Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 43 Ella Dís sat við hliðina á mér í Menntaskólanum í Reykjavík. Það fór ekki mikið fyrir henni. Hún var lítil og nett en dugleg, ákveðin, jákvæð og hress. Ljúf var hún og þægilegur sessunaut- ur. Ég minnist þess ekki að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundur- orða. Í hugann kemur mynd ungrar spengilegrar konu með glampa í augum, sem er tilbúin til að takast á við lífið. Það varð of stutt. Ég bið Guð að blessa hana og ástvini hennar og sendi þeim inni- legar samúðarkveðjur. Ása Kristín Oddsdóttir. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um El- ínu Þórdis Björnsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. hún í bréfaskiptum við föður minn og því ávallt samband þótt oft væri langt á milli manna. Þegar Elladís og fjölskylda kom heim frá Banda- ríkunum taka þau þá ákvörðun að fara í hestamennsku með börnum sínum. Það var mér mjög kærkomin ákvörðun að fá félagsskap með hest- ana á jörð fjölskyldunnar að Kiða- felli í Kjós og minnisstæðir eru slep- pitúrarnir sem oftast enduðu í kjötsúpu í sumarbústaðnum hjá mömmu. Samveran í kringum hest- ana leiddi til náins vinskapar, ekki bara við Elludís heldur einnig við börnin hennar, Bjössa, og tvíburana Heiðrúnu og Hugrúnu, því við Kristín erum í aldri mitt á milli Elludísar og tvíburana. Fyrsta hestaferðin sem við Krist- ín fórum saman var einmitt með Elludís og Jóhanni árið 1985. Fórum við fjögur saman og var lagt af stað frá Kiðafelli og riðið í Borgarfjörð, alla leið í Kalmannstungu og svo til baka um Kaldadal á Þingvöll og aft- ur á Kiðafell. Á Síldarmannagötum á leið úr Botnsdal yfir í Skorradal, lentum við í mikilli rigningu, þoku og kulda, tár féllu, en Elladís og Kristín töldu kjark hvor í aðra og við komumst á leiðarenda og má segja að þar hafi myndast samband sem hélst alla tíð og oft áttu þær El- ladís og Kristín eftir að stappa stál- inu hvor í aðra þótt við aðrar kring- umstæður væri. Á næstu árum ferðuðumst við mikið á hestum með Elludís og fjölskyldu okkur til mik- illar ánægju og eru það minningar sem við njótum að rifja upp. Elludísar verður heldur ekki minnst án þess að sumarbústaður- inn á Kiðafelli sé nefndur. Þar átti hún sannkallaðan griðastað og sælu- reit og stutt var yfir í sumarbústað foreldra minna og var ávallt mikill samgangur milli mömmu og Elludís- ar. Börnin okkar voru sérlega hænd að Elludís og ein fyrsta dúkka dótt- ur okkar Áslaugar Örnu fékk ein- mitt nafnið Elladís. Þegar við kom- um í sumarbústaðinn fóru börnin jafnan að athuga hvort Elladís væri í bústaðnum og einnig hverjir væru með henni því þar var oft gest- kvæmt, ýmist börn til að leika við eða frænkur til að spila við. Mamma bauð systrum sínum, Hönnu og Helgu oft að dvelja með sér í sum- arbústaðnum nokkra daga á hverju sumri og þótti mér sérstaklega vænt um að sjá að Elladís hafði tekið við af mömmu að þessu leyti og áttum við ánægjulegar samverustundir síðustu sumur með Ellu og systr- unum, Lóló, Hönnu og Helgu í sum- arbústaðnum. Ef nokkur frænka mín minnti mig á móður mína þá var það Elladís en þær voru gæddar svo mörgum góðum eiginleikum og mik- ið er sumarbústaðabrekkan tóm- legri þegar þær eru horfnar af vett- vangi, báðar alltof snemma. Ella var einstök kona, uppörvandi og hvetjandi og til hennar var gott að leita. Það var svo gott andrúm í kringum hana, mikil jákvæðni og gleði og stutt í hlátur og grín. Einn- ig fundum við sterkt fyrir nærveru hennar og umhyggju þegar erfið- leikar steðjuðu að, fyrst í veikindum dóttur okkar og síðar móður