Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Elín ÞórdísBjörnsdóttir,
Elladís, fæddist í
Keflavík 20. septem-
ber 1945. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi 30. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Sólveig Sigur-
björnsdóttir, f. 1911,
og Björn Sigurðsson
læknir, f. 1911, d.
1963. Systkini henn-
ar eru Gróa, Sigurð-
ur og Sigurbjörn.
Elladís giftist Jóhanni Heiðari
Jóhannssyni lækni 17. mars 1967.
Þau skildu. Börn þeirra eru: 1)
Björn, landslagsarkitekt, f. 16.9.
1967, kvæntur Guðrúnu Fríði
Heiðarsdóttur, börn þeirra eru
Gunnar Már og Baldur Máni, fóst-
urdóttir Kristrún Kristmunds-
dóttir, dóttir Guðrúnar. 2) Hug-
rún, tamningamaður og
reiðkennari, f. 15.12.
1971, sambýlismað-
ur Páll Bragi Hólm-
arsson. 3) Heiðrún,
kennari, f. 15.12.
1971, gift Björgvini
Sigurbergssyni,
börn þeirra eru Guð-
rún Brá og Helgi
Snær.
Elladís ólst upp í
Keflavík, gekk í
Kvennaskólann í
Reykjavík og varð
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík 1965. Hún lauk
meinatæknanámi frá Tækniskóla
Íslands 1967 og vann allan sinn
starfsferil á rannsóknastofu
Landspítalans. Hún starfaði jafn-
framt að félagsmálum i Meina-
tæknafélagi Íslands og átti sæti í
stjórn félagsins í nokkur ár.
Útför Elludísar verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Það var mömmu líkt að veikjast
og kveðja svona fljótt, hún var alltaf
að flýta sér. Hún kom oft við hjá
fjölskyldunni og vildi þá helst
stoppa stutt en koma þeim mun oft-
ar. Við eigum öll eftir að sakna
hennar mömmu sárt og skarðið sem
hún skilur eftir mun aldrei verða
hægt að fylla.
Lífið hjá mömmu snerist um það
að hjálpa öðrum og vera til taks fyr-
ir fjölskylduna. Hún hafði þann sið á
Þorláksmessu að fara í bíltúr, heim-
sækja eldra gengið í stórfjölskyld-
unni og færa þeim öllum heimatilbú-
ið konfekt. Konfektið höfðum við
systkinin ásamt vinum útbúið í þró-
aðri athöfn þar sem grín og glens
skipti meira máli en hvernig kon-
fektið leit út. Vinir mínir voru vanir
að bíða spenntir eftir konfektgerð-
inni á hverju ári og voru jafnvel
farnir að spyrja um hana snemma í
nóvember til að missa örugglega
ekki af neinu. En þeir þurftu ekki að
hafa áhyggjur því konfektgerðin var
árviss. Meira að segja þegar ég var í
námi á Englandi og komst ekki
heim ein jólin lagðist siðurinn ekki
af. Rétt fyrir þau jól fékk ég upp-
hringingu frá mömmu. Þar voru vin-
ir mínir Snorri með sína fjölskyldu
og Dagur mættir í konfektgerðina
hjá henni en ég veit að hún taldi sig
eiga svolítið í báðum þessum
strákum.
Síðustu jól hefur ekki verið nein
konfektgerð og kom ástæðan í ljós
þegar mamma fór á Þorláksmessu-
rúntinn. Þessi skipti fór hún með
harðfiskspakka sem á voru festar
rauðar slaufur til að gera þá hátíð-
lega. Mömmu var orðið svo umhug-
að um heilsuna hjá systkinum ömmu
Lólóar og öllum hinum að hún var
hætt að færa þeim dísætt konfektið
og færði þeim nú hollan og góðan
vestfirskan harðfisk. Ég fór að velta
því fyrir mér hvort við yrðum öll í
harðfisksgerð næsta árið til að hægt
væri að færa þeim heimatilbúinn
harðfisk næst.
Kiðafell, bærinn hans langafa Sig-
urbjörns heitins í Vísi, var mömmu
afskaplega kær. Þar átti hún sum-
arbústað sem allir voru velkomnir
að heimsækja. Oft voru margir í
þessum litla bústað og var sama
hversu margir komu, alltaf var rúm
fyrir fleiri. Ég er viss um að ef
mamma hefði átt Volkswagen-bjöllu
hefði hún ekki verið í neinum vand-
ræðum með að koma þar fyrir fimm
fílum.
