Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 51
STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert tilfinningarík/ur og ábyggileg/ur og fólk veit að það getur treyst á þig. Þú býrð einnig yfir skarpskyggni og þokka. Leggðu hart að þér á komandi ári því þú munt upp- skera árið 2005. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér gæti fundist einhver vera að senda þér misvísandi skila- boð í dag. Vertu við öllu búin/n en reyndu á sama tíma að láta hinn aðilann njóta vafans. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir freistast til að segja ósatt til að forðast óþægilega aðstöðu í dag. Reyndu að halda þig við sannleikann. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagdraumar sækja á huga þinn í dag og trufla einbeitinu þína. Ekki láta þetta ergja þig um of. Einstein sagði að dag- draumar væru fyrirheit fram- tíðarinnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er ekki rétti dagurinn til að eyða peningum. Þú ert ekki viss um hvað þú vilt og átt auk þess á hættu að eyða um efni fram. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að vera sérstaklega skýr í öllum samskiptum í dag. Þetta á þó sérstaklega við um maka þinn og nána vini. Það er hætt við misskiln- ingi og jafnvel svikum eða blekkingum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér hættir til að efast um eigið ágæti í dag. Reyndu að ýta þessum tilfinningum frá þér. Þær verða að öllum líkindum horfnar um helgina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þér finnst þú ekki ráða við aðstæður reyndu þá að fresta því að takast á við þær. Þér mun líða betur um helgina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það eru miklar líkur á því að einhver reyni að slá ryki í aug- un á þér í dag. Þetta gæti jafn- vel átt við um áhrifamikinn einstakling. Vendu þig á að dæma hlutina sjálf/ur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki efast um gáfur þínar eða hæfni til að taka eigin ákvarð- anir. Ef efasemdir um eigið ágæti sækja á þig ýttu þeim þá frá þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fjármálin eru eitthvað rugl- ingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mik- ilvægar ákvarðanir. Frestaðu því ef þú getur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að leggja þig alla/n fram í samskiptum þínum við aðra í dag. Tunglið er beint á móti merkinu þínu og því áttu í raun ekki um annað að velja. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þú færð á tilfinninguna að einhver sé að leyna þig ein- hverju , er það sennilega rétt hjá þér. Treystu innsæi þínu. Líkami þinn les líkamstján- ingu annarra mun betur en hugur þinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 51 DAGBÓK Laugavegi 20b, sími 552 2515 NÝJAR VÖRUR Á ÚTSÖLU ALLT Á AÐ SELJAST Kistlar, húsgögn, gjafavara. Skólavörðustig 10, s. 511 2100 HÁR & HEILSA Dóróthea Magnúsdóttir, gsm 892 5941. Hugrún Stefánsdóttir, gsm 861 2100. Nýjung Ekta hárkollur með örþunnum botni sem líkist húðinni. Formaðar eftir óskum hvers og eins. Pantið tíma. Útsölulok 7. febrúar Langur laugardagur Opið frá kl. 11-17 gjafavöruverslun, Frakkastíg 12, sími 511 2760. HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐ Í LJÓSHEIMUM Brautarholti 8, Reykjavík 7. febrúar n.k. kl. 14.00 til 18.00 og 12. febrúar kl. 19.30-21.30. Hljóður hugur og innri friður er eitt það dýrmætasta fyrir andlega og líkamlega heilsu. Á námskeiðinu verða