minn- ar. Þá var hún alla tíð einstaklega ræktarsöm við föður minn og heim- sótti hann reglulega, fyrir það vil ég þakka og eins og ekki síður að hún sagði mér margar sögur af föður mínum frá sínum yngri árum, áður en hann veiktist, sem drógu upp nýja mynd af honum í mínum huga. Þá bauð hún okkur og börnunum að koma og taka þátt í samverustund- um sinnar fjölskyldu, hvort heldur var á jólum eða páskum og tók okk- ur um margt eins og hennar eigin börnum. „Hvers vegna getur hver dagur ekki verið lengri,“ spurði dóttir mín þegar við vorum við útreiðar í vik- unni og henni fannst deginum halla fullfljótt. Við þeirri spurningu er ekkert svar en það minnir okkur á að lífið er ekki sjálfgefið, tíminn er dýrmætur og mikilvægt að nota hann vel. Það er ofar okkar skilningi hvers vegna Elladís fékk ekki lengri tíma með okkur og fjölskyldu sinni. Hennar verður sárt saknað. Við Kristín sendum Lóló, Bjössa, Heið- rúnu og Hugrúnu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Sigurbjörn Magnússon, Kristín Steinarsdóttir. Það var mikið tilhlökkunarefni fyrir ungan dreng, sem alinn var upp við hörku bresks heimavistar- skóla eftirstríðsáranna, að koma til sumardvalar í frelsið á Íslandi. Þar átti Elladís, frænka mín, stóran þátt. Hún og fjölskylda hennar á Kiðafelli tóku mér opnum örmum, þar fengum við að atast í kúnum, leika okkur í hlöðunni og ríða út. Þarna var vakin ást mín á íslenskri náttúru, sem ekki hefur dofnað síð- an – og þarna tengdumst við frænka mín vináttuböndum, sem hafa styrkst með árunum. Elladís missti föður sinn, Björn, sem var ömmubróðir minn, þegar hún var unglingur. Hann lést langt um aldur fram og var öllum harm- dauði. Nú hefur Elladís kvatt okkur hinstu kveðju og upp í hugann koma minningar um vináttu sem varað hefur í hálfa öld. Við giftumst á sama ári, börnin okkar eru fædd um sama leyti. Ferðir voru farnar saman. Við heimsóttum Elludís og Jó- hann á Sauðárkrók þegar Jóhann var þar kandidat og er það óskilj- anlegt þegar litið er til baka hvernig við komumst fyrir, öll í litlu íbúð- inni, sex börn innan við sex ára, barnfóstra og við. Gestrisnin var frænku í blóð borin og samkomulag- ið gott. Nóg af kjötsúpu og tími til alls. Við gengum upp á Tindastól og horfðum á „næturvökula sumarsól sveigja fyrir norðurpól“, gáfum gaum að Gretti og nutum þess að vera ung. Síðasta ferð okkar Elludísar sam- an var ógleymanleg, þá fórum við tvær með litlum hópi fólks ríðandi um Njáluslóðir undir leiðsögn Jóns Böðvarssonar. Elladís reið „Geisla“ sínum sem var hrekkjóttur og óá- reiðanlegur að mér fannst, enda henti hann henni af baki í tvígang, en hún lét engan bilbug á sé finna. Hún ætlaði að ná tökum á honum og gera úr honum gæðing. Við kvöddum Elludís í haust á Kiðafelli, í litla sumarbústaðnum hennar, sem óvart varð tvær hæðir. Hann var auðvitað troðfullur af fólk- inu hennar, fjórum kynslóðum, sem ekki þekkja orðið kynslóðabil. Hún veifaði til okkar ljóshærð, fíngerð kona með bros í augum. Við þökkum samfylgdina og biðj- um Guð að blessa fjölskyldu hennar nú og ævinlega. Svala og David Pitt. Þá hefur Elín Þórdís kvatt þetta jarðlíf, svo óvænt. Á vinnustað okk- ar var hún alltaf kölluð Elladís og nú berum við sorg í hjarta. Ég sá hana fyrst fyrir 35 árum, þegar hún byrjaði að vinna á rann- sókn á Landspítalanum ung að ár- um. Hún var lagleg, kát, lítil og nett, féll vel inn í hópinn og svo auðvelt að kynnast henni að mér finnst núna að við höfum verið vinir síðan þá. Elladís var mjög góður vinnu- félagi, hlý og velviljuð, skemmtileg og glettin. Hún var ákveðin, afar heil í