Það voru margir sem áttu í henni
Elludís og er missirinn okkur öllum
mjög sár. Hún mun þó lifa í hjarta
okkar og við sem áttum hana sem
móður og ömmu, börnin, tengda-
börnin og barnabörnin, búum að því
sem hún kenndi okkur, að þykja
vænt um aðra.
Björn.
Mamma er kominn til Guðs í faðm
ástvina sinna. Þegar við Bjöggi til-
kynntum börnum okkar að amma
Dísa væri látin vissu Gunna og
Helgi alveg hjá hverjum hún væri
núna. Gunna sagði strax, hún er
komin til pabba síns og Helgi sagði
hún er komin til Heru sem er að
sleikja hana í framan. Já, mamma er
komin á góðan stað það vitum við
öll. Mamma var okkur systkinum og
fjölskyldum okkar stoð og stytta í
öllu því sem við tókum okkur fyrir
hendur. Allt sem okkur datt í hug
þótti henni frábærar hugmyndir og
hvatti hún okkur strax til dáða
hversu erfitt sem verkefnið var.
Hún kenndi okkur líka að þykja
vænt um alla, finna kosti hvers og
eins, virða hvert annað og elska það
sem aðrir gátu gefið. Væntumþykja
mín til mömmu er mikil en við átt-
um erfitt með að tjá það með faðm-
lögum og orðum. Þetta ræddum við
mamma oft. Óx þá væntumþykjan
milli okkar sem við héldum áfram að
tjá á annan mátta en með orðum. Þá
sögðum við oft í gríni við vitum báð-
ar hvað við erum að hugsa. Sem var
satt því að ósjaldan botnuðum við
setningar hvor hjá annarri um hluti
sem ekki var búið að nefna.
Mamma kenndi okkur margt sem
ég geymi og mun kenna Gunnu og
Helga með tímanum. Eitt af því var
að njóta þess sem maður hefur
hverju sinni og ekkert verkefni er
það erfitt að ekki sé hægt að leysa
það í hvelli. Hún kenndi okkur að
hugsa um aðra og njóta þess að eiga
stundir saman. Vinir og fjölskylda
eru mikils virði. Ef einhver nákom-
inn átti gleði- eða sorgarstund fram-
undan þá var það okkar tækifæri til
að gleðja og gefa af okkur. Eitt
sagði ég oft í gríni að hún hefði
kennt mér að fara frekar í göngutúr
með fjölskyldu og vinum en að vera
heima og þrífa. Þótti henni þetta nú
misfyndið en samt var þetta besta
gjöf sem hún gat gefið mér. Einnig
kenndi hún okkur að nauðsynlegt
væri hverjum hjónum að eiga stund-
ir út af fyrir sig þar sem börnin
væru fjarri. Já, fyrir vikið var alltaf
ein vika á sumri frátekin af sum-
arfríinu hennar til að passa Gunnu
og Helga svo ég og Bjöggi mættum
njóta samveru hvort annars. Ekki
kom annað til greina en þau yrðu öll
saman í bústaðnum, Lækjarbrekku,
uppi á Kiðafelli. Í huga mömmu var
enginn staður henni kærari. Þegar
ég kom að sækja þau þá þurfti hún
að segja mér hverja söguna á fætur
annarri um hvað þeim leið vel og
hvað það væri búið að vera gaman.
Og bætti oft við þú hefðir getað ver-
ið miklu lengur.
Mamma fór sjálf í gegnum ýmsa
erfiðleika og á lífsleiðinni áttaði hún
sig vel á því að úr þeim vandamálum
þyrfti að vinna. Hún passaði sig vel
á því að kenna okkur börnunum það.
Ef hún gat ekki hjálpað okkur fann
hún alltaf einhverja bók sem gat
leiðbeint manni á rétta leið. Núna til
dæmis eru tvær bækur á náttborði
mínu sem tengjast uppeldi og
kennslu sem mamma gaf mér fyrir
nokkrum dögum. Auðvitað var hún
búin að lesa þær þannig að við vær-
um viðræðuhæfar saman á eftir.
Hún sagði oft þegar við vorum
saman, mikið er ég nú heppin að
eiga svona yndisleg börn. Var hún
þá alltaf að tala um allan hópinn,
börn, barnabörn, tengdabörn, systk-
inabörn, Pétursbörn o.s.frv. Í fram-
haldi af því taldi hún upp kosti og
galla hvers og eins sem við skyldum
læra að elska. Allt hennar uppeldi á
okkur systkinunum gekk út á það að
við gætum allt sjálf þó að hennar
mundi ekki njóta við. Hún hefur bú-
ið okkur öll vel undir framtíðina.
