Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 57

Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 57 Grensásvegi 7, sími 517 3535 Frítt inn til kl. 24.00 Opið 9.00-01.00 virka daga og 9.00-05.30 um helgar Nýi tölvu- og viðskiptaskól-inn í Kópavogi stendurfyrir námskeiði í frum-hönnun tölvuleikja sem hefst 13. febrúar. Það eru þeir James Brace (frá breska tölvuleikjafyrirtæk- inu Climax Development), Haraldur Björnsson (frá hugbúnaðarfyrirtæk- inu Cadai Ltd.) og Óli Haukur Valtýs- son frá NTV sem stýra námskeiðinu. Brace og Haraldur hafa haldið svipuð námskeið víða um Evrópu. Rætt var við þá Harald og Óla um námskeiðið en einnig um tölvuleikjamenninguna á breiðari grundvelli. Hvað er raunverulegt? Haraldur segir að á sínum tíma hafi hann farið utan til náms til að læra arkitektúr. Þetta var fyrir átta árum. Hann sótti um vinnu hjá leikjafyr- irtæki eftir námið og fékk það verk- efni að hanna leik byggðan á Formúlu 1 kappakstrinum. „Ég vissi ekki neitt um Formúlu 1!,“ segir Haraldur og hlær. „En þetta gekk mjög vel og leikurinn seldi vel fyrir Sony Playstation. Þetta eru þeir leikir sem ég hef mest unnið við.“ Haraldur segist hafa verið heppinn á þessum tíma því að leikjagerðin hafi þá verið á ákveðnu frumstigi. Hann segir að í dag hafi þröskuldurinn í bransanum nefnilega hækkað tölu- vert. Haraldur segir að á Íslandi sé alveg ábyggilega fullt af fólki sem þætti tölvuleikjagerð vænlegur starfsvett- vangur. Hins vegar hafi þetta lítið ver- ið kynnt. Óli Haukur segir að með námskeiði sem þessu verði vonandi hægt að koma af stað þó ekki væri nema umræðugrundvelli um þessi mál. Hvað tölvuleiki varðar er ofbeldi í ákveðnum leikjum sígilt deilumál. Haraldur er þeirrar skoðunar aðþað þurfi að sýna ábyrgð í framleiðslu slíkra leikja. „Það þarf að fylgjast með þessu. Þegar fram í sækir verða leikir til muna raunverulegri og fólk er farið að eyða sífellt meiri tíma í þá. Þetta er því umhugsunarvert. Hinn sálræni hvati á bak við leiki er að þar ert þú að byggja upp ákveðna hæfni. Þetta á einkum við í fjölspilunarleikjum („multiplayer“). Skynjun á því hvað er raunverulegt og hvað ekki er í hættu og fólk á ekki að vera feimið við að banna ákveðna leiki.“ Óli Haukur segir að ef einhver fremji voðaverk vegna tölvuleikjaspil- unar þurfi hann sannarlega að vera veikur fyrir.En því miður sé auðvitað nóg til af slíku fólki. Samskiptatækið tölva Vinsældir skotleikja eins og Count- er-Strike eru gríðarlegar og hérlendis eru reglulega haldin keppnismót í þannig leikjum. Bestu Counter-Strike spilararnir lifa t.a.m. á því að spila leikinn og ferðast um heimsins höf og sækja þess háttar mót! Haraldur segir að það sé ákaflega mismunandi með tilliti til menningar- heima hvaða leikjategundir séu vin- sælastar. „Á Vesturlöndum er mikið verið að skjóta og sprengja og meirihluti not- enda er karlmenn. Í Japan skiptast leikirnir hins vegar jafnar á milli kynja.“ Haraldur nefnir þá að vinsælustu leikirnir séu leikir sem eru spilaðir í „console“ tölvum eða stjórnborðs- leikjatölvum eins og SonyPlaystation o.s.frv. „Það er oft talað um að fólk ein- angrist við að spila tölvuleiki en „con- sole“ menningin er mikið til þannig að þú deilir upplifuninni með félögun- um,“ segir hann. „Leikir eins og brettaleikirnir hans Tony Hawk verða að eiginlegum félagsmiðstöðvum og ákveðnu samskiptatæki.“ Siðferðileg réttlæting þess að þú leikir þér, segir Haraldur, er sögð sú að leikurinn muni nýtast þér í lífinu. „Það er erfitt að réttlæta slíkt gagn- vart tölvuleikjum. Að það að skjóta og drepa muni nýtast þér. En t.d. í Bret- landi, sem er hernaðarveldi, er hern- aður og her partur af menningunni þar. Menn þar fara í stríð og það þykir sjálfsagt að þú eigir að geta hoppað og hlaupið yfir skurði og stíflur eða hvað það er.“ Að lokum er Haraldur spurður að því hvers konar leikir eigi eftir að verða vinsælir í framtíðinni. Hann segir að það sé ómögulegt að svara því. „Ég sé þó fyrir mér að þetta verði margir leikir í einum. Við erum farin að sjá þetta gerast í leikjum byggðum á kvikmyndum eins og Star Wars og Hringadróttinssögu þar sem þú getur valið hvort þú vilt hraða og spennu eða frekar áætlanagerð – allt innan sama leiksins. Ég sé fyrir mér að í framtíð- inni getir þú drepið drekann, safnað peningum og að lokum sest niður og heklað – kjósir þú það! (hlær).“ NTV stendur fyrir námskeiði í frumhönnun tölvuleikja Eru tölvuleikir menning? Morgunblaðið/Jim Smart Tölvuleikir hafa hrundið af stað viðamikilli undirmenningu í vestrænu samfélagi. Arnar Eggert Thoroddsen fræddist um þessi mál í tengslum við væntanlegt nám- skeið í tölvuleikjagerð hér á landi. Allar nánari upplýsingar vegna námskeiðsins eru á www.ntv.is Frá vinstri: Sigurður S. Pálsson, skólastjóri NTV, Óli Haukur Valtýsson, Haraldur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.