samskiptum og sagði það sem henni fannst án hávaða. Hún var líka svo lánsöm að vera mjög góð mamma og amma og uppskar sam- kvæmt því. En það sem gerði Elludís alveg sérstaka í mínum huga var hvernig hún þroskaðist. Hún óx svo fallega. Við hverja prófraun sem lífið lagði á hana tók hún meðvitað jákvæða af- stöðu og vann úr hlutunum af snilld. Með árunum öðlaðist hún ákveðið æðruleysi og hugarró sem er eft- irsóknarvert fyrir sérhverja mann- veru. Við munum sakna hennar en um leið minnast hennar með gleði og þakklæti fyrir það sem hún var okkur. Við biðjum guð að blessa ástvini hennar alla. Fyrir hönd samstarfsfólks, Ragnheiður Benediktsdóttir. Mig langar að minnast góðrar vinkonu, samstarfskonu og ná- granna. Hún var jafn elskuleg í öll- um þessum hlutverkum. Ég álít það sérstakt happ að hafa fengið að búa í nágrenni við hana undanfarin ár. Ég kynntist Elludís sumarið 1971 þegar ég kom aftur til vinnu eftir fimm ára hlé. Hún kynnti sig og var svo opin og elskuleg að nýliðinn gleymdi öllum áhyggjum um að hann væri búinn að gleyma öllu sem fyrr var lært í meinatækni. Hún átti þá Bjössa og átti von á tvíburunum. Við meinatæknarnir fylgdumst spenntar með. Í desember lá stúlk- unum á að komast í heiminn fyrr en ætlað var og við hlupum hver í kapp við aðra út á vökudeild að taka blóð úr krílunum sem okkur fannst við eiga þó nokkuð í. Svo komu Am- eríkuárin hennar Ellu en þegar þeim lauk kom Elladís aftur til starfa með okkur og oft var glatt á hjalla. Farið var á reiðnámskeið fyrir hennar tilstilli. Margar og skemmti- legar heimsóknir voru farnar í sum- arbústaðinn að Kiðafelli, í göngu- ferðir, í reiðtúra og til að hittast og spjalla saman. Alltaf voru allir jafn velkomnir. Ungir og aldnir hittust hjá henni. Það var gaman að fá að kynnast Sólveigu móður hennar og móðursystrunum sem höfðu frá mörgu skemmtilegu að segja. Ekki var síður gaman að kynnast barna- börnunum hennar. Elladís var lán- söm manneskja, ekki fyrir það að lífið hefði farið um hana mjúkum höndum, heldur vegna þess hvernig hún tók áföllum lífsins og sneri þeim sér til góðs. Lífið er breytingum háð, en Elín Þórdís var ekki hrædd við breytingar og gekk ávallt til móts við lífið með jákvæðu hugar- fari. Rigning og rok komu henni ekki í vont skap heldur þvert á móti, það efldi hana. Það er sjaldgæft að hitta jafn bjartsýna og jákvæða manneskju og Elludís og við missum öll mikið við óvænt lát hennar. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til barna hennar, tengdabarna, barnabarna, móður, systkina og frændfólks. Megi Guð styrkja okkur í sorg okkar. Sigrún Rafnsdóttir. Það er oft sagt Íslendingum til lofs að þeir beri ekki tilfinningar sínar á torg. En okkur þótti vænt um vinu okkar og samstarfskonu, Ellu Dís, ekki síst vegna þess að þetta gerði hún: Hún „bar tilfinn- ingar sínar á torg“, hún sagði það sem hún meinti og henni fannst um fólk, atburði og málefni. Þess vegna var gott og auðvelt að vera nálægt henni, hvort sem væri í sorg eða gleði, hún leyfði okkur að taka þátt í lífi sínu og í því sem henni fannst mikils um vert. Ella Dís var fagurkeri, ekki á hluti kannski: hún unni tónlist, bók- menntum, náttúrunni, góðum stund- um. Það var bjart yfir henni á hverju sem gekk og hún var sann- kölluð bjartsýnismanneskja: hún sá glasið aldrei hálftómt, heldur fullt til hálfs. Án hennar verður lífið drungalegra og fátæklegra. Við Árni sendum fjölskyldu hennar okk- ar einlægustu samúðarkveðjur. Lena Bergmann. Látin er langt um aldur fram sálufélagi, vinur og samstarfskona til fjölmargra ára. Hér sit ég hnípin og gengur erfiðlega að setja orð á blað. Upp í hugann koma minningar sem spanna ríflega tvo áratugi. Elludís hitti ég fyrst árið 1980 er ég kom inn á rannsóknastofu Land- spítalans við Hringbraut nýgræð- ingur í starfi. Það sem vakti fyrst athygli mína varðandi ásjónu henn- ar var hve nettleg og fríð hún var. Léttleikinn í fasi hennar var heillandi sem og skörp og fjörug augu. Fljótt kom í ljós að þessi fín- lega kona bjó yfir miklum styrk og stóð allt af sér. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa til við hvað sem var ef hún mögulega gat. Ég var svo lánsöm að fá einnig að kynnast henni utan vinnu þar sem hún var mágkona vinkonu minnar. Fjölskyldur okkar hittust stöku sinnum og fóru í alls kyns leiki undir stjórn Bjössa sem var elstur í barnahópnum. Sonur minn naut þessara samverustunda ekki síður en ég og síðast um daginn borð- uðum við þrjú saman og rifjuðum upp gamlar minningar. Það var mik- ið hlegið við matarborðið það kvöld- ið og minningarnar baðaðar birtu og ljóma. Svo sneri Elladís sér í nú- tímann og tók að spyrja son minn út í viðskiptin. Hún kom með hug- myndir sem hún taldi að gætu verið til bóta varðandi reksturinn og tók fullan þátt í umræðunni. Svona var Elladís, sýndi öllu og öllum áhuga. Kynni okkar Elludísar tóku aðra stefnu fyrir nokkrum árum. Við eyddum meiri tíma í það að tala saman og velta upp spurningum og leita eftir svörum. Við sumum spurningum áttum við engin svör og fannst það í lagi. Við öðrum fundum við margvísleg og skemmtileg svör. Við deildum bókmenntaáhuga okkar sem og tónlistaráhuga. Við ræddum um ástina, börnin, gleðina og sorg- ina, þjáningu, frelsi, trú, réttlæti og óréttlæti, vináttu og gleði. Við viss- um og töluðum um að í kjölfar sorg- ar gat hjartað rúmað mikla gleði. Í augnablikinu get ég ekki séð að svo verði, en þar sem sorgin og gleðin eru systur sem fara saman hlýtur svo að vera. Elladís var áhugasöm, skemmti- lega greind og gædd góðri kímni- gáfu. Hún kynnti mér bækur sem víkka sjóndeildarhring. Hún opnaði mér leiðir til annars lífsmats. Fólk eins og hún gefur lífinu gildi. Henn- ar minnist ég með virðingu og þökk. Elladís er látin en lifir í minning- unni og öllu því góða sem hún leiddi af sér. Ástvinum hennar öllum votta ég dýpstu samúð mína. Blessuð sé minning Elínar Þór- dísar Björnsdóttur. Lísbet Grímsdóttir. Látin er langt um aldur fram Elín Þórdís, oftast kölluð Elladís í hópi okkar bekkjarfélaganna í MR og sumar okkar höfðu líka verið með henni í Kvennaskólanum í Reykja- vík. Að loknu stúdentsprófi vorið 1965 stofnuðum við saumaklúbb þar sem aldrei var snert á handavinnu en þeim mun meira skrafað og þannig gátum við fylgst vel hver með annarri og um leið átt margar skemmtilegar stundir. Oftar en ekki voru fjölskyldur okkar umræðuefnið og duldist engum að fjölskylda hennar skipti hana miklu máli. Okkur leið ætíð vel í návist Ellu- dísar. Hún var alltaf jákvæð, ljúf og glaðleg, harðdugleg, samviskusöm og bar alltaf með sér æskuþokka. Hún hafði sérstakt lag á að gera notalegt í kringum sig og nutum við vinkonurna þess sérlega vel þegar við heimsóttum hana í sumarbústað- inn í nágrenni við Kiðafell í Kjós. Þegar við heimsóttum hana sein- ast í nýju íbúðina í Fossvoginum, þar sem hún var búin að koma sér vel fyrir, fundum við að henni leið mjög vel. Að vísu voru börnin flogin úr hreiðrinu en hún hafði þó tök á að hýsa þau og barnabörnin ef á þurfti að halda enda voru þau hennar hjartans mál. Við sendum börnum hennar, barnabörnum, móður, nánustu ætt- ingjum og vinum okkar samúðar- kveðjur. Saumaklúbburinn úr 