Elsku mamma, ég hugsa til þín og
mun finna leið fyrir okkur öll svo að
lífið haldi áfram þar sem minning
þín sé í hjarta okkar. Ég veit að sím-
töl okkar verða ekki fleiri en þú
verður alltaf hjá okkur. Megi guð
styrkja ömmu Lóló, systkini
mömmu, fjölskyldur og vini. Nú
þegar erum við öll búin að standa
saman á erfiðari stundu. Vertu
óhrædd, það mun endast að eilífu.
Þín
Heiðrún.
Líf og vinátta okkar Elludísar
hefur runnið samsíða í nokkuð mörg
ár. Frá þeim tíma er margs að
minnast, en einungis verður minnst
þess sem efst er, eftir að henni var
ætlaður staður meðal genginna ætt-
ingja og vina.
Elladís hafði sínar ákveðnu skoð-
anir á lífinu tilgangi þess og þó öllu
fremur, hvernig hún í lífinu gæti
bætt sjálfa sig og miðlað öðrum. Að
þessu markmiði vann hún til síðasta
dags með því að sækja kirkju, fyr-
irlestra um trú, siðfræði og lestri
góðra bóka um þessi efni og önnur,
sem víkkuðu lífssýn hennar og
manngæsku.
Elladís trúði á og treysti fólki.
Hún hafði hæfileika til að greina
hismið frá kjarnanum og umgjörð
skipti hana engu máli. Stór hluti frí-
tíma hennar fór í að rækta og hlúa
að sambandi sínu við börnin sín og
barnabörn. Hún ræktaði einstakt
samband við drengina mína, tengda-
dætur og barnabörn sem aldrei
verður að fullu þakkað. Hún hélt
miklu og góðu sambandi við fjöl-
skyldu sína og fylgdist af alúð með
systkinabörnum og öðrum ættingj-
um í leik og starfi. Henni var lagið
að halda sambandi við vini og ætt-
ingja og gilti þá einu hvort þeir voru
búsettir heima eða erlendis. Bæri
vanda að höndum var Elladís ætíð
fyrst til að bjóða aðstoð eða minna á
að hún væri til staðar. Það eru vís-
ast fleiri en ég sem muna hressilega
brosið og glaðværðina sem hún gat
flutt í líf svo margra.
Elladís var náttúrubarn að eðli og
fann sig líklega aldrei betur en í
sumarhúsinu á Kiðafelli. Hún naut
þess að umgangast náttúruna og
dýrin, sækja mjólk í fjósið til Lilla
frænda og ekki síst að fá til sín
börn, barnabörn, fjölskyldu og vini á
þeim stað sem hún hafði ung að ár-
um tekið ástfóstri við. Þarna var
barnabörnunum skapaður sérstakur
heimur fróðleiks, frelsis og útrásar
og nutu eldri barnbörn mín þessara
ævintýra að fullu. Sveitin eins og
Elladís kallaði aðstöðu sína gjarnan
á sinn stað í huga Péturs og Emils
Þórs sem minnast ömmu Elludísar
með söknuð í huga. Söknuðurinn er
mikill en Elladís skilur eftir minn-
ingar sem bæði hugga og gleðja og
létta vonandi sorgina sem skyndi-
legt fráfall hennar skilur eftir.
Pétur Sigurðsson.
Á þeim tímapunkti sem Elladís
kom inn í líf okkar ríkti sorg og
söknuður í huga okkar yfir fráfalli
móður okkar og tengdamóður. El-
ladís sýndi einstaka nærgætni við
þessar aðstæður og varð okkur
fljótt ljóst hvaða einstöku eiginleik-
um þessi ljósleita og ávallt glaðlega
kona var gædd. Mismunandi
áherslur ráða ríkjum í lífi okkar
allra. Áherslurnar hjá Elludís voru
skýrar. Hún lagði sig fram við að
þjónusta og þjóna öðrum. Hún tók
okkur öll að sér á sinn hógværa en
samt ákveðna hátt. Sitt ástríka
heimili bæði í bænum og sveitinni
opnaði hún fyrir okkur og lagði á
það ríka áherslu að nú tilheyrðum
við einnig hennar samheldnu fjöl-
skyldu. Það verður að teljast ein-
stakt að hafa fengið að verða hluti af
lífi Elludísar og fjölskyldu hennar.
