum brúnum
kassa inn í skáp bak við
hurð. Það var alltaf svo
spennandi að kíkja í
kassann þó að sama
dótið væri í honum ár
eftir ár. Svo fór hann
með mann í næsta her-
bergi og gaf manni got-
terí.
Hann passaði sko al-
veg að láta manni ekki
leiðast. Svona dekraði
hann við öll börn sem
komu til þeirra og vita
það allir sem þekktu
hann.
Elsku Sigurbjörg, Jóhanna, Birgir
og fjölskylda. Okkar dýpstu samúð.
Brynja Rós Bjarnadóttir og
fjölskylda