6-C. Elludís, eins og hún var alltaf kölluð, kynntist ég fyrir tæpum tíu árum í gegnum Pétur tengdaföður minn. Þau kynni hafa verið mér dýr- mæt og fyrir þau er ég afskaplega þakklát. Þá kynntist ég líka hennar stóru og samheldnu fjölskyldu og börnum hennar sem eru okkur Sigga kærir vinir. Elladís var miklum kostum gædd. Hún var víðlesin og reynslumikil kona sem gott var að leita ráða hjá með ýmis mál. Frá henni streymdi hlýja sem þeir fundu glöggt sem áttu hana að vini. Ógleymanlegar eru stundirnar sem við áttum hjá henni í sumarbústaðnum og alltaf var nóg pláss hjá Elludísi þótt fjöl- skyldan væri stór. Elladís var líka einstök við börn og sagði gjarnan að það væri hægt að læra svo mikið af börnunum. Þau nutu þess líka hversu þægilegt var að vera í sam- vistum við hana. Það fengu börnin mín að finna og þótti þeim mjög vænt um Elludísi. Fyrir nokkrum árum varð ég fyr- ir miklum missi þegar móðir mín dó. Á þeim erfiða tíma reyndist Elladís mér ómetanleg hjálp og stuðnings- hella. Þá kom vel í ljós sá góði eig- inleiki hennar að hlusta á aðra og sýna öðrum hluttekningu. Við fjölskyldan fluttum til Frakk- lands fyrir tveimur árum og eftir það hittumst við sjaldnar. En þótt langt liði á milli þá var samband okkar alltaf eins. Mér finnst erfitt nú að geta ekki tekið upp símann og heyrt í henni. Það voru forréttindi að hafa feng- ið að kynnast konu eins og Elludísi. Allt sem hún kenndi mér situr eftir og gott er að eiga minningarnar um hana í hjarta sínu. Elsku Pétur, ég veit að þú hefur misst traustan og góðan vin og bið ég Guð að varðveita þig í þessum erfiðleikum. Ég vil votta fjölskyldu Elludísar samúð og bið Guð að vernda og styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Í Sálmi 23:4 stendur: „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því að þú er hjá mér.“ Ég bið þess að þið fáið að finna það og fá styrk Guðs þegar þörfin er svo mikil. Við getum öll verið þakklát fyrir Elludísi. Ingibjörg Valgeirsdóttir. Þegar við kveðjum Ellu Dís vin- konu okkar er trygglyndi hennar, hjálpsemi og elskulegheit efst í huga. Við áttum samleið í þrjú ár fyrir 30 árum. Staðurinn var Clevel- and Ohio. Við vorum ungar með lítil börn og fylgdum mönnunum okkar til náms. Upp í hugann kemur mynd af samfélagi þar sem nánustu ætt- ingjar voru hvergi nærri og fjöl- skyldur sem þarna bjuggu saman tímabundið urðu eins og ein stór fjölskylda sem deildi amstri dagsins. Allt var notað til að gefa lífinu lit, barnaafmæli, Íslendingaútilegur og ef ein fjölskyldan fékk ættingja í heimsókn var það tilhlökkunarefni fyrir alla. Ella Dís var býsna önnum kafin, þriggja barna móðir með tví- burana litla og uppátektasama. Hún var meinatæknir að mennt og starf- aði við það bæði fyrir og eftir dvöl- ina í Bandaríkjunum. Við fundum okkur allar einhvern farveg til að efla okkur í landi tækifæranna. Ella Dís sem var músikölsk og hafði allt- af langað að læra á hljóðfæri, keypti sér píanó og lét þann draum rætast. Þessi ár voru skemmtileg, full eft- irvæntingar og í endurminningunni var alltaf sól, börnin léttklædd og lítið fyrir þeim haft. Eftir að heim var komið hittumst við öðru hvoru en sjaldnar eftir því sem árin liðu. Upp úr stendur þó fagurt sumar- kvöld í Kjósinni fyrir nokkrum ár- um. Ella Dís hafði boðið okkur til kvöldverðar í sumarbústaðinn sinn sem var hennar sælureitur. Þarna átti hún frumkvæði að vinafundi eins og svo oft áður. Við minnumst Ellu Dísar með virðingu og sendum börnum hennar, móður og fjöl- skyldu samúðarkveðju. Björg og Bryndís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.