Alltaf eitthvað um að vera og alltaf
tími til þess að hlaupa undir bagga
þegar á þurfti að halda. Þá hlýju og
umhyggju sem hún hefur líka sýnt
börnunum okkar höfum við og þau
svo sannarlega kunnað að meta.
Eftir stendur líka að minnast kær-
leika hennar og umhyggju fyrir
pabba okkar – sem ekki verður lýst
með orðum.
Við höfum misst góðan félaga og
vin, konu sem lét sér af einlægni
annt um okkur og var tilbúin að
leggja allt sitt af mörkum til þess að
okkur liði sem best. Okkur þótti svo
vænt um að Elladís lagði á það
áherslu að við værum hluti af henn-
ar fjölskyldu og því er það okkur
huggun að fá að deila með fjölskyld-
unni, til framtíðar, minningunni og
þeirri arfleifð sem hún hefur skilið
eftir sig. Við finnum líka sárt til með
ykkur, kæra móðir, systkini, börn
og barnabörn Elludísar, því við vit-
um hve missirinn er mikill.
Hið ótímabæra fráfall Elludísar
minnir okkur á þá óþægilegu stað-
reynd að við vitum ekki hvenær tím-
inn kemur. Orð Guðs fjallar um
þetta þegar Jesús nefnir í líkingu
mikilvægi þess að hafa ljós á lamp-
anum er Herrann kemur. Það er
okkur huggun að vita að Elladís
hafði skært ljós á sínum lampa og
næga olíu.
Guð blessi minningu Elludísar.
Sigurður, Gunnar Þór og
Hannes Péturssynir og
fjölskyldur.
Hún var frá á fæti, eins og hún
væri ávallt að flýta sér, alltaf bros-
andi og afar viðmótsþýð. Hún var
góð frænka, sérlega frændrækin.
Það var bara notalegt að hugsa til
hennar og vita af henni jafnvel þótt
samfundir hafi ekki verið nema fá-
einir á ári.
Hún var einkar áhugasöm um að
halda saman stórri fjölskyldu
margra niðja afa okkar Sigurbjörns
Þorkelssonar sem kenndur var við
verslunina Vísi. Hefur sá hópur,
sem telur vel á annað hundrað
manns, komið saman í kringum jólin
mörg undanfarin ár og eins á fimm
ára fresti, á fæðingardegi afa, á fæð-
ingarstað hans, Kiðafelli í Kjós. Ella
Dís var einn af stólpum þessarar
margmennu fjölskyldu því hún smit-
aði út frá sér með drifkrafti sínum
og áhuga á fjölskyldumeðlimunum
og afdrifum þeirra.
Dæmi um frændrækni og rækt-
arsemi Ellu Dísar er þegar við hjón-
in áttum drengina okkar, þá kom
hún í öll þrjú skiptin til okkar á
Landspítalann með litla gjöf. Inn-
litið var gjarnan í flugumynd, stutt,
notalegt en eftirminnilegt. Það lýsti
Ellu svo vel. Það var svo gott að
eiga svona frænku.
Annað dæmi er að fyrir hver jól
mörg undanfarin ár heimsóttu þær
systurnar, Gróa og hún, öldruð móð-
ursystkini sín og færðu þeim heima-
tilbúið konfekt, kerti eða harðfisk.
Dásamlegt hugmyndaflug og kær-
leiksþjónusta sem þetta fólk naut og
kunni að meta. Þetta uppátæki
þeirra systra hefur skilið meira eftir
sig þar sem þær komu í eigin per-
sónu með eitthvað persónulegt og
óvenjulegt sem sannarlega var kær-
komið og jafnvel beðið með eftir-
væntingu.
Hún Ella Dís kunni að vera á
meðan hún var án þess að vera sí-
fellt að líta á klukkuna þótt hún
staldraði jafnan ekki lengi við því að
hún vildi ekki trufla, en ræktarsemi
hennar og hlýja skildu mikið eftir
sig.