kenndar aðgengilegar aðferðir sem með æfingu veita færni til að öðlast hljóðan huga og innri frið. Upplýsingar og skráning hjá Elínu Jakobsdóttur, jógakennara, í síma 898 3767. VEÐURHLJÓÐ Veinar í skörðum vindurinn. Var hann á mig að kalla? Eiga eg vildi annað sinn útkomuleið til fjalla. Horfinn er þangað hugurinn, hvenær sem stormar gjalla. Horfinn er þangað hugurinn. Hlæjandi minning lokkar, þegar fjörlega fákurinn fiðrar við taum og brokkar. Horfinn er þangað hugurinn, hestur er fram hjá skokkar. Horfinn er þangað hugurinn. Hrakningar, leitir, villa ónáða byggðamanninn minn, mögnuðum kitlum fylla. Horfinn er þangað hugurinn, hvenær sem gengur illa. Sigurður Jónsson frá Brún. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA Eins og skýrt var frá í þætti gærdagsins stendur nú yfir prófraun fyrir les- endur, þar sem glímt er við 10 þrautir, eina á dag. Í gær var það úrspilsþraut, nú er það vörnin: Þraut tvö: Norður ♠83 ♥K62 ♦ÁD6 ♣ÁDG76 Austur ♠ÁK4 ♥Á8753 ♦KG5 ♣K2 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf Dobl 4 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Lesandinn er í austur og hefur doblað fjóra spaða. Makker kemur út með hjartadrottningu, sem er gott, en útlitið dökknar verulega þegar sagnhafi trompar fyrsta slaginn. Hann spilar svo spaða- drottningu og þú tekur með kóng (makker fylgir lit). Hver er áætlunin? _ Norður ♠83 ♥K62 ♦ÁD6 ♣ÁDG76 Vestur Austur ♠7 ♠ÁK4 ♥DG1094 ♥Á8753 ♦9732 ♦KG5 ♣853 ♣K2 Suður ♠DG109652 ♥-- ♦1084 ♣1094 Lausn: Úr því slagur fæst ekki á hjarta verður að sækja þann fjórða á tígul (þú reiknar með slag á laufkóng). Og það er ekki eftir neinu að bíða í þeim efnum – þú verð- ur að spila tígli strax. Ef vestur á tíuna í tígli, vinnst tími til að fría slag á litinn áður en sagnhafi getur náð af þér trompinu og fríað lauflitinn. Í því tilfelli skiptir ekki máli hvaða tígli þú spil- ar, en ef makker á tígulníu og suður 108x er sjálfsagt að láta sagnhafa giska og spila tígulfimmu. Kannski lætur suður áttuna og þá hefur vörnin betur. Stig: Þú færð 10 stig fyrir að spila tígulfimmu, en 7 fyrir gosann eða kónginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. d3 Rc6 3. f4 Bc5 4. Rf3 d6 5. Rc3 Bg4 6. Be2 Rf6 7. h3 Bxf3 8. Bxf3 Staðan kom upp í Skák- þingi Reykjavíkur sem Tafl- félag Reykjavíkur stóð að. Mót þetta hefur langa sögu og hafa margar þekktar kempur hampað titlinum Skákmeistari Reykjavíkur. Hin síðari ári hefur þátt- takendum fækkað og iðulega eru það sömu andlitin sem koma sér fyrir í efstu sæt- um. Það væri æski- legt að breiddin væri meiri og vonandi verður hún það í kjöl- far skákvorsins sem viðrað hefur síðustu misseri. Einn af yngri keppendum mótsins, Arnar Sig- urðsson (1435), svart, kom auga á snjalla hugmynd til að nýta sér veikleika hvíts á svörtu reitunum gegn Hjalta Björnssyni (1225). 8... Rh5! 9. Bxh5?? Leiðir rak- leiðis til máts. Hvorki gekk upp heldur að leika 9. fxe5 Rg3 10. Hh2 Bg1 né heldur 9. Re2 Dh4+ 10. Kd2 Rg3 en hinsvegar hefði 9. h4! getað haldið taflinu gangandi. 9... Dh4+ 10. Kd2 Dxf4+ 11. Ke1 Df2#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík BRÚÐKAUP. Hinn 9. ágúst sl. voru gefin saman í hjóna- band í Lágafellskirkju þau Hildur Rúnarsdóttir og Finn- bogi Sumarliðason. MEÐ MORGUNKAFFINU Konan þín er búin að taki inn og mikið af járntöflum. Hún nær sér, en næstu vik- urnar mun hún vísa í norður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.