Þá minnist ég þess með þakklæti
þegar hún kom til mín undir lok
a.m.k. tveggja samvera í stórfjöl-
skyldunni og sagði eiginlega án þess
að biðja mig formlega: „Mér fyndist
nú við hæfi að þú segðir nokkur orð
hérna í lokin og endaðir með því að
láta okkur biðja saman faðir vorið,
svona í anda afa.“
Við skiljum ekki dauðann og því
síður lífið. En í hrópandi orðlausri
angist, tómarúmi og vanmætti þá er
það eina sem við getum gert, að
leggja okkur í faðm frelsarans Jesú
sem sagði: „Ég lifi og þér munuð
lifa. Hver sem trúir á mig mun lifa
þótt hann deyi.“
Í trausti til þessara orða þökkum
við kærleiksríkum Guði fyrir líf Ellu
Dísar og það að hafa gert okkur
auðugri með tilveru hennar og sam-
fylgd sem okkur finnst hafa verið
allt of stutt. Guð hjálpi okkur að
hugsa um og læra af snertiflötum
Ellu Dísar í tilveru okkar, ræktar-
seminni, umhyggjunni og notaleg-
heitunum.
Þótt samverustundirnar hafi
kannski verið of fáar og stuttar þá
hafa þær markað djúp og varanleg
spor í tilveru okkar.
Sigurbjörn Þorkelsson og
fjölskylda.
Elsku Elladís mín. Það er erfitt
fyrir okkur ástvini þína að meðtaka
að þú skulir hafa verið tekin frá
okkur jafn skyndilega og raun ber
vitni.
Góðar og fallegar minningar eig-
um við samt sem áður. Þær verða
sem betur fer ekki teknar frá okkur.
Ég hef þekkt þig frá fæðingu og
minnist þín sem litlu ljóshærðu
brosmildu fallegu frænku minnar.
Góaló og ég voru bestu vinkonur
og frænkur, en þú varst litla glað-
væra systir hennar, uppáhald okkar
allra.
Mikill kærleikur var á milli fjöl-
skyldna okkar og á æskuheimili þitt
var fjölskyldan ætíð velkomin í
lengri sem skemmri tíma.
Pabbi þinn móðurbróðir minn og
elskulega móðir þín tóku vel á móti
okkur öllum, fyrst á Hvammstanga
þar sem pabbi þinn var læknir og
síðar í Keflavík.
Mamma Lollý og ég dvöldum oft
vikum saman á sumrin hjá ykkur í
góðu yfirlæti. Eftir að mamma þín
varð ekkja fluttist hún til Reykja-
víkur og hélt fjölskyldunni saman.
Ættingjar sem bjuggu erlendis
dvöldu hjá henni þegar þannig stóð
á og heimilið stóð alltaf opið fyrir
okkur öllum, stórum sem smáum.
Allir löðuðust að Lóló og mér leið
vel meðan ég bjó hjá ykkur með
Svenna mínum um nokkurra mán-
aða skeið á Skólabrautinni.
Það er ekki skrýtið að þið systk-
inin fjögur hafið fengið í arf hjálp-
semina, kærleikann og góðmennsk-
una frá foreldrum ykkar.
Á seinni árum hefur aldursmun-
urinn jafnast og við fórum að hittast
þrjár, Góaló, þú og ég.
Ég minnist þess þegar ég kom í
heimsókn í bústaðinn þinn á ætt-
aróðalinu Kiðafelli í Kjós síðastliðið
sumar. Góaló og þú dvölduð þar með
Gunnu og Helga Snæ og buðuð mér
að koma með mín barnabörn.
Ég kom með Ágúst, en Guðjón
var að keppa á fótboltamóti í Vest-
mannaeyjum. Við áttum yndislegan
dag saman og þú sagðir mér að
koma fljótt aftur með Guðjón.
Síðast vorum við saman hjá Júlí-
ellu eftir að hafa hlustað á Kjarra
spila fyrir tónleika.
Þú reyndist mér vel í mínum erf-
iðleikum og við höfðum mikið sam-
band.
Elsku góða frænka mín, ég vildi
að samverustundirnar hefðu orðið
fleiri, við vorum orðnar svo nánar.
Ég þakka þér fyrir sanna vináttu
og kærleika sem ég geymi ávallt í
hjarta mínu. Ég bið góðan guð að
styrkja ættingja þína sem eiga nú
um sárt að binda og kveð þig með
ljóðinu sem mæður okkar fóru með
fyrir svefninn á æskuárunum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Guðríður.
Látin er, langt um aldur fram,
frænka mín og vinkona okkar, Ella-
dís, eins og hún var jafnan kölluð.
Við Elladís vorum systrabörn og ég
fann það snemma að móður minni
var sérstaklega annt um Elludís
enda hafði hún dvalið hjá henni á
Setbergi sem ung stúlka og þegar
hún dvaldi um skeið erlendis stóð
ELÍN ÞÓRDÍS
BJÖRNSDÓTTIR